Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.02.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.02.1936, Blaðsíða 5
A í> Þ 'í Ð U B L A Ð1Ð K Eg annast inn- heimtu. EGAR maður hefir nýlokið góðum miðdegisverði, er lagstur upp í dívan og hefir kveikt sér í pípu til að hjálpa meltingunni, er ekkert svívrrði- legra brot til á siðferðislöggjöf- inni, en að ónáða mann. Þannig var ástatt fyrir mér núna fyrir nokkrum dögum, þegar harkalega var barið að öyrum. Ég rauk upp og opnaði. k'yrir utan stóð símasendillinn °g rétti að mér símskeyti. Ég kvittaði fyrir móttöku, rétti sendlinum kvittunina og ætlaði loka dyrunum, en þá setti snáði stórutána á milli og sagði: >>Það eru tíu aurar, herra minn“. >>Heimtar þú þjórfé, snáðinn þinn“, sagði ég nokkuð byrst- ur. »Fyrirgefið herra minn, en sinnskeytið reiknast sem ávís- un“. Eg opnaði nú skeytið, það hljóðaði svo: „Góðfúslega inn- heimtu fyrir mig tuttugu krón- Ur hjá Sveini Pálssyni“, og 1 ®!nu horninu var greiðslumerki. Eg rétti sendlinum tíu aura og lokaði. Haginn eftir lagði ég af stað 1:11 að hitta Svein Pálsson. Hann Sat í makindum og reykti pípu a skrifstofu sinni, er ég kom 11111 • Ég rétti honum símskeytið. »Alveg rétt“, sagði Sveinn, Eftir Kr. Imsland. ,,en svo er mál með vexti, að ég hefi enga peninga við hend- ina, svo að þú verður að taka gilda ávísun á bæinn“. „Þó það nú væri“, svaraði ég. Sveinn skrifaði ávísunina á bæ- inn og rétti mér. „Það er bezt að þú gefir mér kvittun", sagði Sveinn. Ég skrif- aði kvittunina og rétti Sveini. Hann las hana, lagði hana á skrifborðið, snéri sér að mér og sagði: „Gott, en það vantar á hana greiðslumerki". „Alveg rétt“, svaraði ég, „en greiðslumerkið á ég ekki til, en hér eru tíu aurar, þú getur skelt greiðslumerkinu á sjálfur11. Ég kvaddi, hraðaði mér upp á bæj- arskrifstofu, drap á dyr og gekk rakleitt inn. Bæjargjaldkerinn sat við skrifborðið. Ég rétti honum ávísunina frá Sveini, hann lítur á hana, flettir upp í stórri höf- uðbók, athugar þar reikninga nokkurra viðskif tamanna og seg- ir síðan: „Þér getið fengið ávís- un á verzlun Jóns Ólafssonar“. „Gott“, sagði ég. Gjaldkerinn skrifaði ávísun- ina, rétti mér og sagði: „Kvittið þér á ávísunina frá Sveini“. Ég kvittaði, tók hatt minn og gekk að dyrunum, en þá gellur í gjald keranum: „Það vantar greiðslu- merki á þessa ávísun“. « « « « « « Leikkonan — Frá Heidelberg. — Þinn leikur er mér ekkert stundargaman, en upphrópunarmerki á fagra Iist, sem lýsir alt vort innra, að baki og framan, en aldrei gleymir sinni jarðarvist —• þinn leikur tengir túlkun lífsins ytra við trega og hugarþrautir mannsins vitra. Þín ást er fögur, frjáls, en þó svo bundin af fegurð augnabliksins — það ég skil, því hún er þannig ætíð, unaðsstundin, eilífð minninganna, hvort ég vil eða ekki. Þú veist þetta betur, þú átt sumrið — hér er kominn vetur. « « « « « Þín sorg er yndislegri, en tárum taki, hún talar góðra manna huldumál — þinn sjónarleikur, vonar vængjablaki vafurloga kveikir mér í sál. Ég vikna og roðna og ég þakka þetta. Nú þiðnar skáldið, grös og jurtir spretta. Líklega ertu skáld, sem yrkir ekki, svo orðin frjósa á þinni rósavör — enga fegri andans sjón ég þekki, en æfintýri á hjartans gönguför. Statt upp og gakk — nú geng ég til míns he’íma. Ó, guð, hvað það er yndislegt að dreyma. — Og trúa á það, sem ekkert vit er í og ekkert nema gyltur hugarburður, sem hverfur út í geim, en grær á ný — þó geta stundum hlaupið á hann snurður. Lífið er stutt, en stórt í sjónarleiknum, stundarbál, í lokin skar á kveiknum. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. um sjá, — af því að hér stend- ur ekkert um vöruúttekt, þá skal ég nú gefa undanþágu, og greiða yður þetta í peningum. Kvittið þér fyrir peninga- greiðslu á ávísunina". Hann tek- ur ávísanahefti út úr peninga- skápnum, skrifar ávísun á spari- sjóðinn og réttir mér, en ég rétti honum bæjarávísunina kvittaða, um leið og ég seildist eftir hatt- inum mínum. „Greiðslumerki!" kallar kaup- maðurinn og veifar rauðri bæj- arávísuninni framan í mig. „Andsk. . . — Fyrirgefið þér, en það vantar líka greiðslumerki á yðar ávísun“, sagði ég. „Móttakandi á ávalt að leggja til greiðslumerkið", segir kaup- maður. Ég fleygi tíu aurum á borðið og fer. Það var verið að loka spari- Frh. á 8. silte. „Fyrirgefið þér, en þér getk víst ekki gjört svo vel og seli mér greiðslumerkið ?“ spyr ég um leið og ég legg tíu aura i borðið, set hatthm á höfuðið fer, án þess að bíða svars. Ég labbaði inn í verzlun Jóns og spyr eftir kaup- manninum. Mér er vísað inn á „privat kontor" kaupmannsins, þar lagði ég fyrir kaupmanninn ávísunina frá bænum. „Þér getið snúið yður að verzlunarþjóninum, ég afgreiði ekki vörur út á bæjarávísanir hér á skrifstofunni", sagði kaupmaðurinn, eftir að hann hafði litið yfir ávísunina. „Fyrirgefið þér“, sagði ég, „en það eru peningar sem ég þarfnast, en ekki vörur". ,Hægan! hægan! maður , sagði kaupmaðurinn. „Við greiðum aldrei peninga út á þessi ,,bevís“, en — við skul- essi mynd er frá stjórnarskift- bert Sarraut, j>ar sem hann er 11111111 í Frakklandi. Á myndinni veita blaðamönnum ábeyrn. ^Sf r . »yi forsætisráðherrann, Al-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.