Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. júlí 1943» \ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. María Hallgrimsdóttir: Dað verðnr oft lít- íð fir því höggion sem Mtt er reitt. FYRIR nokkrum dögum bo'ðaði Þjóðviljinn, hið rnýbakaða stuðningsblað Ólafs Thors og Jónasar frá Hriflu í sjálfstæðismálinu, að hann myndi innan skamms heldur en ekki stinga upp í Alþýðu- blaðið, ef það breytti ekki um stefnu í því máli og hengdi sig aftan í þá Ólaf og Jónas eins og hann sjálfur hefir gert. Hann hefði í fórum sínum upplýsingar um Alþýðuflokkinn í sambandi við sjálfstæðismálið, sem Al- þýðublaðið væntanlega kærði sig ekkert um, að birtar yrðu, en nú skyldu verða birtar, ef það vildi ekki hafa hægt um sig! * 9 Ef nokkur sá maður skyldi enn fyrir finnast, sem tekur eitthvert mark á hinum digur- barkalegu og hlægilegu skrif- um Þjóðviljans, þá fer varla hjá því, að sá hinn sami hafi beðið þess með nokkurri eftir- væntingu, að sjá hváða leyni- vopn iþað væri, sem hið rúss- neska stuðningsblað Ólafs Thors og Jónasar frá Hriflu ætlaði sér að bregða á loft, ef Alþýðublaðið léti ekki skipazt við stórmæli þess og hótanir. Og sjá — nú er leynivopnið komið í ljós. Með þv'í að Al- þýðublaðið leyfði sér að, þrjózkast, birti Þjóðviljinn hinar boðuðu upplýsingar sín- ar í fyrradag undir risavöxnu fyrirsagnarletri, og þær hljóða svo: „Alþýðuflokkurinn snar- snerist frá eindreginni lýð- veldjs- og skilnaðarstefnu sum- arið 1939 af því að danskir stjórnmálamenn óskuðu þess. Fram til heimsóknar Staunings í júlí 1939 var Alþýðuflokkur- inn einna eindregnastur allra flokka með skilnaði og lýð- veldi 1943. Eftir að Stauning kom, var strikað yfir allar fyrri stefnuyfirlýsingar flokks- ins í þeim máliím.“ Og svo fylgja hinar daglegu orðsend- ingar Þjóðviljans til Alþýðu- blaðsins og Alþýðuflokks- manna síðan hann gekk í þjónustu Ólafs Thors og Jón- asar frá Hriflu í sjálfstæðis- málinu: Danasleikjur, verk- færi danskra valdhafa, hlýðn- isafstaða við erlent vald og annar álíka vísdómur. * Einhverjum mun nú eftir þennan lestur sennilega finn- ast, að Þjóðviljinn hafi annað- hvort verið furðulega seinn að sjá þessa „kúvendingu“ Al- þýðuflokksins, eins og hann kallar það, í sjálfstæðismálinu, eða þá að minnsta kosti meira en lífið andvaralaus gagnvart slíkum svikum við þjóðina, að hann skuli láta það dragast hvorki meira né minna en fjögur ár, að afhjúpa þau. En Þjóðviljinn hefir sína afsökun. Það er ekki svo létt að festa hendur á „svikurunum“.Haustið 1940, aðeins tveimur árum eft- ir komu Staunings hingað, sem Konan og þjóðfélagið. ÞRÓUNIN er það afl, sem enginn fær staðizt. Mað- urinn er þar engin undantekn- ing allt frá upphafi til endis, haföldur þróunarinnar bera hann áfram. Skifti maður mannsæfinni í stórum dráttum, í æsku, gelgjuskeið, þroskaár og efri ár, þá eru þessi aldursskeið ekki ætíð bundin árunum. Sum- ir lifa í eilífri æsku, aðrir eru enn á gelgjuskeiði á efri árum og ná því aldrei fullum þroska En ólík ytri og innri skilyrði valda miklu um hvar einstak- lingar eða þjóðir eru staddir á öldum þróunnarinnar. Hver einstaklingur, sem nokkuð hugsar, hlýtur einhvern tíman á lífsleiðinni að komast í þannig kringumstæður, að hann verði að ákveða, hvað hann vill lifa og deyja fyrir, og hvernig hann vill lifa lífinu. Þetta á jafnt við um konur og karla. En aðstæður þessara tveggja aðila til þjóðfélagsins eru nokkuð ólíkar. Frumstæð þjóðfélög gera minna úr kyni konunnar, og dæmi eru til þess í þeim þjóð- félögum, að konur- sem komnar eru á efri ár, eru beinlínis bornar út, settar í afsíðis kofa og látnar hýrast þar að loknu dagsverki. En því lengra, sem mennirnir eru komnir, og því hærra, sem þjóðfélögin standa, þess meira einstaklingsfrelsis þarf og nýtur konan. Móðurhlutverkið verður, hlið- stætt föðurhlutverkinu, aðeins einn þáttur í lífi fólks, kafli, sem allir taka ekki þátt í, hvorki karlar né konur, af mjög ólík- um ástæðum. Skiljanlega eru mæður bundnari börnunum um nokkurra ára skeið, en feðurn- ir, en börnin berast burtu og það er fjarstæða, að ætla að telja konum trú um að það sé fengur fyrir þær, að fást við þreytandi heimilistörf alla æfi, sem hægt er að létta, ef tæknin er tekin til hjálpar og ,fyrir- komulaginu yrði breytt. Meðan heimilin voru allt í senn, fæðingarstofnun, skóli, sjúkrahús, vandræðamanna- heimili og elliheimili voru nóg störf fyrir hendi innan heimilis fyrir konur. En stofnanir risu upp, sem tóku að sér þessi störf fluttist konan með þeim út í hið opinbera líf. Ef nútíma- tækni væri beitt til jákvæðra starfa og meðál annars tekin í þágu heimilisstarfa, eins og annarra þreytandi smástarfa, yrðu þau störf auðveldari, enda keppa þeir heimilisfeður, sem unna framförum, að slíku. Tóm- ERINDI það, sem hér hirt- ist, var flutt í útvarpið sem liður í dagskrá Kven- réttindafélags fslands 19. júní sxðastliðinn. stundirnar yrðu fleiri, og því ber að fagna, því, þess meiri þroskamöguleika fá konur, ef vel er á haldið, og þess meiri hvíld. Móðurhlutvérkið er marglof- að og þó máske aldrei að verð- leikum alveg eins og föðurhlut- verkið, þau fara vel saman. En það er erfitt mörgum konum, og þess vegna eiga stofnanir að rísa upp til þess, að konurn- ar verði ekki uppgefnar fyrir aldur fram. Stundum heyrist, að heim- ilisstörfin séu virðingarstaða kvenna, og það er satt, þau geta verið það, en þau eru það ekki ætíð. Konur eru alveg eins og karlar að því leyti, að þær eru ekki allar steyptar í sama mótið. Þegar skólar risu upp, voru til menn, sem mót- mæltu því, að konur kendu. Þegar þær kröfðust þess, að verða yfirkennarar og skóla- stjórár, voru einhverjir hrædd- ir um að verða undirokaðir, en að því hlógu yfirburðamenn- irnir. Nú á tímum eru konur, sem hæfar eru til þess, ekki einungis kennarar heldur líka yfirkennarar, rektorar eða skólastjórar, ef svo ber undir; og þært eru það í siðmenntuðum þjóðfélögum. Og þær sóma sér ekki síður í þessum stöðum en karlmennirnir. Þegar maður er þreyttur og vill gera sér glaðan dag, þá fer maður (til listamanna, þeir skilja svo margt. Skáldin geta sagt: mitt er að yrkja og ykk- ar að skilja. Það er fróðlegt að sjá, að nú- tímalistamenn halda mikið upp á Henrik Ibsen. Það eru ekki Brandur og Pétur Gautur, sem leiknir eru, heldur leikritin um konur. Þessi leikrit voru samin fyrir aldamót og voru leikin í öllum löndum, sem áttu leik'hús. Japanir, ítalir, Rússar og Dan- ir áttu listakonujj, sem gáfu þessum leikritum líf og tókst að hrífa áhorfendurna með hnit- miðuðum sálarlýsingum og þjóð félagsmeinumj sem Ibsen ein- um tókst að feykja yfir fólkið. Noregur á í dag listakonu, sem tekist hefur að lífga persónur Ibsens og við höfum nýlega séð Þjóðviljinn vitnar í, sam- þykktu þeir nefnilega enn, á þingi Alþýðuflokksins, sem þá var haldið, að beita sér fyrir algerum skilnaði við Dani og stofnun óháðs lýðveldis á ís- landi. Og hálfu ári seinna stóðu þeir að hinum alþekktu yfir- lýsingum alþingis, að um end- urnýjun sambandslagasáttmál- ans við Danmörku verði ekki að ræða af okkgr hálfu og að lýðveldi verði stofnað á íslandi um leið og sambandinu er formlega slitið, sem að vísu þyki ekki tímabært vegna ríkjandi ástands, en myndi þó ekki gert síðar en í stríðslok. * En í hverju kemur þá fram sá ,,snarsnúningur“ eða sú „kúvending“ Alþýðuflokksins í sjálfstæðismálinu, sem Þjóð- viljinn þykist vera að af- hjúpa? Þannig munu menn spyrja. Og því á Þjóðviljinn að vísu alveg eftir að svara og gæti vel svo farið, að honum vefðist nokkuð tunga um tönn áður en hann gerir það. Kem- ur hann máske fram í því, að Alþýðublaðið skuli hafa hald- ið fast við yfirlýsingar alþing- is 17. maí 1941, einnig það at- riði þeirra, að formleg sam- bandsslit og stofnun lýðveldis- ins sé ekki tímabær vegna ríkjandi ástands? Og ef svo er — væri Þjóðviljinn þá ekki farinn að höggva nokkuð nærri alþingi sjálfu, meira að segja fulltrúum síns eigin flokks þar? Þetta ætti hið rússneska stuðningsblað Ólafs Thors og Jónasar frá Hriflu að athuga. Það verður ekki ævinlega mik- ið úr því högginu, sem hátt er reitt. Það hefir enn sannazt á „upplýsingum“ Þjóðviljans um Alþýðuflokkinn í sambandi við sjálfstæðismálið, sem hann boðaði með svo digurbarkaleg- um og ógnandi orðum fyrir nokkrum dögum. Heddu Gabler í höndum hennar. Og þessi árin hefir sá leikur verið sýndur í Englandi og Am- eríku. Norsk og íslenzk lista- kona lögðu nýlega saman og sýndu okkur Veizluna á Sól- haugum, en í gegnum það leik- rit kynntist Ibsen konu sinni, sem hann sjálfur segir, að hafi fært nýtt innihald inn í líf sitt. En það er nú önnur saga. Danir hafa nýlega sýnt Bygmester Solness í Danmörku. Ibsen skemmtir sér við að lýsa mikilhæfum konum, ein- staklingnum í öldutoppi þróun- arinnar. Þegar Hedda kemur inn á leiksviðið fyrst, er hún eins og ljón í búri. Hún hefur hrapað í mannfélagsstiganum, er nýgift, búin að missa það eina, sem 'hún átti, — frelsið. Hún er að eðlisfari löghlýðin og kurteis kona. Konur þess tíma áttu að vera brúður, upp- dubbað leikfang og augnagaman mannsins, annars voru þær ó- kvenlegar. Hún leikur prýði- lega hlutverk kvenverunnar, enda alin upp til þess eins. Hún situr heima á kvöldin meðan maðurinn er í næturerindum með vinum sínum í bænum. Hún er manni sínum undirgef- in. Þegar hann vill ekki að hún sé ein með einhverjum manni, sem honum er mótfallinn, þá lætur hún það gott heita. Henni er ekki treystandi til þess, að gæta velsæmis, nema að þriðji maður sé viðstaddur. Mennirnir VIKUR HOLSTEINN EINAN GRUNAR- PLÖTUR Fyrirliggjandi. PÉTDR PÉTDRSSON Glerslipun & speglagerð] Sími 1219. Hafnarstræti 7. leita gleðinnar utan heimilis> en konurnar sitja heima. En skáldin eru stundum misk- unsamari en lífið, og hér er konan leyst frá þeirri smán að vera undir vernd eða lúta dómi manna, sem hún er meiri. Þvi annað hluverk hafa þessir menn ekki að bjóða henni. Margrét er aðalpersónan í Veizlunni á Sólhaugum. Frændi hennar kemur heim og dvelur hjá systrunum, sem hann bekkti áð- ur. Margrét er breytt, því það er ekki öllum konum léð að vera álfar. Undrist maður hvers- vegna hún getur ekki þýðst bónda sinn, voldugan, gildan og ríkan, þá tekst Ibsen að sýna ástæðuna í síðasta þætti, þegar hjónin eru tvö ein. Nútíma- skáldin reyna að lýsa samlífi hjóna í bókum í stóru broti méð fleiri hundruð folaðsíðum en komast þó aldrei að efninu, sem snillingar einir geta með fáeinum setningum. Bygmester Solness mun eiga að tákna gamla tímann, sem reisir sér hurðarás um öxl og hrapar; en unga konan, Hilda, er nýi tím- inn, sem knýr á. Ibsen vildi sýna að þjóðfélagið var byggfe Framhald á 6. síðu^ ÆœS 7T7. M ORGUNBLAÐIÐ birtir í gær athyglisverða grein um Rússland Stalins eftir hinn þekkta ameríkska sósíalista og rithöfund Max Eastman, sem á fyrri árum sovétstjórnarinnar í Rússlandi dvaldi langdvölum þar eystra og hefir alla tíð síðan fylgzt vel með þróuninni þar og skrifað bæði bækur og blaða- greinar um hana. í grein Max Eastmans segir meðal annars: „Vér skulum hafa það hugfast, að hin harðvítuga vörn Rússa rétt lætir engu fremur kommúnismann en hin aegilega árás Þjóðverja rétt lætir nazismann. Með þúsund ára frelsi öreiganna sem takmark sitt, fann Lenin upp kerfi algers flokkseinræðis, sem algerlega gerir út af við allt raun- verulegt frelsi. Mussolini og Hitl- er fengu aðferð Lenins að láni og hagnýttu hana í sínum eigin lönd- um. Stalin — sem fyrirlítúr fjöld- ann og óttast frelsið — fullkomn- aði harðstjórnina og gerði út af við síðustu leifar lýðræðislegra mannréttinda í Rússlandi. Hreins- unin mikla, iþar sem áætlað er, að 300.000 manns hafi verið skotnir eða varpað í fangelsi, var útrým- ing alls þess, er líklegt væri til þess að veita harðstjórnarvaldi hans mótspyrnu....... Ríkið á framleiðslutækin, og hinn eini húsbóndi sem ásamt ráðsmönnum sínum (um það bil 200.000 Ijens- herrum, er settir eru yfir þrælk- aðan almúgann) .stjórnar ríkinu, nota eins og iþeim þóknast arðinn af framleiðslutækjunum í eigin þarfir. Þeir mynduðu nýja vinnu- verðlaunastétt. Um það bil 10 milljónir manna að auki búa við sæmilega tryggan efnahag, álíka eins og fyrir stjórnarbyltinguna. Það er hreinasta meinloka að kalla núverandi skipulag í Rúss- landi ,,fjármálalegt lýðræði." Þaffi er ekkert jafnrétti í Rússlandi, ekkert frelsi, enginn réttur til þess að stofna óháð samtök, enghm verkfallsréttur og jafnvel enginix réttur til þes$ að skipta um störf. Verkamennirnir eru hlekkjaðir við vélarnar og bundnir við launa taxtana meir en í nokkru öðru landi heimsins, að Þýzkalandi með töldu. — Launataxtinn er lægri, í hlutfalli við verðlagið, en hann var á dögum Czardæmisins. Er þetta samkvæmt opinberum rúss- neskum skýrslum. Öllu þessu skipulagi er svo haldið uppi af heilum her leynilögreglumanna, sem myndu kveikja öfund jafnvel í brjósti Faraos hins' egiptzka og Heinrich Himmlers.“ Þannig farast hinum þekkta ameríkska sósíalista orð um Sovét-Rússland. Það er dálítið annað, sem hann segir, en það sem Þjóðviljinn vill telja mönn- um trú um! * Það hefir nokkuð verið rætt um það opinberlega, þar á með- al 1 blöð,u.Núm> í seinni tíð, hvorf ekki væri heppilegt að flytja menntaskólann í Reykja- vík upp í sveit eða að stofna að öðrum kosti nýjan mennta- 'skóla utan við soíl bæjarlífs- ins, og hafa skoðanirnar reynzt mjög skiptar um það. Tíminn gerði þetta mál að umtalsefni í aðalritstjórnargrein sinni í fyrradag. Þar segir meðal ann- ars: „Það er fullkominn misskilning- ur að líta á þessa hugmynd sem baráttumál milli sveita og kaup- Frh. á 6. sfGu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.