Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Blaðsíða 7
ALÞ'ÍÐUBLAÐIÐ 7 bókavörður. (Frh. af 3. siðu:.) ætti við að stríða. Það væru hógværar, skemtilegar hugsanir —en þessháttar væri munaður fyrir hann. — Ég álít ekki, að hún sé beint leiðinleg, sagði hann af- sakandi, en hún hefir enga þýð- ingu fyrir mig. —- Ekki það? Og eftirmaður Molins lítur á unga, atvinnulausa húsgagna- smiðinn. Hann veit, að hver manneskja er heimur út af fyrir sig -— og Axel Ljungkvist kynn- ir honum alveg óþekktan heim. Honum fer að verða það Ijóst, að hann veit ekki, hvað hrærist innan takmarka þessa heims. Yfir hvaða sorgum og umönn- un býr hann, hvað veldur hon- um áhyggjum, von hans, lífsmið hans, hamingja hans ? Eftir- maður Mohns sekkur sér niður í djúpar hugsanir, meðan hann horfir rannsakandi augum á unga lánþegann við útlánsborð- ið. Ökunnur heimur fyrir eftir- mann Molins, sem afneitar hin- um ytrið veruleika og situr á daginn á tröppunum fyrir utan verzlunina sína. —- Eg held að ég verði að fá margar bækur í kvöld, segir ungi maðurinn. Eg hefi hvort sem er ekki annað að gera en að lesa. — Hvernig komist þér ann- ars af? Bókavörðurinn er með- aumkunarsamur. Atvinnulaus síðan í nóvember °g nú er komið fram í maí. Móðir hans hefir vinnu við lag- færingu og hreingerningu í húsum, svo að hann sveltur ekki * hel á meðan hún hefir brauð- hita að skifta á milli þeirra. Samt nægir það ekki til að eta sig mettan á hverri máltíð. Hann er ekki heldur heimilis- laus á meðan mamma hans hef- ip herbergi, og legubekk handa 8étta, mjúka gljjhnn fáið þér aðeins með Mána-bóni. honum til að liggja á. Auðvitað gæti maður átt betri æfi. Ungi maðurinn fyllist trún- aðartrausti — gamli maðurinn virðist hlusta á hann. Og hann má gjaman fá að vita, við hvað iðnlærður verkamaður í Allmán- nige verður að búa. HANN er orðixm svo leiður á þessu lífi, að hann veit ekki, hvað hann á af sér að gera. Sama eilífa fábreytnin fylgir hverjum degi. Tíminn er bölv- anlega lengi að líða; suma morgnana veit maður varla til hvers maður á að fara úr rúm- inu. Og þá liggur hann eins lengi og hann getur, til að stytta daginn. Hvað er annað að gera? Hann hefir enga vasapeninga, til að fara á kaffihús eða bíó á kvöldin. Hvað á maður að taka til bragðs ? Það er ekki um annað að tala, en að rangla um bæinn með öðrum atvinnuleys- ingjum. Þeir standa á götuhorn- um, rabba saman og totta til skiftis sama vindlinginn — labba á járnbrautarstöðina, þegar lestin kemur og fer — horfa á þá, sem hafa peninga. Það er ekki um önnur úrræði að tala, en að rápa fram og aftur, alls laus, og horfa á þá, sem komist hafa hjá allsleys- inu. Það getur að lokum gert mann ruglaðan í höfðinu að rangla svona í margar klukku- stundir á hverjum degi. Það er ömurleg hringrás. Það væri kannske bezt að vera í rúminu, bæði nótt og dag. Þó að maður sé ungur og hraustur, iðnlærð- ur verkamaður. Axel Ljungkvist talar sig æstan og leysir frá skjóðunni við bókavörðinn, sem hlustar með hæfilegri athygli, næstum því í auðmýkt. Hann er ekki lengur hissa, hann fær svör við spurningum, hann fær innsýn í heim, sem hann þekkir ekki. Saga húsgagnasmiðsins er saga um mann, sem verCur að stríða við löngu tímana, hina tuttugu og fjóra löngu tíma í sólar- hringnum, mann, sem veit ekki, hvað hann á að gera við lífið, sem hann hefir einu sinni feng- ið sem dýrmæta og óendur- gjaldanlega gjöf. — Eg held, að ég verði að fá margar bækur í kvöld, hr,- Molin! j • r Ungi maðurinn velur þær1 sjálfur og bókavörðurinn færir þær inn í útlánsbókina. Það er engin af þeim, sem bókavörð- urinn hefir keypt á eigin ábyrgð. Þegar ungi maðurinn er far- inn, lætur hann Montaigne aft- ur á hilluna. Mjög skömmustu- legur. 1 kvöld hefir hann kom- ist að raun um, að hann er ekki eins göður bókavörður og hann ætti að vera. Hann veit alt of lítið um raunir annara manna, til þess að geta verið hinn rétti leiðbeinandi þeirra í bókavali. Bók, sem ríkur, frjáls hallar- greifi skrifaði á 16. öld, hefir hann valið sem hæfilegan lest- ur handa atvinnulausum æsku- manni á 20. öld. Fögru orðin um einveruna og frelsið hlutu að verka sem nístandi háð á þann, sem veit ekki hvernig hann á að láta tímann líða, og sem verður að stríða við erfitt og dapurlegt líf. Hann krafðist þess, að atvinnulausi iðnaðar- maðurinn Ljungkvist léti fara vel um sig með hallargreifanum í Montaigne! Þegar bókavörður Alþýðu- bókasafnsins læsir skápunum ík. kvöld, finnur hann að hann hef-. - ir lært dálítið: Að vera ekki ’ hrokafullur og halda, að maður geti ákveðið, hvað annar mað- ur þarfnast fyrir anda sinn. Sérhver maður er heimur út af fyrir sig. Þannig hugsar bókavörður, sem gengur heim frá sjálfboða- starfi sínu í þröngri, daunillri kytru. Maður, sem vinnur fyrir bækurnar, en kann ekki að gera vinnu sína arðberandi. Krókur á móti bragði. Nýlega kom Jóti inn á hótel í Kaupmannahöfn ásamt konu sinni og bað um mat. Að því loknu kom þjónninn með reikn- inginn en Jótinn fann að því, að eftirmaturinn væri reiknaður með, enda þótt hann hefði ekki verið snertur. — Það er yður sjálfum að kenna, eftirmaturinn var þama, sagði þjónninn. — Jæja, gerið svo vel, sagði Jótinn og fékk þjóninum peninga. Þjónninn taldi þá og sagði að vantaði þrjár krónur. — Það er af því þér kystuð konuna mína, svaraði Jótinn. — Það hlýtur að vera misskilningur, svaraði þjónninn. — Ég hefi ekki snert hana. — Ja, það er yður sjálf- um að kenna, svaraði Jótinn. — Hún var þarna. 4 Eftirmæli. ^ I norsku blaði birtust nýlega eftirmæli um 75 ára gamlan J mann, sem var nýdáinn. Grein- in endaði á þessum orðum: „Hvar sem Martin gamli kom fekk hann varmar viðtökur." Þetta var orð að sönnu, því að hann var slökkviliðsmaður. Enski flugmálaráðherramt Swinton lávarður, sem búist er við að verði útnefndur hervam- arráðherra. Mikilvirkur rithöfundur. i Ameríkumaðurinn Big Ronald skrifaði 62 rómana árið 1935. Hver róman var 200 blaðsíður. Hann var að meðaltali 5 daga að semja hvern róman. En — sem betur fór var enginn þeirra gef- inn út. Ungur borgarstjóri. I borginni Dagahabur í Abessiníu var 13 ára piltur gerður að borgarstjóra. Hann þykir gáfaðisti íbúi borgarinn- ar og kann 6 tungumál. Skaðabótamál. Nýlega bar svo við í Osló, aá maður nokkur stal bíl, keyrði ógætilega og slasaðist. Hann fór í skaðabótamál við eiganda bílsins. enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.