Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Qupperneq 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÖI0 Iþróttir og útivist. FYRSTA VETURÍNN, sem ég dvaldi í M. A. (svo er Mentaskólinn á Akureyri alment kallaður), var ein námsgreinin leikfimi. Ég var hálfgerður auli í öllu, sem laut að styrkingu líkama mannsins. Ég man svo vel eftir fyrstu leikfimiskenslu- stundinni, fátt tollir svo vel í kolli mínum. Skólabjöllunni var hringt. Við 2.-bekkingarnir hlupum sem fætur toguðu til Jjeikfimishúss- ins, því að svo hafði verið fyrir okkur lagt. — Jíennarinn var þama fyrir og skipaði okkur að afklæðast. Ég fór þegar að verða feiminn, en slíkt stoðaði lítt, því að kennarinn hélt áfram að skipa mér úr fötunum. Og ég vissi að mér bar að vera yfir- boðurum mínum hlýðinn. Smátt og smátt týndi ég utan af mér fötin, uns ég stóð allsnaktinn fyrir framan hóp bekkjar- bræðra minna. „Hefirðu engin leikfimisföt ?“ spurði kennarinn mig. „Nei“, svaraði ég, ofurlítið skjálfraddaður. „Þú verður að koma með þau í næsta tíma,“ hélt hinn strangi yfirboðari áfram. ,,Já“, stamaði ég. „Þú verður að fylgjast með okkur, þótt þú sért strípaður — og þú iíka,“ sagði hann og vatt sér að öðrum, sem eins var ástatt um. Svo hófust æfingarn- ar. Okkur var skipað í raðir og látnir sveigja okkur og beygja éftir ýmsum reglum, sem mér þóttu fáránlegar í meira lagi. Þegar kenslustundinni var lokið, var ég orðinn rennandi sveitt- ur og þreyttur í meira lagi. Með lánshandklæði þerraði ég svit- ann af mér, og reyndi að líkja eftir félögum mínum. Loks fekk ég að fara í fötin aftur og varð því fegnari en frá verði sagt. Eins og fugl, sem sleppt er úr búri, þaut ég á dyr, undir eins og ég var fær um. Ég hélt mig hólpinn og að öllu leyti lausan við þessa kenslustund. En ægi- legustu kvalimar voru eftir, og það voru harðsperrumar, sem ég fekk í allan skrokkinn. — Hét ég því að reyna að komast Minningaslitur frá M. A. veturinn 1930—1931. Eftii0 Jéi firistjánsson. M. A. séð frá Lystigarðinum. hjá því að koma í þessar kenslu- stundir, það sem eftir væri vetr- arins. En hjá því komst ég ekki. Ég varð að kaupa leik- fimisskó og leikfimisbuxur. Þennan vetur og tvo næstu gekk ég svo fram hjá leikfim- inni með öllum þeim klækjum og brögðum, sem ég kunni. En svo kom nýr kennari til skólans. Hann var ungur, og áhugasamur. Um líkt leyti tók skólinn að kallast menta- skóli. Margt tók breytingummeð kennara þessum og nafninu. Á- hugi til athafna bæði andlega og líkamlega óx nú fyrir alvöm meðal margra. Svo kom vet- urinn 1930—1931 svo komið, að að koma unum í Undanfarið höfðu smágöngu- ferðir verið tíðkaðar nokkuð, þegar veður voru einkar-góð. En nú var eins og menn yrðu fyrst varir við hinn fagra f jalla- hring umhverfis Eyjafjörðinn. Það er eðli æskumannanna, að horfa hátt, — yfir fjöll og mis- hæðir framtíðarlandsins. Og fjallahringurinn tók að lokka æskumennina til sín. — Nokkm áður en árinu lauk, þ. e. a. s. nokkm áður en árið 1931 gekk í garð, bárust þau tíðindi norður til Akureyrar, að búið væri að rjúfa hina æva- gömlu skólavörðu í Reykjavík. Fyltust þá ýmsir nemendur skólavörðuást (sbr. föðurlands- ást) og óðum urðu raddir þeirra háværari. Dag nokkurn var svo nemendum tilkynt, að haldið skyldi næsta morgun með nesti Nemendur á fjallgönguferð. — Nú var ekki nægði með afsökun á vör- leikfimiskenslustund- imar. Nei, nú urðum við að hafa með okkur handklæði og leik- fimibuxur. Að Iokinni hverri kenslustund í leikfimi, vorum við látnir fara undir kalda steypu. 1 fyrstu bölvaði ég henni hátt og í hljóði. En það fór af smá' 'jaman. En nú. var eigi eingöngu reynt til að opna augu okkar fyrir ágæti leikfiminnar. Okkur var gefinn kostur á fleiri íþróttum. Og smám saman opnuðust augu okkar fyrir ýmsu, er okkur hafði áður verið hulið á þessu sviði. og nýja skó, til Vaðlaheiðar, þar sem reist skyldi úr reginbjörg- um voldug skólavarða. Um kvöldið var kenslubókum miður varlega varpað á góða geymslu- staði. Síðan var lagst til og marga ymis konar æfintýri upp til fjalla. — Loks RANN DAGUR og lagt var af stað í fagurri fylk- ingu. Einkum þótti fylking- in fögur, þegar hún fór y&r aðra brúna á Eyjaf jarðará, með íslenzka fánann í fararbroddi. Veður var kyrt og fagurt. — Þegar yfir ána kom, fóru mena að gerast móðir og var þá grip- ið handhægasta ráðið við mæð- inni og það var, að taka sér ofurlitla hvíld. Tóku nú einstaka sauðir að snúa úr hinni fögru hjörð. Eð að lokinni ofurlítilli dvöl árbakkann, hélt meirihlutin» áfram til heiðarinnar. Gengið var um grasi og lyngi vaxnar hæðir, unz loks var komið upP' undir heiðarbrún. Að lokurn komum við alla leið upp á há- heiðina. Bitur kuldi bagaði þeg' ar mörgum. Sneru sumir tS bygðasælunnar aftur, en aðrir brutu upp grjót og báru í hauga- Karlar sem konur unnu ósleiti' lega að vörðusmíðinni lengi dags. Var kuldinn svo napur, að varla var hægt að matast og því síður gátum við karlar gefið' konum hýrt auga, því að sv° mátti segja, að slíkur eldur frysi á leiðinni til áfangastað- arins. Þegar vörðuhleðslunni loks var lokið, var íslenzki fáninn settur efst á vörðuna, því næst skipuðu menn sér um nývirki þetta og sungu nokkrar tæki- færisvísur. Þessu næst var tek- ið til fótana niður brekkurnar. Neðan við heiðina biðu bílar, hlaðnir vistum, þótti flestum Þa kaffisopinn hressandi og heima- vistarbrauðið óvenju lostætt. Flestir kusu far með bílunum- en aðrir gengu. Daginn eftir ferð þessa, vor- um við eins og ný af nálinm- Við vorum hress og kát og höfðum ýmissa smáatvika að minnast. Og „mikill vill alt af meira“, segir spakmæli nokk- urt. Svo varð nú með nemend- Frh. á 6. síðu. Kappróðrarbátur M. A. á Pollinum.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.