Alþýðublaðið - 31.12.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.12.1942, Blaðsíða 2
Merkasta heimsóknin hingað á árinu ALTA ATLANTSHAFSINS“, þannig hefir ísland oft verið nefnt á máli styrjaldar- þjóðanna á árinu 1942, sem nú er að líða. Bandamannaþjóðirnar líta á ísland sem jafnþýðingarmikla varðstöð í Atlantshafi fyrir skipalestir og flutninga frá Ameríku til Bret- lands og Rússlands og Malta er í Miðjarðarhafinu fyrir flutninga Bandamanna um það. ísland er í alþjóðaleið — íslendingar sitja í stúkusæti og horfa á einn þýðingarmesta þátt styrjaldarinnar: orustuna um Atlantshaf. — Margir sögulegir viðburðir hafa gerzt hér á landi á þessu ári. Hinna innlendu viðburða er getið annars staðar hér í blaðinu. Einn hinna merkustu viðburða hér á landi í sambandi við styrjöldina var koma Marshall, yfirhers- höfðingja Bandaríkjanna, hingað síðastliðið sumar. — Myndin sýnir yfirhershöfðingja Bandaríkjahersins við komu sína hingað fyrir dyrum grennf Reykjavíkur. af bústöðum hermannanna í ná- HræislaalmenningsviAnjja rottutepnd er istæiulans. ....•+.— .—■ EngjiBs mf rottnteguiid taefir fiutzt hiisgað i morg ár« á ht. Hún hefir haMist við hér Nýjársræðnr riEtis- síjóra og tveggja ráðberra. RIKISSTJÓRI, forsætis- ráðherxa og dóms- og menntamálaráðherra tala í útvarp til þjóðarinnar í kvöld og á morgun. Forsætisráðherra dr. Bjöm Þórðarson flytur ávarp sitt klukkan 20.30 í kvöld, en síðan flytur dóms- og mennta málaráðherra Einar Amórs- son á eftir ávarpinu ræðu. Ríkisstjóri Sveinn Bjömsson ávarpar þjóðina klukkan 1 á nýjársdag. AUar verzlanir hér í bænum verða lokaðar um áramótin ei snog hér segir: í dag verður búðum lokað kl. 4 eftir há- degi. Á laugardaginn verða búðir ekki oþnaðar vegna vörutalningar. Tilkynnlng frá forsætisráðuneytinu. Forsæt- isráðherra verður til staðar í emb- ættisskrifstofu sinni í stjórnarráð- inu á nýjársdag kl. 2,20—4,20 fyr- ir það fólk, sem kann að vilja bera fram nýjársóskir við hann. * * RÁLÁTAR sögur hafa gengið hér Reykjavík undanfarið og hafa jafnvel einnig borizt út um land að hingað væri kominn mikill vágestur frá Ameríku, sem myndi valda okkur íslending um slæmum búsifjum á næstu árum. Átti þetta að vera svört aímeríksk rotta, mjög stór, sem tímgaðist á- kaflegt ört og nsesta ómögu- legt væri að útrýma, en hinn mesti skaðræðisgripur í hí- býlum manna, ökrum og görðum. Alþýðublaðið sneri sér í gær til Ágústs Jósefssonar heil- brigðisfulltrúa og spurði hann um þetta. Hann svaraði: ,,Ég veit ekki betur en að hér sé um algera slúðursögu að ræða. Mér vitanlegá er engin stór svört rottutegund til hér á landi og hefir aldrei verið. Á síðustu stríðsárum fluttist hing- að ný xottutegund, lítil og dökk S s s s s s N / s síðan, enda er mjög erfitt að útrýma henni, þar sem hún tek- ur illa eitri, sem lagt er fyrir hana. — Síðan hernámið byrj- aði hefir ekki borið venju frem- ur á þessairi svörtu rottu, en hins vegar hefir rottugangur ■aukist tö'luvert í bænum og er það einkum vegna þess að rottu eitur það sem áður var notað var ófáanlegt eftir að samgöng- ur tepptust við Danmörku (Ratin). Á þessu ári gerði bærinn samn ing við Aðalstein Jóhannsson meindýraeyði og hefir hann haft eitrunarstarfið á hendi síð- an. Rottueitrið, sem bann notar útvegar hann sjálfur frá Amer- íku. Um árangur af starfi hans get ég ekki sagt að svo stöddu, en hitt skal viðurkennt að rottugangur er mikill í bænum, bæði í húsum og á .bersvæði. Vonandi verður eitrunarstarf- inu haldið áfram, ef eiturefni fæst og gerðar tilraunir til að útvega sterkara eitur. Til við- 'bótar skal ég geta þess að 'her- inn hefir líka með höndum rottuútrýmingu og sjá hertmenn um það.“ , Eins og sjá má af ummælum heilbrigðisfulltrúa er ótti al- mennings við nýja rottutegund sem átti að vera kotmin hihgað alveg ástæðulaus. Og er furðu- legt- hvemig svona sögur geta myndast. Hins vegar er allútbreidd í Ameríku svokölluð Bisaxnrotta, sem er stór og dökk, tímgast mjög ört og hinn mesti vágest- ur.. En hún er ails ekki 'hér og ikesmisÆ vonandi eldrei hingað. í Á nýársdag Sérstakur bátíðamatnr, Daasad milli kl. 3,30 — 5. Hótel Borg. —' ♦ ...... Skipulagsnefnd hæjarins og bæjar* ráð leita að lausn á deilumáli. ÞAÐ hefir oft verið talao um það að lítil fyrirhygg^a hefði á undanfömum áratugum verið höfð um skipu- lag Reykjavíkurbæjar og þeir menn og þær stofnanir sem hafa haft þessi mál með höndum hafa fengið mörg óþvegba orð að heyra fyrir sinnuleysi í þessum efnum. En það hefir oft verið úr vöndu að ráða í þessu efni. Borgin hefir byggsfc ákaflega ört og það hefir valdið því að ekki hefir verið nægilegt ráðrúm til nákvæmra athugana, enda ber bær okkar svip þess. En nú ætti þessnxn málum að vera þann veg komið, að chhi þyrfíi að hrapa að neinu og skipui. bæjarins lægi íyrir. Þeíía muíi og vera svo í aðalatriðum, þó að ýms smærri atriði séu enn ekks full ákveðin. Undanfarið hefir verið uppi nokkuð deilumál, sém nauðsyn- legt er að almenningur fylgist nokkuð með. Deilt er um eitt einasta hús, sem á að standa við eitt fjölfarnasta horn bæjarins, við eina fegurstu götima. Þetta er hús Sveins Zoega við neðri cnda Skólavörðustígs, og hefir þegar verið hafin bygging á því. Vegfarendur hafa allt frá því, að farið var að grafa fyrir þessu húsi, en síðan munu nú vera xnargir mánuðir, furðað sig á því, að Ieyft skyldi að byggja húsið þannig, eða út í gangstétt- ina. Um þetta hafa farið bréf milli bæjarráðs og skipuLagsnefndar, og enn mun ekki engin fullkom- in lausn á því, svo að bæði 'bæj- arráðið og skipuílagsnefndin megi við una. Er þó ekki ástæða til að ætla annað, en að húsá þessu verði skipaður 'bás í sMpu- laginu iþama við Skólavörðustíg þannig að ekki verði til lýta eða trafala. Skipulagsnefndin skrifaði bæjarráði bréf 17. þessa mán- aðar og lagði til, að imálið yrði ieyst mjeð þeim hætti, að ak- breidd Skólavörðustígs verði 10 metrar, en hvör gangstétt 2,5 metra, 'breið, íþannig, ,að <gang- stétt iþeim megin, sem hús Sveins Zoega er, verði færð inn í gegn um ineð'stu hæð hússins, en til þess er það talið hafa nægilegt xými. Komi þannig yfirbyggð gangstétt, 2,5 metra 'hreið, igegnum neðstu hæð húsa allt að Ingólfsstræti, eða meðfram 'húsum þeim, sem liggja að fyrirhuguðu torgi, sem verður iþax sem nú er Silkibúð- in, og upp fyrir hið gamla hús Helga Zoega, á horni Banka- strætis og . Skólavörðustígs. Burðarsúlur útveggja á efri hæðum kærnu iþá í stéttarbrún. Með þessu taldi skipulagsnefnd bezt úr málinu leyst, og yrði þá breidd götunnar á kaflanum upp að Bergstaðastíg 15 metrar í stað 12,5, sem upphaflega hafði verið ákveðið. Bæjarráð íéllst ekki á þessa tillögu skipu- Ta’gsnefndar, án þess þó að fram kæmi bein ályktun um lausn málsins á þeim fundi bæjarráðs, en hann var haldinn 18. þ. m. iSTú mun hafa komið fram ný tillaga um lausn málsins. Er þar lag’t til að horfið verði að því, — sem á líkan hátt getur bætt úr, að svo miklu leyti sem snertir fjarlægð milli húsa (15 m.) — aó' draqa húsaröðina inn- ar, strax og umræddri nýbygg- ingu lýlcur, og halda svo þeirri byggingalínu allt að Bergstaða- stræti. Er sú ráðstöfun talin talsverð bót í máli, þar sem Zoéga-húsið stendur í framtíðinni opið a0 torgi, sem ætlað er að komi á gatnamótum Laugavegar, Ing- ólfsstrætis og Skólavörðustígs (húsalína beygir inn að Ingólfs- stræti um það bil sem norður- gafl nýbyggingar Zoega er nú, en gömlu húsin að götu hverfa með öllu skv. tillögum þeim, er bæjarráði hafa verið sendar). Að lokum er það að segja um götuþreidd Skólavörðustígs, að skv. eldri uppdráttum hefir bil milli húsa verið staðfest 12,5 metrar og stígurinn að mestu byggður skv. því, þar sem var- anleg steinhús hafa verið reist. og í framhaldi af því hefir hús ■Zoega verið sett niður skv. því sem komið var ofar við götuna. Bæjarráð mun nú taka af- stöðu til þessarár tillögu, hvort sem það gengur inn á hana eða ekki. En almenningur mun fylgjast vel með þessu máli. Hann hefir orðið vitni að ýms- um slæmum mistökum í skipu- lagi bæjarins á undanfömum tveimur áratugum. Mörgum mun finnast að eina fullkomna lausnin sé að færa húsið inn um 2—3 metra, því að ef það verður ekki gert kemur bugða á Skólavörðustíginn naðst og er það til stórlýta. Hátfðisalnr Mennta- skðlans opnaðor með fflikilli viðhðfn. HÍTÍÐASALUR Menntaskól ans, þar sem margir merk- ir viðburðir % sögu íslendinga hafa átt sér stað, var í fyrra- kvöld hátíðlega opnaður í fyrsta 'sinn eftir endurheimting skóla- hússins úr höndum setuliðsins. Þótt skólinn hafi nú þegar starfað í gamla húsinu síðan í haust, var viðgerð á kennslu- stofunum látin ganga fyrir og salurinn tekinn á eftir. Var og ætlunin að gera vel og rækilega við hann og hafa hann sem lík- astan því, sem hann var upphaf- lega. Salurinn er nú að mestu til- búinn og var opnun hans einn liðurinh í jólagleði nemenda. Hefir það verið venja undanfar- in ár að skreyta salinn fyrir jólagleðina, • Hátíparsalurinn, þar sem al- þing var háð um. margra ára skeið og þar senj t’j óðfu ndm inn var haldinn 1831, hefir verið hvítmálaður, en neðri hluti vegjanna er blár. Allmikið af gylltu skrauti er í salnum. Á veggjum salarins eru málverk af öllum rektorum skólans, svo og af fjórum konungum ísland# og Danmerkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.