Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.01.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.01.1936, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Fegurðar- drottning eða...?. OLSVARTAR bylgjurnar risu og hnigu á höfninni 1 Antwerpen. Línuskip, sem alt Var upplýst, lagði frá bryggj- unni og hafnarvitarnir depluðu augum. I Ijósrákinni, sem stafaði frá stórum vita, kom í ljós stórt skiÞ. sem nálgaðist óðum. Reyk- Ur úr reykháfnum skyggði á tlósið á af tur-siglunni; svo keyrðist eimpípan blása. Skipið lagði að bryggjunni, og vírar voru strengdir. Gufu frá sÞili.nu lagði um allar þiljur og Sveipaðist um nokkrar leyndar- ^ómsfullar mannverur, sem ídltu fram og aftur um þilfarið. Sv° hljóðnaði hávaðinn og s.s. ’>Landia“ var lögst við bryggju. Lað heyrðist þunglamalegt ^ótatak og járnhurð var skelt fftur. Maður með hvíta liðsfor- lögjahúfu gékk um gólf mið- skipa. Hann hafði komið auga a ólögulegan fatastranga, sem ^ait upp landganginn. , Latastranginn skall niður á PÚfarið og kynti sig sem toll- v°rð. Báðir mennirnir hurfu inn úhi dyr, voru þar dálitla stund knmu svo aftur. ■lollvörðurinn spýtti mórauðu . r borðstokkinn og fór síðan L land. Ilvíta liðsforingjahúfan varf.Við landgöngubrúna hékk 3°sker, sem varpaði § ®tu á hóp manna uppi ry§gjunni. Eínn þeirra lék a u°nhörpu og gróf kvenrödd ^yrðist raula slagara. . Letta var smá-verzlunarfólk, þurfti um borð sinna /íhda. Loksins fór tollvörður- °g hópurinn kom nær. _ iðamótalaus maður með storar fyrst daufri á á skögultennur var sá ti, sem komst um borð í s.s. ’ ahdiá“. Það var „Hraðrakar- „ með rakstraráhöld sín í of- Urktli ko Um Poka- Á eftir honum að'ílU SV° innir- Rakarinn opn- tó]X c,yrnar að hásetaklefanum, f ofan og heilsaði: við S*iir, piltar, hér komum ölh IllÓpaði hann °b heilsaði m með handarbandi. Háset- Eftir Birgi Pálsson arnir, sjö að tölu, sátu kringum kaffikönnu, háa brauðstafla og smjörlíkisdós. Rakarinn tók þegar til starfs og fór að sápa einn af hásetunum, síðhærðan labbakút. Hópur hávaðasamra manna kom inn og setti alt á ringulreið. Kaffikannan var tekin af borðinu. Komdu bara inn laxm, sagði einn hásetanna við rangeygðan lassaróna, sem stóð úti á þiljum og virtist ekki hafa einurð á því að koma inn. Kauphöndlari nokkur, sem kallaði sig Mons Kimm stóð og drap högg á borðið með spansk- reyrsstaf og talaði í skipunar- tón við kvenvæflu, sem var að tosa tveim leðurkoffortum upp á borðið. Stúlkutetrið dró upp silki- vefnað mislitan, japanskar perlufestar, ilmandi sápur og þuldi verðið á hverju einu í hálf- um hljóðum. Haltur og eineygð- ur mannsnápur hökti um og bauð til sölu nokkrar Evumynd- ir. Tveir lassarónar með rauðan klút um hálsinn, tattoveruðu gegn okurverði. Maður með háifgerðan hrosshaus mælti sérstaklega með vissri knæpu í Shippergötu. r Maður var þar einnig, sem' kallaður var „Regnhlífin". Hann hjálpaði strokumönnum af skip- um til þess að fá vinnu aftur, auðvitað gegn okurgjaldi. Þegar hann opnaði munninn reis upp maður sá, er rakarinn hafði undir hnífnum og starði á „Regnhlífina". Hann hafði ekki tekið eftir honum fyrr en núna. Hann gekk skrefi nær honum og opnaði munninn. „Regnhlíf- in“ virtist riða á fótunum og hann greip hendi að hálsi sér. Sá hálfrakaði talaði hægt og með semingi. Allir hlustuðu. „Regnhlífin" hörfaði undan við hvert orð: — Manstu eftir Ólafi Ölafs- syni og vasapeningunum hans! Ö, þú manst eftir því, þegar þú skilaðir mér allra mildilegast niður í Kongofljótið. „Regnhlíf- in“ mótmælti sem óðast, en hafði þó auga á dyrunum. Ólaf- ur Ölafsson þaut eins og pila á eftir honum. Svo hejmðis vein einhversstaðar úti í nætur- myrkrinu. Ólafur Ölafsson kom inn aftur og brosti frá eyra til eyra. Rakarinn hafði tekið lag á munnhörpuna á meðan og sló taktinn með fótunum. Maðurinn með hrosshausinn hafði séð færi á því, að lauma frá sér 'iokkru vínflöskum. Peningaseðlar með allskonar vatnsmerkjum fundu leáð úr ein- um vasa í annan, jafnóðum og einhver dýrgripur var fiskaður upp úr koffortum Kimms. Mörg flaska var stungin út. Maðurinn með hrosshausinn ýtti rakaran- um til hliðar og fór sjálfur að spila nýjasta slagarann. Kvenmaðurinn, sem var í fylgd með Kimms fór að danza og gerði ýmsar klúrar æfingar. Kauphöndlarinn söng Parísar- vísur, og Marokka-Iíans, kringluleitur háseti, sló taktinn með höndunum. Annar háseti, nefndur Tom svarti, gerðist ölv- aður, rauk á fætur og sveiflaði sér í hálfhring með útréttum örmum með dýrslegu öskri. Var hann þá svo óheppinn að reka hnefann í hnakkann á eineygða kauphöndlaranum, sem þegar misti fóta og lentu hinar fögru Evu-myndir ofan í stóran tóbakshráka, sem Ölafur Ólafs- son var nýbúinn að senda frá sér með mikilli reverentiu. — Höndlarinn krafðist skaðabóta, en enginn vildi hlusta á slíkt. Nú var svo með rakarann, að hann hafði gripið ógurlegt músikæði, sem aldrei má henda rakara. Hann þaut. og hring- snerist með munnhörpuna í ann- ari hendinni og rakhnífinn í hinni, svo að lífshætta var að nálgast hann. Aðgangurinn var svo mikill, að strákur frá Lar- vik, sem gerði sína fyrstu reisu til sjós, klofaðist niður úr kojunni og starði agndofa á að- farimar. Maðurinn með hross- hausinn hafði fundið inni á sér fleiri flöskur, sem enginn vissi hvaðan komu. Þær voru seldar við hámarksverði. Þegar þessi Jörfagleðin stóð sem hæst, voru dymar skyndilega opnaðar, og lítið, gráskeggjað mannkerti læddi klumbufæti inn fyrir þröskuldinn. Alt datt í dúna- logn. — Gott kvöld, friður sé með yður, sagði hann. Þetta var sjóarapresturinn frá „Sailors Rest“. Hann deildi út samkomu- auglýsingamiðum og bauð alla velkomna á uppbyggilega halle- lújasamkomu í bænahúsi sínu, Rue Dobois, næsta kvöld. Eng- inn svaraði. Allir höfðu fremur í huga vissa knæpu í Shipper- götu, sem maðurinn með hross- hausinn hafði sérstaklega mælt með. Það var orðið mjög framorð- ið, þegar síðasti gestur hélt frá borði. ÞANNIG leið þessi nótt. Svo kom dagur og kvöld varð á eftir þeim degi. Hásetamir fóm að athuga sparifötin sín. Ólafur Ólafsson var í slæmu skapi og sagði, að Antwerpen væri leiðinleg borg, en samt sem áður hélt hann í land ásamt hin- um. Tom svarti vildi ekki fara í land. Hann stakk höfðinu út um eitt kýraugað og stakk upp á því, að við færam heldur með sjóaraprestinum frá „Sailors Rest,“ sem stóð á bryggjunni og beið. Marokko-Hans fór á nýja skó, og svo var haldið af stað. Það eru til menn, sem lifa hvem dag í veizlu. Hamingjan brosir við þeim. En svo eru aðrir menn, sem ekki hafa sömu sögu að segja; þeir eru alt af á ferða- Frh. á 7. síðu. VERÐ VIÐTÆ&JA ER LÆGRA HÉR Á LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingru um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjumun eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili. tiðtæbjaverzlnn Lækjargötu 10 B. Sími 3823.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.