Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 2
9 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ZAPATA, DjóOhetjo Mexíkómanna. IHINUM mexikönsku sendi- herrabústöðum víðs vegar um heim hangir mynd af indí- ánabóndanum Zapata. Þessi mynd hangir líka á veggjum hinna mexikönsku skóla og í kofum indiánanna, alveg eins og mynd Viktoríu drottningar í enskum heimilum og mynd Lenins í hinum rússnesku. Þessi maður er aðalhetjan í sögu Mexikoríkisins frá síðustu tím- um og indiánarnir eiga frásagn- ir um það, að ennþá sjáist hann þeysa yfir fjöllin um dimmar nætur á fannhvítum færleik og hrynur silfur undan hófum hestsins. Hin viðburðaríku ár frá 1910 —’20 var „Dauðahersveit“ hans stöðugt í broddi fylkingar fyr- ir ináiánabyltingunni. Aðrir herforingjar létu múta sér, voru sigraðir eða lokkaðir í gildrur, en tveir bændur, sem ekki kunnu að skrifa nafnið sitt, stýrðu byltingunni til sigurs. Það voru Paneo Villa í Norður- Mexiko og Zapata í Suður- Mexiko. Tveir af forsetum Mexiko- ríkis voru skipaðir af Zapata og sá þriðji var aðeins verkfæri í hendi hans. Og svo mikill hem- aðarfræðingur og stjómmála- maður var Zapata, að Wilson Bandaríkjaforseti varð um skeið að lúta boði hans og banni. Sagt er, að mannkynssagan sé blóði skráð, og þessi æfin- týrahetja er ekki rannsóknar- efni handa skólabömum, enda þótt allar þjóðlegar kenslubæk- ur í Mexiko geti hans. Amerík- Aiþýðiibrauðgerðin, Laugavegi 61. Sími 1606. Seljum okkar vi&urkendu brauð og kökur með sarna lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Normalbrauö á 40 aura. FranskbrauB heil á 40 au. — hálf á 20 au. Siirbrauð heil á 30 aura. — hálf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls konar, rjómi og ís. Sendum um allan bæ. Pantið í síma 1606. Brauðgerðarhús: Beykjavík, Hafnar- firði, Keflavík. anskur blaðamaður, sem heim- sótti hann í frumskóginn, þar sem hann hafði herbúðir sínar, fann á leið sinni skilti, sem á stóð skrifað með klunnalegum bókstöfum: „Aðgangur bann- aður! Zapata.“ Rétt hjá skilt- inu lá beinagrind af hvítum manni. BLAÐAMAÐURINN lét ekki þetta á sig fá. Hann fylgd- ist með lífverði Zapata svo ár- um skifti og hefir í bók sinni lýst þjóðhetjunni og hermönn- um hans. Þessi blaðamaður var ekki velviljaður Zapata. Hann sendi reyndar blöðum sínum fregnir, en fyrst og fremst var hann njósnari hinna afturhalds- sömu og hataði byltinguna af öllu hjarta. Hann lítur á indián- ana eins og skepnur, og upp- reisnaimennina sem glæpa- menn. En einmitt þess vegna er betra að byggja á frásögnum hans, ef menn vilja komast að sannleikanum, en þjóðsögum Mexikobúa. Hann skýrir frá því, er hann sá Zapata í fyrsta sinn, á þessa leið: „Við komum inn í stóran sal með steingólfi. Veggimir vom þaktir marglitum veggtjöldum, mest bar á rauðum, gulum, blá- um og svörtum lit. 1 öðrum enda salsins var langt borð úr mahogni. Á miðju borðinu lá hinn rauð-hvít græni fáni Mexikomanna'áletraður „Liber- tad! Ignaldad!" -— Frelsi! Jafn- rétti! Á steinbekkjum með veggjum fram sátu vopnaðir hermenn. Við borðið stóðu þrír svartir, útskomir stólar. Á stólnum til vinstri sat brúnhærður og brún- eygur indíáni. Byssa var reist upp við stól hans og hann var gyrtur skothylkjabelti. Uppund- an beltinu gægðuðst tveir fíla- beinsskeftir skammhleypingar. Á stólnum hékk gríðarstór, silfurbryddur hattur. Á stólnum til hægri sat feitur náungi, kringluleitur. Hann var í búðarfötum og vopnlaus. Á stólnum í miðjunni, sem var feti hæmi en hinir stólarn- ir tveir, sat annar indíáni. Hann var álútur og hallaði undir flatt. Hann var nauðalíkur þeim, sem sat honum á vinstri hönd, aðeins var hár hans og augu dekkra. Á stólnum hékk gríðarstór, gullbryddur hattur. Hann var mjög festulegur á svip og tók engum svipbreyting- um. Riffilhlaup gægðist upp fyr- ir borðbrúnina og við beltið hafði hann tvær stórar skamm- byssur. Ég hafði nógan tíma til að taka eftir öllu sem bezt, því að bundinn Spánverji stóð fyrir framan borðið og beið dauða- dóms síns. Maðurinn til vinstri var Enfemio Zapata, fimm ár- ur yngri en hinn frægi bróðir hans. Maðurinn til hægri var Antonio Azona, skólakennari, liðhlaupi og launsátursmaður, einn af þeim, sem þarf að um- gangast með varúð. En maður- inn í miðjunni, sem starði án afláts á Spánverjann, var Emil- iano Zapata, hugrakkur og ó- sáttgjarn." Zapata situr hér á ættaróð- ali sínu og umhverfis hann eni fylgismenn hans. Hann hefir látið allar eignir sínar og ætt- arinnar í skiftum fyrir vopn og sagt stjórninni stríð á hendur og bakhjalli hennar, auðvaldi Ameríku. EGAR ZAPATA var um tvítugt, tóku hermenn stjómarinnar hann og neyddu til að ganga í herinn, að öðrum kosti yrði hann drepinn. Hann varð hemiaður og lærði hand- verkið til fulls. Þegar hann kom heim til sín 10 árum seinna, höfðu faðir hans og bróðir safn- að að sér geysilegum vopna- birgðum og undirbúið byltingu þá, er Zapata átti að stjórna, er hann losnaði úr herþjónust- unni. Og tveim mánuðum eftir að hann kom heim, sagði hann stjórninni stríð á hendur. I broddi fylkingar var þúsund manna sveit vel vopnaðra indí- ána, sem síðar var kölluð „Dauðahersveitin". Meðan borg- arastyrjöldin stóð yfir óx her byltingarmanna og varð yfir 20 þúsundir, og allir hlýddu her- foringjanum í blindni, enda þótt hann gengi um meðal þeirra eins og óbreyttur hermaður og kynni ekki að skrifa nafnið sitt. Hinn amerikanski blaðamað- ur kallar hann morðingja og segir, að hann hafi með eigin hendi drepið meir en 500 manns. Að vísu var Zapata ekki vel að sér í mannkynssögunni, en hann vissi þó, að hinir hvítu höfðu drepið langtum fleiri indíána. Blaðamaðurinn verður mjög æstur, þegar hann sér indíánana draga með sér hvít- ar konur út úr borg, sem þeir hafa náð á sitt vald. En Zapata segir við hann: „Þú getur far- ið, ef þú vilt ekki vera hér. En þú mátt ekki gleyma því, að hvítu mennirnir hafa í 400 ár leikið indíánakonurnar ver, en við leikum þessar. Auðæfi þessa lands tilheyra okkur, og við tök- um þau.“ Zapata var enginn venjulegur ræningi. Þegar þurfti að gera við vélbyssuraar, rændu menn hans verkfræðingi af Evrópu- skipi. Þegar hann hafði kent uppreisnarmönnum alt er Iaut að viðgerðum hergagna, var hann sendur burtu aftur með 3000 dollara í ómakslaun. Ensk- ur skrifari í umsetnu héraði sneri sér til Zapata og bað hann leyfis að mega flytja dóttur sína á sjúkrahús. Zapata lét fylgja honum til landamæranna. Þeg- ar Englendingurinn ætlaði að þakka honum fyrir, fekk Zapata honum 1000 pund í enskum bankaseðlum og sagði: „Farðu burt úr Mexikó! Þú ert kominn hingað til þess að vinna, en hér er ekki réttur staður handa þér. Það er ekki þín sök- en þú skalt fara burtu!“ AÐ var lagt fé til höfuðs Zapata, og hann heimsótti sjálfan forsetann í höll hans undir fölsku nafni. Þegar þeir vora orðnir einir, dró Zapata skammbyssu upp úr vasa sín- Frh. á 6. síðu. Alíslenzkt félag. Sjövátryggingar, Brunatryggingar, Rekstursstöðvun- artryggingar, Húsaleigutrygg" ingar. Lifstryggingar.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.