Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.03.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.03.1936, Blaðsíða 3
__________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ__________• Drösknldar á vegi listamanns. Iftir Jön H. Gnðmundsson. EG ætla að skrifa nokkra línur um hann Gísla, vin ttinn. Ég hef þekkt hann frá því ég man eftir mér. Hann er ári yngri en ég og við höfum alla tíð verið mjög samrýmdir, þó að skapferli okkar, aðstæður í lífinu og áhugamál séu harla ó- lík. Hann er óframfærinn og Þögull í daglegri umgengni og lítill fyrir manni að sjá og kefir, held ég, átt fáa kunningja «ða vini, nema mig. Og það hefir aIt af verið svo síðan við lékum okkur saman smádrengir, að *nér hefir fundist hann vera hhnni máttar, að ég þyrfti að hafa gát á honum, vernda hann a alla lund og greiða götu hans oftir mætti. Alla tíð hef ég álitið Það skyldu mína, að lúskra á Þeim, sem létu hann ekki í friði og hjálpa honum í skólanum og tala í hann kjark, þegar hann, óharðnaður unglingur, fór að stunda efiðisvinnu, sem var Þonum þvert um geð. Ég sá okki, frekar en foreldrar Gísla, að nokkur tök væru á því, að Þann gæti haldið áfram skóla- göngu, eins og hann langaði ^est til. En ég gerði það, sem ég gat, til þess að útvega hon- hni bækur og las margt með Þonum, sem ég vegna aðstöðu hhnnar, skyldi betur og hafði ^eiri þekkingu á en hann. ^annig lásum við saman Edd- hrnar báðar og Njálu og aðrar íslendingasögur og gerðum það ^ft á morgnana, áður en ég fór 1 skólann, þegar Gísli var ekki að vinna, og margur sunnudag- hrinn var fljótur að líða á þenn- an hátt. En þó að Gísla þætti Sarnan að lesa og læsi þegar í æsku mikið af gagnlegum bók- hna um ýmiskonar efni, svo að Þann mátti telja sæmilga fróð- 811 alþýðumann, þá var það Samt annað, sem fljótt tók hug Þans svo föstum tökum, að önn- Ur hugðarefni urðu að engu við Þlið þess. Og smátt og smátt varð þetta að ástríðu, sem jókst h^eð aukinni viðleitni til að full- öaegja henni. Hann ætlaði að verða málari. ^essi ákvörðun, þetta mark- ®hð, sem frá því hann var Hmmtán sextán ára réði öllu framferði hans og hugsunum, Setti mig í töluverðan vanda. Ég þekkti skapferh Gísla svo, að *• ég vissi, að hann myndi ekki láta af þessum ásetningi, hvað sem á dyndi. Mér datt því ekki í hug að reyna að fá hann of- an af fyrirætluninni, en tók að hugsa alvarlega um það, á hvem hátt ég gæti orðið honum að liði í þeirri örðugu baráttu, sem hann átti fyrir höndum. Eg þóttist vita, að andúð foreldr- anna gegn svo fráleitu tiltæki sem þessi fyrirætlun Gísla hlyti að virðast þeim, yrði honum á marga lund erfið. Eg fór því, með mestu gætni, að reyna að koma inn hjá þeim þeirri skoð- un minni, að Gísli væri fæddur listamaður, og það væri hrópleg synd að aftra eða eyðileggja framrás og eðlilega þróun slíkra gáfna, og menning þjóðar vorr- ar mætti ekki við því að tapa þeim verðmætum, sem sonur þeirra gæti af hendi leyst. Þau urðu í fyrstu stein hissa á því, hve alvarlega ég tók þenn- an leik í drengnum. Þó að Gísli hefði alla tíð haft gaman af að teikna og gerði það einkennilega vel og skemtilega og væri nú farinn að dunda við að mála fjöll og sjó og skringilegar mannverur, þá væri varla þar með sagt, að hann myndi ekki eins og anað fólk, fást til þess að vinna fyrir sér á ærlegan hátt,. eftir því sem tækifæri byð- ist. Það væri of snemt að óttast, að ekkert yrði úr Gísla, þótt hann gengi núna með þessar listamannsgrillur. Eg reyndi að sýna hjónunum fram á, að það yrði enginn mikill listamaður nema hann fengi að helga sig allan köll- un sinni, því að námið og æfing- in ættu drýgstan þátt í því að skapa meistarann. Guðsnáðin gæti komið að góðu haldi, en meira þyrfti til sköpunar mikilla verðmæta, miklu meira. Þau horfðu oftast orðlaus á mig, þegar ég var að halda þessar ræður mínar og það gat ekki dulizt mér, að þau voru alveg hissa á því, að ég skyldi eyða tímanum í þetta raus. En ég sá, að hjónin varð að vinna með einhverjum ráðum til fylg- is við okkur Gísla, og mér tókst það að lokum. Eg fór að leita að orsökum þessarar lista- mannshneigðar og spurði þau í þaula um ætt þeirra. Og ég fann það, sem mig vantaði. Einari, föður Gísla, þótti einstaklega gaman að tala um forfeður sína, og hann gat rakið ættir þeirra hjóna, að ýmsum krókaleiðum, allar götur fram til Noregskon- unga. Mér hafði alt af hund- leiðst ættfræði og einskis metið af hverjum menn væru komnir og talið nægilegt að þekkja þá sjálfa. En nú þurfti ég á þessari vitneskju að halda og þá var ekki um annað að gera en þykjast hafa áhuga fyrir þeim hlutum. Og áður en mig varði var ég orðinn áfjáð- ur í þessi fræði og gat setið langar stundir á tali við ætt- fróða menn. Það var ekki Íítill fengur fyr- ir mig að vita, að langafi Gísla hafði verið mesti hagleiksmað- ur á tréskurð, — sem að vísu var kominn út í veður og vind, utan einn snyrtilega skorinn askur, — og að móðurættin moraði af skáldum og hagyrð- ingum. Og nú sló ég öll vopn úr höndum þessara góðu hjóna Gísli gat alls ekkert við það ráðið, að hann langaði svo mik- ið til að mála. Það var ættar- arfur, sem gagnslaust var að stríða móti. Eins og hagyrðing- ur, sem búinn var að gera vísu, áður en hann vissi af; eins og skáld, sem knúinn af óviðráðan- legri löngun og þörf orti kvæði og sögur; eins og hagleiks- maður á tré gat ekki stilt sig um að taka fjölina og bitjárn- ið; eins réði Gísli ekki við lista- náttúru sína og varð að teikna og mála. Þetta lá í ættinni. Það var fyrir fram ákveðið af hin- nm mikla mótara allra ætta, alveg gangslaust að reyna að renna undan sköpum sínum og því bezt að sýna þessari náðar- gáfu rækt og skilning, svo að sómi yrði að, öldum og óborn- um. Hjónin snerust á mitt mál og þá var Gísli kominn yfir fyrsta þröskuldinn á listamannsbraut sinni. En ég vissi, að fleiri og örðugri mundu á eftir fara. Gísli hafði aldrei sagt neitt sjálfur til að sannfæra foreldra sína. Þegar ljóst var orðið, að þau voru ekki á móti þessari ráðabreytni hans, tók hann að stunda iðju sína af miklum áhuga og festu. Efnin voru lítil, því að faðir hans var verka- maður, en hann átti lítið hús og Gísli var einbirni. Honum var látin í té bezta stofan í húsinu og hlúð að starfi hans eftir því sem ástæður leyfðu. Enda tók hann miklum framförum, að dómi fyrsta kennarans, sem var gáfaður listamaður, en mis- heppnaður þó, sökum fátæktar og ofdrykkju og annara skemd- arafla. Þessi maður hugsaði aldrei um sjálfan sig, en lagði mikla vinnu og alúð við að hjálpa ungum listamönnum frá því að verða fyrir sömu örlög- um og hann var ofurseldur. Hann fræddi þá um listastefn- ur og listamenn, talaði kjark í þá, þegar vonleysið ætlaði að yfirbuga starfsvilja þeirra og framfaralöngun og gaf þeim jafnvel peninga, sem hann hafði þó oftast af skornum skamti. Hann varð Gísla ómetanlegur fyrstu árin. Gísli Einarsson hélt sýningu, þegar hann var 19 ára. Hann ætlaði að reyna að útvega sér með því einhvem farareyri til utanferðar. En sýningin varð svo fásótt, að það, sem inn kom, hrökk tæpast fyrir húsnæði og römmum og öðmm beinum kostnaði. Það var lítið skrifað um þessa sýningu í blöðunum og ekkert af viti, nema ofur- lítið greinarkorn, eftir kennara Gísla, sem birt var í Morgun- blaðinu. Utanförinni varð Gísli að fresta að svo stöddu. Kennari Gísla talaði lítið um þetta, en sagði þó, að það væri ekki von, að fólkið sækti slíkar sýningar eða hefði nokkurn skilning á slíkum hlutum, því að það væri ekki alið upp í fræðslu um list- ir og sæi sjaldan neitt, sem gæti opnað augu þess fyrir fegurð þeirra og gagnsemi. Svo leið hátt á annað ár. Gísli málaði af kappi, og menn, sem talið var að hefðu vit á listinni, sögðu, að hann tæki undraverð- um framfömm, og yrði að kom- ast utan til frekara náms. Öll tormerki vom á því, að það gæti tekist. Hann seldi að sönnu eina og eina mynd, en fekk lítið fyrir þær og sumt illa greitt, því að aldrei datt honum í hug að innheimta andvirðið, ef menn komu ekki og borguðu sjálfir. Faðir hans átti æ erfiðara með að styrkja hann fjárhagslega, því að hann tók að eldast og var oft atvinnulaus dögum og jafnvel vikum saman. En aldrei hikuðu þau hjón við að leggja Frh. á 6.. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.