Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Útlagarnir f rá Póker Flat Eftir Bret Harte ÞEGAR John Oakhurst, f jár- hættuspilari, gekk út á að- algötuna í Poker Flat morgun- inn þann 23. nóvember 1850, þá hafði hann það á tilfinningunni að breyting hafði orðið á hinu siðferðilega andrúmslofti frá því nóttina áður. Tveir menn, sem voru í áköf- um samræðum, þögnuðu þegar hann nálgaðist og litu hvor á annan með þýðingarmiklu augnaráði. Það var einhver hvíldardagsþögn í loftinu, sem er f remur óheillavænleg í þorpi, sem er óvant áhrifum helgidaga. Hið rólega og fríða andht herra Oakhurst sýndi engin merki þess, að hann léti sig þetta nokkru skifta. Hvort hann var sér þess meðvitandi að eitthvað var í aðsigi, er annað mál. „Þeir ætla sér að ofsækja einhvern," hugsaði hann, „líklega er það ég." Hann strauk rykið af skónum sínum með vasaklút, stakk honum svo í vasa sinn og rak rólegur allar frekari getgát- ur úr huga sér. Það var vissulega staðreynd, að Poker Plat var í þann veg- inn að ofsækja einhvern. Nýlega hafði þorpið orðið að sjá á bak nokkrum þúsundum dollara, tveimur verðmætum hestum og einum ágætis borgara. Það greip nú fólkið einskonar dygð- ug afturhvorfs brjálsemi. Þessi brjálsemi kom nú fólkinu til að fremja fullkomlega eins miklar lögleysur og þeir höfðu gert, sem komu öllu þessu af stað. Leynileg nefnd nokkra manna haf ði ákveðið að losa þorpið við alt óheiðarlegt fólk. Þetta var á- byggilega gert, hvað viðvíkur tveimur mönnum, sem þegar höfðu verið hengdir í greinun- um á móberjatré rétt utan við bæinn, og brátt voru einnig fleyri bannfærðir. Mér þykir fyrir því að þurfa að segja að sumt af þeim voru konur. En það er þó ekki nemarétturkyns- ins, þó að tekið sé fram að þeirra ósiðsemi var atvinna þeirra, og það var aðeins yfir slíkum auðsönnuðum tilfellum lagabrota og rangrar hegðunar sem Poker Flat gerði sig að dómara. Herra Oakhurst hafði rétt fyrir sér, þegar honum datt í hug, að hann mundi vera einn þeirra útvöldu. Nokkrir úr nefndinni vildu hengja hann til viðvörunar og einnig til þess, að þeir gætu náð aftur úr vös- um hans þeim peningum, sem hann hafði unnið af þeim, „Það er á móti lögunum," sagði Jim Wheeler, „að láta þenna unga mann frá Roaring Camp. — blá- ókunnugan, — fara burt með peninga okkar.". En þeir, sem höfðu átt því láni að. fagna, að vinna af Oakhurst peninga, höfðu einhverja óþroskaða við- kvæmnislega sanngirni í brjóst- um sínumf og afstýrðu þessu. Herra Oakhurst hlustaði á sinn dóm með heimspekilegri ró. Ekkert síður rólegur, þó að hann tæki eftir hikinu sem var á dómurunum. Hann var of mikill spilamaður til þess að begja sig ekki fyrir örlögunum. Honum fanst lífið, þegar bezt lét, mjög vafasamt spil, og hann kannaðist við þau tækifæri sem voru þeim í vil, sem gaf. Hópur vopnaðra manna fylgdi hinu burtrekna illþýði út fyrir bæinn. Vegna herra Óakhurst, sem var þektur að því að vera háskalegur maður, var hið vopnaða fylgdarlið. Hinir út- skúfuðu voru Óakhurst, eins og fyr er getið, ung kona er al- mennt var kölluð „Hertogafrú- in", kona sem kölluð var „frú Shipton" og „Billy frændi", þektur drykkjuraftur og grun- aður um að vera ræningi. Áhorfendurnir, sem fylking- in gekk fram hjá, gaf ekkert hljóð frá sér, ekki mælti heldur neinna af fylgdarliðinu orð frá munni. Loks þegar þeir komu út fyrir takmörk Poker Flats, þá sagði foringi fylgdarliðsins þeim skýrt og skorinort, að ef þau leituðu aftur til bæjarins, þá yrðu þau drepin. Þegar fylgdarliðið var horfið, braust reiðin út. Móðursýkis- grát setti að „Hertogafrúnni", „Frú Shipton" talaði ljótt, og eins og í kveðjuskyni dundu skammir og formælingar úr „Billy frænda". Hinn heimspeki- legi Óakhurst var sá eini, sem ekki mælti orð frá vörum. Hann hlustaði rólegur á „Frú Skip- ton" þegar hún var að tala um hvað sig langaði til að skera hjartað úr einhverjum, einnig á hinar margendurteknu fullyrð- ingar Hertogafrúarinnar um, að hún myndi deyja hér á veginum og á hinar f urðulegu f ormæling- ar, sem gusuðust út úr kjaftin- um á Billy frænda. Með hinni glöðu lund sem einkennir hans stétt, þá hélt Óakhurst því fram, að hann vildi endilega hafa skifti á sínum eigin reið- skjóta, Stjarna, og hinum lélega múlasna er Hertogafrúin reið. Jafnvel þessi framkoma hans virtist engin áhrif haf a í þá átt að auka samúð með þeim. Hin unga kona gerði klauf alega til- raun til að laga fjaðraskúfinn á hattinum sínum og leit örv- andi augum á Óakhurst. Frú Shipton horfði illum augum á þá manneskju, er nú reið Stjarna. Billy frændi horfði yf- ir hópinn með djöfullegu augna- ráði. LEIÐIN til Sandy Bar, — smábæjar, sem enn sem komið var hafði ekki orðið fyr- ir neinum endurfæðingar áhrif- um eins og Poker Flat, — lá yfir brattan fjallgarð. Þangað var löng og erfið dagleið. Þetta var seint á hausti, svo að ferða- fólkið komst fljótlega úr hinu milda, raka loftslagi hlíðanna og upp í hið þurra, nístandi kalda loft háf jallanna. Slóðin var þröng og erfið. Um nónbil valt Hertogaf rúin af baki og aftók að fara lengra, svo hópurinn staðnæmdist. Landslagið, þar sem þau nú voru stödd, var hrikalegt og til- bomumikið. Skógi vaxið klettarið, umlukt frá premur hliðum af þvierhnýptum graníthömrum, sem hölluðust upp að geysiháum tindi, sem gnæfði yfir dalinn. Þetta var án efa hinn ákjósanl^gasti nátt- staður, ef ráðlegt hefði verið að staðnæmast. En herra Oalkhurst vissi, að þau áttu meira en helm- ing leiðarinnar til Sandy Bar ó- farna, og þar að auki höfðu þau ekkert nesti né úfbúnað til þess að þau gætu náttað sig. Hann benti samferðafólki sínu á pessar staðreyndir og endaði á stuttum, heimspekilegum orðum um þá heimsku, að fleygja spilunum, áð- ur en spilið væri úti. En þau höfðu áfengi í nesti, seni í þesís'- um vandræðum kom í staðinn fyrir fæði, eldivið og framsýni. Þrátt fyrir mótmæli hans, leið ekki á löngu, áður en þau væru meira eða minna undir áhrifum þess. Billy Frændi komst fljót- lega yfír lbað stig að vera her- skár og varð brátt dauðadrukk- inn. Hertogafrúin varð örg í 'síkjaþi og hávaðasöm. Frú Shipton hraut. Herra óakhurst var sá eini, aa* uppréttur stóð; hann hallaðist apf að stórum steini og horfði *ó- legur á þau. Herra Óakhurst drakk ekki áfengi. Áfengi truflaS verk hans, sem útheimti ró, til- finniingaleysi og viðbragðsflýti í hugsun, og svo maður noti han* eigin orð, hann hafði ekki ráð á því. Þegar hann horfði á hina liggjandi útlegðarfélaga sína, P^ {pjáðist hann í fyrsta sinn á æfinni alvarlega af einstæðingsskap, œn* hann vissi að var hinni sníkjn- dýrslegu atvinnu að kenna og lífsvenjum sínum og löstuW- Hann hristi af sér þes&ar hugsalnir og burstaði svörtu-fötin sín, þvoð* sér um hendur og andlit. Þetta var í samræmi við hina sriylö' mannlegu framkomu hans, og » augnablilkinu gieymdi ham» gremju sinni. Ekki kom honui» til hugar að svikjast frá hinum veikbygðari og vorkunnarverðar1 félögum sínum. Þó gat han» aldrei að því gert, að hann hafði það á tilfinningunni, að sig vant* aði eitthvað æsandi, sem, þó und- arlegt þyki, hafði styrkjandi á* hrif á hans rólegu lund, sem hauo var frægur fyrir. Hann horfði a hina skuggalegu hamraveggi. ** gnæfðu þúsund fet upp yfir furu' jtrjánum; í Ikring um hainn, á þung* búin skýin á himninum og skuggana í dalnum fyrir m^60 hann. Þegar hann var að þessu, þá heyrði hann alt í einu nafn sitt hrópað. Ríðandi maður nálg' aðist hægt eftir slóðinni. Óakhurst kpnnaðist við hið frísklega andht aðtoomumannsins, það var Toffl Simson, stundum kallaður „sa^' leysinginn". Hann var frá Sandy, Bar. Þeir höfðu kynst fyrir nokkr- um mánuðum síðan og spila° saman „siaklaust spil"; óakhurst hafði auðveldlega unnið aleigu"13. — sem var eitthvað fjörutíu dal- ir — af þessum reynslulausa v&S* lingi. Þegar þeir hættu að sjpil* hafði öakhurst dregið hann út í horn og sagt eitthvað ,, pessa leið: „Tommi, þú ert 'ágsetis- piltur, en spilamenska þín er ekW eins oents virði. Spilaðu ekki oy' ar." Því næst hafði hann rétt pi1*' inum peninga þá, er hann haf unnið, og ýtt honum hægt út u_ dyrunum. Frá þeim degi hafð* Tom Simson verið vinur Oakhurst Þ AÐ VAR endurminningin u10 þenna atburð, sem kom fc*"11 í hinni drengjalegu, glaðlegu kveðju, sem Tom kastaði á O^ hurst. Hann kvaðst hafa lagt *'

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.