Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.01.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.01.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skipskettir. 5aga eftir Nylander. (Sögn þessa ritar þektur finskur ritliöfundur, Nylander að nafni. Áður en hann gerðist rithöfundur var ha,nn fjórtán ár í siglingum. Sagan er ein af endurminningum hans frá þeim tíma, og er sönn). MORGUN EINN bjargaði 2. stýrimaður tveimur lífum - ekki mannslífum, heldur lífum tveggja ferfætlinga. Á síðasta augnaoliki hafði hann komið í veg fyrir að tveimur ketlingum væri kastað í sjóinn í poka sem stór síeinn var festur við. Hann tók þessa litlu munaðarleysingja með sér út í „Esmeröldu“ gömlu, sern lá við akkeri á höfn- inni. „Bryti, lítið eftir þessum tveim vesalingum," sagði hann þegar hann kom á skipsf jöl. Þeir verða góðir á rotturnar, þegar augnatýrumar í þeim stækka dálítið meira.“ Þeir höfðu aðeins ofurlitlar blikandi rifur í stað augna og líktust hekt tveim- ur mjúkum, hvítum uilarhnoðr- um. „Allright, herra,“ sagði bryt- inn. Hann hafði víða farið og sletti oft ensku. Það var búið um ketlingan í tómum rúsínukassa, sem var látinn undir eldhúsborðið í horn- ið fjarst dyrunum. Þama var hlýtt og notalegt, en dálítið dimt, en kettir sjá vel í dimmu, svo þao dró ekkert úr vellíðan þeirra. Það var hlýlegt og þægilegt þarna inni, en úti var kalt og hryssingslegt. Það var komið fram yfir veturnætur og við lág- um með fullfermi, albúnir í ir ekhi fsæglleg- nr ííhí eltir fóiln ) lata taka rnynd af sér, ,,■,<) í u>i kyldunni, þegar >r r, i hátíðaskapi. Ljósmynd^stofa Si , onmndssonar, Lækjargötu 2. Sími 1980. Ileima 4980. Spánarsiglingu á höfninni í Beckholm. Haustvindurinn þaut eins og ósýnilegur risafugl yfir láð og lög. Við og við heyrðist ýlfrið í honum og í iðunum af vængjaburði hans dönzuðu fyrstu snjóflyksur vetrarins. Höfnin var alauð. Skipin, sem lagt hafði verið í vetrarlægi við Runsala Land, voru ósköp öm- urleg að sjá, mannlaus og með seglaiausar rár í hálfdimmunni,, Litlu eimbátarnir voru hætdr að ganga, engir dráttarbátar sáust ?, nú með háfermdar timburferjur í eftirdragi og hvergi sáust nú skemtisnekkjur sumarsins hlaðnar kátu ferðafólki. Furu- skógurinn á ströndinni var ber og blaðlaus og jók á ömurleik umhverfisins. Það var haust- blær og drungi hins deyjandi sumars á öllu. Skipshöfnin á „Esmerö!du“ var nýkomin um borð. Alt var á tjá og tundri ög matvæl: og ann- ar skipsforði lá eins og hráviði um þilfarið. Verið var að Ijúka við hreingerningu á klefa yfir- mannanna. I klefa skipshafnar- innar stóðu sjómannakisturnar enn þá í, reipum og fyrirbönd fatapokanna voru enn óleyst. Eldhúsið var eini staðurinn, þar sem alt var bjart og hreint, og þar gekk brytinn að starfi sínu meo uppbrettar ermar og hvita svuntu og samlita húfu, rólegur og ákveðinn og alveg eins og heima hjá sér. „Ég get svo sem vel trúað, að þið viljið fá meiri mjólk, át- vöglin ykkar,“ sagði hann önug- lega um leið og hann jós brenn- heitri súpunni upp í tinfatið okkar. — Ég var léttadrengur á skipinu og eitt af verkum mín- um var að bera skipshöfninni matinn. „Fáum við mjólk á þessu skipi,“ sagði ég sakleysislega. Rjukandi ausan stansaði á ferð sinni milli fatsins og potts- ins og brytinn starði á mig steinhissa. Svo hló hann góð- látlega. „Er þetta fyrsta ferð þín?“ spurði hann. „Nei, næstfyrsta,“ svaraði óg. ,,0g samt geturðu hugsað þér, að sjómenn á finskum skipum séu aldir á mjólk!“ Hann hélt áfram að ausa upp súpunni. „Þeir gera það varla á þeim amerísku. — Nei, ég var aðeins að tala um kattarskammir, sem þeir hafa dembt á mig,“ hélt hann áfram, þegar fatið var orðið fult. Hann þurkaði sér um hendurnar á svuntunni og benti með fætinum út í hornið undir borðinu. „Eins og ég hafi svo sem ekki nóg að gera, án þess að hugsa um heilt dýrasafn.“ Þegar ég kom aftur með fatið tómt, Iá brytinn á hnjánum hjá rúsínukassanum. „Komdu nú, kisa litla,“ heyrði ég hann tauta. „Drekktu nú svo- lítið meirá, litia mjóikurtrýni! Sem ég er lifandi, litla bjarteyg, ég held þú sért bara sofnuð m.eð trýnið niðri í undirskálinni!“ Rödd hans var svo mjúk og lað- andi, að ég ætlaði varla að þekkja hana. Þegar hann varð þess var, að einhver var í dyrunum, stóð hann upp og varð dálítið vand- ræðalegur. „Vissulega verður það til lítils góðs, að stýrimaðurinn neyddi mig til að taka við þessum ketlings-greyum,“ sagði hann stygglega. „Hvemig getur hon- um dottið í hug, að ég hafi tíma til að sinna þeim? Eg gæti bezt trúað, að hann kæmi einn góðan veðurdag með tvö þrjú folöld handa mér að hirða! Nei, það hefði verið betra, bæði fyrir mig og þá, ef þeir lægju nú á hafs- botni, — og líklega verða það fyr eða síðar forlög þeirra.“ Meðan hann lét dæiuna ganga, tók ég mér bessaleyfi til að skoða þessa litlu skjólstæð- inga hans nánara. Þeim hafði tekist að hvolfa undirskálinni, sem þeim hafði verið gefin mjólkin á, og virtust nú vera að leita að þægilegasta staðnum, innan um tuskurnar í kassan- um, til að fá sér síðdegisdúrinn. Þeir snerust þarna um sjálfa sig, eins og í hálfgerðum vand- ræðum og öðru hverju ráku þeir upp Iitlu trýnin, eins og þeir væru að spyrja ráða, en voru að öðru leyti alveg eins og svolitlir ullarhnoðrar. „Ég þekki gamla konu í Hall- arstræti. Ef þú vilt, skal ég tala við hana. Kannske hún vilji taka þá.“ „Hvað varstu að segja?“ sagði hann. „Koma þeim til ein- hverrar kerlingar. Nei, það J:>ýð- ir ekki við þessa kettí. — Svo geta þeir líka orðið nytjaskepn- ur á þessum gamla rottukláf,“ bætti hann við í mýkri rómi. „Fyrsti áfanginn er ætíð erfið- astur, auðvitað, eins og hjá dreng í fyrstu ferð — eða ann- ari — með óharnaðar kjúkur., „Mjá — mjá“ heyrðist frá rúsínukassanum í horninu. „Nú — nú, eru þið byrjaðir aftur, garmarnir ykkar. Þið ær- ið mig með þessu stöðuga kveini.“ Hann hreyfði til hendina og ég tók það sem bendingu um að ég mætti fara. Þegar ég leysti upp föggur mínar, síðar um kvöldið, fann ég stóra rýju úr prjónaðri ullar- flík, sem ég gat vel mist. Ég laumaðist inn í eldhúsið meðan brytinn var fjarverandi, með rýjuna undir treyjunni. En ég var of seinn. Ofan á þeim var ábreiða úr mjúkum, voðfeldum dúk, og begar ég lyfti henni upPr sá ég að sama voðfeida efnið var undir þeim. Ketlingarnir „hrutu“ af vellíðan; þeim leið sýnilega mjög vel. Það er gamalt máltæki, að maður vaxi meðan maður sefur og þetta átti sannarlega líka við um ketlingana okkar. Það var ó- trúlegt, hvað þeir stækkuðu mikið, — en þeir voru líka altaf sofandi. Á meðan öll veröldin er aðeins einn rúsínukassi, verð- ur tímanum heldur ekki eytt á gagnlegri hátt. í fyrsturíni veittu ketlingarn- ir umhverfi sínu utan við rús- ínukassann litla eftirtekt. Þeir sýndu lítinn áhuga fyrir stjórn skipsins og komu aldrei út á þilfar. Þeir höfðu þegar verið á sigiingu um Eystrasalt í þrjár (Frh. á 6. síðu.) líiimimilllllilí lliillilliii Alþýðobrauðgerðija, Laugaviegi 61. Sími 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og kökur með sama lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Normalbrauð á 40 aura. Fransikbrauð heil á 40 aU. hálf á 20 au. Sqrbrauð heil á 30 aura. hálf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls konár, rjómi og ís. Sendum um alian bæ- Pantið í síma- 1606. Brauðgerðarhús: Keykjavík, Hafnar firði, Keflavík.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.