Alþýðublaðið - 30.12.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.12.1942, Blaðsíða 5
iSMmdagttr 36. desk 1842, í skipalestinni miklu til Norður-Afríku. \ i 1 S \ S v s s s s s S s s •s s \ s s :S 'S s s Á myndinni sjást sjóliðsforing'ar við störf sín um borð í einum hinna hrezku tundurspilla, sem fylgdu hinni miklu skipa- lest Bandamanna til Norður-AEríku þegar innrásin var gerð. EG hefi setið við borð inni í skrifstofu siglingamála- xáðuneytisins og talað við menn, sem átt hafa drjúgan þátt í að skipuleggja förina til Norður-Afríku og auk þess sáu um flutningana á tækjum þeim, sem komu Rommel út úr Egyptalandi. Þeir hafa unnið foaki brotnu að þessu starfi frá því í júlí í sumar; stundum sextán klukkutíma á dag. Einn þeirra fór f rá Washington á íaugardagsmorgni og kom til Lundúna morguninn eftir. Þar tók hann þegar til starfa, án þess að unna' sér nokkurrar ihvíldar. Ég spurði: — Hvernig fóruð þið að því að finna öll skipin, sem þurfti til þess arna, hund- ruðum saman, allt frá stórum íínuskipum niður í tvö þúsund tonna dalla. Þeir sögðu, að und- irbúningurinn hefði tekið marga mánuði. Það hefði þurft að safna skipunum saman á ýmsar hafnir og breyta sumum þeirra. Ég spurði í hverju þessar breytingar hefðu verið fólgnar. Þeir svöruðu, að það hefði |)urft að breyta þeim þannig, að |rau gætu flutt menn ekki síður en vörur. Einnig varð að vopna þau, setja í þau fallbyssur. Vöruflutningaskipum varð að breyta þannig, að þau gætu flutt vélahersveitir, sem þurftu að fylgjast með tækjum sínum. Þá þurfti og sérstök tankskip til þess að flytja drykkjarvatn. Loks þurfti olíuflutningaskip og skip til að flytja sprengiefni. Stundum leit svo út sem skipin væru þarna í aðgerðaleysi og vakti það gagnrýni þeirra, sem ekki vissu, hvað var í undirbún- ingi. Eg spurði: — Hvérsu margir voru þeir, sem vissu, hvað var á seyði? Hvernig fóruð þið að því að halda þessu svona vel leyndu. Þeir hlógu allir og sögðu: — Við gáfum vissar upp- lýsingar, sem gefnar voru í trúnaði, en meginið af þessum upplýsingum var falskt, svo að raunveruiega vissi enginn ó- viðkomandi maður sannleikann. Við bjuggum skipin til miklu lengri ferðar, svo að fólkið í fiafnarborgunum, þat sem skipin lágu, áleit að ætti að fara til hinna fjarlægari Aust- Skipalestin mikla á leið~ inni til Norður-Afríku. Eftirfarandi grein, sem þýdd er úr blaðinu The Listener, og er eftir J. L. Hodson, skýrir frá hinum mikla undirbúningi, sem þurfti undir herferð Banda- manna til Norður-Afríku. uríanda. Flotaforingi í vissri höfn lét í ljós óánægju sína yfir því, að allt gengi á tréfótum hjá okkur, því að sum skipin virtust vera þarna í algeru að- gerðarleysi. Eg veit ekki, hvort ég hefi gert það nægilega ljóst, hvílíka tilbreytni þurfti í skipakostin- um: Stór línuskip og stór og smá birgðaflutningaskip. Stór kolaskip fylltu sig af kolum handa gufuskipum og járn- brautarlestum. Þá voru skip, sem þurftu að geta flutt ýmis konar hernaðartæki. Þá varð að miða tímann út nákvæm- lega, svo að skip með misjafn- an hraða kæmu samtímis á staö inn. Þar mátti engu skeika. Eg lét í Ijós, að það hefði hlotið að vera erfitt starf að koma vopnunum um borð. Þeir sögðu, að svo hefði verið, en þó hefði verið erfiðara að velja skipin í hverri höfn. Herfor- ingjarnir höfðu Valið skipin og káveðið, hvað hvert þéirra ætti að flytja. Skriðdrekar í eitt, — byssur í annað, vistir í það 3ja. Og við urðum að finna skip með hinum rétta hraða. Oft varð að breyta áætlun til þess að allt yrði sem nákvæmast. En hleðsla skipanna var vissulega erfitt starf, sögðu þeir. Við höfum komizt að því, að erfitt er að flytja skriðdreka með skipum. Þeim hættír til þess að losna í lestinni og renna af stað. Bezt er að hlaða þeim hverjum ofan á annan. Þá var það ekki minna vanda- mál að velja skip, sem sjálf gátu lyft úr sér hinum þungu hernaðartækjum. Það varð að gera ráð fyrir, að jafnvel þótt skipin kæmust inn í óvinahafn- ir, yrði búið að eyðileggja alla hegra og hafnarmannvirki, — svo að þau kæmu ekki land- gönguhernum að gagni. Skipin urðu því sjálf að vera búin út með hegra. Við urðum að hætta á margt. Vélknúin tæki voru flutt með benzín í sér, svo að hægt væri að aka þeim af stað samstundis og þau væru á land komin. Venjul. er þetta ekki gert, en það var nauðsynlegt að þessu sinni. Umbúðir voru um sáralítið af flutningnum. Það var enginn tími til þess að taka hann upp að leiðarlokum. Miklu var líka hlaðið á þilj- urnar. Og þó að veður væri vont á Atlantshafinu, skemmd ist'enginn farmurinn og ekkert færðist til. Þegar skipin okkar sigldu gegnum Gibraltar var allt óhreyft. Allt var þetta að þakka hafnarverkamönnunum og sjómönnunum. Allir þessir menn unnu baki brotnu. Gam- all hafnarverkstjóri svaf ekki heima hjá.sér í átta sólarhringa og hann fór aldrei úr fötum á þessum tíma. Hafnarverka- mennirnir skildu ekkert í því, hvers vegna skipin voru látin liggja aðgerðarlaus í höfn. — Eitt skipið, sem var á leið frá viðgerð til hafnar, þar sem það átti’að taka farm, fékk brotsjó yfir sig og skemmdist. Bátarn- ir brotnuðu og fleira varð að. En skipstjórinn fékk grun um, að eitthvað væri á seyði og vildi ekki standa utan við. — Skipshöfn hans gerði við skemmdirnar sjálf, svo vel sem kostur var á, og skipið komst pieð í leiðangurinn. Norskt skip kom inn, sem þurfti að birgja sig til nýrrar siglingar, en það tók venjulega viku. Skipstjórinn var spurður, hversu fljótur hann gæti verið að búa sig út í þetta sinn. 24 klukkutíma, sagði hann — og þá er ég tilbúinn. En það var ekki einungis dugnaðurinn við að ferma skipin, sem allt var undir kom- ið. Það varð einnig að ferma skipin af hyggni. Skriðdrekam- ir, byssumar og birgðimar urðu að koma úr skipunum í réttri röð. Það þurfti því að viðhafa mikla nákvæmni og útreikning. Jafnvel fyrir stríð höfðum við safnað teikningum af öllum brezkum skipum yfir 1,600 tonn að burðarmagni. Nú orðið hefir siglingaráðu- neytið í sinni vörzlu nákvæm- ar teikningar af öllum skipum og yfir þeim voru útreikning- arnir og áætlanirnar gerðar. 10 próflærðir skipstjórar vinna £ herbergi, sem ég sá, og þar vinna þeir að útreikningum. Þeir hafa smíðað sér lítil líkön til flýtis við útreikningana. Jafnvel hin smávægilegasta villa getur haft mikil óþæg- indi í för með sér. Og níutíu flutningasérfræðingar sigldu með skipalestinni til þess að líta eftir flutningunum. Eg sagði: — Voruð þið ekki undrandi á því, að allt skyldi fara svona nákvæmlega eftir áætlun og að öll skipin skyldu koma til Afríku á nákvæmlega tilteknum tíma? Því að ég ef- ast um, að nokkur þjóð hafi lagt út í jafn flókið og erfitt ferðalag sem þetta? Þeir svör- uðu: — Jú, að vísu. Við vorum hamingjusamir yfir því að veðrið var þó ekki verra en raun varð á. í heilan sólarhring sigldu flest skipin í þoku. En allir unnu starf sitt af dugnaði og árvekni. Við erum líka orðn- ir vanir starfinu. Og við vor- um sahnfærðir um, að skip- stjórarnir gætu framkvæmt hlutverk sitt og myndu þora að horfast í augu við allar hættur. Engir erfiðleikar urðu. Skipa- lestimar lögðu allar af stað á tiltekinni stundu. Flest skipin vom brezk, en þau, sem sigldu frá Ameríku voru amerísk, norsk, hollenzk, pólsk og belg- isk. Eg sagði: — Þið hljótið að vera ánægðir yfir því, hversu vel tókst til. Þeir svöruðu: — Það er nú reyndar ekki. Við erum ekki hálfnaðir enn þá. Við þurfum að senda hermönnunum birgðir og til þess þarf skipalestir. Eitt skipið, sem varð fyrir sprengju við strönd Norður-Afríku, er nú að hlaða á ný. Skipshöfnin segir, að gatið eftir sprengjuna sé ágætis loftgat. Skipið legg- ur bráðum af stað aftur. . . Mennirnir í siglingamála- ráðuneytinu eru alltaf önnum kafnir. Þeir hafa kortaklefa, þar sem uppdrættir af öllum höfum veraldarinnar. Þar sjást siglingaleiðirnar og á þessum uppdráttum fylgjast þeir með skipalestunum á leið þeirra til Rússlands eða Indlands. Þar má sjá, hversu mörg skip eru á Mexikóflóa, og þar sézt, hversu mörg skip eiga að fara með birgðir til Alexanders hers- höfðingja og hermanna hans. Þegar við vorum að hörfa til Frh. á 6. síðu. Hvar eiga bifreiðarnar, sem ekki mega vera á gang- . stéttunum, að standa? — Um breytinguna á loítvarna- merkjunum. — Grjótkast í kjallaragluggana við fjöl- famar götur — og hólbréf um útvarpshljómsveitina. BRÉFIN hafa hrúgast nokkuð upp hjá mér síðan fyrir jól — og nú er víst bezt að fara að tína úr hrúgunni. — Birti ég hér á eftir þrjú bréf um bifreiðarnar á gangstéttunum, útvarpshljóm- sveitina, hættumerkin og rúðu- brot inn á Hverfisgötu: „VELVAKANDI“ skrifar: „Viltu gera svo vel og skila því til þeirra er stjórna lögreglunni og gefa út fyrirmæli um störf hennar, að á- stæða sé til að endurskoða fyrir- mælin um það að bílar megi ekki standa að litlu leyti á gangstéttun- um. Því það er ómögulegt að fara eftir þeim fyrirmælum fyrr en bíl- eigendum hefir verið séð fyrir bílastæðum víðsvegar í bænum“. „MARGT AF tillögum umferða- nefndarinnar voru góðar og ættu að komast i framkvæmd. En þang- að til verður að bjargast við sumt af því, sem verið hefir, — eða banna starfandi bæjarbúum, sem bíla verða að nota, að hafa þá. En það væri sama og að banna mönn- um að stunda sín störf. Ástæðan fyrir því að þessi umrædda ráð- stöfun er óframkvæmanleg er sú, að verði þessu framfylgt stöðvast iðuglega umferð um ýmsar götur bæjarins þar sem hún er mikil en götur mjóar, og opnir skurðir og gjótur víða annarsvegar við göt- urnar“. „HINS MÆTTI betur gæta að ekki stæðu bílar beggja vega á fjölförnum götum og myndi það greiða fyrir umferðinni frá þv£ , „ Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.