Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 29. júlí 1943» -----------------,----------- Mðlaferli út a! kanpi 14 -16 ára noylioga. AlÞýðusambaodið iiofðaði málið og mm pað. IVT ÝLEGA hefir félags- ' dómur kveðið upp dóm í máli, sem reis út af tíma~ vinnukaupi unglinga, 14 og 16 ára að aldri. Alþýðusambandið hóf mál þetta fyrir hönd Verkalýðs- félags Árnesshrepps gegm Vinnuveitendafélagi Islands fyrir hönd H. f. Djúpavíkur, Vann Alþýðusambandið málið. í dóminum segir meSal ann- ars: „Málsatvik eru þau, að í 3. gr.. kjarasamnings milli málsaðilja,. dags. 30. des. 1942, er m. a. svo um samið, að: „Lágmarkskaup kvenfólks og unglinga, 14—16' ára skal vera kr. 1,40 pr. klst.“ En í sömu grein er ákveðið, að' lágmarkskaup fyrir fullgilda verkamenn skuli vera kr. 2,10 fyrir hverja klst. Aðiljar deila um það, hvernig skilja beri of- angreint ákvæði um kaup ung- linga „14—16 ára“. Heldur stefnandi því fram, að sam- kvæmt því megi aðeins greiða unglingum 14 og 15 ára lægra kaupið, en stefndi lítur svo á, að undir þetta ákvæði falli ung- lingar 14, 15 og 16 ára. Þar sem samkomulag hefir ekki náðst um ágreining þennan, hefir mál þetta verið höfðað, svo sem áð- ur er greint, og gerir stefnandi þær dómkröfur, að viðurkennt verði, að 3. gr. framannefnds. samnings 'beri að skilja þannig, að lágmarkskaup kvenfólks og unglinga 14 og 15 ára sé kr. 1,40 fyrjr hverja klst. í dagvinnu, en að verkamönnum, sem náð hafa 16 ára aldri, beri kr. 2,10 fyrir hverja klst. í dagvinnu. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dóms- ins. Stefndi hefir mótmælt kröf- um stefnanda og skilningi hans á um deildu ■ samningsákvæði og krefst hann viðurkenningar dómsins á því, að um deilt á- kvæði beri að skilja svo, að það nái til 14, 15 og 16 ára ung- linga. Einnig krefst hann máls- kostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Samkvæmt -því. sem uþp er komið í málinu, var framan- greindur samningur, sem gildir um vinnu norður í Árnesshreppi í Strandasýslu, saminn og undir ritaður hér í Reykjavík af fram- kvæmdarstjóra Alþýðusam- bandsins og Ólafi A. Jónssyni, framkvæmdarstjóra hér í bæ, f. h. H/f Djúpavíkur. Við samn- ingsgerðina var ekki rætt sér- staklega um hið umdeilda at- riði, en það er nýmæli í samn- ingum aðilja og venja ekki til um þetta efni í viðskiptum þeirra. Þá er það og upp komið í máli þessu, að sá háttur gildir hér í Reykjavík, að unglingar, fullra 16 ára, fái venjulegt verkamannakaup. Loks liggja og fyrir upplýsingar þess efnis. að bæði á Isafirði og í Hólma- vík séu svipuð samningsákvæði og það, sem hér er deilt um, framkvæmd á þann hátt, að drengir á aldrinum 14 og 15 I ára fái' lægra kaupið, en þeir, se meru fulra 16 ára, fái venju- legt verkamannskaup. Með tilliti til nefndra upp- lýsinga þykir mega fallast á framangreindan skilning stefn- anda á samningsákvæði því, sem um er deilt, og ber því að Frh. á 7. síðu, ALÞYÐUBLAÐIÐ Þórshöfn í Færeyjum. GlæsilegltörjLeikíélags Reykjavikui/til Akureyrar. Myndin er tekin af skipi sem liggur við hafnargarðinn og sér inn í bæinn. ÞJóðhátiðardagnr Fær- eylnga er i dag. Hátiðahoid Færeyinga og vina þeirra í fyrsta sinn i Reykjavík. ------♦----- ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Færeyinga, Ólafsvakan, er í dag — og fyrsta sinni í sögunni halda Færeyingar, sem hér eru búsettir, þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan opin- berlega. Verzlunarmean: Birgðakönotininiii frestað ti! tnið- vikndags. Viðsbiptamálaráðherra viidi ekbi styggja verzlunarmenn VIÐSKIFTAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að birgðakönnun í verzlunum skuli ekki fara fram fyrr én á miðvikudag- inn kemur og mun þetta verða tilkynnt í dag. Hjörtur Hansson, formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, sneri sér til viðskipta- málaráðherra í gær, strax eftir að hann hafði lesið greinina í Alþýðublaðinu, og kvartaði undan því, að birgðakönnun skyldi hafa verið fyrirskipuð á laugardag. Viðskiptamálaráðu- neytið kvað tilkynninguna um birgðakönnun á laugardag vera á misskilningi byggða og myndi leggja svo fyrir, að tilkynnt yrði að henni skyldi fresta þar til á miðvikudaginn. Verzlunarmenn og aðrir, sem ætluðu sér úr bænum upp úr hádeginu á laugardaginn, geta því farið frjálsir ferða sinna úr bænum — og vonandi fá þeir gott veður. En komið nógu snemma á mánudagskvöldið til að taka þátt í hátíðahöldunum að Hótel Borg! lieynilögreglumaðurinn Michael Shayne heitir ný mýnd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það leynilögreglumynd og leika aðal- hlutverkin Lloyd Nolan og M. Weaver. Trúlofun. SÍ’. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Helga Guð- björnsdóttir, Skeggjagötu 14 og Magnús Þorsteinsson, sjómaður, iaufásvegi 25. Áður hefur nokkuð verið skýrt hér í blaðinu frá fyrir- komulagi þessara hátíðahalda. Kl. '2 safnast Færeyingar og vinir þeirra saman við Iðnó og ganga suður í kirkjugarð, en þar leggja þeir hlómsveig á grafir færeyskra sjómanna, sem fórust hér af slysförum. Um kvöldið verður hóf í Iðnó og verða þar meðal annars dans- aðir færeyskir þjóðdansar, en Ríkisútvarpið tileinkar Fær- eyjum og Færeyingum nokkurn hluta dagskrár sinnar í kvöld. Færeyjar eru margar, en 18 þeirra eru* byggðar. Færeying- ar eru um 30 þúsund. Stærsta eyjan er Straumey, á henni stendur Þórshöfn, höfuðstað- ur eyjanna með um 5000 íbúa. Næst fjölmennust er Suðurey, á henni er Þvereyri, íbúatalan um 2000. Eyjarnar eru háar og mjög lítið undirlendi á þeim. Margir Færeyingar stunda búskap, en höfuðatvinnuvegur þeirra er sjávarútvégur og lifa allir *Færeyingar meðfram á honum á einhvern hátt. Víða er mjög fallegt í Fær- eyjum. Eyjarnar eru grösugar, en víða eru þverhnýpt björg í sjó fram. Þar er mikil fugla- tekja og eru margar sagnir um fífldirfsku eyjaskeggja við þau störf, ekki síður en við sjó sóknina, en Færeyingar eru framúrskarandi duglegir sjó- menn, eins og íslendingar þekkja manna bezt. Fæ'reyingar hafa verið undir Danakonungi jafnlengi og við íslendingar, en voru áður undir Noregskonungi. Færeyingar halda því fram, að lögþing þeirra sé enn eldra en alþingi okkar íslendinga. Lögþingið er ráðgefandi. — Amtmaðurinn stjórnaði Færeyjum. Nú stjórn- ar 5 manna nefnd, sem lög- þingið kaus — og skipuð er full trúum allra stjórnmálaflokka, málefnum eyjanna í samráði við amtmanninn. Flestir prestar í eyjunum eru danskir, aðeins þrír færeyskir. Guðsþjónustur fara bæði fram á færeysku og ðönsku. Kennsla (Frh. á 7. síðu.) Þetta er fyrsti þýzki fanginn, sem ameríkski herinn hefir tekið á íslandi. Menn muna e. t. v. eftir því, er herstjórnin gaf út til- kynningu síðdegis á laugardegi fyrir nokkrum vikum, þar sem skýrt var frá því, að þýzk flugvél hefði flogið yfir Suðvesturland og verið skotin niður. Það var „Junkers 88“ sprengjuflugvél, og þessi ungi Þjóðverji, Manfrak liðþjálfi, kastaði sér í fallhlíf úr henni, er ameríkskar orrustuflugvélar höfðu hitt hana og hún var tekin að hrapa. — Manfrak liðþjálfi var tekinn til fanga af ame- ríkskum hermönnum og fluttur til aðalstöðva herstjórnarinnar. Þar var mynd þessi tekin, er hann var langt kominn með ríku- lega máltíð, sem borin var fyrir hann, eins og myndin sýnir. — Manfrak var, eins og sjá má, meiddur á handlegg. Hann ber heið- ursmerki á brjóstinu. — Það er mikil breyting, sem orðið hefir á högum hans: Stríðinu er lokið fyrir hann. (Myndi nvar tekin af Ijósmyndurum hersins hér, en Associated Press sendi faana út, er leyft var að birta hana í Washington.) Viðtal við Hallgrím Bachmann gjaid- kera Leikfélagsins. Leikfélag reykja- VÍKUR fór í þessum mánuði í leikför til Akureyr- ar og sýndi þar „Orðið“ þrisvar við fádæma góðar undirtektir. 16 leikendur og starfsmenn Leikfélagsins fóru í þessa för norður. Alþýðublaðið hefir átt stutt samtal við Hallgrím Bachmann. gjaldkera Leikfélagsins um þessa leikför, en á Akureyrar- blöðunum má sjá, að Akureyr- ingum hefir þótt mikið til hennar koma. Hallgrímur Bachmann sagði meðal annars: Stjórn Leikfélags Akureyrar annaðist með ágælum undir- búning og var að mestu fyrir- fram selt á þær þrjár sýningar, sem ákveðnar voru. Ýmsir fleiri aðstoðuðu með vinsemd og verki, að leikför þessi yrði sem bezt, svo sem Sigurður O. Björnsson prentsmiðjustjóri og hinn óþreytandi Hallgrímur Valdimarsson o. fl. Leikstjórinn, Lárus Pálsson, æfði sex unga leikara frá Ak- ureyri, þau: Sigrúnu Hauks- dóttur, Helgu Júníusdóttur, Guðrúnu Oddsdóttur, Halldór Jónsson, Þórarinn Þór og Elías Kristjánsson, til aðstoðar í öðr- um þætti leiksins, og tókst þeim miög vel að skapa hina réttu mynd á samkomu Péturs skraddara. í lok 4. þáttar söng með mestu . prýði blandaður kór, er Hermann Guðmundsson fefði. Akureyringar voru allir á einu máli um, að betri leikmeð- ferð hefði þar vart sézt og töldu sumir jafnvel Orðið þann albezta sjónleik, sem þeir hefðu nokru sinni séð. í kaffisamsæti, er Leikfélag Akureyrar hélt leikurum í Orð- inu, sagði formaður Leikfélags Akureyrar í ræðu einni, að þeir, sem hann hefði talað við, væru allir orðlausir af hrifningu, og þakkaði ekki hvað sízt þá upp- örfun, er Leikfélag Akureyrar hefði fengið við að sjá svo fram úr skarandi leikmeðferð og kvaðst tala fyrir munn sinna meðstjórnenda í Leikfélagi Ak- ureyrar og hinna mörgu aðdá- andi áhorfenda, ad Leikfélag Reykjavíkur gæti á hverju ári ’ komið til þeirra til að sýna þeim (Frh. á 7. síðu.) | Fyrsti pýzki fanginn tekinn á íslandi. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.