Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.03.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.03.1936, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBL'AÐIÐ 2 Snorri Storlnson stjðrnuspámað- nr og skJálftapróKessor f Parfs. layi rððiegpr, hveroig grœða iegi f happdrætti og leiðbeinir i ásíamáinmU (Alþýðublaðinu íieíir* borist spanskt blað, „La vanguardia“, sem er eitt að stærstu biöðum á Spáni. Rirtist þar heilsíðuauglýsing frá Snorra prófessor Sturlusyni stjörnu- spámanni í París. Selur prófessorinn ráð um það, hvernig eigi að fara að því að vinna stórar fjárupphæðir í happdrafetti, auk Ieiðbeininga í ásta- málum. Til sönnunar máii sínu segir hann eftirfarandi sögu, Ef einhverjir, sem hafa verið óheppnir í peninga- eða ástamálum, vildu leita ráða hjá prófessornum, þá er utanáskrift hans: Prófessor Snorri Sturluson H. P., 45 Rue de !a Chaussée d’Antin, París.) Q AN D. er yndislegur staður. ^ Hann er á^bökkum Loire. Gistihúsið „Hvíti hesturinn“ hafði verið eign ættarinnar M. (við sleppum nafninu, af því við erum bundin þagnarskyldu) í marga mannsaldra, og var því ágætlega stjórnað. Maður frú M. hafði beðið bana af slysförum fyrir nokkr- um árum síðan. Upp frá því varð hún að helga sig því, að sýna Máríu litlu dóttur sinni móðurlega umhyggju og sjá um rekstur gistihússins, sem þær höfðu erft. Það leið ekki á löngu, þar til „Hviti hesturinn" komst í gott og verðskulclað álit í öllu land- inu, bæði vegna matarins, sem var ágætur, og ekki síður vegna vínanna, sem þar voru fram- reidd. Með hverjum deginum sem leið hugsaði ekkkjan meir og meir um framtíð Maríu dóttur sinnar. María komst á þann aidur, þegar allar stúlkur fer að dreyma um töfraprinsinn, sem einhvern tíma kemur og leysir hina fallegu, sofandi ung- mey úr álögum. Frú M„ sem hafði svo öfundsverðan skilning á öilum praktiskum efnum, vissi mjög vel, að á þessum tímum krefst jafnvel sjálfur konungs- sonurinn í æfintýrinu heiman- mundar og hún ákvað að vinna hann í happdrættinu. Hún tók því þátt í happdrættinu og kvöldið áður en dregið var, var hún mjög vongóð, en daginn eftir, þegar hún komst að raun um, að hún hafði ekki unnið, 1 1- \ 2' 5 3. 1 4- j 5. j 6. 1 7. j 8. 9. j 10. Prófessor Snorri Sturlu- son, sem kaliaður er af læri- sveinum sínum „Pílagrímur gæfunnar“. Hin óskeikula dulsjá stjarnanna leiðbeinir ykkur og upplýsir: Skapgerð ykkar, kosti og galla. Hvaða tími árs ykkur er happadrýgstur í ástum. Hvaða tími árs ykkur er happadrýgstur í viðskiftum. Hvort líkur eru til, að ykkur tæmist arfur, og hvenær. Heilbrigði ykkar og krankleik. Vini ykkar og vildarmenn. Óvini ykkar, fláttskap þeirra og illmælgi um ykkur. Ferðalög ykkar. Fjölskyldumál. Ýmislegt, sem þið viljið vita um happdrætti. urðu vonir hennar að engu og henni lá við að örvænta. ÞEGAR þessi óheppni henn- ar var farin að draga kjark úr henni, ráðlagði lyf- salinn í þorpinu henni að leita til hins fræga stjörnuspámanns í París, en aðferð hans til þess að höndla hamingjuna hafði oft verið vegsömuð af kunnug- um manni. Hann sjálfur hafði haft tækifæri til þess að sann- prófa hana fyrir hér um bil ári síðan. Þá var fyrirtæki hans að komast í öngþveiti af völd- um kreppunnar, en vegna þess að hann fylgdi nákvæmlega ráðleggingum stjörnuspámanns- ins í París, tókst honum að rétta fyrirtæki sitt við f járhags- lega. Þær urðu mjög undrandi, en hamingja þeirra var fullkomin, þegar þær komust að raun um það, að þær höfðu unnið á mið- ann sinn einn stærsta vinning- inn í happdrættinu, eftir að þær höfðu fylgt ráðum áðurnefnds stjörnuspámanns. Jafnskjótt og fréttin barst út um nágrennið fóru biðlarnir að koma. Á hverjum degi streymdu margir biðlar til hins gamla gistihúss og mesta vandamál Maríu var að velja úr. Einn þeirra, lögfræðingur frá París, féll henni sérstaklega vel í geð. En áður en hún ját- aðist honum, mundi hún eftir hinum góðu ráðum Snorra prófessors Sturlusonar, sem þær áttu auðæfi sín að þakka. ■JWTÆÐGURNAR ákváðu nú að leita ráða hjá honum. Samdægurs fengu þær skeyti, þar sem prófessorinn komst svo að orði: „Það er verið að leika á ykkur. Bíðið eftir bréfi, sem er með póstinum." Bréfið kom, og þar voru nákvæmar upplýsingar um lögfræðinginn- Hann reyndist vera purkunar- Iaus náungi, sem ætlaði sér að féfletta þær, vegna þess að hann var skuldunum vafinn. En stjörnuspámaðurinn gerði sig ekki ánægðan með það, að vera einungis boðberi vondra spádóma, heldur benti hann á hæverskan, ungan mann, serft var kennari í einu nágranna- þorpinu. Sakir göfugmensku sinnar var hann verður ástar og trausts hinnar ungu Maríu- María hlýddi ráðum prófess- orsins, svifti grímunni af lög’" fræðingnum og komst að rauu um sannleiksgildi spádóma pr0' fessorsins og brúðkaup var ákveðið í næsta mánuði. Þegar dóttirin var gift og hamingjusöm, gat frú M. farið að hugsa um sjálfa sig. Stjörnu- spámaðurinn benti henni á, að lyfsalinn væri í giftingarþönk- um og játaðist ekkjan honum- Það var því Snorra prófessor Sturlusyni að þakka, að fjöl' skyldan M. græddi of fjáu komst hjá alvarlegri hættu og öðlaðist fullkomna hamingju. Norslt þjóðsaga. Ungur tröllkarl lá í öskustó móður sinnar og fékst ekki til að vinna ærliegt handtak, þótt öt lægi við. Svo bar það eitt sinn til, aí> ungi tröllkarlinn sá unga og lag' liega tröllskessu og varð þegar ástfanginn í henini. Hann bað nú móður sína að sauma fyrir sig biðilsbuxurnar, því hann ætlaði að biðja sér tröll' konunnar fögra. — Þú nærð ekld ástum hennar, nema þú saumir sjálfúr biöils- buxurnar, sagði móðir hans. Tröllkarlinn lét það gott heita og ákvað að leysa sjálfur þetta verk af hendi. En þá vantaði nálina, og spurði hann móðui sína ráða í þessum vandræðum- — Þú verður sjálfur að smíða nálina, sagði móðirin. — Úti fyrir hiellinum er aflangt bjarg. Láttu sandkorn í augað og játtu tár drjúpa á steininn, þangað til ga‘ er fcomið á hann. Tröllkarlinn fékk ást á vinnunm-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.