Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.01.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.01.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bjarni Björnssori lýsir leikstarfsemi sinni í Reykjavík, K.höfn, Chicago, Winnipeg og Hollywood BJARNI BJÖRNSSON. Eftir V. S. V. BJARNI BJÖRNSSON mun vera vinsælastur allra ís- lenzkra leikara, og hann nýtur ekki einungis vinsælda allra, er venjulegast sækja leikhús og unna leikiist, heldur allrar þjóð- arinnar, jafnt Reykvískra leik- húsgesta, sem gagnrýna leiklist með lærðum orðatiltækjum og sjómanna og verkafólks í hinum ystu byggðum. — Bjama hefir tekist á und- anförnum árum, að gera list sína að alþjóðareign, ekki ein- ungis eign þeirra, sem venjulega hafa efni á því að kaupa dýra aðgöngumiða að leikhúsum, heldur einnig þeirra, sem hafa ekki ráð á meiru en að kaupa aðgöngumiða á 100 aura. Það mun líka vera vafamál að ann- ar atburður gerist skemtilegri í fjöldamörgum sjávarþorpum og í mörgum sveitum, en þegar Bjami Björnsson kemur þangað einu sinni á ári með: „Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól, bara sól.“ Og vekur gamla serri unga til hlátra og gleði. Núna eftir áramótin átti Bjarni Björnsson 25, ára leikara- afmæli, og eftir að hann var buinn að halda sjálfur upp á afmæl'ð með vinum sínum, því að enginn mun hafa tekið sér fram um að heiðra þennan vin- Betri er ein kráka í hendi en tíu í skógi. 'Vis.it eða Kabinet Atiler-ijósmynd sækjast ailir eftir að fá. Betri er ein mynd góð en margar slæmar. Ljésffipdastofe S igurðar G uðmundssonar, Lækjargötu Sími 1980. Ileima 4980. sæla mann við þetta tækifæri, náði ég í hann til að spyrja hann. Ég vissi, að Bjarni gat sagt mér margt skemtilegt, sem ég gæti svo skotið að lesend- um Sunnudagsblaðsins, bara ef hægt væri að koma honum af stað, því að enginn getur trú- að því, að þessi maður, sem enga feimni og óframfærni þekkir, þegar hann er kominn upp á leiksviðið og töfrar þar áheyr- endur sína og ræður yfir þeim, eins og einvaldur, sé í raun og veru óframfærin og til þess lítt fallinn að trana sér fram, sem er þó aðalskilyrðið fyrir leikara og þess háttar fólk, sem þarf á „reklame“ að halda, flestum öðrum fremur. — Hvernig er það Bjami, hvenær byrjaðir þú eiginlega á þessum ieikaraskap? Og svo segir Bjarni Björns- son frá, en ég skaut inn spurn- ingum við og við: I3jarni fer 15 ára iil Kaupmannahaf nar« Á merkilegi atburður gerð- ^5 ist árið 1905, að ég varð 15 ára. Ég var þá með höfuð- ið fult af alls konar draumum um frægð og frama. Það varð úr þetta ár, að ég færi til Kaupmannahafnar og ætlaði að gerast skrautmálari. Ég réðist á listháskóla og,'var á honuxn í 3 ár. Var ég einnig þá og tveim árum betur við leiktjaldamálun við Dagmar- Ieikhúsið, sem var þá eitt helsta leikhúsið í Höfn. Þó að ég væri á teikniskólanum, var allur áhugi minn tengdur við leiklist- ina, og notaði ég hvert kvöld og hverja tómstund til að lesa góð leikrit og gagnrýni á leik- ritum og að sækja ieikhúsin. Ég sá oft mína uppáhalds- leikara og vorú meðal þeirra: Oluf Paulsen, dr. Mantz- ius, Neiendam, Anna Larsen, Fr. Jensen, Poul Reumert, Stribolt hinn feiti o. fl. Ég gekk þegar á þriðja ári mínu í Höfn í leikfélag nokkurt, sem viðvaningar höfðu stofnað og hét það „Det lille Casino.“ . Var það félag alt skipað áhuga- mönnum, flestum ungum, en engum atvinnuleikara. Þetta fé- lag hafði það fyrir reglu, að sýna leikrit að eins einu sinni á rnánuði og þá alt af nýtt leik- rit. Leiksýningarnar fóru aðal- lega fram í stóra salnum á „Hótel Kongen af Danmark‘3 Síðar komust ýmsir af félögum mínum frá „Det lille Casino“ til vegs og virðingar í dönsku leik- hússlífi, þar á meðal Lissie Thaler og Egil Munch, sem var formaðurinn í félaginu og skrif- aði „revyer“ og samdi „slagara", sem náðu miklum vinsælum. Hann byrjarað leika hjá L R. Árið 1910 fór ég svo heim og hafði þá lokið. námi og var þá auðvitað eins og áður fullur af áhuga fyrir leiklist og undir eins og ég var kominn hingað var mér boðið að leika hjá Leik- félaginu, en formaðúr þess var þá Árni Eiríksson. Fyrsta leik- ritið, sem ég lék í var „Kinnar- hvolssystur", lék ég hlutverk bergkóngsins, en hann kom fram í þremur gerfum og lék frú Stefanía Guðmundsdóttir hitt aðalhlutverkið á móti mér. Hefi ég, held ég, sjaldan orðið eins hrifinn af leik nokkurrar konu og frú Stefaníu. Kinnar- hvolssystur fengu geysimikla aðsókn, enda var leikritið eitt. merkilegasta útlenda leikritiðr sem þá hafði verið sýnt. Með- ferð leikenda fekk ágæta dói»a og dómarnir um mig voru betri en ég hafði getað búist við. En þrátt fyrir þessa. góðu dóma um leik minn komst Dl1 afturkippur í starfsemi mina hjá Leikfélaginu. Ég fekk ___________________________ HafLbætir. Það er vandi að gera kaffi' vinum hæfis, 3vo hinn r étti kaffilteimiH’ haldi sér. Hatui svílto^ engan. iteynið sjátí' Munið að biðja næst om G. S- kaffibæti. JBeynstan er ólýgnust. Þetta hefir G. S. karii' bætír teldsk

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.