Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.03.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.03.1936, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 tíknr maðir. Ettír Bela Illes. GAMALL MAÐUR í græn- leitum, slitnum vetrar- frakka, og með snjáðan flóka- hatt á höfði, var tekinn fastur 1 brauðsölubúð, hann hafði gert tilraun til að stela þar brauði. Hann var byrjandi í faginu, það var auðséð á því, hvað honum tókst þetta klaufa- ^ega. Þegar hann var að kaupa tvö vínarbrauð reyndi hann að lauma stórri jólaköku undir frakkann sinn. Þegar hann var tekinn varð hann alveg agndofa °g bar örlög sín án þess að toæla orð frá munni. Hann starði fram fyrir sig vatns- bláum augum og aðeins á blóð- feusum skjálfandi vörum hans ^hátti sjá að hann var í geðs- bræringu. Þessi ellihrumi vesal- lngur var svo brjóstumkennan- *egur að lögregluþjónninn hefði bklega slept honum, ef brauð- sölukonan hefði ekki kvatt hann svo ákveðið til að gera skyldu sína. »Það ætti að hengja svona Þorpara. Þó að hann sé kominn a grafarbakkann, þá stelur hann bér rétt við nefið á mér.“ Hun var svo reið, að undir- bakan og hin geysistóru brjóst bennar skulfu. Hpp á síðkastið hafði þjófn- aður farið ískyggilega mikið í v°xt, og það kostaði lögregluna n®stum því eins mikið erfiði að Verja þjóðfélagið gegn þjófun- böi, eins og öll barátta hennar Vlð pólitíska ofstopamenn. Þess Vegna var ekki farið piikið bet- 'Ut' með þjófana en verkamenn, ^íátt fyrir kreppu og þótt spara megi 100—300% á því að a«a allar myndirnar á sömu Wðtu og láta síðan af hendi ^sekkaða prufulappa — þrátt ^I1E' það býð ég aðeins 1. fl. aýtízku Atelier Ijósmyndavmnu miða plötuf jöldann við þarf- **■ bvers eins. Liósmyndastofa, ^igurðar Guðmusidssoiiar, Lækjargötu 2. Simi 1980. Heima 4980. sem handteknir höfðu verið af pólitískum ástæðum, hvort sem það nú voru venjulegir smáþjóf- ar eða hættulegir innbrotsþjóf- ar. En hann var ekki til þess að berja hann, þessi gamli brauðaþjófur. Strax við fyrsta löðrunginn hné hann grátandi niður í skítugt gólfið í lögreglu- varðstofunni. Feita, bólugrafna andlitið á varðmanninum af- myndaðist í skældu brosi. „Dragðu þig á fætur gamli minn. Þú þarft ekkert að óttast, ég ríf þig ekki í mig. Þetta eru annars meiri bölvaðir aumingj- arnir, sem kastað er inn til manns. Hvað heitir þú?“ „Gabriel Endrei," sagði sá gamli og lá kyr á gólfinu. „Áttu nokkursstaðar heima?“ „Já.“ „Já! Hvar í fjandanum áttu heima?“ Endrei sagði honum heimilis- fang sitt. „Og hvað ertu svo?“ ,,Húseigandi.“ „Nei, þá skaltu nú ljúga ein- hverju sem er trúlegra," hróp- aði varðmaðurinn og brosið sem hafði átt að vera vingjam- legt hvarf af andliti hans. „Þú skalt segja sannleikann ef þú vilt ekki komast í nánari kynni við hnefa minn, —- segja sann- leikann, eins og þú stæðir frammi fyrir guði almáttugum. Hvaða atvinnu stundar þú?“ „Ég er húseigandi“ endurtók karlinn skjálfandi, og eftir ann- an löðrunginn hélt hann snökt- andi áfram: „Ég á þriggja hæða hornhús við Andrassy-götuna og fjögra hæða leigubyggingu í Elisabethring“. Varðmaðurinn skýrði frá þessu á stöðinni. Á næsta hálf- tíma var gengið úr skugga um að þetta var rétt. Brauðþjófur- inn átti tvö stórhýsi. Um kvöld- ið var farið með þennan ein- kennilega húseiganda til lækn- isskoðunar á einkasjúkrahús fyrir taugaveiklaða. ILMANDI BAÐ, stimamjúkur rakari, matur, sem Endrei hafði gleymt, hvernig var á bragðið; egg, svínslæri, vín- þrúgur og kakaó og að lokum mjúkt og vel uppbúið rúm. — Endrei borðaði mikið, svo svaf hann lengi og vært; og hann var varla vaknaður aftur, þegar hann bað um meiri mat. Mettur og ánægður rölti hann út í garðinn og settist undir kirsuberjatré, sem stóð þar í fullum blóma. Tímunum saman sat hann þar, án þess að hreyfa sig eða mæla orð frá munni. Hann fór inn í sjúkrahúsið til að borða og sofa, annars sat hann undir kirsuberjatrénu, í frakka og með hatt á höfði. Þegar vindhviða hreyfði grein- ar trésins, varð hattgarmurinn þakinn bleikrauðum blöðum. ■ Yfirlæknir sjúkrahússins, hinn frægi taugasérfræðingur dr. Eugen Zala, skipaði svo fyrir, að Endrei skyldi fá að haga sér eins og hann vildi í þrjá daga. Að morgni hins fjórða dags settist dr. Zala á bekkinn við hlið hans og hóf samræður við hann. Hann byrjaði með að sýna Endrei blaðagrein, sem f jallaði um sjúkdóm hans sérstaklega. Höfundur greinarinnar lýsti því þannig, að Endrei hefði orðið fyrir mjög þungu áfalli vegna friðarsamninganna eftir heims- styrjöldina. Hann lýsti æfiferli Endrei, alt frá því að hann var lágt launaður skrifstofumaður við komverzlun uppi í sveit og til þess er hann var orðinn hús- eigandi og miljónari í höfuð- borginni. Sundurlimun Ung- verjalands hafði alveg eyðilagt Endrei, sem elskaði föðurland sitt framar öllu öðru, sagði greinarhöfundurinn. Eftir að hinir ranglátu friðarsamningar höfðu verið gerðir, varð hann þunglyndur. Þegar hann hafði svo fengið aftur nokkuð af starfskröftum sínum, réðst hann með miklum áhuga út í baráttuna fyrir endurreisn Ung verjalands. Hann lagði alt í söl- umar til þess að reisa við at- vinnulífið í sínu elskaða föður- landi. En pólitískir atburðirj síðustu viku; óghanir Litla-1 Bandalagsins og kröfugöngurn-5 ar í Rúmeníu, gegn Ungverjum komu þessum tilfinninganæma öldungi til þess að gefast upp á ný og sökkva sér niður í þunglyndi. „Harmasaga Endreis er himinhrópandi ákæra gegn þeim, sem hafa svívirt og sundr- að hinu þúsund ára gamla ríki hins heilaga Stefáns", þannig endaði greinin. Endrei las nokkrar línur af greininni, svo fletti hann blaðinu áfram með æstum og óstyrkum hreyfing- um. Augu hans gljáðu eins og í hitaveikissjúklingi, og loks fann hann það, sem hann leitaði að. Hann andvarpaði og sleppti blaðinu. Dr. Zala, lét ekki bera á því, að hann hefði tekið eftir því, hvað það var, sem kom þessu fórnarlambi friðarsamn- inganna í slíka æsingu. En það voru kauphallarfréttir um geng- issveiflur. „Dollarinn feliur stórkostlega“ var yfirskriftin yfir fréttunum. ENDREI var látinn fara sínu fram enn í nokkra daga. Hann virtist una sér vel, borðaði og drakk, sat undir kirsuberja- trénu, þögull og hreyfingarlaus, og virtist sofa vel á nóttunni. Þó sögðu hjúkrunarmennimir svo frá, að hann hefði stunið í svefni og einu sinni hafði hann grátið beizklega, en þó án þess að vakna. Læknirinn vonaði samt að næðið og. einveran mundi koma Endrei til að tala um áhyggjur sínar, og létta hug hans. Það má vel vera, að lækn- irinn hafi haft rétt fyrir sér í þessu, en það varð ófyrirsjáan- legur atburður tii þess að trafla þá ráðagerð. Sjúkrahússtjórnin sendi vanalega f jölskyldum eða aðstandendum sjúklinganna reikning vikulega, en þar eð Endrei átti hvorki fjölskyldu eða neinn að, sem annaðist um hann, var reikningurinn sendur beint til hans. Hann skildi ekki í fyrstu, hvað átt var við með því. Hann leit sem snöggvast á reikning- inn, en lét hann svo detta úr höndum sér. Maðurinn, sem hafði komið með reikninginn, tók hann upp aftur. „Fyrirgefið, viljið þér ekki gera svo vel og láta borga reikninginn ?“ „Hvað?“ Endrei skildi alt í einu, hvemig í öllu lá. Hann leit á upphæðina á reikningnum og rak upp öskur: „Ræningjar! Morðingjar!“ Síðan réðist hann á manninn og hrópaði í sífellu: „Ræningjar! Morðingjar!" Endrei lá í mjallhvítu sjúkra- rúminu, deyfður með sterkri morfín-sprautu. Andlit hans var nábleikt og vaxgular hendurnar lágu hreyfingarlausar á ábreið- unni. „Hafið meðaumkun með mér læknir, verið miskunsamir. Ég fer á sveitina“. „Sei, sei, nei! Svo slæmt er það ekki“, svaraði dr. Zala yin- gjarnlega. „Þér eruð ríkur og hafið enga ástæðu til að kvarta eða óttast. Þér emð ríkur og sjálfstæður maður.“ „Hvað erað þér að þvaðra? Er ég ríkur? Er yfirleitt til einn einasti ríkur maður í öll- um heiminum ?“ Dr. Zala rétti sjúklingnum vatnsglas. „Nei!“ hrópaði hann og ýtti (Frh. á 6. síðu.J

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.