Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ stað með peim ásetningi, að fajpa til Pofcer Flat og leita gæfunnar. ,,Einsamall?“ Nei; eiginlega ekki einn. Satt að segja, — nú hló hann, — pá hafði hann strokið með Piney Woods. — Man ekki herra Óak- hurst eftir Piney? Hún var fram- leiðslustúlka í bindindishúsinu. Þau höfðu lengi verið trúlofuð, en gamli Jatoe Woods var á móti nokkru sambandi peirra á milli, svo að pau struku og voru nú á leið til Poker Flat til að gifta sig, og nú voru pau komin hing- að. Þau voru iorðin preytt, en gátu nú hrósað happi yfir pví, að vera búin að finna náttstað og félagsskap. Öllu pessu hafði Sakleysinginn sagt frá í belg og biðu, á meðao Piney, lagleg, en nokkuð feit ung- frú, um fimmtán ára gömul, bom fram undan furutré, sem hún hafði falið sig á bak við til að geta roðnað óséð. Nú reið hún að hlið elskhuga síns. Herra Óákhurst lét sjaldan truflast af neinni viðkvæmni, enn Þá síður af pvi, hvað væri viðeig- andi. Þó hafði hann óljósa hug- niynd um, að alt væri nú ekki eins og pað ætti að vera. Hann var svo snarráður, að hann sparfc- aði í Billy Frænda, sem ætlaði að fara að segja eitthvað, og Billy frændi var ekki drukknari en pað, að hann fann eitthvað í sparfci óakhursts, sem hann vildi •elkki egna á móti sér. óakhurst reyndi að telja Tom Simson á að halda ferðinni áfram, en árang- urslaust. Hann jafnvel benti á, Þær staðreyndir, að pau hefðu engar matarbirgðir og ekkert til að búa um sig með, pegar nóttin gengi í garð. En til allrar ó- hamingju mætti Sakleysingiinn Þessum mótbárum með pví, að fullvissa hópinn um, að hann hefði múlasna klyfjaðan mat, og svo hefði hann uppgötvað lélegan bjálkakofa rétt við slóðina. „Piney getur verið hjá frú Óak- hurst,“ sagði gákleysinginn og henti á Hertogafrúna; „ég get hugsað um mig.“ Ekkert annað en hinn nálægi fótur Óákhurst bjargaði Billy Frænda frá að reka upp skelli- hlátur. Billy finst ómögulegt ann- að en ganga dálítið frá, á meðain hann væri að jafna sig og verða alvarlegur á ný. Þegar hann var feominn inógu langt burt, pá trúði hann trjánum fyrir öllu pessu skringilega og sló á lærin, gretti andlitið og guðlastaði. En pegar hann kom aftur til fólksins, hafði Það kynt bál, pví loftið v£ir orðið ^alt iog himininn skýjaður. Pað hat nú, í kring um bálið og var í & vingjarnlegum samræðum. Piney var að tala á mjög kvenlegan hátt við Hertogafrúna, sem hlust- aði vingjarnlega og með meiri gaumgæfni en. húin hafði gert langa lengi. Sakleysinginn taiaði við óaikhurst og frú Shipton, sem var hin alúðlegasta. „Er petta einhver andskotans sbemtisamkoma?" sagði Billy Frændi háðslega, pegar hann horiði á fólkið, bálið iog hin tjóðr- uðu dýr. Alt i einu skaut ein- hverri hugmynd upp í hinum á- fiengissturlaða heila háns. Hún hefir vafalaust verið spaugileg, pví að hann sló á lærið og mátti til að re'ka hnefann upp í trant- inn. Skuggarnir teygðu sig lengra upp eftir fjallinu, hæg gola bærði greinar trjánna og stundi öm- (urlega í skógargöngunum. Þegar elskendurnir buðu hvort öðru góða nótt, pá kystust pau svo barnalega og alvarlega, að pað mátti heyra pað hátt upp yfir furutrén. Hin veikbygða hertoga- frú og hin illgjarna frú Shipton voru svo hissa, að pær gátu ekk- ert sagt um pessa barnalegu at- höfn, svo að pær gengu pegjandi inn í fcofainn. Það var bætt á eld- inn, karlmennirnir lögðust fyrir framan dyrnar, eftir nokkrar mín- útur voru peir steinsofnaðir. Herra Oakhurst svaf laust. Undir morguninn vaknaði hann, stirður og kaldur. Það var að byrja að hvessa. Hann fór að skara í eld- inn, alt í einu brá honum svo að hann fölnaði, pað kom snjóflyksa á Ikinnina á honum. Hann stökk á fætur og ætlaði að vekja pá sem sváfu, pví að nú var hvert augnablik dýrmætt. En pegar hann snéri sér að peim stað, par sem BiIIy frændi hafði legið, pá sá hann, að par var enginn. Illum grun skaut upp í huga hans, blótsyrði kom fram á varirnar. Hanin hljóp pangað, sem múlasnarnir höfðu verið tjóðraðir — peir voru einnig horfnir. Spor- in eftir pá voru óðum að hverfa í snjónum. Þrátt fyrir pessa augnabliks geðshræring gekk herra Oakhurst til baka að eldinum, eins rólega og vant var. Hann vakti ekki pá, sem sváfu. Sakleysinginn svaf vært, góðlátlegt bros var á hinu freknóta andliti hans. Ungfrú Piney svaf við hliðina á sínum veikari systrum, eins rólega og englar hefðu staðið vörð yfir henni. Herra Oakhurst breiddi teppi sitt yfir herðar gér, snéri upp á yfirskeggið og beið dags- birtunnar. Hún kom hægt og hægt, með pyrlandi mlstri af snjó- flyksum, sem voru áleitnar við augun. Það, sem sást af landslag- inu, virtist ótrúlega breytt. Hann Meste kappróðramót ársins: undir fceppniina við Cambridge- Ræðarar * í Oxfordháskólanum stúdentana. Á myndinni sjást pels eru nú sem óðast að búa sig vera að æfa sig. horfði yfir dalinn og heilsaði snú- tíð og framtíð með pessum orð- um: „Fent inni.“ Nákvæm rann- só'kn á matvælunum, sem til allr- ar hamingju höfðu verið látin inn í kofann og pess vegna ekki lent í pjófsgreipum Billy frænda, leiddi i ljós, að með stökustu sparsemi gætu pau dugað í tíu daga. „Það er að segja,“ hvíslaði herra Oakhurst að Sakleysingjan- um, „ef pú vilt fæða o’kkur. Ef pú vilt pað ekki — 'Og pú ættir máslke ekki að gera pað, — pá getur pú beðið pangað til Billy frændi kemur aftur með mat- væli.“ Af einhverri leyndri orsök gat Oakhurst ekki fengið af sér að segja frá glæp Billy frænda. Hann sagðist helzt halda, að Billy frændi hefði fælt skepnurnar ó- vart, pegar hann lagði af stað. Hann gaf peim bendingu, hertoga- frúnni og frú Shipton, sem nátt- úrlega vissu um sjúkdóm félaga peirra. „Þau munu fcomast að pví sanna um olklrur öll, ef pau kom- ast á snoðir um nokkuð,“ bætti hann við alvarlega, „og pað er pýðingarlaust að hræða pau úr pví sem 'komið er.“ TOM SIMSON lét 'dkki að eins alt af hendi við Oakhurs* hieldur virtist njóta pess, að vera hér innilokaður. „Við látum fara vel um okkur hér í svo sem vikutíma; svo mun snjórinn bráðna, og við verðum'’' öll samferða til baka.“ Kátína unga mannsíns og ró- lyndi Óakurst hafði sefandi áhrif á kvenfólkið. Kofinn var paklaus, en Sakleisinginn bjó til pak úr furugreinum, og Herfcogafrúi* hjálpaði Piney eins vel og húa gat til að laga til inni í kofajntua og pað svo prýðilega, að hia unga og saklausa Piney varð undrandi. „Ég hugsa, að pú sért vön viö að hafa fínt í kring tun pig í Pokier FIat,“ sagði Piney. Hertogafrúin snéri sér uinda» til að dylja eitthvað, sem gerðí pað að verkum, að kinnar henn- ar roðnuðu í gegnum andlitsfarð- ann jog frú Shipton bað Pinejr, að vera ekki með neitt „bull“. Þegar herra Óakhurst kom tll baka, leftir að hafa gáð að slóðinni, pá heyrði hann glað- væra hlátra hergmála í hömrun- um. Hann staðnæmdist fyrst hissa og datt í hug brennivínið, sem hann hafði verið svo for- sjáll að fela. „Og pó finst mér petta ekki líkt áfengishlátri," sagði fjárhættú- spilarinn við sjálfan sig. Það var ekki fyr en hann bons auga á bálið gegn um hríðina og fólkið, sem sat 1 kring um pað, að hann komst að peirri niður- stöðu, að petta væri bara „sak- laus gleði". Hvort herra Óakhurst faldi spil- in sín með brennivíninu, skal ég láta ósagt. En eftir pví sem fröl Shipton sagði, pá nefndi hann ekki spil á nafn pað kvöld. Tím- |nn leið í gamni og ekki var pað minst að pakka harmoniku, sent Tom Simson gróf upp úr farangrl sínum. Þrátt fyrir ýmsa örðug- leika við höndlun pessa hljó’ð- færis, pá tókst pó Piney Wood« Frh. á 8. 9íð».

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.