Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.03.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.03.1936, Blaðsíða 6
f ALÞÝ©UBLAÐI© „Inai iæ$alaipa.u Eftir Svemi»]örsa SemarEiðison, (Tveir menn, lítið her- bergi, b'.yrð, tveir stólai’, sigarettur og kvöld.) „Þektirðu þennan mann?“ „Já, já, auðvitað var hann letigi að ikynnast, en að endingu þekti ég hann samt, eða mér finst það, að minsta kosti þegar ég hugsa um hann.“ „Hvað, hét hann ekki Finnur?“ „Jú, Finnur hét hann, og hann átti beima í ósjálegum skúrræfli hérna rétt fyrir innan bæinn.“ „Já, mig minti það.“ „Honum teið nú auðvitað alt af hálf-illa í þessum hjalli sínum; hann var svd gisinn og kaklur, en það var nú samt mesta furða, hvað hann bar sig.“ „Kvartaði hann aldriei?“ „Nei, ég kom oft til hans, og ég heyrði hann aldrei kvarta. Hann sagðist líka vera einn af hörðu kvistunum í lífsins tré.“ „Já, hann komst víst stundum dálítið einkennilega að oröi, karl- fauskurinn." „O-já. Það var oft gaman áð taia við hann Finn gamla. Ég man t. d. eftir þvi, að einu sinni, þegar hann var að tala um þennan vet- Ibt, sem hann veiktist, þá sagði hann að frostið minti sig á dýr. Það græfi sig ofan i jöröina, Lengra og lengra, alveg eins og jþað ætti þangað eitthvert erindi. Og svo á morgnana þegar hann vaknaöi, þá sagði hann að það strykist um allan skrokkinn á sér kalt og 'óviðkunnanlegt, eins og hendur á hki.“ „Já, þetta hefir verið skrítinn náungi. Heyrðu! Var hann ekki ákaflega sérvitur?“ „Nokkuð, að minsta kosti tai- Bétta, mjúka gljútnn fáið þér aðeins með Mána-bóni. aði hann mikið við sjálfan sig, einkum þegar hann hélt að aðrir heyrðu efcki til. Þá hélt hann hrókaræður út í loftið, og kink- aði kolli í sífellu, alveg eins og hann þekti alla ferðamennina á viegum þessa heims." „Og þú sagðir að það hafi bara vierið sumarið, sem hann elskaði?" „Já, að minsta kosti heyrði ég hann aldrei tala uni neitt annað, sem sér væri hjarífólgnara." „En þú varst búinn að lofa því að segja mér nánar frá þessu at- viki, sem kom fyrir hann þennan vetur.“ „Það var alt saman mjög ein- kennilegt og dularfult eins og dauðinn. Og það var víst alveg áreiðanlegt að hann komst ekki að neinni niðurstöðu um það, hvernig sem hann hugsaði um það á banasænginni, en hún var bein afleiðing þess, er fyrir hann bar. í síuttu máli: Hann sagðist hafa vaknað einn vetrarmorguninn við það, að sumarið var alt í einu komið.“ „Ha!?“ „Já, það er von að þú sért hissa, en ég er alveg viss um að Finnur sagði þetta satt. Hann sagðist hafa glent upp augun, og hrímið var horfið af glugganum. Hann sagði mér .að eitthvað inst (nni í sál sinni hefði tekið snögt viðbragð. Tilfinningar, sem Iengi höfðu legið grafnar undir. fönn, urðu þá alt i ejnu svo létíar og skjótar, eins og silungar í vatni, því úti var sumarið, hlýtt og grænt.“ „Manninn befir auðvitað verið að dreyma." „Nei, hann sagði mér að hann hefði þotið hálfklæddur upp úr rúminu, og út á hlað.“ „Og varð hann ekki fyrir nein- um vonbrigðum?!* „Júi auðvitað var þá alt eins -og fyrr. Alt 'kalt og ömurlegt eins og steinn á gömlu leiði. En hann vildi ekki trúa því. Hann sagði að það skyldi vera sumar, eins og áðan. Frost? Hvaða bölvuð vitleysa! Snjór? Nær ekki nokk- uir: átt. Bara vitleysa og draum- ar. Heimskir og svartsýnir draum- ar. Nei, —; nú er sumar. Sumar, sumar, sumar. Hann sagðist hafa hr -að þetta upp aftur bg aftur, ja nframt þvi, sem hann hefði ba ist við að biása ekki í kaun. Og eins og til þess að sánnfæra sjólfan sig um að það væri bara hreiht og beint súmar, þá sagðist hann hafa sezt undir skúrvegginn og farið áð reyna aö sjá löuna.“ „Og hvernig gekk það?“ „Hann sagði mér að tveir hun- graöir og krunkandi hrafnar hiefðu flogið glæfralega yfir höfði sér, rétt eins og þeir 'vildu hann í-eigan.“ „Auðvitað, þeir hefðu lí'ka -ekki verið lengi að höggva augun úr karlinum, hiefði hann v-erið ósjálf- bj-arga eða dauöur." „Finnur gamli mintist nú ekk- ert á það. Hann sagðist bara hafa farið að böiva hröfnunum fyrir aumingjaskapinn, að vera í 'vand- ræðum mieð að ná sér í æti, ein- mitt um hásumarið." „Og fór hann ekki að efast um að það væri sumar?“ „Hann mintist ekkert á það. Sagðist bara hafa farið að skjálfa og diegist svo inn með veikum mætti.“ „Og auðvitað kalinn á höndum og fótum?“ „Hann sagðist hafa talið sér trú um að það væri bara sólbmni. En það var annað enn þá alvar- legra. Hann Iogverkjaði í brjóst- ið. Hann sagðist þá hafa verið krosSfestur, þó að -ekki sæjust nagl-aför, og vissulega stæði spjót í síðunni á sér, þó að efcki sæist sár. Svo vikli hann ekki tala meira um það.“ „En þú h-sfir talað við lækn- inn?“ „Já, hann sagði að Finnur hefði ofkælst -og f-engið heiftuga lungnabólgu. Svo var hann fluttur upp á spít-ala, :>g þar Iá hann s-vo það sem eftir var af vetrinum.“ „V-ar þetta góður læ'knir, sem stundaði hann?“ „Þ-að hield ég, að minsta kosti v-ar hann óþreytandi i því, að gefa Finni gamla inn -einhv-er meðul, sem áttu að gera honum það 'kl-eift, að komast á fætur aftur.“ f ,,Qg livernig bar svo Finnur gamli sig í legunni?" „Vel. Auðvitað neitaði hanu stundum að taka inn meðulin, en m- þegar læknirinn sagði honum að hann skyldi bar-a hugs-a sér að það væri br-ennivín í s'keiðinni, þá lét gamli maðurinn undan og r-endi niður því versta, sem hann hafði no'kkurn tíma smaikkað um æfina.“ „Aumingja karlinn!“ „Já, og svo kom sum-arið. Og Finnur gamli gat ekki farið á fætur. Og hann mátti það heldur ’fekki. Nei, öðru nær. Það eina, sem hann mátti, var bara það, að liggja kyrr, taka inn „vond“ með- ul og vera rólegur. Bráðum kæm- ist hann svo á fætur aftur, heill, hr-austur o. s. frv. En hann fcomst aldr-ei á fætur aftur. Og það bar alls ekki neitt á því, að læknirinn eða hjúkrunarkbnán yrðu fyrir vonbriglum, eins og þau höfðu bæði vonað bjart fyrir hans hönd.“ „Dó hann þá þarna á spítalan- um?“ „Já, ég fcom til hans, þ-egar hann var í þann veginn að deyja. Þ-að var bjartur sumarmorgunn þá, og Finnur gamli sagðist kann- ast svo undarlega v-el við þennan morgun. Hann sagöi, að á svona morgni hiefði hann fyrst flsrðið veikur.“ „H-eldurðu að hann hafi verið nokkuð hræddur við það að deyja?“ „Niei, það held ég ekki. Þegar læknirinn sagði honum að nú skyldi hann bara hugsa sér að hann væri að sofna, þá brosti hann.“ „Líklega í fyrsta og síðasta sinn ?“ „Ja, að minst-a kosti í síðasta sinn. En það skiftir nú ekki neinu máli. Þietta bros hans var svo fal- Jegt. Það straúkst yfir alt andlit hans, hlýtt og saklaust, eins og það væri hönd á litlu barni.“ „Sv-o var hann dáinn?" „Já, dáinn -og kaldur eins og ís. Einmitt um hásumarið.“ „Þú manst vel eftir þ-essum manni. Er það ekki?“ „Jú, minningin um hainn er-eitt af því fáa, s-em mér þykir vænt um- Mér þótti vænt um hann. Og það liggur við að ég undrist yfir því. Ég sem hefi alt af haldið, að ég ætti ekki há gáfu til, að geta þótt vænt um neitt. En sleppuin því. Finnur gamli var auðvitað enginn glæsilegur andi, sem t-eigaði hvern bi'kar í b-otn. En hann bar heldur ekki n-eina uppþembda, h-eimspekilega fyrir- litningu fyrir lífinu, -og ég sá hann aldrei brjóta -einn -einasta bikar.“ (Þögn.) Sveinbjöm Sumarlicason. enn þá eina! Þú hefír ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleiö' ingum um kreppuna.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.