Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.03.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.03.1936, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍSLENZKIR SAGNAÞÆTTIRt Frá Otáel Vagnssyni. Skrásett af Jóhanni Hjaltasyni kennara. (Höf. þáttar pessa, Jóhann Hjaltason kennari, hefir tvö síð- ast liðin ár í frístundum sínum frá kenslustörfum fengist talsvert við að safna sögum af einkenni- legum mönnum, svo og lýsingum af lifnaðar- og atvinnuháttum við ísafjarðardjúp. En þar hefir hann stundað kenslustörf. Aðalheimild- armaður pessarar frásagnar, Kol- beinn Jakobsson sýslunefndar- maður , áður lengi bóndi í Unaðs- dal og nú háaldraður, er manna gneindastur og mjög vel að sér mm margt. Hann var um 40 ára skeið samtímamaður Otúels Vagnssonar.) TOEL var sonur Vagns Ebe- ^ nezerssonar, bónda á Dynj- anda í Grunnavíkurhneppi. Standia að peim feðgum góðar og merk- ar ættir, sem nánar má sjá í Sýslumannaæfum Boga Bene- diktssonar. Um Ebenezer var pví trúað af almenningi,. aö hann væri fjöl- kunnugur, og lá jafnvel hið sama orð á Vagni syni hans, enda var pá enn hjátrú mikil meðal al- pýðu og skrök mörg og hindur- vitni talin sannleikur. Otúel mun hafa farið ungur að heiman og eigi með sér flutt nein auðæfi úr föðurgarði. Þó var faðir hans hinn bezti búpegn. Sennilegt má telja, að Otúel hafi í uppvexti sínum verið lán- aður smali að Arnardal við Skut- ulsfjörð, pví að svo sagði hann síðar, að pegar hann hefði verið að smala par inn um Básiana (örnefni fyrir innan Arnardal), pá hefði mörg æðarkollan legið. Hefir hann pá æft sig í steinkasti, en í pví var hann mikill lista- maður, eins og síðar kom fram. Ekki er fullkunnugt, nær Otúel er fæddur, en líklegt má telja, að pað hafi verið á árunum frá 1830—1837. Eigi er heldur að fullu víst, nær hann flyzt að norðan, en trúlega hefir pað verið nokkiu eftir 1850. Full vissa er fyrir pví, að árið 1857 er hann húsmaður í Bæjum á Snæfjallaströnd, pá bú- laus og sennilega ókvæntur. Árið eftir flyzt hann svo að Snæfjöll- um og mun um pað leyti hafa kvongast konu sinni, Dagmeyju. Son áttu pau einan barna, sem heitinn var Ebeuezer eftir afa sín- um. Otúel stundaði jöfnum hönd- um sjó og land, og pó líklega meira sjó, enda varð hann brátt nafnfræg sela-, refa- og hnísu!- skytta, svo að fáir eða engir stóðu honum par á sporði. Það mun hafa verið upphaf skotfrægðar hans, að Ásgeir „grósseri“ Ásgeirsison á Isafirði fékk hann til að skjóta fyrir sig seli, er hann svo hafði í hákarla- beitu. En Ásgeir lét allmikið stunda hákarlaveiðar, sem pá var ábatavænleg atvinnugrein. Til pessa starfs fékk hann af Ásgeiri byssu góða, sem hann kallaði „gula laufann“, pví hún var gulskeft (laufi er eins konar gælunafn, sem alment er notað á Vestfjörðum um byssur). "DYSSA pessi var framhlaðn- ingur eins og pá var títt, og var frábært vopn að langdragi' og pví, hversu vel hún fór með skot. Bar Otúel hana jafnain síðan í veiðiferðum og oft pess utan, par til hann misti hana af ó- happi, eins og síðar mun sag°t verða. Seladrápið fyrir Ásgeir stund- aði Otúel einna mest norður á Jökulfjörðum. Var par mikið um seli, einkum á Hesteyrarfirði, sem var friðlýstur. 1 fierðum pessum var hann við priðja mann. Hét annar fylgdarmanna hans Torfi Torfason, hávaxinn maður og phekinn og par eftir sterkur. Hann var síðastur manna hér við Djúp, sem skutlaði hvali, eða járnaði, sem svo var kallað. Eitt sinn pegar peir Otúel koma innan af Hesteyrarfirði með hlað- inn bát af sel, fara Hesteyringail (fram 5 á báti og ætla sér að taka af honum veiðina, með pví að hún var skotin á friðlýstu svæði. Þegar pieir koma að bát peirra Otúiels, grípa peir um hnífil hans og vilja ráða til uppgöngu. Þó er á peim hik nokkurt, og mun peim hafa litist mennirnir óá- rennilegir. Segir Otúel pá við Torfa: „Farðu fram í og losaðu bátinn.“ Lætur hann eigi segja sér pað tvisvar, en grípur skorðu í hönd sér, reiðir hana upp við pann eða pá, er um hnífilinn halda og segir: „Mér er skipað að Iosa.“ Þora Hesteyringar pá ekki annað en sleppa, og höfðu peir ekki meira af Otúel né selnum. Ekki mun petta tiltæki Otúels hafa verið kært. Þeir, er par áttu hlut að máli, vissu, að við stóran var að deila, par ®sem Ásgeir „grósseri" var í bakhöndinni. Það var sérkennilegt við skot- fiimi Otúels, hversu fljótur hann var að ná miði, pví svo virtist peim, sem á hann horfðu, að hann miðaði alls ekkert, heldur brá hann upp byssunni leiftur- snögt og skotið reið af á sama augnabliki. ■p1 TT sinn voru peir í sela- snuðri inni á Leirufirði Otúel og bróðir hans Alexander, sinn á hvorum bát og báðir við priðja mann. Þá kemur selur í færi við bát Alexanders, en bátur Otúels er liengra frá í sömu línu, pannig, að bátur Alexanders er á milli. Þá ríður af skot hjá Otúel yfir höfiuð peirra Alexanders og áður en hann fiengi ráðrúm til að skjóta. Reis síðan præta milli peirra bræðra út úr selnum, pvi að Alexander póttist eiga rétt til hans, par sem hann hefði verið í skotfæri frá sér. Eitt sinn var Otúel staddur á ísafirði. Lá par pá inni danska herskipið Díana. Voru dátar og fioiingjar í landi við skotæfingar í svokölluðum Norðurtanga. pá var maður að nafni Vialdemar Örnúlfsson búðarpjónn í Neðsta- kaupstaðnum. Spyr hann Otúel, hvort hann myndi ekki hafa gam- an af að labba til hinna dönsku og sjá hvernig peir haldi á byssu. Játar Otúel pví, og fier Valde- mar með honum á fund Danannia, par sem hann var fær í málimu, en hinin ekki. Valdemar segir svo foringjun- um, að hér sé maður kominn, sem leiki hugur á að skjóta til marks peirra. Segja peir pað vel- komið og fá Otúel riffil í bendur. En á pví verkfæri hafði hann eigi snert fyrri. Skotmennirnir höfðu kúlu á sjónum par framundain, siem peir skutu til, en hittu sjaldan eða aldrei. Otúel bregður upp riffl- inum og skýtur pegaar, eins og hans var vani, og hitti markið í fyrsta skoti. Hinn útlendi foringi, sem Valde- mar hafði gefið sig á tal við, verður mjög undrandi yfir leikni Otúiels og spyr, hvort hann hafi verið hermaður og pann veg feng- ið æfingu í meðferð skotvopna. En Valdemar segir pað ekki vera. Sé petta aðeins íslenzkur bóndi og sjómaður, sem sjálfur hafj kent sér pessa ment án allraf fræðilegrar pekkingar. En fii** undrast pví meira. ÐRU sinni er Otúel staddur á ^ ísafiirði og hittir par verzlu*- arstjóra Hæsta-kaupstaðarins, sen* Riis hét. Frammi á Pollinum 14 farmbátur, sem verzlunin átti, og um 50—60 faðma undan laindt Riis tekur nú spesíu úr vas* síniun og segir við Otúel, að han* megi eiga hana, ef hann geti kast- að henni fram í bátinn svo að hún liggi par, en ella verði hano að borga hana. Otúel tekur pessu vel, kastar og hæfir bátinn á pan* hátt, sem tilskilið var, og vinnur par með peninginn. Það var sem sé ekki síður frá- bært lum Otúel, hversu harðskeyt' ur og beinskeytur hann var 1 steinkasti, en skotfimi haus. Er pað margra manna sögn, er * horfðu, að eitt sinn á Snæfjöllu® vom sjómenn par að kasta stein- um í mark, til gamans sér að reyna hæfni sína. Otúel horfir ® pá um hríð og segir síðan: ,.J® ungi, hielvízkir klaufar em pið- (Ja ungi var orðtak hans.) Þeir biðja hann pá betur gera, ef bano pykist hetur kunna. Segir hann, að svo skuli vera, og velur sér stei'na nokkra, er par lágu, og lh' ast síðan um eftir hæfilegu marki, pví að pað, sem piltar höfðu áð- ur, pótti honum of lítilfjörlegt og frægðarlaust að hitta. í fjömnni fram af SnæfjalM' bænum er steinn einn, nefnduf Bæjarhöfuð eða Bæjarhaus. Þar sat nú máfur á steininuW, og finst karli hann hæfilegt marlp en pað er a. m. k. 100 faðma kast heiman frá bæ, par Eatfibætir. Það er vaiids að gera kaffi vinum ^ hæfis, svo að hinn r é 11 * kafíikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi' bætir tekist. Munið að biðja næst nm G. S. kaffibætL Hann svíkur engan. Beynið sjálf- Keynslan ólýgnusf.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.