Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.02.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.02.1936, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Fornir þættir: „Nú líður Erlendi betur“. ÞJÓÐSAGNASAFNINU „Grímu'' er frásögn tun Er- iend nokkurn Helgason, Sunnlend- >ng, sem uppi hafi verið á fyni hluta 19. aldar, og siem farið hafi sumar eftir sumar á milli lands- fjórðunganna, norður og suður Sprengisand. Og svo hvernig Imim ferðum lyktaði (1828), að hann lenti í viðureigm við útí- legumenn við Þjórsá hjá Sóleyj- arhöfða og varð einum peirra að bana (sló hann í rot með 'istað- biu) og slapp svo frá þeim við illan leik. Söguna sagði Erlendur l ómasi bónda á Kálfaströnd við Mývatn (d. 1870), sem var góður bunningi Erlendar, en hann varð áður að lofa með handeiði og ^ggja við diengskap, að seg|a engum söguna meðan Erlendur lifði. í Huld V. bls. 3&—43, „Safni aiþýðlegra iræfta“, 1895. er sagt frá þessum sama Erlendi, frá ætt hans og uppruna, háttum hans og siðum, æfifierli og æfi- iokum, allítarlega; hefir pað gert ^rynjólfur Jónsson frá Mlnna- Núpi. Þar segir svo: „Erlendur •Helgason var fæddur og uppal- ^linn í Landsveit í Rangárvalla- &ýslu og mun hafa vterið stálp- a&ur um aldamótin 1800. For- eldrar hans bjuggu að Heysholti °g áttu mörg böm og voru frem- ttf fátæk. Fóru bömin til ann- ara jafnóðum og pau komust upp. Nrðu flest af þeim nýtir menn“ s. frv. Síðan er sagt af háttum Erlend- ar og skapferli, að hann hafi verið -.dulur í skapi, pögull og talaði fátt nema á huldu.“ Og að hann onn þá eina! Þú hefir okki kynst kreppunni enn þá. Nei,- ég nota Mána og hemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna. komst í klandur nokkurt út af skógarhöggi, var hýddur og varð hálfu þunglyndari eftir en áður. En húsbóndi hans hafði sagt hon- um að taka skóginn þar, sem hon- um litist biezt á. Þá er sagt frá því, að hann hafði þann sið, að fara norður á sumrin og að honum hafi græðst fé í þeim ferðum fyrir varning nokkurn, er hann hafði meðferðis að sunnan og seldi aftur fyrix norðan. En hann trúði engum fyr- ir að geyma peningana, og var því álit manna, að hann heföi grafið bá í jörðu. Þá er þess og getið í „Huld", að hann hafi átt að komast í færi við útilegumenn með 'líkum hætti og segir í „Grimu", nema í „Huld“ er það sagður hundur, sem hann drap, en ekld maður, og það gerðist við Köldukvísl, en ekki við Þjórsá. Þá er í „Huld“ þessi lýsing á Erlendi: „Hann var imaður í laegra lagi, en gildur og þrekvaxinn, og tveggja maki að aflí, kringhileitur, söðulnefjaður og gráfölur í andliti. Málrómurinn var lágur og dimmur. Hann var sein- mæltur, dálítið nefmæltur og saug oft upp í nefið. Föt hans voru þokkaleg og traust. Hestaf hans voru jafnan úxvalsgripir, og alt. sem hann hafði meðferðis, var sérlega traust og vandað." Er þessi lýsing mjög grenileg og sýnilega gerð af sjónaxvotti. T EINU af bréfnm Tómasar Sæ- mundssonar til föður hans, Sæmundar Ögmundss. í Eyvind- arholti, dags. 9. jan. 1835, á Garði í Aðaldal, stendur {>essi klausa: „Ég vissi ekki af þvi fyr en of seint var orðið, að Erlendur Helgason var á Serð ekki langt héðan. Fór hann huldu höfði, og enginn forvitnaðist um passa hans, og var ekki hátalaður að sögn; befi ég það seinast til hans frétt, að hann fór út yfir Vaðla- hiriði, sem liggur á milli Eyja- fjarðax og þessarar sýslu, og hafði hann þá ekki vogað sér á Sprengisand eftir hryðjuna, sem datt á hérna rétt fyrir veturnæf!- umar, og heldur farið sveitir." „Erlendur Helgason var flakk- ari, ættaður úr Rangárvallasýslu,“ bætir dr. Jón bisk. Helgason við neðanmáls s. st. Má vel vera, að þetta hafi verið síðasta ferð Er- lendar norður, og sú, er hann lenti í viöureigninni við útilegu- mennina, sem getur í Grímu, en að þar skakki með ártalið. I æskíu minni (ég er fæddur 1883) heyrði ég oft talað um Er- lend þennan Helgason, sem þá var að visu fyrir löngu undir lok liðinn; mun þó hafa lifað fram um miðja öldina, var hann enn mjög í minnum hafður. Heyrði ég helzt talað um hann sem mis- indis karl, átti að hafa haft til að hræða kvenfólk og krakkla. Vom þeir tveir bræður, Jón og Erlendur (en fleiri voru þau syst- kini, sem áður getur) og hafði hvomgur gott orð á sér, þóttu „kyndugir" karlar. Það lieyrði ég fóstra minn, Run- ólf Þorsteinsson á Amkötlustöð- um, segja (en hann mundi vel þá bræður), að er tilrætt var í viðurvist Erlendar um, hvort til væru útiiegumenn, þá þagði hann fyrst nokkra stund, en sagði síð- an drýgindalega: „Til munu þeir vera." Það orð mun og hafa legiB á Erlendi, að hann ætti peninga og hefði vistað þá einhvers stað- ar, svo engihn hefði þeirra not. Um æfilok Eriendar her öllum þeim heimildum, er ég hefi heyrt og séð, saman um. En þau urðu með þeim.hœtti, er nú skal greina: Erlendur var á sínu vanalega flakki á milli bæja um Holt, Land og Rangárvelli og viðar. Náði hann þá eitt sinn ekki til bæja, en lá úti og kól á höndum og fótum. Var hann þá fluttur að Móeiðarhvoli (eklu Móeiðar- stöðum, eins og sbendur í Grimu) til Skúla læknis Thorarensen. Lá Erlendur þar lengi vetrar og hafðist kalið illa við; varð læknir loks að taka af Erlendi tær og fingur; hljóp f>a úrep í ah sam- an, og dó karl, eflaust eftix mikil harmkvæli og í þungum hug til læknis, sem honum þótti hafa illa tekist að lælaia sig. Sagan segir, að karl lægi þvi ekki kyr. Þóttist læknir verða hans var, er kvölda tók. Otaði karl þá berum stúfunum framan lækni. Tók læknir sig þá til, kmfði líkið, tók úr því hjartað, fór með í smiðju og brendi í eldi, „og spriklaðí það á teinin- um“. Eftir þetta varð karls ekki vart. Eg hefði nú ekki farið að rifja upp sagniMiar um Erlend Helga- son, ef ekki hefðu komið fyrir tvö atvik nú fyrir fáum árum, sem ósjálfrátt rirðu til pess að lengja sögu hans. Fyrir 7—8 árum fundust gamlir peningar í moldarbarði nálægt ölvesholtshjáleigu í Holtum í Rangárvallasýshi. Mig minnir að þeir væru rúmt hundrað talsins og enginn þeirra yngri en hundr- að ára. Peningarnir voru rnetnir til verðs og látnir á þjóðminjasafn- ið, en finnandi fékk sín fundar- laun og jarðeigandi landhlnt. Gaus nú upp kvittur um, að hér vænu fundnir peningar Eriendar heitins Helgasonar. Ári siðar eða svo ber það viö, að kona ein í Rangárvallasýslu, sem eitthvað fékst við ósjálfráða skrift, verður gripin mjög „sterk- um straum" og kemst í sant- bandsástand. Nafnkendur maður, sem viðstaddur var, spyr hver sé þar. Þá skrifast hjá konunni: „Erlendur Helgasoh." „Attir þú pemngana sem fundust hjá Ölves- holtí?" „Já, og hefir aldrei lið- ið ver en síðan þeir fundust," skrifast hjá konunni. „Er ekkert hægt að gera fyrir þig?“ er spurt. „Ntí,‘ er svarað. Samt er reynt að biðja fyrir sál hans. Og nokkru síðar skrif- ast hjá konunni, að mi líði Erlendi: Helgasyni betur. Konan, sem ósjálfrátt skrifáðL er nú dáin, en var mjög merk kona. Og maðurinn, sem við- staddur var og lagði fram spum- ingamar og mér sagði frá at- vikinu, er einnig mjög merkur og áreiðanlegur. Qiiðl E. Fjandmadur Ameríku nr. 1. Núverandi f jandmaður Ame- ríku nr. 1 heitir Alvin Korpos. Hann hefir morð, barnarán og innbrot á samvizkunni. ÖU lög- reglan í Bandaríkjunum er nú að elta hann með vélbyssur og táragas. Tvisvar sinnum var að því komið, að hann félli í bend- ur lögreglunnar, en hann slapp á síðasta augnabliki á óskiljan- legan hátt. Myndir af honum eru í öllum amerískum blöðum um þessar mundir og nákvæmar lýsingar. Rétta.tl miúka gljðani fáið þér aðeins með Mána-bóni.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.