Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.02.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.02.1936, Blaðsíða 3
alþý ðublaðið 3 sér að ljúka erindi sínu. Það ya,r ekki aðeins traust félaga sinna eða hrós yfirmannanna, sem hann sóttist eftir; hann flaug um geiminn til þess, að halda fram tvímælalausum yfir- burðum hvíta kynþáttarins. Við hendina hafði hann sönnunina, sjö sprengjur. Að geta varpað þeim ofan úr loftinu, það var svo sannfærandi, að ekki varð á móti mæit. Að baki honum suðaði skrúf- au, óþreytandi. Fyrir neðan hann risu brattar sandöldur í dutlungafullri óreglu. Hér og þar sáust hvít þorp inni í pálma- lundunum. Hann hafði ekki enn farið út yfir yztu víglínu landa sinna. Nei, sko, þama niðri áópuðust hermenn, þustu að úr öllum áttum. Hvað var þetta? ^eir höfðu séð hann, þeir húrr- aöu. Fagnandi og örvandi stigu öljóðin að neðan. Hann tók aðra hendina af stýrishjólinu og veif- aÖi til þeirra. Hann hefði gjam- aQ viljað fljúga lægra dálítinn sPöl, fljúga svo nærri þeim að Þeir ef til vill hefðu getað heyrt hvað hann sagði. En til þess hafði hann engan tíma, takmark aQs var enn langt í burtu. ^raðara og hraðara klauf flug- vélin. bylgjur ljósvakans. Sko eyðimörkina . . . auðu jörðina fyrir neðan hann og autt loftið fyrir ofan, og hann einmana |Uaðurinn svífandi þar á milli! "ann varð gagntekinn af mátt- artilfinningu. Vér mennimir — hugsaði ann, — vér herrar loftsins og Jarðarinnar . . . hlutverk flug- ^annsins var mikið og dásam- Alisleizht féi»o. Sjóvátryggingar, Brunatryggingar, Rekstursstöðvun~ artryggingar, Húsaleigutrygg~ ingar. ^ístryggirgar legt. Þegar þúsundir annara manna flugu um lofthvolfið líkt og hann nú gerði, í svimandi hæð og í óskeikulu öryggi og lentu svo þar sem þeim sjálfum sýndist, þá höfðu verið bundin óslítandi bönd milli þjóðanna. Flugmennirnir vom hinir raun- verulegu brautryðjendur fram- faranna. Þeir voru erindrekar, sem fluttu með sér nýjan, . . . vei, gamla fagnaðarboðskapinn: engin landamæri framundan, engir múrar milli þjóðanna. Hljóð, líkt og fjarlægur hófa- dynur, barst í eyru honum.Hann leit niður fyrir sig og hló með lítilsvirðingu. Eitthvað tólf Arabar riðu eins og kláramir komust í sömu átt og hann. Grimdarsvipur afskræmdi ung- legt andlit flugmannsins. Þeir . . . nei sko . . . þeir vom reyndar að skemta sér við að skjóta á hann. Hann flutti aðra hendina af stýrinu ög á klemmu, er hélt einni sprengjunni. Hann gat vel séð af minjagrip handa þeim, þessum æpandi bjálfum þama niðri. Hann hefði haft gaman af að virða fyrir sér áhrif sprengingarinnar, en . . . jæja . . . Aftur sandur, enda- laus sandur. — Hvað var það annars, sem hann hafði verið að hugsa um áðan? — Jú, það var satt, það var aðalræðan í veizl- unni, sem flugmönnunum var haldin, þeim sem væru að fara í stríðið. Hvernig var það nú aftur? — Jú. — Síðasta stóra skrefið hefir verið stigið; í raun- inni em engar hindranir leng- ur til og engar fjarlægðir. Höfuðskepnumar hafa verið gerðar að þjónustuöndum mannanna. Að vísu er ekki enn unt að fulltreysta trúmensku þeirra, en hæfileiki þeirra til hlýðni er alveg vafalaus. Alt, sem eftir er, em aðeins við- fangsefni tækninnar og við þau hafa þúsundir heila glíint um lengri tíma. Mannkyninu, sem sífelt leitar drottnunarvilja sín- um nýrra takmarka, því miðar hvíldarlaust og sigrandi að full- komnuninni. Viljinn er það afl, sem skapar úr engu. Og einmitt vegna óhemjumikils viljamáttar síns verða mennirnir sífelt lík- ari guðunum. Það, sem fyrir fá- um ámm var draumur einn, því er nú fagnað sem lifandi vem- leika. Fyirtaks ræða og sérlega sönn. Sko . . . þarna er herlína Tyrkjanna. Þeir grófu skotgraf- ir og . . . hvers vegna var mörg þúsund hermönnum raðað í fer- hyrning? Enginn þarna niðri virtist hafa tekið eftir flugvél- inni, það var því auðvelt að gera athuganir. Og hvers vegna höfðu hermennirnir byssurnar standandi við fætur sér? Og . . hvað ? — Arabiskir prestar . . . það var verið að jarða þá, sem fallið höfðu í síðustu orustu. Betra tækifæri var ekki hægt að fá. Tvær sprengjur voru losaðar í flýti. Ah! Dauft hljóð af spreng- ingu heyrðist að neðan . . . og annað til! Svo heyrðust kvala- vein, reiðióp; . . . hávaði. Verði ykkur að góðu! taut- aði flugmaðurinn og hló. Braut- ryðjendur menningarinnar sýndu hvað þeir voru færir um. Nú, já, svo þeir skutu á hann — eftir því væru tvær sprengj- ur ekki nóg! — Gerið þið svo vel, ein til. Flugvélin hallaðist eins og fyrir vindgusti. Flugmaðurinn fann á sér þegar í stað, hvað að var, getspekin hafði sagt honum hvar það var. Með einu skjótu handartaki var því kipt í lag. Hann hló borginmann- lega. Sá næmleiki, sem flug- mönnum er nauðsynlegur, hafði látið hann vita, að eitthvað kom fyrir, á sama augnabliki og það gerðist. Að sekúndu liðinni hafði flugvélin aftur náð sínu örugga flugi. Hvað var það annars, sem hann var að velta fyrir sér áðan? Draumurinn, sem var orðinn að veruleika . . . þessi ræða hafði verið alveg fyrirtak — sagði hún í rauninni ekki alt, sem hægt var um þetta efni að segja? Framtíðarmyndirnar . . möguleikarnir stórfenglegu . . . Og hvað ræðumanninum hafði veist það auðvelt, að hrista af sér efaseggina! Gamalmennin og sérvitringamir hafa alt af hrist höfuðið; hversdagslegir menn og hugmyndasnauðir hafa alt af yft öxlum. Og það sem þeir höfðu vantreyst og talið óhæft, var nú bæði alment notað og mikilsvirt og það sem þeir höfðu talið óþarfa; það var nú hvers manns nauðsyn. Flugvélin þaut áfram. — Jæja, þama niðri var ekkert að sjá, hann var nú að baki Tyrk- nesku herlínunni. Það var víst réttast að snúa við. En þó var líklega rétt að fara kippkorn austureftir fyrst. Takmörk tíma og rúms eru að engu orðin, hugaði hann, og var aftur inni í þeim orða- straum, sem hafði hrifið hann svo, þegar hann heyrði hann, að hann átti ekki að líða 'honum úr minni aftur. Jörð, eld, vatn og loft hefir mannvitið gert sér undirgefið. Alt verkar þetta mannkyninu til blessunar. Hvað var nú þetta? —' Nú já, rauði hálfmáninn á hvítum grunni! Jæja, svo þeir höfðu verið svo ósvífnir, að setja sjúkrahús svona nærri herlín- unni. Datt óvinunum í hug, að það væm engin ráð til þess að refsa fyrir slíka fífldirfsku? — Nei sko, og svo höfðu þeir spent stóran, hvítan dúk lárétt yfir þaki sjúkratjaldsins. Sennilega hafði annar flugmaður flogið hér yfir áður. Jæja, hér er þá ein áminning í viðbót . . . Sjáið þið nú yfirburði menningarinn- ar . . . ein . . . tvær sprengjur . . . asnar! Örvun flugsins og máttartilfinningin vakti þorst- ann í nýja sigra. Hann sá hvernig menn hlupu til og frá þarna niðri, heyrði óp og há- vaða. Flugmaðurinn hló. Hann var upp með sér af því, hvað vel honum hafði tekist. Nú jæja, þeir heiðmðu hann með byssuskotum og skömm- um! Bjálfa greyin! Sáu þeir ekki nú, hvað lítils þeir máttu sín? Áttu þeir ekki ófarir sín- ar skilið. Skrúfan suðaði án afláts. Flugvélin titraði lítillega. Fyrir neðan var ekkert að sjá nema sand. Ystu framverðir óvinanna væru nú að baki flugmanninum, og . . . nei þama læddist njósn- arflokkur milli tveggja sand- hæða. Nú já, þeir leyfðu sér að koma svona nærri herlínu landa hans. Það varð að refsa fyrir það. Það væru afar litlar líkur til þess, að hann gæti hæft svona lítinn hóp með sprengju, en . . . síðasta sprengjan var losuð úr klemmunni og þaut í gegnum loftið. — Hvað var þetta — hvar ? Mennimir þama niðri höfðu komið auga á hann, þeir settu hatta sína á byssu- stingina, þeir veifuðu . . . húrr- (Frh. á 6. síðu.) Betri er ein kráka í henðl en tíu í skógi. Vísit eða Kabinet Atelier-ljósmynd sækjast allir eftir að fá. Betri er ein mynd góð en margar slæmar. Ljósmyntí istofa Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötu 2. Sími 1980. Heima 4980.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.