Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 22.03.1936, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ rauðir fánar, stór spjöld með svartri áletrun, sem hún reyndi að stafa sig fram úr. Þær sungu og gengu eftir hljóðfallinu, — áfram------------áfram. Hún var svo snortin, að henni lá við gráti. Þetta var enginn draumur, en alt raunverulegt. Kvennaskarinn, söngurinn, rauðu fánarnir og spjöldin. Hún lifnaði öll við og varð svo inni- lega glöð við þessa sjón. Hún yngdist upp og var nú sem vaknaði einhver von hjá henni. Hún stóð fast við járngrindurn- ar og þrýsti litlu, fölu, þreytu- legu andlitinu út milli rimlanna, til þes að geta betur séð. Aug- un fyltust tárum og það fór heitur straumur um hana alla. — — Hrifning. — — Hún varð gagntekin. Söngurinn þagnaði, byrjaði aftur. Nýjar fylkingar kvenna fóru fram hjá, nýir, rauðir fánar, ný spjöld. Menn stóðu í hópum og horfðu þögulir á kröfugönguna. Hún gat varla séð fyrir fólki, og yarð að færa sig eins og rúm leyfði, til að sjá sem bezt. Og nú gat hún lesið á eitt spjaldið: „Við krefj- umst betri lífskjára fyrir okk- ur og börnin okkar." Þetta skildi hún vel. Þetta var réttmætt. Betri lífskjör, — —• já, einkum fyrir börnin. Nú varð hún svo glöð, að hana lang- aði til að kinka kolli til kvenn- anna og veifa til merkis um að hún væri þeim sammála... Hún vildi helst mega segja eitthvað, en þorði þó ekki. Hún veifaði brosandi, tautaði eitthvað fyrir ^iunni sér og kinkaði kolU. Enginn sá það.-------- Enginn tók eftir henni þarna innikró- aðri. Ójú,--------sóknarpresturinn gekk fram hjá rétt í þessu. NtJA SKÖ, enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna. Straumur og skjálfti. Islenzkur mentamaður, sem lengi hefir dvalið ©rlendis, gat ekki orða bundist, þegar hann las draugavitleysuna hér í heimablöðunum í vetur, og orti þetta: Um íslenzku draugana margfaldur mannhringur stendur semmimdar til vopnin og bítur í skjaldar rendur, svo fæstum finst ráðlegt að eiga neitt annað en frið við óskabörn þeirra, hið dýrmæta Skottulið. Ef gengur þú fram hjá og glottir í vantrúnni þinni, þá gella þeir við: „Ekki að hæðast að Skinnpilsu minni! Hann OUver Lodge tekur alls ekki þess háttar gilt að áreita' hann Lalla, jafn vænan og siðugan pilt!" Vér lesum í sögum að forðum stóð yfír sá aldur að ekkert var kveðið við draug, nema særing og galdur, tóm hetjuleg kvæði með rammgert og harðþjappað rím. Nú raula þeir fyrir þeim sálm eftir Valdimar Briem. Já, forynjur lands vors, þær eiga sér aldurinn tvennan, úr ofsókn og hrakning að komast í sælufaðm þennan; en verst er ef draugarnir væru nú bókmentaþjóð, því vafasamt er hvort þeim fyndist þá breytingin góð. Oss ógnar sú hjátrú, er uppvakningum var bannað að ásækja fólkið, því nú hafa vitrir menn sannað, að þar verður heilsufar almennings alls kostar bezt, sem afturgöngunum þóknast að halda sig mest. Svo langt er nú kómið að lengur er enginn þarfi, að læknarnir hafi neitt ómak af sínu starfi: menn styrkja þá heilsu, sem áður var hrörleg og aum við Irafells-móra, skjálfta og Jóku-straum. Jean Sibelius hið heimsfræga finnska tóa- skáld, átti 70 ára afmæli núna um nýjársleytið. Bétta, mjúka gljáenn fáið þér aðeins með Mána-bóni. Hann horf ði með hæðnisglotti á . þessa kröfugöngu.-------Vesa- NvíaBíÓ: r* •£• £ */r j. /-11 • '* iingar.____Hann kendi í --*? -¦ GreiflHll aí Moilte ChriStO. brjósti um þær,-------en hann var líka sárgramur. Þetta voru uppreisnarseggir, þær voru . . Nei,-------nú gat hann varla trúað sínum eigin augum, og því sem hann sá. Konan, sem hreinsaði kirkjuna stóð þarna klemmd upp við járngrindurnar og tróð fölu andlitinu út á milli rimlanna. Hún var þarna eins og fangi, en veifaði —, já, kall- aði til kröfugöngukvennanna. Prestinum féll það illa,------- en það var ómogulegt að láta þessa konu vinna þarna lengur. Það varð að segja henni upp vinnunni, reka hana á auga- bragði.-------Svona manneskja var ekki hæf til að gera hreint í guðshúsi. Með sínu lagi. Hitler kemur til himnaríkis, gengur fyrir drottinn, réttir fram hendina að nazistasið og segir: — Heil Hitler! — Hér sé guð, svaraði drott- inn. Bráðum verður sýnd í Nýja Bíó hln fræga kvikmynd, Greifiinn af Monte Christo. Áðalhlutvefkin jleiika Robert Donet og ^lissa Landi. Hinn frægi róman Alexander Dumas, Greifinn af M^ointe Christo, er mjög hæfur til kvik- myndar, wgna þess, hve spenn- andi hann er og skemtilegur. — Þessi róman hefir oft verið film- aður, en pessi kvikmynd mun vera sá bezta, sem enn hefir verið gerð. Filman er ágætlega sett á svið og margar fallegar senur, sem undirstrika hinar skemtilegu frásagnir. Aðalhlutwrkið leikur hinn ungi enski leikari, Rabert Dionet. Eins og fleiri enskir leikarar, sem hafa verið „heppnir" í Hollyvood, hefir Donat mjög # fágaða fram- teomu og mjög fallega ríidd; — Elissa Landi leikur kvenhlutverk- ið, og lítið, skemtilegt hlutveric innir Raymond Walburn af he«di.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.