Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ZAPATA. Frh. af 2. síðu. um, kynti sig fyrir forsetanum og talaði við hann í bróðerni í klukkutíma. Að því loknu bað hann forsetann um stundar- fjórðungs frest, til þess að kom- ast burtu, að öðrum kosti myndi hann allra náðarsamlegast senda höllina nokkra metra upp í loftið. Versti fjandmaður Ameríkumanna gekk um meðal óvina sinna í Vera Cruz, ýmist klæddur sem fátækur indíáni eða í herforingjabúningi stjórn- arhersins. Meira að segja börn indíánanna voru notuð til njósna. I borg einni, þar sem stjórnarherinn hafði aðsetur sitt, og fólki var bannað að ganga um götumar, hlupu einu sinni fimm drenghnokkar um götuna fyrir framan hermanna- skálana og létu ýmsum ærsla- fullum látum. Hermennimir höfðu svo gaman af strákunum, að þeir vildu ekki reka þá af götunni. Alt í einu settust strák- amir niður og kveiktu sér í löngum, svörtum vindium. Að því loknu drógu þeir upp sprengjur, kveiktu í þeim við vindlaeldinn og fleygðu þeim inn um gluggana á hermanna- skálanum. Hermannaskálarnir spmngu í loft upp, hermennirn- ir fórast og drengirnir líka. Einnig var kvennahersveit Za- pata mjög fræg. Þær vora á- gætar skyttur og grimmar í ná- vígi. Þær voru miskunnarlaus- ar við fangana, en afar hjálp- samar við uppreisnarmenn. ZAPATA var að lokum lokk- aður í gildra. Einn af her- foringjum Villa, Guajardos, sem gerst hafði liðhlaupi og gengið í Katfibætir. Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Ilann svíkur engan. 4 Reynið sjálf. Reynslan er ólýgnust. Hirohito, keisari í Japan, sem uppreisnarmenn töldu að hefði vald sitt frá guði. Iið með stjórnarhernum, tilkynti Zapata, að hann vildi ná tali af honum og ætlaði að ganga í lið hans með mikið af vélbyssum. Zapata fór til móts við hann á tiltekinn stað og hafði aðeins með sér 10 menn vopnlausa. Þeir vora þegar í stað um- kringdir og menn hans drepnir. Zapata réðst. á Guajardo með hníf sínum einum vopna, en sverð Guajardo var lengra og stóð þegar í gegnum Zapata. En uppreisnin var ekki bæld niður, þó að Zapata væri dauð- ur. Hann hafði safnað sér ó- grynni f jársjóða í gulli og silfri, til þess að geta haldið hernað- inum áfram. Fjársjóði þessa hafði hann grafið í jörð niður og vissi enginn um þá, nema hann og félagar hans 10, sem drepnir vora meo honum. Þessir fjársjóðir hafa ekki fundist enn þá, enda þótt leitað hafi verið að þeim. Her Zapata var ger- sigraður, en nýjar hersveitir komu í staðinn. Fjölda margar þjóðvísur hafa verið kveðnar um hann og er við- kvæði þeirra flestra á þá leið, að hann hafi viljað gefa hinum fátæku indíánum land þeirra aftur. Þess vegna sagði hann stjórninni stríð á hendur, aðrir byltingaforingjar gerðu sér að góðu að ná völdunum, en Zapata gerði sig ekki ánægðan með að stjóma Mexíkó. Hann var bóndi, sem hafði gerst hermaður, og gleymdi aldrei, hvers vegna' hann hafði gerst hermaður. Þess vegna gleyma hinir mexi- könsku bændur honum aldrei. KONAN, SEM HREINSAÐI KIRKJUNA Frh. af 3. síðu. Fyrir nokkrum árum leit þó einu sinni úr fyrir, að ofurlítið af gleði og hamingju mundi falla henni í skaut. Það var þegar maðurinn hennar fekk fasta atvinnu við ríkisjám- brautirnar sem málari, eftir langvarandi atvinnuleysi, Já, þá birti nú loks til, — og þau dreymdi fagra framtíðardrauma í sameiningu. En maðuriim dó iy2 mánuði seinna, fyrirvara- laust. Hann varð bráðkvaddur, fekk hjartaslag, þegar hann var að ganga upp stiga við vinnu sína. Hún stóð ein uppi með drengina fjóra. Þessi 5 ár, sem hún hafði verið ekkja, hafði hún komist einhvernveginn af. Þau lifðu þó öll að minsta kosti. Lítið var nú um gleði hjá þeim, og skemt- anir þektu þau ekki í nokkurri mynd. En drengjunum kom svo ljómandi vel saman, og það var þakkavert, þegar maður sá nú oft ósamkomulag milli annara systkina. Þeir voru aldrei rifn- ir eða tættir, en æfinlega hrein- legir. Öll hennar vitund var þnmgin af þrá — eftir því, að heimilislíf þeirra mætti fram- vegis ganga • svona þolanlega. Hún þorði ekki að gera meiri kröfur, eftir þá reynslu, sem hún hafði fengið af lífinu. Og eiginlega bjóst hún nú frekar við að illa mundi fara fyrir sér, fyr eða síðar, svo að engar verulegar vonir vöktu hjá henni lengur. Eina gleðin hennar var sú, að mega hafa drengina hjá sér og strita fyrir þeim. Hún mundi vera þakklát, ef þeir gætu átt betri æfi, seinna rneir — en hún hafði átt; en hún vissi, að lífið hafði lítil gæði að bjóða fátæklingunum. Þeir máttu þakka fyrir að þurfa ekki að líða sárustu neyð. Svona leit hún á það, og við þessar ályktanir kinkaði hún kolli ósjálfrátt, eins og hún væri að skýra einhverjum frá þess- ari sáru lífsreynslu sinni. Um fram alt má maður aldrei leyfa sér að vænta neins góðs af tilverunni. Hún hafði nú brent sig á því um árið, þegar maðurinn hennar fekk atvinn- una. Og hvernig fór þá? Hún hafði ekki fyr byrjað að vonast eftir betri dögum, en örlögin sýndu henni mjög grimmúðlega, að það er nokkuð, sem maður á aldrei að gera. Sá, sem í fá- tækt er fæddur má aldrei búast við góðu, hann kemst aldrei úr basli. Sólargeislinn náði nú loksins til hennar, þar sem hún sat með hendur í skauti og braut heil- ann um ráðgátur lífsins, sem hún gat þó aldrei botnað neitt í, eða fengið leystar. Eina viss- an var þetta, að lífið var afleitt eins og það var. Nú sat hún augnablik, án þess að hugsa, lokaði augunum og hvíldist---------. Þá kvað við söngur og hljóðfærasláttur, orðin heyrðust skýr og greini- leg: „Sjá roðann í austri, hann brýtur sér braut. Fram, bræður, það dagar nú senn . .“ Hún glaðvaknaði og hlustaði undrandi, trúði ekki sínum eig- in eyram. Og þó var þetta veru- leiki. Söngurinn og undirspilið hélt áfram: „Þeir hæða vorn rétt til að rísa frá þraut, og vorn rétt til að lifa eins og menn . Nú stóð hún upp dauðskelk- uð. Hvað var þetta? Var hún nú að verða veik? Konur að syngja. Hvernig stóð á þessu? Var hana að dreyma? Það var sungið í kirkjunni. — Já, svo greinilega. — Það hljómaði uppi undir hvelfingunum og fylti kirkjuna: „Þeir skamta okkur frelsi, þeir skamta okkur brauð. Hver skóp þeirra drottnandi auð? . •“ Hún flýtti sér eins og hún gat út að litlu hurðinni, tókst að opna hana og leit út. Sólin skein á rauða fána, sem blöktu yfir hersing af kvenfólki. Hún bar hönd fyrir auga gegn birt- unni. Ungar og gamlar konur gengu þarna áfram, fimm og fimm í röð. Hver röð eftir aðra, Þrátt fyrir kreppu og þótt spara megi 100—300% á því að taka ailar myndirnar á sömu plötu og Iáta síðan af hendi stækkaða prufulappa — þrátt fyrir það býð ég aðeins 1. A* nýtízku Atelier Ijósmyndavinnu og miða plötuf jöldann við þarf- ir hvers eins. Ljósmyndastofa, Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötu Sími 1980. Heima 4980.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.