Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.03.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.03.1936, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 um og Ungverjalandi var skift á milli sigurvegaranna,“ and- varpaði dr. Zala. „Já, og hvað er með það?“ tók Endrei fram í fyrir honum. „Öfriðurinn? Skiftingin? Það er auðvelt að kasta allri sökinni á ófriðinn og byltinguna, en síðan 1919 hafa ekki verið borgaðir vextir af stríðslánunum. Vitið þér hvað það þýðir? Ríkið hefir fengið peninga að láni hjá borg- urunum og ríkið skuldar borg- urunum þessa peninga. Ríkið, sem á að vernda eignir borgar- anna og sem á að hegna þeim, sem ekki standa í skilum, það borgar ekki sínar skuldir. Frá uiér stal ríkið fjögur hundruð þúsund krónum. Fyrir það fé feklt ég að eins nokkra verð- lausa bréfsnepla. Vitið þér, hr. lasknir, hvað þetta þýðir? Ríkið hefir ekki einasta rænt pening- um okkar, heldur einnig trausti °kkar og öryggi. Á hvað er nú bsegt að treysta þegar ríkið hemur fram sem ræningi? Það er engu hægt að treysta framar engu og engum.“ Eftir stundarþögn hélt Endrei áfram: „Það er satt, að maðurinn er sterkasta dýr jarðarinnar. Hann þolir alt. Ég lifði líka þetta reið- ^ arslag af og byrjaði að vinna j a ný. Eg vann eins og þegar ég var á tvítugsaldri — vann bet- Ur, meira, hyggilegar og misk- unnarlausar og ég lifði næstum Því eins og beiningamaður. Ég lærði af þessari reynslu. Ung- Verska ríkið hafði svikið mig °S rænt. Gott og vel. Þó að ekki v®ri hægt að treysta því, þá b!aut að vera hægt að treysta emhverju öðru. Einhversstaðar 1 öllum heiminum hlaut einhver að vera, sem treysta mátti. Vit- þér, hr. læknir, hvað dollar- ‘ý iun var á árunum eftir ófriðinn? Kalfibætir. Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svíkur engan. Reynið sjálf. Reynslan er ólýgnusi. Hann var alt, von, traust, ör- yggi og líf. Hversu mörgum mönnum hefir hann gefið aftur lífsgleðina og trúna á lífið. Hann var í sannleika hjálpar- hella mannkynsins. Mestum hluta eigna minna breytti ég í dollara, í Sviss, Lichtenstein og Ameríku. Mín vegna mátti Ung- verjaland gera hvað sem það vildi, mér gat það ekki gert tjón framar. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur út af því, þó að Tékk- ar eða Rúmenar ógnuðu Buda- Pest. Ég var öruggur. Ég var ríkur. Já, ég var ríkur, læknir. Guð er dauður, læknir, alveg áreiðanlega steindauður að ei- lífu. í fyrstu trúði ég ekki mín- um eigin augum, svo hélt ég að blöðin lygju, að þau væru bara að hræða mig og gabba mig til að gera einhverja heimsku. Dollarinn að falla! Það var heimskuleg fyndni. Ég varð ekki einU sinni reiður, hló bara að þeim, sem trúðu því að- þetta væri alvara. En það voru þeir, sem höfðu á réttu að standa. Dollarinn féll. Dollar- ' inn-----— Rússneski zarinn var drepinn, þýzki keisarinn rekinn í útlegð og Ungverjaland sundurlimað. — Maðurinn er sterkt dýr og þolir mikið. En að dollarinn bregðist, eina og síðasta vonin, nei, það getur hann ekki þolað. Dögum sarnan borðaði ég ekkert. Ég hungraði. Og svo gerði ég það sama og ungverska ríkið og amerísku bankarnir höfðu gert; ég stal. Er ég brjál- acíur? Ég veit að enginn mun gefa mér aftur það, sem bank- arnir í New-York hafa stolið af mér, og þó að ég fengi það alt aftur þá hefði það enga þýð- ingu. Gæti það gefið mér traust mitt aftur þó að ég fyndi eina miljón króna á götunni? Nei, og aftur nei. Síðan hef ég hungrað. Eins og skipsbrotsmaður hékk ég við síðustu björgunarvonina. Ég kom til yðar, læknir, til þess að safna kröftum á ný, og þér sviftið mig lífinu, þér sviftið mig síðustu björgunarvoninni, Hafið þér séð þennan reikning, hr. læknir. „Já, ég hef séð hann og ég verð að játa að eftir að hafa nú hlustað á yður, er ég enn f jær því að skilja yður, en áður. Hvað er það, sem þér óttist ? Þér eruð einhleypur og eigið tvö stórhýsi skuldlaust og auk þess aðrar eignir. Hvað getur það gert yður til þó að dollarinn falli? Hvers vegna þurfið þér að eiga meira en þér eigið nú? Til hvers ætlið þér að nota alla þessa peninga? Endrei settist upp í rúminu. I . I I I w I f w v W W v V W W V w V V V V w W w V w V w w w w w w w w w w V V w I I * w w FIÐ Til Fiskifélags íslands 20. febr. 1936, á 25 ára afmælisfagnaði félagsins. V V í $ W w w w w w w w w V w w w w w V w w w w w w Hafið er jarðarsalt með sólskinsbragði, sætur þess niður, beiskt þess erfiljóð. Draumfagurt þeim, er heim að landi lagði, ljúfmálast þeim, sem fjöruborðið tróð. Hafið er jötunmynd af mannsins sál — marglynt ög hlífðarlaust sem von og tál. Hafið er stórt og faðmar allar álfur, augað er stærra og dýpra, en nokkur sær, andinn er stærstur, starir á sig sjálfur, stikar samt geiminn allan, nær og fjær. Hafið er ógn og yndi, sitt á hvað, eilífðarmynd, er hvergi á samastað. Hafið er voldugt orgel undirheima, andlangur söngur, kveður margt í ró, svæfir það flest, sem þarf í gröf að gleyma, grætur það alt, sem lifði of skammt og dó, stynur við okkar æskudraumagröf. — Eru þau dýpri, manns, eða jarðar höf? Hafið er eins og skáld, sem skapar undur, skeytir þá engu í svip um guð né menn, styrkist á víxl og veikist, rífur sundur, vaggar í svefn og rís og deyr í senn. Hafið ég kveð og kýs með sama skapi og konu, er ég man, þótt stjörnur hrapi. — Hafið var ungum yndi og„vökudraumur. En, ó! þitt svefnþom stakk hann föður minn. Síðan er það, að langur trygðartaumur teygir mig út 1 draumafaðminn þinn; þar hef ég borið sorg, en sungið af mér söknuð svo margs, sem þungur dauðinn gaf mér. Signrður Sigurðsson frá Amarholti. v W Hann hló og það leit út fyrir að hann ætlaði að segja eitthvað merkilegt. Hann opnaðii munn- inn en lokaði honum aftur, án þess að segja nokkuð og band- aði lækninum frá sér með hend- inni eins og hann vildi segja: — Hvað þýðir að tala við mann, sem ekki veit til hvers á að nota peninga ? Eftir þetta samtal neitaði Endrei að borða. Hann gerði blátt áfram hungurverkfall. Er því hafði farið fram í þrjá daga var farið að dæla ofan í hann mat og enn tveimur dögum síð- ar var hann fluttur á sjúkra- hús fangahússins því að dr. Zala var í vandræðum með hann. Þar hélt hann áfram að svelta sig og það reyndist ómögulegt að fá hann ofan af því. Skinhoraður og náfölur lá hann þar í mjóa jámrúminu. Hægra megin við hann lá verkamaður, sem lög- reglan hafði kjálkabrotið, þeg- ar hún handtók hann. Á vinstri hlið honum lá gamall bóndi, sem hafði særst, þegar hann var að reyna að hindra það, að bú hans yrði selt á nauðungarupp- boði. Báðir nágrannar hans stundu og gamli bóndinn grét öðm hvora, en Endrei var þög- ull, hann beit saman vörimum og þjáðist, án þess að kvarta með einu orði. Á tíunda degi misti hann með- vitundina, en þó liðu enn fimm dagar þar til dauðinn vann bug á þessu sterka dýri. Bela Illes.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.