Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Qupperneq 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Qupperneq 3
Konan, sem hreinsaði kirkjuna i Eftir Harald Merdal QÖLARGEISLARNIR smugu ^ inn um löngu og mjóu rúð- urnar í kirkjunni og mynduðu rákir á gólfi og auðum bekkj- um. Hún lá á hnjánum og skúraði. Hvert hark, sem hún gerði, með því að draga til fötuna, skola úr klútnum eða skúra bekkina, margfaldaðist og endurhljóm- aði, sem laglaus ómur um alla kirkjuna langa stund og dó út uppi undir hvelfingunni. Þó að hún gerði ekki annað en ræskja sig varð hávaði af því, gríðar- uaikill. Nú var hún orðin þessu svo vön að hún tók sér það ekki Uærri. En hún gleymdi aldrei fyrstu tímunum, sem hún vann þama, hvað hún hafði verið hrædd við öll þessi hljóð og hversu illa henni leið í þessu stóra, auða, hljóðnæma gímaldi. Hún skreið á hnjánum milli hekkjanna, bar sápu í burstann og skúraði af öllu kröftum, og skolaði á eftir með klútnum, sem hún vatt upp úr vatnsföt- hnni. Hún vann verkið ósjálf- ^átt með hraða, sem orðinn var fastur vani. Bekkirnir voru nú svo sem ekki það versta að fást við. Það var gólfþvotturinn, sem tók í taugamar og ætlaði sð eyðileggja þrótt hennar og trek. Hún hafði altaf óþægileg- s.r endurminningar um þessar fyrstu erfiðu vinnustundir, þeg- sr hún var að því komin að hætta við allt saman, gefast ^PP af því henni fanst það aldrei ætla að taka enda. Því meira sem hún þvoði þess meira var eftir. Endalaus, óþveginn gólf- flötur gein ömurlega við henni, og hún örvænti um að hún gæti nokkm sinni lokið verkinu. En það tókst þó í fyrsta skift- ið og altaf síðan. En erfiðið var jafnmikið fyrr og síðar og sleit kröftum hennar um of. Þetta var ofverk einum. En launin voru svo lítil, að hún mátti ekkert af þeim missa, til þess að geta séð fyrir heimilinu, og þess vegna varð hún að kvelja sig til að vinna verkið ein. títtauguð —, já, hálfveik hneig hún niður á bekk, að loknu verki, sat þar og hvíldi sig. Hana verkjaði sárt í hend- ur og fætur. Hún dró andann þungt og erfiðlega, þurkaði af sér svitann. Hann kom jafn- harðan aftur. Svitinn draup af henni, svo hún varð gagndrepa. Hún stundi. Stunan barst þung- lega um alla lágkirkjuna og bergmálaði hvað eftir annað. Uppi við altarið, sem glitraði af gulli og glóandi litum, dó hún síðan út, eins og veikur vind- blær. Það var eins og þreyta hennar og stunur fyltu kirkj- una. Eins og yrði þungt og þröngt undir bogunum háu og hvelfingunum hvítu. Eins og þarna væri loks ofurlítið líf, eitthvað lifandi, raunverulegt mannlegt líf í kirkjunni, sem annars var auð og dauð. Nú var hún búin í þetta sinn. Vinnan þessi var reglulegur þrældómur. Hversu lengi mundi hún geta haldið þetta út? Hún horfði hugsandi á hendurnar bólgnar og rauðar, með bólum og blöðrum á fingrunum.. Þær skorpnuðu eftir þvottinn, urðu hrukkóttar og æðarnar blésu upp bláar og þrútnar. Hendurn- ar voru bognar af því að halda um burstann, og náðu aldrei réttu lagi á milli þvotta. Hún sat grafkyr og sökti sér niður í hugsanir um lífið og tilveruna-------eins og vant var--------þessa látlausu bar- áttu og erfiðleika. Hún leit nið- ur á úttaugaðar hendur sínar og sá fyrir sér alla sína úttaug- uðu ævi. Smám saman dofnaði yfir svip hennar. Hún sá ekk- ert lengur. Hendurnar, sem loks fengu að vera í næði, féllu mátt- lausar í kjöltu hennar og lágu þar, hálfbognar og sárar eftir áreynsluna. Hún hálfblundaði. Sólargeislamir lágu í löngum rákum á gólfinu, en náðu ekki til hennar. Alt í einu vaknaði hún snögg- lega og kiptist við. Já, hafði hún þá ekki sofnað enn einu sinni. Reyndar þurfti hún nú ekki að verða mjög hissa yfir því. Hún vissi með sjálfri sér, að svona fór það í hvert sinn, er hún hvíldi sig eftir púlið. En það var orðið að vana hjá henni, að ásaka sig fyrir það, að sofna í kirkjunni, eins og það væri eitthvað ljótt eða óviðeigandi. Hún rétti úr sér, sár og stirð í öllum limum og liðum. Hún ásetti sér að standa upp, taka dót sitt og fara-------og samt sem áður var hún kyr — — eins og vant var. Þama sat hún nú í heilögu guðshúsi. Skammt frá henni hékk Kristslíkan úr tré. Dökk- ur líkami á dökkum krossi. Frelsarinn. Lausnarinn, hinn krossfesti, sem kvað hafa sagt: „Komið til mín allir, sem erfið- ið og þunga emð hlaðnir, ég vil gefa yður hvíld.“----------- Hún horfði sljólega á Krists- myndina og andvarpaði. Henni fanst ekkert merkilegt við það, að sitja undir krossinum. Ekk- ert. Það var ekkert í þessari stóra kirkju með altari, prédik- unarstól, myndum og honum þarna á krossinum, sem hafði hina minstu þýðingu fyrir hana. Hún vissi að þetta var þama alt, hún þurka'ði af því rykið —, hélt öllu hreinu. Ef til vill hafði hún í fyrstu verið snortin af því að vinna í guðshúsi. En 7 ára strit við hreingerningar í helgidómnum hafði vanið af henni þess hátt- ar tilfinningar, ----Hún hafði aldrei verið við guðsþjónustu í þessari kirkju, frekar en öðrum Hún var oft ásökuð fyrir það. Presturinn sagði, að hún ætti að fara til kirkju, meðhjálpar- inn, hringjarinn og hinir allir, sem komu nálægt kirkjustörf- um, sögðu það líka. Hún ætti að gera það, þó ekki væri til annars en fá að halda vinnunni þama. En það varð aldrei af því, að hún færi til messu. Var það rangt af henni? Enn gat hún brotið um það heilann, eins og hún gerði daglega þessi 7 síðastliðnu ár. Var hún trú- laus? Hún vissi það ekki, komst aldrei að neinni niðurstöðu í þeim efnum. Stritið og stríðið fyrir daglegum nauðþurftum var meira en nóg viðfangsefni fyrir hana að glíma við.------- Hún var bara konan, sem hreinsaði kirkjuna. AÐ, sem var þýðingarmest fyrir hana í lífinu, voru bömin hennar, drengirnir henn- ar f jórir. Tveir þeir yngri voru fvnn ófermdir, vora sendisvein- ar, en fengu mjög lítið kaup. Eldri drengimir voru iðnnemar og átti að heita að þeir fengju vikukaup, en það var svo lítið, að það gerði ekki betur en að endast þeim fyrir fari með strætisvögnum eða skósólum til að komast milli heimilis og vinnustofu. Þess vegna varð hún að sjá fyrir heimilinu með vinnu sinni. Hún fann vel, að hún var að verða slituppgefin og mundi ekki geta þrælað svona til lengd- ar. Og hvað tæki þá við? Það var svo langt þangað til dreng- imir gætu séð fyrir sér sjálfir, að hún varð að halda áfram meðan hún gat staðið uppi. Já, hún mátti þakka fyrir að hafa þó vinnu; það vora svo margir atvinnulausir nú á dögum. En kvíðinn lá alt af eins og mara á henni, kvíðinn fyrir því, að hún mundi annað hvort veikj- ast eða missa atvinnuna. Og hvernig færi þá með drengina? Sólargeislarnir færðust smám saman úr stað. Æ, hún ætti nú að herða sig upp og reyna að komast heimleiðis. — Það fór nú annars vel um hana, liér var kyrð yfir öllu, hún hvíldist, — og hún gat vel unað sjálfri sér fárra mínútna hvíld áður en hún tók til aftur við sömu vinnu hjá hjónum, sem hún vann hjá. Hún hugsaði sífelt um sín erfiðu lífskjör------, hugsanir hennar vora naprar en skyn- samlegar. Hún horfðist djarf- lega í augu við örlög sín og bláberan veruleikann, og gerði sér engar hillingar. Frh. á 6. síð«. VERÐ VTÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR Á LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDIJM ÁLF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert hcimili. Viðtækjaverzlnn ril Lækjargötu 10 B. Sími 3823.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.