Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Blaðsíða 8
& ALÞÝBI7BLABIÐ Gamla Bíó: „Stúlkan, sem sagði nei". Sviona mun brúin yfir Eyrarsund líta út, ef farið verður eftir uppkasti því, er gert hefir verið. jfcST A FYRSTA FARRÝMí Frh. af 4. síðu. mannanna börn áfram að elsk- ast, þangað til skipið blés til brottferðar. RÓÐRARBÁTURINN lagði að skipsstiganum. — Einar hjálpaði stúlkunni upp á stiga- pallinn. Svo borgaði hann ferju- manninum, greip með annari hendi um kaðalhahdrið stigans og vatt sér snarlega upp úr feátnum. Guðrún var komin upp á und- an, en nú mættust þau aftur á þilfarinu. Farþegarnir, sem gengu um gólf úti við borðstokkinn, litu á þau sem snöggvast, en það var ekkert athugavert við þau. Þau kunnu sig betur en svo, að þau bæru ástina utan á sér. — Eigum við að athuga þetta með klefann? sagði Einar og gekk svo á undan henní inn á fyrsta farrými. — En það má enginn sjá okkur, hvíslaði hún, um leið og þau gengu inn eftir ganginum, þar sem tölusettir klefar yoru til beggja handa. — Engin hætta, svaraði hann. Bara að klef inn sé nú ekki upp tekinn. — Víst er það hættuspil, hvíslaði hún aftur, hálfhrædd og hikandi. — Það er altaf mannaferð hér á milli klefanna. Einar ypti öxlum og héit á- fram. En þegar hann kom að klefa aínum, voru dyrnar læstar, og hvernig sem hann barði, fekk hann ekkert svar. — 1 hamingjunnar bænum! Við skulum f ara héðan, áður en einhver kemur, sagði Guðrún. Svo gengu þau út úr gangin- um og upp í reykskála. Þar sett- ust þau í einu horninu og töl- uðu saman. — Þér komið til mín í kvöld, meðan á matmálstímanum stendur, sagði Einar. — Þá verður f élagi minn uppi í borðsal, en ég læzt vera sjó- veikur og verð eftir kyr í klef- anum. Guðrún hristi höfuðið. — Omögulegt, svaraði hún. — Allt of mikil áhætta. — Hver er í klefa með yður? spurði hann alt í einu. — Ef það er einhver stúlka, skal ég sjá um, að hún hafi um annað að hugsa á þessum tíma. Ég á marga kunningja hér um borð. — Þér eruð of ákafur, sagði hún. — Við verðum að haga okkur eftir kringumstæðunum. Áðan gaf st okkur tækif æri, sem við notuðum, en nú er þetta tækifæri liðið hjá. Þar með er sambandi okkar lokið. — Nei, nú er það einmitt að byrja, svaraði hann. — Ég varð ástfanginn af yður við fyrstu' sýn og ég mun halda áfram að elska yður alt mitt líf, og — hann lækkaði röddina og hvísl- aði — ég ætla mér að giftast yð- ur. Guðrún brosti, og aftur var bros hennar blandið háði. — Jæja, við skulum þá gera það strax, iáta skipstjórann gefa okkur saman. Einar varð hugsandi á svip- inn. •— Nei, elskan mín. Það er ómögulegt. Fyrst og fremst gefa skipstjórar ekki saman hjón á milli hafna, og svo þarf ég að koma öllu í kring, svo að alt sé löglegt. — En þá er heldur ekkert gaman að því, svaraði hún. — Þá er það bara eins og hver önnur hversdagsgif ting, og þær eru nú ekki sérlega spennandí. MYMDIN. sem Gamla Bíó sýnir á næstunni, heitir: „Stúlkan, sem sagði niaM" Aðalletkendur eru Clau- dette Golbert, Fred Mac Murray, Ray Miliaud, C. Aabrey Smíth og Luis Al- berni. ¦ ( Texti myndarinnar er eftir Melville Baker og Jack Kirkland. Fært á leiksvið af Wiesley Ruggles. Marilyn David (Claudette Col- bert) iog Pete Dawes (Fred Mac Murney) eru heztu kunningjar. í miðri New York hafa þau fundið ífriðsælan stað í garði einum, þar pau sitja saman á bekk og horfa á umferðina. Pete elskar Mari- lyn iog játar henni ást sína með hæfilegu millibili. Marilyn segir honum að víst þyki sér vænt um hann, en hún'er ekki viss um, að hún elsiki hann. Affcur á móti verður hún mjög hrifin af manni, siem hún hittir eitt kvöldið á neðanjarðarbrafutar- vagni. Hann segist heita Char- les Gray og vera Englendingur. Hann virðist vera atvinnulaus og hafa litiu úr að spila, en er þó í ráun og veru sonur hertogans af Loamshire og trúlofaður í Englandi. Þeir feðgarnir hafa dvalið undanfamar vikur í New York undir öðru nafni. Nú ber svo við, að Pete kems* á snoðir um ferðalag þessara tignu Englendinga. Pete er biaðe* maður að atvinnu og reynir að í* viðtal við þá, en það tekst ekkl. 1 stað þess nær hann myndum ef þeim. Daginn eftir sér Marily* mynd els'khuga síns í blöðunuiB' en þar heitir hann ekki Chaíl«s Gray, heldur Lord Grantoa. Framhaldið sést í Gamia Bíó. 11 — Eigum við að reyna aftur við klefann? sagði hann. — Nei!------- Jæja, jú, kann- ski, svaraði hún. — En ég fer ekki inn, ef nokkur maður er á ganginum. — Nei, auðvitað ekki, sam- sinnti hann. En rétt, þegar þau komu inn í ganginn, opnuðust dyrnar að klefa Einars og karlmaður og kvenmaður komu út. Einar bölvaði í hljóði, en Guðrún brosti sem fyr. Hitt parið var nú komið f ast að þeim og staðnæmdist, því að gangúrinn var þröngur. — Má ég kynna ykkur, sagði Guðrún. — Einar Ólafs- son — — og — maðurinn rrdnn, Bjöm Jónsson. E^nar horfði á þau á víxl eitt augnablík. Svo sagði hann létt og glaðlega: — Gleður mig að kynnast yður, Björn. Hann leit á kon- una, sem hafði komið út úr.klef- anum með Birni. — Já, þið þekkist. Síðan leit hann aftur á Guðrúnu. — En þið þekkist ekki. Leyfið mér að kynna ykk- ur: — Frú Guðrún Magnús- dóttir — og — Sigríður Bjarna- dóttir, konan mín. Þessi mynd er af Eugente prinzessu af Grikklandi, Be* margir spá að verði dnottning Ját- varðar Englafeonungs. Piltur gekk til stúlku, 8eúx hann ekki þekti og bauð henru upp, en hún vildi ekki danza viö hann. — Afsakið, ungfrú, sagðí pilturinn. — Mér sýndist Þ&" hafa setið svo lengi. RITSTJORl: P. R. VALDEMARSSON _ STSINDÖRSPRBNTH.F- *

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.