Alþýðublaðið - 17.04.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 17.04.1920, Page 1
Alþýðublaðið Greíið út aí A.]þýðuflokknum. 1920 Laugardaginn 17. apríl 85. tölubl. Noregsfréttir. Fréttaritari Alþbl. í Stavangri ritar blaðinu eftirfarandi fregnir dr Noregi, 16. marz. Hafnarverkfall. Laugardaginn 13. marz hófst hafnarverkfall, er tók yflr allan Noreg, nema fjórar hafnir: Kristi- anssand, Haugasund, Moss og Drammen. Ekkert skip verður fermt eða affermt, af þeim sem eru í verkmannafélögunum. Hafn- arverkamenn krefjast hærra kaups, en atvinnurekendur neita að verða við ki öfum þeirra. Og er nú málið komið í dóm. Lundbnrðnr af síld, en verðið lágt. Síldveiðin hefir í vetur verið ágæt, við Yestur-Noreg. Ógrynni af síld, en lágt verð. Síldarkaup- menn þora ekki að kaupa, og hafa lítið búið sig undir kaup á síld, vegna þess, að ríkið vildi ekki ábyrgjast neitt ákveðið verð. Hæsta verð fyrir strokktunnu af síld hefir verið 10 kr. Þó aðeíns það, sem taefir verið fryst og sent til Þýzka- lands og Englands, en það er varla meira en 10. hluti af þeirri síld er veiddist. Það, sem saltað va^ og sent til niðursuðuverk- smiðjanna, var selt fyrir aðeins 3 kr. kassinn (strokktunna). Pirðirnir milli Stavanger og Haugasunds eru fullir af síld og taefir veiðst svo mikið, að á höfn- inni í Haugasundi láu 110 herpi- nótabátar og á annað hundrað minni bátar hlaðnir henni. Gatu þeir ekki selt ve ðina og urðu margír að moka síldinni í sjóinn og hætta veiðum, því enginn gat keypt. í Haugasundi kostar nú eins mikið að verka síld í eina tunnu og síldin í hana kostar. Tima- kaupið er 3 kr. og alt að 5 kr. eru borgaðar á tímann í nætur- vinnu. Atvinnurekendur hafa margir hætt verksmiðjurekstri sínum, og er útlitið mjög ískyggilegt, aðal- lega þar sem sjávarútvegur hefir verið rekinn í stórum stíl. Matvörur liækka. Verðhækkun á matvörum hefir orðið hér allmikil, meðal annars vegna dollargengisins. Hveitisekk- urinn ný stiginn um 9 kr, og rúgmjölssekkur um 7 kr. Sykur kostaði 160 kr. 50 kg., en er nú 180 kr., og Java-sykur kostar 231 kr. 50 kg. Kaffi kostar 6 kr. kg. og lakari tegund 5,20 kr. í smásölu. Kjötverð lækkar. Kjötverðið fer lækkandi. Ný- slátrað kjöt kostar 3—4 kr. kg., saltað 3 kr. íslenzkt kjöt komst alt niður í 2,60 kr. úr 3,80 kr. kg. Veðrið. Veðráttan hefir verið mjög ó- stöðug. Enginn vorbloti kominn í loftið ennþá. Stöðugir umhleyp- ingar og stormar. Aldrei staðviðri. Kuldi hæst 18° C. og hiti oft 10° C. Mest frost voru hér um jólin, 16—18° 'C., en eftir nýjár hefir verið óviðri annan daginn, frost og hríð, en hinn daginn rigning með ofsastormi. €kkert okur! Síðast þegar slslands Falk« höndlaði togara var aflinn seldur á opinberu uppboði fyrir geypi- verð. Var þó fiskurinn farinn að eldast og ekki eins góður og sá, sem hér fæst alla jafna. Samt var hahn dýrari. Þá var bent á það, hér í blaðinu, hve óheppileg og ill þessi aðferð væri: Að láta landið okra á bæjarmönnum. Og því var stungið að hlutaðeigandi yfirvöldum, að heppilegra væri, að selja upptækan afla af togur- um beint til bæjarmanna fyrir á- kveðið verð. Auðvitað það lægsta, sem tíðkast og þá frekar lægra. AUir sjá, hve sanngjörn krafa þetta er. Og engum getur bland- ast hugur um, að þing og stjórn ætiast ekki til þess, að upptækur afli togara sé hafður til þess, að nota sér neyð bæjarbúa. Miklu frekar ætti að nota hann til þess, að bæta úr henni. Nú hafa 6 togarar verið staðn- ir að veiðum í landhelgi og verða vafalaust sektaðir, og afli, ef til vill, gerður upptækur. Hér hefir lengi verið fiskilaust, og er þess fastlega vænst, að sú aðferð, sem hér er bent á, verði tekin upp, hvað snertir sölu ósaltaðs fiskjar, verði afli upptækur af ein- hverju skipanna. 7. Pjóðarsmán. . Andbanningar virðast nú vera allir í loftinu vegna þess, hve mjög bannlögin séu brotin upp á sfðkastið. Segja þeir spá sína um aukna ofdrykkju eftir stríðið vera að rætast, að nú beri hinar tíðari skipakomur meira áfengi að landi, en nokkru sinni fyr. Samt vitum vér allir landsmenn, að þessi staðhæfing þeirra er raka- laus ósannindi, aðeins einn liður í lygakeðju þeirri, sem jjeir mefna *r'óksemdir«. Áfengissmyglun er lítil og leynisala ekki sérlega mikil að heldur. Reyndar hafa menn eins og þessi illræmdi íNielsn er var á Bergstaðastræti verið sektaðir, en slíkum þarfa- piltum er nú heldur farið að fækka, en ég mun samt minnast þeirra með nokkrum orðum seinna. Það er á hvers manns vitorði, að sú stéttin, sem sízt skyldi o: lækna- stéttin, er nú að reyna að opna fyrir þeim óhollustu gáttum, og virðist ganga vel slikt þjóðþrifa- verk. Hver skyldi trúa? Er það ekki sorgiegt fyrir þjóðina, þ. e.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.