Alþýðublaðið - 27.03.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.03.1943, Blaðsíða 4
'4 t ALÞYÐUBUÐIÐ Laugardagur 27. mara 1943. fUj)()ðubUJ)t& t'tgefandi: Alþýðuflokkurmn. Rltstjórl: Stefáu Fétursson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kennaraskólinn. EKKI mun það leika á tveim tungum, að barnakennar- ar eru þeir starfsmenn þjóðar- innar, sem einna mest veltur á í uppeldi almennings og hverr- ar uppvaxandi kynslóðar. Það er því mjög áríðandi, að þeirn sé gefinn kostur á að mennta sig sem bezt og gera sig sem hæfasta til hinna ábyrgðarmiklu starfa sinna. Uppeldi og mennt- un barnanna, hinna yngstu borgara, er svo þýðingarmikið fyrir hvert þjóðfélag, að ekkert má láta til sparað að vanda það sem bezt. Á síðari áriun hefir stöðugt aukizt sá þáttur, sem kennar- arnir eiga í uppeldi barna, við hlið heimilánna. Skólaskyldu- árunum hefir verið fjölgað og skólatíminn lengdur. Ber þvi allt að sama brunni. Starf kenn aranna verður stöðugt þýðing- armeira í þjóðfélaginu. og ber því þess vegna skylda til að veita þeim kost á vandaðri menntun og búa sem bezt að þeim, svo að þeir fái notið sín við störf sín. Hér á landi er svo sem kunn- ugt er aðeins einn Skóli sem veit ir barnakennaramenntun, Kenn araskólinn í Reykjavík. Heíir námstiminn þar verið þrir vet- ur. En upp á síðkastið hafa heyrzt ýmsar raddir úr kenn- arastétt um að óhjákvæmilegt sé að lengja námstímann. Ýmsmn námsgreinum hefir verið bætt við og aðrar auknar. •Hefir þetta orðið til þess, að illa vinnst tími til að komast yf- ir allt það nám, sem nú er talið nauðsynlegt. Þrír vetur lirökkva ekki til. Kennaraskólinn hefir þvi orðið að leggja hart að nem- endum sínum, og munu óvíða i skólmn meiri annir nemenda en í Kennaraskólanum. Er þvi nú orðið talin knýjandi nauð- syn að lengja námstiinann a. m. k. um einn vetur, nemend- um nýtist þá betur námið, annirnar jafnast, og auk þess verður hægt að auka námið, og er það talið nauðsynlegt. Fyrir alþingi þvi, er nú situr, liggur frumvarp um Kennara- skóla íslands. Menntamála- nefnd n. d. flytur frv. samkv. ósk fræðslumálastjórans, Jak- obs Kristinssonar, og er það einnig mjög áþekkt samþylckt sem fulltrúaþing S. í. B. gerði á s. 1. ári. Aðalbreytingin, sem frv. gerir á lögunum um Kennara- skólann, er sú, að námstíminn verði lengdur um eitt ár. Verður þess þá kostur, að guka kennslu í vissum námsgreinum, en þó verður engum nýjum bætt við. Er einkuni gert ráð fyrir auk- inni kennslu í íslenzku, kennslu æfingum o. fl. Er sízt vanþörf á að gera barnakennara sem færasta og menntaðasta í móð- urmálskenslunni. Þar þarf stöð- ugt að vera á verði, því að Níð- höggur málspjallanna leitar stöðugt á yngstu kynslóðina. 'Þessar og aðrar umbætur munu áreiðanlega vera vel séð- ar af öllum, sem láta sér annt Firh. á 6. síðu. Lokagrein Arngríms Kristjánssonar: Fólkið og lanðið. VIII. EINN aðalkostnaður hverrar ferðar er sjálft fargjaldið eða farið. Hér er vart liægt að segja annað, en að náms- og orlofs- ferðir standi— að óbreyttu — illa að vígi. Fegurstu staðir landsins, er fólkið að sjálfsögðu óskar að ferðast um og dvelja á, eru flestallir inni í landinu. 'Hér er þvi svo að segja einvörðungu um landferðir að ræða. Þótt vegir séu hér enn ekki góðir, hefir vegakerfið þ(j teygt sig með ótrúlegum hraða um byggðir og heiðalönd. Almenn- ingsbílar sérleyfishafa þjóta nú um landið á fjölmörgum léið- um. Hópferðir í landinu eru sem stendur að mestu liáðar stærstu sérleyfishöfunum. I þessu sambandi skal á það bent, að erlendis eru aðstæður allt aðrar og betri. í stað ófull- komins vegakerfis hér, greinist járnbrautarkerfi um þessi lönd. Járnbrautarkerfið og starf- ræksla þess er í höndum ríkis- ins. Hér er rnikill aðstöðumun- ur. Ríkisstjórn, sem er vinveitt i garð málefnisins, getur íyrir- skipað að veita náms- og orlofs- hópum verulegan afslátt á far- gjöldum með ríkisjárnbrautun- um. Enda hefir það verið venja á Norðurlöndum og víðar, að slíkir hópar hafa notið 33% í- vilnunar á fargjaldi. Á þennan hátt, auk ýmissar annarrar fyrirgreiðslu, hefir málefnið notið styrks frá ríkinu. Eins og aðstæður eru hér, er ekki liægt að koma sliku við, að óbreyttu. Hugsanleg leið væri það, að sérleyfi á fjölförnustu og arð- bærustu leiðum væri veitt skil- orðsbundið, þannig, að viðkom- andi sérleyfishafa væri gert að skyldu að leigja bíla til náms-, orlofs- og kynnisferða ákveðna vegalengd samanlagt á ári, fyrir t. d, 20—30% lægra gjald en annars er tilskilið í laxta. Þá tel ég að hiklaust beri að stefna að því, að póststjórnin taki í sínar hendur fólksflutn- inga á helztu sérleyfisleiðum. Þá mundi, liún að sjálfsögðu taka að sér að annast hópferðir, og þá sérstaklega orlofsferðir, námsferðir og kynnisferðir sveitafólks, milli fjarlægrá hér- aða. Er svo væri komið. væri jafn hægt um vik fyrir hið opinbera að koma við bagkvæmum styrk- veitingum til þessarra ferða, á sömu lund og gert er t. d. á Norðurlöndum og lýst hefir ver- ið hér að framan. IX. Þá er að síðustu það atriði, er ég hefi nefnt, hagkvæma þjónustu. Hér verður alþýðan upplýsinga- og fyrirgreiðslu- sjálf, launþegarnir, og félags- leg samtök þeirra að hefjast lianda, ásamt þeim félagsskap, er sérstaklega hefir að mark- miði að vinna að aukinni menn- ingu þessara stétta. Hér skiptir miklu máli, hvernig til tekst i byrjun, og ýmsu er liér þannig háttað, að það má heita óleysanlegt, nema að tilhlutun og í samráði við rikisvaldið sjálft. Það er þvi ofur eðlilegt, að ríkisvaldið eigi hér frumkvæði og hafi þegar áhrif á starfs- grundvöll frá fyrstu. Til þess að sýna frani á hvað mikið er í húfi, að ekki sé kylfa látin ráða kasti. s'kal bent á eftirgreint dæmi: Sumarið 1944 verður fyrsta sumarið, er verkalýðs- og iðn- aðarstéttir eiga að hafa mögu- leika til að njóta orlofs sam- kvæmt orlofslöggjöfinni. Yfir- standandi ár og fyrri hluti þess næsla er fyrsta heila söfnunar- ár orlofsfjár. Miðað við gildandi kaupgjald lýtur þetta þannig út (þótt kaup- gjald breytist, breytast ekki hlutfölhn í dæminu): Laun Dagsbrúnarverkamanns eru nú kr. 44,40 á dag (miðað við 8 st .vinnu). Samkvæmt lög- um fær hann raunverulega kr. 1,78 meira dagkaup, eða sem nemur 4% af dagkaupi. Þessi upphæð er honum þó ekki greidd út fyrr en hann tekur orlof. Gerum nú ráð fyrir, að liann Iiafi unnið 300 daga, þá mundi þessi upphæð nema kr. 534,00, og þó nokkru meir, ef liann hefði unnið einhverja auka- vinnu. Upþhæð orlofsfjárins er að vísu ætlað að vera lífeyri fyrir viðkomandi og skyldulið hans þá 10—12 daga) er hann tekur , orlof. En ætla má, að a. m. k. 1/3 orlofsfjárins verði skot- silfur lians í orlofsferð, þ. e. verði varið til greiðslu á far- gjöldum, greiða o. fl. vegna far- arinnar. Þessi uppliæð mundi því í flestum tilfellum nema allt að 200 kr. Ef orlofslöggjöfin snertir á þenna-n hátt t. d. 10000 manns, er hér um að ræða fjármagn að upphæð kr. 2 000 000,00, er beinist að mjög verulegu leyti umfram venju til greiðslu á far- gjöldum og greiða vegna orlofs- náms- og kynnisferða. Þannig sjá allir hversu mikið er í húfi, að þessu fjármagni verði varið skynsamlega, og að hlutaðeigandi stéttir fái notið þess á sem hagfelldastan hátt. Til þess nú að tryggja sem bezt að svo geti orðið, ber nauðsyn til þess að taka þetta Hitaveitan / s Trésmiðt og verkamenn vantar nú strax j í hitaveitnvinnnna. j Skráning kl. 1—2 / daglega nema s þriðjndaga. s s Miðstrœti 12 skrifstofan. j s Hojgaard & Schultz A|s | $ '•^•^•^•^•■^•^•^•^•^•^•^•^•^•■^•^•jr***-* til gagngerðrar yfirvegunar í tæka tíð. Mér sýnist nú ekki óráðlegt, að vegna þessa máls verði fyrir atbeina rikisstjórnarinnar skip- uð 5 manna nefnd, er geri til- lögur um hagfellda skipan þessa víðtæka menningaimáls. Mundi ég telja rétt, að þessir aðilar tilnefni sinn manninn hver: Alþýðusamband íslands, Bandalag opinberra starfs- manna, Menningar og fræðslu samband Alþýðu og Búnaðar- félag íslands (með tilliti til kynnisferða sveitafólks), en 5. manninn skipi ríkisstjórnin, og sé hann formaður nefndarinn- ar. Hér eru skilyrði á ýmsan hátt svo ónæg og óhagkvæm, eins og lýst liefir verið. að ekki má horfa í nokkurn kostnað frá hálfu liíns opinbera til úrbótar. Sú staðreynd er fyrir hendi, að forréttindastéttin og þó sér- staklega þeir, er þar standa í fylkingarbrjósti, hafa fest svo milljónmn skiptir af fjármagni Inslýsingar, sem'birtast eiga í AlþýðublaðÍHU, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvikU. Sfmi 4906. í þessu skyni, vegna sín og sinna. Á ég þar við alit það fjármagn, sem fest befir verið í sumarhöllum, veiðilöndum, ám, „lúxus“ hilum o. fl. slíku. Kinnroðalaust ætti þvi að vera hægt að festa nokkurt fé frá hálfu þess opinbera í stofnunum, s. s. móttökuheim- ilum o. fl„ er að gagni mætti verða, svo alþýðan geti kynnzt sínu eigin landi og notið feg- urðar þess. Arngrímur Kristjánsson. ~M(mS BLÖÐIN eru alltafj öðru hverju að ræða mögu- leikana á myndun nýrrar stjórnar, ekki sízt í sambandi við þá mótspyrnu, sem ein- stök atriði í dýrtíðarlagafrum- varpi utanþingsstjórnarinnar hafa mætt á alþingi. Tíminn gerði þetta mál að umtalsefni í aðalritstjórnargrein sinni á þriðjudaginn. Þar segir m. a.: „Nýlega eru komnar á kreik ýmsar sögur um, að ný ríkisstiórn sé í uppsiglingu. Munu sögu- sagnir þessar einkum byggðar á því, að mikill samdráttur hefir verið milli ýmsa foringja sósíal- ista og íhaldsmanna að undan- förnu. í seinasta iÞjóðólfi telur Árni frá Múla, að samdráttur þessi sé fyrirboði nýrrar þjóðstjórnar. Má vel vera, að Árni hafi haft einhverja nasasjón af þessu og teljí þetta skýringu á því, að sós- íalistar hafa ekki viljað þiggja stuðning hans til að skipta um borgarstjóra í Reykjavík." Við þetta bætir Tíminn eft- irfarandi hugleiðingum um þær tílraunir, sem hingað til hafa átt sér stað til stjórnar- myndunar innan þingsins: „Viðræðurnar milli flokkanna á síðastliðnu hausti leiddu í ljós, að eigi væri hægt að mynda stjórn allra flokka. Það kom líka í ljós, að eigi var hægt að mynda bráðabirgðastjórn færri flokka. — Hins vegar virtist það lítill mun- ur á yfirlýstri afstöðu Framsókn- arflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins til helztu vandamálanna, að líklegt mátti telja að finna mætti málefna- grundvöll fyrir ríkisstjórn, er þeir styddu. Mikill hluti af liðs- mönnum þessara flokka taldi líka samstarf þeirra sjálfsagt og eðli- legt. I samræmi við þetta og þá skyldu, sem Framsóknarflokkur- inn taldi hvíla á þinginu um myndi^n ríkisátjórnar, gekkst hann fyrir því, að þessir þrír flokkar skipuðu níu manna nefnd, sem athugaði til fullnustu, hvort hafizt gæti samvinna þeirra um ríkisstjórn. Þessi nefnd hefir nú starfað í 3 mánuði. Störf hennar hafa nokk- uð dregizt vegna þess, að mönn- um hefir þótt rétt að ríkisstjórnin fengi tækifæri til að leggja dýr- tíðartillögur sínar fyrir þingið, —• svo að eigi væri hægt að segja, að þingið hefði tekið of fljótt fram fyrir hendur hennar. Þessar til- lögur hafa nú verið lagðar fram og dýrtíðarmálið er aftur komið til kasta þingsins. Sá tími er því kominn, að úr því verður að fást skorið, hvort þingið getur myndað meirihluta- stjórn. Möguleikarnir fyrir allra flokka stjórn virðast ekki meiri en á síðastliðnu hausti. Möguleik- arnir til myndunar vinstri stjórn- ar hafa enn ekki verið fullreynd- ir, en nú verður að kanna þá leið- ina til fullnustu. Eins og málin standa nú, er varla um annað en þessar tvær leiðir að ræða. Hér í blaðinu hefir því jafnan verið haldið fram, að vafasamt væri, hvort myndun svonefndrar „vinstri stjórnar“ tækist, eins og sakir standa, þótt allur þorri liðs- manna í hlutaðeigandi flokkum væri henni hlynntur. Til þessa liggur sú ástæða, að enn er ekki víst, hvort forráðamenn sósíalista hafa horfið frá gömlu „byltingar- línunni" á borði, þótt þeir hafi yf- irgefið hana í orði. En um þetta má spara allar spár, því að verk- in munu brátt tala. Ef myndun „vinstri stjórnar" tekst ekki, er tæpast um aðra möguleika að ræða en að ríkis- stjórastjórn haldi áfram eða kosn- ingar fari fram í vor. Allra flokka stjórn kemur tæpast til greina, því að takist ekki þremur róttæk- ari flokkunum að finna málefna- grundvöll, er ekki líklegra að hann finnist þótt stríðsgróðamenn- irnir komi einnig til sögunnar.“ Þetta virðist nú ekki óskyn- samleg ályktun, enda bentu við ræðurnar í haust sízt til þess, að léttara myndi verða að mynda fjögurra flokka þjóð- stjórn,, en þriggja flokka vinstri stjórn. En nú virðast kommúnistar hafa skipt um skoðun á þessu. Að minnsta kosti verður varla annað á- lyktað af hinu nýja makki þeirra við íhaldið. Hitt er svo annað mál, hvemig það sam- rýmist því, sem þeir lofuðu kjósendum fyrir síðustu kosn- ingar: að beita sér fyrir vinstri stjórn í landinu á móti stríðs- gróðamönnunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.