Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.03.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.03.1936, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ S inenninnir voru. Síðan kastar Otú- el og dauðrotar máfinn. Skutlari var Otúel einnig ágæt- úr. Hafði hann jafnan mieð sér á selaveiðar skutul og skutulrá, tíl pess að skutla seli, er hann ðafði skotið, ef hætta sýndist á, að peir sykkju áður hann mæði peim annan veg. Það mun hafa verið á síðustu árum hans á Snæfjöllum, er hann var tekinn fast að eldast, að sunnudagsmorgun einn kemur hann út úr bæ sínum pokkalega klæddur. Var par pá fyrir eitt- hvað af strákum, glensmiklum, eins ag gengur og gerist í ver- stöðvum. Strákarnir fara að glett- ®st við karlinn og kasta í hann torfusneplum o. p. h. Biður hann pá að hætta pessum leik og hrekkur fyrir peim upp í sund eitt, er par var milli húsa. En peir voru nú ekki alveg á pví a& hætta svo góðri skemtun, pó að litilmannleg væri. Var par íúemstur í flokki piltur að nafni Þórður. Sárnar nú gamla mannin- úm pessi áreitni, grípur fiskirá, er lá par í sundinu, og kallar til piltanna, að ef peir ekki hætti Þegar í stað, pá verði hver að vara sig. En pieir halda upptekn- úm hætti sem áður. Skýtur hann Þá ránni að Þórði, og kom hún 1 hupp hans eða hægri mjöðm, og hnígur hann pegar niður sem hauður væri. Hættir við pað hvefsni peirra. En Otúel hlær við kalt og segir: .,Ja ungi, svona skutlum við sel- ion á fjörðunum.“ Þórður hrestist brátt við eftir höggið, er hann fékk af ránni, en þó má vel vera, að pað hafi enzt honum til bana, pví að 4—5 árum síðar lézt hann úr meini, er menn ætluðu, að af höggi Þessu hefði stafað. ^IÐ Berjadalsá, sem er landa- merkjaá millum Snæfjalla og Sandeyrar, byggði fyrstur Ari hokkur Magnússon, er kallaður var fí-fí, en sjálfur nefindi hann landnámsmann. Ari pessi átti dóttur gjafvaxtia. Hennar fékk sá maður, er Rós- úúindur hét, sonur Finns í Aðal- vík norður, er sumir nefindu Galdra-Finn og á hvíldi kunn- áttuorð eins og fleirum i pá öaga. Ara var pað mjög á móti skapi, er dóttir hans gekk með Rós- úúmdi, og komst hann svo að erði um pað, að helvítis maðurinn ^íði fíflað og flagað dóttur sína, skilið sig eftir eins og skít í kollu. Eitt sinn í logni og góöviðri fióiu peir tveir á bát til Isafjarðar, Ari fí-fi og Otúel, og var „guli lúúfrnn" með í förinni, svo sem venja var Otúels, er haim ferðað- i'st eitthvað. Á heimleiðinni munu karlarnír hafa drukkið fast, eins og oft kom pá fyrír í kaupstað- arfierðum. Sjá menn, sem voru par fyrir landi að fiskidrætti, pað til ferða peirra, að er peir koma á mið pað, er Borgir heita (p. e. pegar Borgirnar á Æðey ber í Kaldá í Lóni) fara peir að fljúgast á, og líkur pví svo, að undir peim hvolfir, og fara þeir par báðir í sjóinn. Ari náði í ár og flaut á henni, en Otúel komst á kjöl.. Þiegar sjómennirnir koma parna til bjargar, fcallar Otúel til þeirrai og segir: „Látið pið andskotann hann Ara \æra, en bjargið pið kútnum." Átti hánn par við bnennivínskút- inn, sem flaut þar skamt frá. Þarna fór „guli laufin:n“ niður. Kom hann upp á lóðum tveim ár- um síðar, en var þá ónýtur. Otúel skaut mikið af hnísu og fór oft í þær fierðir langt inn í Djúp. Kom hann pá á útleiðinni jafn- an við í Æðey hjá Rósinkar bónda Árnasyni. Var svo um sam- ið þeirra í milli, að Rósinkar keypti af honum hnisu til beitu o. p. h. ■C* ITT sinn á öndverðu vori kemur Otúel úr hnísuleið- angri og lendir i Æðey. Þegar hann er að ganga þar til bæjar á- samt heimamönnum, sjá þeir hvar örn kemur fljúgandi hátt í lofti austan yfir sundið og nesin, og fylgir smáfuglahöpur mikill, eins og oft er par sem ernir sveima yfir ætum eða varpeyjúm. Æðarfugl var um petta leyti al- sieztur upp og pyrptist hann peg- ar til sjávar, er hann varð arnar- ins var. Rósinkar bónda pótti nú eigi gott í efni, er hann sá, að hverju fór, og segir við Otúel, að ef hann geti nú drepið penna vágest, þá skuli hann pegar í stað gjalda honum 4 kr. fyrir. En hinn kveð- ur pað ómöguliggt, meðan han-n fljúgi svo hátt. Þó fier hann til báts síns og nær í „gula laufann“, sem lá þar hlaðinn. Þegar Otúel kemur aftur til mannanna, sem stóðu heima við bæinn ,er örninn enn dálítið aust- an við pá og fier hægt vestur yfir (hátt í lofti, og sem hann kemur beint yfir höfuð peirra bregður Otúel lupp „laufamun" og skaut með sama, en konungur loftsins steyptist þar til jarðar fyrir fætur þeirra, er á horfðu, og mæltu allir einum rómi, að petta væri hið frækilegasta skot. En Rósinkar bóndi fer með Otúel til stofu og diekkur hann par svo fullan, að bera varð hann til skips. Þó að Rósinkar þætti vænt um dráp arnarins og launaði það vel, var hann ekki blíður í garð Otú- els, þegar hann stóð hann að æðarfugladrápi, sem margoft kom fyrir. AÐ var eitt sinn á manntals- pingi í Unaðsdal, par sem Rósinkar hafði fiengið Otúel sekt- aðan fyrir æðarfugladráp, eins og oft áður, að taka átti’ af hontun og gera upptæka byssuna „gula laufann“. Málalyktir urðu pó þær, að hann fékk aö halda henni gegn pví aö lofa bót og betrun. Þá var sýslumaður í ísafjarðar- sýslu Stefán Bjarnason, og gisti hann að því sinni i Æðey, en Otúel fylgdist ofan með peim sýslumanni og Rósinkar. Otúel var svo varið, pó að ó- heimskur væri, að hann hafði gaman af að viðra sig upp við mieiri háttar menn, og vildi hann pví fylgjast með sýslumanni svo langt sem kostur var á. Þegar peir fcoma á höfnina í Æðey, sem var krök af fiugli, segir Rósinkar, sem mun hafa verið hreyfur af víni: „Skjóttu nú, djöfull!" Meinti hann pað til Otúels, sem ekki lét standa á sér, en skaut beint af augum í æðar- fuglahópana. Lágu margar kollur við skotið, og segir Otúel: „Hirtu dar plöggin dín, Rósi.“ Snýr Rósinkar sér pá að sýslu- manni og segir, að hér purfi ekki vitna við, og megi nú víst taka byssuna af Otúel fyrir fult og alt. >^n sýslumaður hafði gaman af öllu piessu og segir brosandi, að pví miður sé ekkert hægt á pessu að hafa, par sem hiann hafi' sagt hinum að skjóta. /'A TÚEL var góður sjómaður og laginn stjórnari.. Á Snæ- fjöllum er brimasamt og oft bára mikil. Er vont að lenda par í álandsvindi eða haföldu, eiins og á allri Ströndinni. Þá er svo vildi til, var pað vani Otúels að taka stýri frá, er hann kom undir land og stjórna með tveim árum, er hann hafði Eastar í hönkum í öftustu röng- um, sína á hvoru borði. Eitt sinn voru tveir menn frá honum að fiski á miðunum par framundan. En meðan peir voru á sjónum brimaði mjög og gerð- ist ilt að lenda. Annar sezt undir árar, en hinn við stýri. Er þeir koma undir land rennur við á bárunni, svo að báturinn fier flat- íur fyrir sjóana, og hvolfir honum þar, en mennirnir farast báðir. Otúel stóð í landi og sá á slys- ið, og verður honum þá að orði: „Ja ungi, bannsettir klaufarnir. Ekki hefði nú farið svona, ef ég hefði verið með.“ Otúel átti lengi bát pann, er hann miefndi Hugljúf, og geröt hann stundum út án pess að vera sjálfur fyrir honum. Eitt sinn hafði hann formann, er Ólafiur hét og heima átti við Berjadalsá. Kona hans hét Ólafía. Hún var mjög blótsöm. Einu sinni, þegar Ólafur er á sjó, gerir austan veður og báru. Þá segir Ólafía: „Kominn ofan, helvízkur; drepur hann Ólaf minn.“ Otúel var par nærstaddur og gegnir: „Ó-nei, ungi; Hugljúfur ratar.“ Til er og frásaga um pað all- merkileg, að Hugljúfur rataði, og er hún á þessa leið: Á síðustu árum Otúels voru eignir hans mjög gengnar tií purðar upp í skuldir, og keypti pá Hugljúf Sigurður Jósefsson á Sandieyri. Hélt hann honum út, og var formaður á honum Guð- mundur bróðir hans.. ÐAG einn seint á hausti, pegar margir bátar voru á sjó og þar á meðal Guðmundur á Hug- ljúf, gerir ofsa norðvestan á- hlaup, og fórust pann dag einir 5 bátar, sem á sjó voru í Djúp- inu. En pað er af Guðmundi og Hugljúf að segja, að pegar veðrið skellur á, sezt hann við stýri, en piltar tveir, er með honum voru, undir árar og vilja freista pess að kornast undir Ströndina. Þeg- ar á fyrstu báru nennur við og snýst báturinn upp í. Guðmundur missir við petta kjarkinn, tekur frá stýrið og hefst ekki að, en bátinn rekur stjórnlausan og aft- ur á bak undan hríðinni og ofsa- veðrinu. Einu sinni sáu peir grilla í land og hugðu pað vera í Skötu- fjarðarmynni, en pað mun hafia verið vesturhorn ÆÖeyjar, sem nefnt er Æðeyjarklettur. Loks sjá þeir land, og birtir pá ögn og lægir. Sjá þeir pá, að Frh. á 8. síðu. Þrátt fyrir kreppu og þótt spara megi 100—300% á því ai taka allar myndirnar á sömu plötu og láta síðan af hendl stækkaða prufulappa — þrátt fyrir það býð ég aðeins 1. fL nýtízki: Atelier Ijósmyndavinnu og miða plötuf jöldann við þarf- ir hvers eins. Ljósmyndastofa* Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötu 2. Shni 1980. Heima 4980.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.