Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.01.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.01.1936, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ur og tók það félag eingöngu áöglýsmgamyndir, en síðar fekk ég nokkur hlutverk hjá „Ess- any"-félaginu. En einmitt um þessar mundir voru allir að f ara til Hollywood. Þar var að rísa upp miðstöð fyrir kvikmynda- framleiðslu Ameríkumanna enda voru öll skilyrði þar miklu betri, sífelt sumar og sól og sólskin. Og um sama leyti og ég fekk jþessi smáhlutverk míníChigago t var skrifstofum og kvikmynda- tðkuhúsunum þar lokað og allir fluttu sig til Hollywood. Um sama leyti fóru Ameríku- memi í stríðið og setti það ein- hvern þunglyndis- og alvörusvip á alla þjóðina. Við það fór og atvinnan versnandi og ég lagði á flótta til Winnipeg, eftir tæp- lega ársdvöl í Chigago. 1 Winnipeg og út um Islend- ingabyggðirnar hélt ég margar skemtanir meðal landa minna, sem tóku mér prýðisvel. Frú Stefanía Guðmundsdóttir kom ásamt börnum sínum um þetta leyti vestur og tók ég á móti þeim ásamt nokkrum öðrum áhugamönnum um leiklist og svo lékum við saman í Islend- ingabygðunum. Eins og auðkýfing- ur í Hollywood. Ég lá veikur um skeið í Winnípeg, en svo lagði ég aftur leið mína til New York og fekk þar atvinnu sem skrautmálari. Ég safnaði mér dollurum, eins og ég framast gat, því að kvik- myndunum var ég enn ekki bú- ínn að segja upp fyrir fult og alt. Og þegar ég hafði safnað með stakasta sparnaði 1500 dollurum, ákvað ég að fara til Kaliforníu, til Hollywood og freista gæfunnar enn einu sinni. Ég vissi, að það var alt undir því komið, að koma þangað eins og prins, vera skafin og strok- inn f rá hvirfli til il ja og að nauð- synlegt var fyrir mig að punta upp á verk skaparans, eins og ég gæti. Ég keypti mér því marga alklæðnaði og geysistór- ar ferðatöskur og ferðaðist svo eins og auðmaður. Innritaði mig svo inn á eitt fínasta hótehð í Hollywood, „Hótel Hollywood", og hafði f allegt skegg, staf, ný- tízku hatt og alt tilheyrandi. Ög nú fanst mér að ég væri ekki síður undir það búinn, að taka þátt í samkepninni, en sjálfur Douglas Fairbanks eða Chaplin, sem þá voru einna mest umtalaðir. Daginn eftir, er ég kbm til Hollywood innritaði ég mig hjá kvikmyndaskrifstofun- um og var nú næstum orðinn ein af stjörnunum. Mér hafði verið ráðlagt að fara ekki í hópmyndir, svo að ég týndist ekki og var ég því alt af á hnotskóg ef tir smáhlut- verkum sem gæfu tækif æri til að \ Bjarni sem sendiberrann frá Mon- tenegro í „The wedding March hjá Eric von' Stroheim. hægt væri að taka eftir mér. Svo bauðst mér hlutverk hjá leikstóranum L. Trimble. Hafði ég verið kyntur honum í New York af Vilhjálmi Stefánssyni. Kvikmyndin sem ég lék í að þessu sinni hét: „My old Dutch" og var ég við þetta á fullum launum í einn mánuð, fekk 7 dollara á dag, EQutverkið sem ég hafði var töluvert áberandi, en því miður fór svo með þessa kvikmynd, sem kostaði 100 þúsund dollara, að hún varð alveg ónothæf. Hún var tekin á alt of löngum tíma og eyðilagðist við klippinguna — og reið þetta vini mínum Trimble að fullu. Hann misti at- vinnuna og hefir ekki síðan komið við sögu. Ég gekk nú á milli kvik- myndafélaganna og fekk nokk- uð mörg hlutverk. Þar á meðal lék ég í hinni frægu kvikmynd „Beu Geste", sem var sýnd hér. En aðalhlutverkin léku Ronald Colman og Mary Astor. Með- an ég vann við þessa mynd fekk ég 12 dollara á dag. Var myndin tekin á sandauðn viðMexico. Síð- an lék ég í „The Black Pirat" með Douglas Fairbanks, „Camelíu- frúnni" með Normu Talmadge og f jölda af smámyndum. Einu sinni lék ég leynilögreglumarm í kvikmynd, sem hét „Umhverf- is jörðina á áttatíu dögum". Ég kyntist flestum þektum stjörnum kvikmyndanna á þess- um árum og einum íslenzkum leikara, kúrekanum Bill Cody, sem er hálfbróðir Emil Walters. Hann reyndi að koma upp sínu eigin kvikmyndafélagi, en mis- tókst. Ég kyntist syni Leo Tolstoy og var hann þá að undirbúa að taka kvikmynd af einni sögu föður síns. Bauð hann mér heim til sín eitt sinn og réði mig sem einn leikenda sinn, en ég varð ekki fyrir litlum vonbrigðum, er maður nokkur, sem hann hafði fengið til að leggja dóm á leik- endurna gaf þá yfirlýsingu, eft- ir að hafa mælt mig og skoðað í krók og kring, að ég væri of lítill. Ég hafði atvinnu en gat aðeins fleytt mér. Ég fann að það kostaði þúsundir dollara að brjótast áfram, því að'alt'verð- ur maður að borga. Mútur til ráðamanna kvikmyndanna og blaðamanna, sem haf a vald á að hefja mann til skýjanna eða eyðileggja mann, eru ekki lítil útgjaldaliður hjá kvikmynda- leikurum og ég var sleginn út í þeirri samkeppni. En þrátt fyrir þetta var ég Bjarni í sfcopleik hjá „Baby Betty". þó enn vongóður ef ég fengi nægan tíma. Og talmyndirnar bundu enda á veru mína í Hollyvood. ,Alt í einu kom einhver aftur- kippur í kvikmyndaframleiðsl- una. Leikurum var sagt upp í hundraða taM, enginn vissi hverju þetta sætti. Svo var att í einu auglýst að fara ætti fram reynslusýning á talmynd og um leið sprakk bomban. Talmynd- irnar voru komnar og þar mejS var lokið atvinnunni fyfir mörg- um, alt shtnaði úr tengslum og ég yf irgaf Hollywood. Ég fór nú til San Fransisco og Seattle og hélt skemtikvöld á báðum stöðum. Ég fór svo aftur til New York og byrjaði á minni fyni Bjarni sem rússneskur leynilðg" reglumaður í „Umhverlis jörðin* á 60 dögum". iðju, en svo kom kreppan *>K hrunin 1928 og atvinnuleysið skall yfir og eyðilagði s^ möguleika fyrir miljónujn manna. Ég var einn af þessuio miljóna her. Mér tókst þó.-«* afla mér fyrir fari og fðr s*0* heim til míns þurra lands noeð einu lystiskipinu 1930, betaa l^5 f rá New York. Heima er ég eltlo útlendingur. Hér get ég andað1 að mér íslenzku lofti. Ég »«6 ferðast víða og það er ekki k>W fyrir það skotið að ég eigi .eftí* að fara út og þá til frændþjóða okkar. Er þetta ekki nóg?" Þetta er tölUvert — þú *** svo ungur og glaður og það & fyrir öllu. — Ef þú værir þa$ ekki, þá þætti okkur Islending- um heldur ekki svona vsent n»ft þig- v. s. v.. • Þrœll ástarinnar. Danskur stórþjófur, Cnf. H^í". kjær, kom nýlega á lögregíOS*ööT ina og jéktaði á sig SOinBÍW*' þjófnaöi. Hann var þegar í »•* íæfður í fangaklefa, þar se» ^°f fékk uxasteik og fleira gö&g^' Þetta var líka um jólin. Astœö' una til þess að hann játaði, k*8? hann vera þá, að hann vaeri V^ý lofaður fiskistúlku og vil# *#* kvænast henni fyrr en hann kef?* afplánað syndir sínar, sem hiftí*1 voru fáar né smáar.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.