Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.02.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.02.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tom Moony Frh. af 2. síðu. Nefndin, sem verkamennim- ir höfðu sett á laggirnar, til þess að fyigjast með þessu máli, hafði ekki heldur verið aðgerða- laus. Það var samþykt í Chicago 14. janúar 1919, að senda sendi- nefnd á fund stjómarinnar í Washington. En förin bar eng- an árangur. Verkamennimir í Chicago hófu þá verkfall, sem stóð frá 4. til 8. júlí 1919 og tóku þátt í verkfallinu um 200 þús. verkamenn. Árið 1920 tók málið á sig nýtt snið. Mörg ljúgvitnanna höfðu ekki fengið greidda J údasarpeningana og fóm þau því að hóta því, að gera uppskátt um þetta svívirði- lega réttarfarshneyksli. Eitt lögregluvitnið, Droper Hand, sendi borgarstjóranum í San Francisko skýrslu, þar sem hann sannar, að dómurinn yfir Mooney sé bygður á röng- um forsendum frá upphafi til enda. Hann játar, að hann hafi sjálfur borið Ijúgvitni og einnig útvegað aðra til hins sama. Sum hinna keyptu vitna fóru líka að þjást af samvizkubiti En þeim var ýmist hótað hörðu eða lofað góðri borgun, ef þau létu vel yfir leiðum hlut, þar til málið væri úr sögunni. NÆSTA skrefið var það, þegar lögregluþjónninn, R. W. Smith, játaði að hafa séð Rena og Tom Mooney á þaki Eilerbyggingarinnar á þeirri stundu, sem árásin var framin. Smith þessi sagði ennfremur, að Fickert hefði vitað þetta, en neitað að yfirheyra sig sem vitni. Nú kom enn einn meinsæris- maður fram á sjónarsviðið. Það var John McDonald. Hann ját- aði, að hafa borið Ijúgvitni fyrir I*rátt fyrir kreppu og þótt spara megi 100—300% á því að taka allar myndirnar á sömu plötu og láta síðan af hendi stækkaða prufulappa — þrátt fyrir það býð ég aðeins 1. fl. nýtízku Atelier Ijósmyndavinnu og miða plötuf jöldann við þarf- ir hvers eins. Ljósmyndastofa, Signrðar Gnðmimdssonar, Lækjargötu 2. Sími 1980. Heima 4980. beiðni Fickorts gegn loforði um stóra f járupphæð. Árásardaginn hafði hann séð mann koma með stóran pappakassa, sem hann hafði lagt frá sér, þar sem sprengingin varð. Þetta sagði hann lögregluþjóni, sem bað hann að fara á lögreglustöðina og tilkynna þetta þar. Þegar hann kom þangað tók Fickert á móti honum. Þegar maðurinn hafði sagt honum þennan fram- burðinn sinn, spurði Fickert: — Þekkið þér Tom Mooney? — Nei, sagði maðurinn. — Jæja, ,sagði Fickert. — Tom Mooney hefir svartar augnabrúnir, 5 fet og 11 þumlungar á hæð og veg- ur 190 pund. Mc Donald kvaðst aldrei hafa séð þennan mann. En Fickert kvað það engum efa bundið, að það hefði verið Mooney, sem kom með pappöskjurnar. Svo var farið með John Mc Monald í fangelsið, svo að hann fengi að sjá Mooney. Að því loknu var hann þess fullviss, að hann hefði aldrei séð þenn- an mann. En Fickert kom honum í skilning um það, auðvitað með álitlegri fjárupphæð, að það hefði verið Tom Mooney og eng- inn annar, sem hefði lagt frá sér pappöskjumar. DENSMORE sannaði, að Frank G. Osman hefði svarið rangan eið. Pútnahús- stýran Estelle Smith og dóttir hennar, sem „vann“ í pútna- knæpunni, hafa báðar játað að hafa borið ljúgvitni. (Það virð- ist svo sem hinn opinberi ákær- andi hafi verið víða kunnugur). Þannig er öil þessi vitna- leiðsla. Mooney og móðir hans hafa hvað eftir annað reynt að fá málið tekið upp að nýju. Það virðist nú kominn tími til þess, að þessum tveim píslarvottum sé slept lausum. Núllið Frli. af 3. síöu. þakka, en Pétur ætlaði aö gæta sín, henni skyldi ekki takast að leika á hann einu sinni enn. Pét- Ur hugsaði um þetta alt saman með undraveröri ró og stillingu. Maður skyldi halda, að það væri dagLegur viðburður hjá honum að vinna mörg þúsund krónur í happdrætti, — og ráðgera bíla- kaup. Næsta dag vaknaði Pétur við það, að rigningin og rokið lamd- ist með óskaplegri frekju og lát- um á gluggann. Hann settist upp og nuddaði stírurnar úr augunum. Með hálf letilegri hreyfingu kveikti hann ljós og leit á úrið sitt, sem hann hafði kvöldinu áð- ur lagt á reykborðið, sem stóð við dívaninn. — Orið stóð. Hann hafði þá gleymt að draga það fupp. gjærkveldi, hvað hafði hann verið að bugsaV Já, nú mundi hann það, hann hafði unnið í happdrættinu. ÉTUR lagðist makindalega út af og fór að hugsa um, hvað hann hafði verið grjótheppinn. Hann hefði seninilega sofnað út frá þessum hugsunum sínum, ef gamla konan, sem Pétur Leigði hjá, hefði ekki komið inn með morgunkaffið hans. „Góðan dag- inn,“ sagði hún góðlátlega um leið og hún lagði bakkann á reyk- borðið, sem var eina borðið, sem Pétur áttí, — ennþá. „Guten Tag,“ anzaði Pétur; hann var að læra þýzku. „Hvað er klukkan?" spurði hann svo. „Níu,“ sagði konan og bætti svo við með drýg- indalegum málróm: „Hér er dag- blað, sem var að koma. Ég vissi að yður myndi langa til að at- huga vinningana í Happdrættinu. Ég vann hundrað krónur.“ „Ég þakka," sagði Pétur um Leið og hann dró upp úrið sitt og færði vísana. Þegar gamla konan var far'.n, reis Pétur upp og drakk kaffið í róLegheitum, tók síðan blaðið og leit yfir helztu fréttimar. Hann þurfti ekki að athuga vinning- ana. Hvað myndi sú gamla gigt- veika segja ef hún vissi, að hann hefði unnið hæsta vinninginn? Hún hætti að líkindum að gorta yfir sínum hundrað krónum. Þegar Pétur hafði lokið \ið að drekka kaffið kveikti hann sér í vindlingi og hallaði sér síðan út- af; honum var það óhætt; hann átti ekki að mæta á skrifstofunni fyr en kl. 10. „Aldrei er neitt markvert í þessum blöðum,“ rumdi í Pétri, en hann hélt þó áfram að Lesa. „Hvað er þetta?“ hrópaði Pétur alt í einu, „þetta er svívirðilegt ranglæti“. Augu hans, sem voru i eðli sinu fremur smá, tóku til að stækka og stækk,a, svo andlitið varð að lokum ekk- ert annað en tvö augu, sem störðu angistarfull á blaðiö. Vindlingur- inn féll úr höndum Péturs og Leinti niður á gólf; eftir augnablik fór blaðið sömu Leið. Dauðaþögn ríkti í litla herberginu; Pétur lá kyr í rúminu með aftur augun og op- inn mmminn. Ef vel var aðgætt, mátti sjá, að vindlingurinn hafði reynt að svíða smátölustaf úr blaðinu, sem lá á gólfinu, og við nánari at- hugun kom í Ijós, að þessi stafur var núll. —i I fyrsta sinn í fjögtúr ár mætti Pétur ekki á skrifstof- unni. Sigurður stórkaupmaður var nýkominn á fætur og sat nú í hinni vistlegu dagstofu sinni og las nýtt dagblað á meðan hann beið eftir morgunkaffinu. Hann las um stríðið í Abessiníu og toll- hækkun ríkisstjórnarinnar. Þegar hann var í þann veginn að Leggja frá sér blaðið, vakti smágxein athygli hans, og þegar hann hafði Iesið þessa grein, mátti sjá, að hún hafði fært honum einhverja gleðifrétt. Hann stökk uppp af stólnum og skellihló. „En sú hundaheppni, núna í kneppunni," sagði hann og tók velktan happdrættismiða upp úr vestisvasa sínum. Þetta var heil- miði og var númer 2828. Hann las gxeinina aftur; hún var svo hljóðandi: Lesendur! Athugið! Misritast hafði í kvöldútgáfunni í gær númer á hæsta vinningi Happ- drættis Háskölans. í blaðinu stóð: 50 þúsund, númer 28028; átti að vera númer 2828. Þetta ero Lesendur beðnir að afsaka. 1 Spennandi kvikmynd. Ein fyrsta kvikmyndin, sem Ec.i on gerði, er hann hafði fundið upp kvikmyndavélina, var þannig: Þiir smiðslærlingar hömruðu stóra járnstöng, sem lögð var á síeðjann. Einn þeirra sneri stöng- inni í sífellu undir hamrinum. Eftir að þeir höfðu unnið þannig um stund, lögðu þeir frá sér hamrana og gengu að borði, sem stóð þar nálægt. Á borðniu stöðu 3 vatnsglös, og drukku lærling- arnir vatnið úr þeim og þurkuðu sér síðan um munninn með hand- arbakinu, síðan tóku þeir hamr- ana á ný og héídu vinnu sinni áfram. Áhorfendumir ætluðu að rifna af hrifningu yfir því, að myndirnar skyldu hrieyfast. Frá þessari smávægilegu byrjun eru komnar hinar stóru kvikmyudir vorra daga. Hatf ibætir. Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi' bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svíkur engan. Reynið sjátf* jReynsian eI" ólýgnust.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.