Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.02.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.02.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tom Mooney og Warren K TM MOONEY er fæddur í Chikago árið 1881. Foreldr- ar hans voru írskir. Warren K. Billmgs er fæddur árið 1894. Báðir hafa frá æskualdri tekið þátt í verkalýðshreyfingunni. Mooney skipulagði járnbraut- arverkamenn, flutningaverka- menn, rafvirkja og þá, sem unnu við aflstöðvar. í rafmagnsverkfallinu árið 1913 og í jámbrautarverkfall- inu 1916 í San Francisko stóð Mooney mjög framarlega. 1 verkfallinu 1913 voru höfðuð 3 mál á Mooney. Hann var ákærð- ur fyrir að hafa ætlað að sprengja aflstöðina í San Franc- isko í loft upp. En í réttarhöld- unum kom í ljós, að Mooney hafði varað verkamennina við því að beita ofbeldi. Af einu málinu var harrn algerlega sýkn- aður, í hinum var honum slept vegna þess, að „ekki fengust nægar sannanir", eins og það var kallað. Bæði Mooney og Billings voru í verkalýðssambandi Ame- ríku og voru mjög róttækir verklýðssinnar. TUTTUGASTA og annan júlí 1916 stofnuðu hemaðar- sinnar í San Francisko til kröfu- göngu í þeim tilgangi að fá Ameríkumenn út í stríðið. Með- an stóð á þessari kröfugöngu var kastað sprengju inn í hóp hemaðarsinna. Þessi sprengja varð 10 mönnum að bana og særði 28 af kröfugöngumönnun- um. Vegna þessarar árásar var hafin áköf barátta gegn verk- Aiíslenzbí félag. Sjóvátryggingar, Bnmatryggingar, Rekstursstöðvnn- artryggingar, Húsaleigutrygg- iagar. Lífstryggingar. TOM MOONEY. lýðshreyfingunni og socialism- anum, því að samkvæmt skiln- ingi borgaranna,hlautverkalýð- urinn að stanada á bak við þessa árás. Það var heitið 15,000 dollara verðlaunum hverjum þeim, sem gæti gefið fullnægj- andi upplýsingar um árásar- mennina. Nú er það venja í Ameríku í slítoum tilfellum sem þessum, að verkamenn em handteknir hópum saraan. Meðal þeirra em svo valdir úr þeir, sem þykja hættulegastir auðvaldinu. í þetta sinn var það Tom Mooney, sem fekk að bera sökina á árás- inni, um það vom blöðin og lögreglan sammála. Tom Mooney var í Monte Rio, borg sem er nokkrar mílur frá San Francisko, þegar hann las þetta í blöðunum. Hann símaði þá þegar lögreglustjóranum í San Francisko, að hann kæmi og stæði fyrir sínu máli. Um leið og Mooney var hand- tekinn var kona hans, Rena, handtekin. Auk þeirra Warren K. Billings, ísrael Weinberg og Edward D. Nolan. Auk þess var látið greipar sópa á ritstjóm- arskrifstofum verkalýðsblað- anna. Aðalákæran var gegn Mooney, og var hann ákærður um að hafa varpað sprengjunni. Billings átti að hafa aðstoðað hann við þetta verk. Eins og venja er þar vestra í slíkum réttarhöldum vom vitnin keypt ljúgvitni. Þeir sem vildu vitna með hin- um ákærðu, fengu ekki að bera vitni, og sumir þeirra meir að segja, vom handteknir. Yfir- völdin lögðu áherzlu á það, að fá hina ákærðu dæmda. Hinir ákærðu höfðu sterkar sannan- ir fyrir sakleysi sínu, einkum Mooney. Að visu var hann í borginni, þegar árásin var fram- in, en hann var 1% enska mílu frá árásarsvæðinu. Þennan umrædda dag sat hann ásamt fleirum upp á þaki Eilersbyggingarinnar. Af tilvilj- un var tekin af þeim mynd þar. Á myndinni er Mooney auð- þekkjanlegur; á myndinni sést auk þess klukka á turni hinum megin götunnar. Vísarnir sýna tvær minútur yfir tvö. Árásín var framin sex mínútum yfir 2, og þá var Mooney í 1% enskra. mílna fjarlægð. í réttarhöldun- um voru sýknuð Rena Mooney, ísrael Weinberg og Edward D. Nolan, en Mooney og Billings áttu að dæmast. TOM MOONEY var dæmdur til dauða og átti að hengj- ast, en Billings var dæmdur í ævilangt fangelsi. Hvað átti nú til bragðs að taka? Flestir verkamennimir vom sljóir og sinnulausir og flestir þeirra áhtu, að hinir sakfelldu væm sekir um þennan glæp. Sem betur fór vom þó fá- einir, sem sáu í gegnum þenn- an blekkingavef og hófu til- raunir til þess að frelsa hina dæmdu. Þessi hreyfing greip fljótt um sig. Hvað eftir annað var að því komið, að Tom Mooney væri hengdur, en alt af var því frestað, án þess nokkr- ar ástæður væm tilgreindar. En ein af ástæðunum var sú, að verkamennimir og bændum- ir á Rússlandi höfðu nú komið á byltingu sinni. Frú Mooney var rússnesk að ætt og stóð alt af í sambandi við rússneska byltingasinna. Það ber því við dag nokkum, að þáverandi forseti Bandaríkj- anna, Wilson, fekk svohljóðandi skeyti: „Þann dag, sem Tom Mooney verður hengdur í San Quentin- fangelsinu, verður sendiherra Bandaríkjanna hengdur í Petro- grad“. Þetta varð til þess að Wilson breytti dauðadóminum í ævi- langt fangelsi. Rétt áður hafði framkvæmd dauðadómsins ver- ið frestað, vegna þess að eitt aðalvitnið var komið í fangelsi fyrir að hafa borið ljúgvitni. MEÐAN Wilson var forseti var skipuð nefnd manna, til þess að rannsaka mál Moon- eys. Þetta var gert til þess að draga úr þeirri andúðarbylgju, sem flóði yfir allan heiminn út af þessu máli. Rannsóknin var falin á hend- ur John B. Densmore. Hann tók málið frá upphafi föstum tök- um, til þess að komast að ein- hverri niðurstöðu í málinu. Hann gat komið hljóðrita in» a skrifstofu hins opinbera ákæi-' anda í San Francisko, CharleS M. Fickerts. Densmore hafði aðstoðar- mann þar á skrifstofunni, svo að hljóðritinn var þar inni í 2 mánuði, án þess hann findist- Hljóðritaði hann niður öll sam- töl, er fóru fram á skrifstofu Fiekerts. Kom þar ýmislegt í ljós, sem ekki var beinlinis þægt' legt fyrir hinn opinbera ákœr' anda. Meðal annars hafði hoBUn'1 láðst að rannsaka árásarsvæð- ið, hann hafði viðhaft ólögleg' ar aðferðir við vitnaleiðsluna og neitað að yfirheyra vitni verj- andans. Auk þess hafði ha»n notað sem vitni alþekta glæpa" meim. I skýrslu sinni kemst DeuS' more að eftirfarandi niðurstöð- um: 1. Það er sannað, að vitníð5 Frank G. Oxman hefir borið ljúgvitni. 2. Að ákærandinn hefir keypt- ljúgvitni. 3. Fickert hefir reynt að bera glæpi á vitni verjandans til þe6S að eyðileggja vitnisburðinn. Þetta er aðeins örstuttur. kafÖ úr hinni löngu skýrshi, sem lögð var fram í þinginu 1919' án nokkurs árangurs. Frh. á 6. siðu- Alþýðubrauðgerðlö, Laugavegi 61. Sími 1606- Seljum okkar viðuxkendu brauð og kökur með sanua lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Normalbrauð á 40 aura- Franskbrauð heil á 40 siul hálf á 20 au. Súrbrauð heil á 30 aura. — hálf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls konar, rjómií og ís. Sendum um allan bæ- Pantið í síma 1606. Brauðgerðarhús: Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.