Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Issue
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Page 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Page 2
2 ALÞÝÐUBLA©!© Ast, fjárnái 09 eitnrbyrlanir. Mary Blandy’s-málið. LESTIR eiturbyrlarar hafa verið gamlir og ljótir, en Mary Blandy, sem var orsök margra eiturbyrlunarmála í Englandi var ung og fögur. Við- mót hennar var svo töfrandi, að jafnvel fórnardýr hennar og dómarar komust við. Ungur skozkur liðsforingi hafði unnið ástir hennar, án þess að láta þess getið, að hann var kvæntur áður. Þegar faðir hennar sá, hve grátt dóttir hans var leikin, bannaði hann þeim allar samvistir. Liðsforinginn fór burt, en sleit ekki trygðum við Mary, heldur lofaði að fá skilnað við konu sína og kvæn- ast Mary á eftir. Einu sinni kom hann í heimsókn til henn- ar og færði henni þá eitur, til þess að byrla föður hennar og ryðja honum þannig úr vegi. Svo mikið er víst, að liðsfor- inginn skrifaði henni nokkru síðar og bað hana „að spara ekki duftið um of“. Fáum dög- um síðar kvartar faðirinn yfir því, að teið sé beiskt á bragð- ið, og vildi hann ekki drekka það. En svo illa vildi til, að vinnukonan drakk teið og veikt- ist hastarlega, án þess að nokk- urn grunaði neitt. Faðirinn sýktist litlu síðar og samvizku- bitið knúði dóttur hans til þess að játa, að hafa byrlað eitri í mat hans um tíma. Mary lýsti því yfir, að unnusti hennar hefði knúið hana til þessa ódæð- is. Lofar hún því, að slíta öllu sambandi við liðsforingjann. Sjúklingurinn fyrirgaf dóttur sinni, veitti henni föðurlega blessun og andaðist litlu síðar. Meðan þetta gerðist var þjón- ustustúlkuna farið að gruna margt. Hún hafði veitt því eftir- tekt, að hvítleitt duft hafði sest á botninn á hafrargrautardisk, sem ætlaður var sjúklingnum. Lét hún lyfsalann rannsaka þetta, og kom þá í Ijós, að hér var um rottueitur að ræða. Þegar málið kom fyrir rétt, ját- aði eitt vitnið, sem Mary hafði beðið um að koma bréfi til unn- usta síns, að hann hefði opnað bréfið og sýnt föður hennar, sem lá fyrir dauðanum. Faðir- inn hafði aðeins svarað rólega: „Veslings barnið. Hverju fóm- ar ekki kona fyrir elskhuga sinn.“ Mary Blandy var dæmd til dauða og hengd í Oxford, en unnusti hennar, skozki liðsfor- inginn, forðaði fjöri sínu með því að flýja til Belgíu og ganga þar í klaustur. Madeleine Smith-málið. "Jifl'ADELEINE SMITH hafði kynst Pierre Emile L’Angelier þegar hún var 18 ára að aldri. Þau trúlofuðust leynilega. Ritaði hún elskhuga sínum mörg bréf, sem báru vott heitrar og ástríðufullrar ástar. Hún tók jafnvel á móti honum í næturheimsóknir. En eftir því, sem tímar liðu, kólnaði þó ást hennar, enda spöruðu foreldr- ar hennar ekki að hvetja dótt- ur sína til þess að giftast öðr- um manni. Fór svo að lokum, að Madeleine lét að vilja þeirra. Þegar L’Angelier bárust þess- ar fréttir, ógnaði hann Made- leine, með því að hóta að senda foreldrum hennar ástarbréf þau, er hún hafði ritað honum. Fyrir fortölur hennar sefaðist L’Angelier og skyldi vinátta halda áfram, eftir sem áður, enda þótt giftingarundirbún- ingi hennar væri hraðað sem mest af foreldranna hálfu. Litlu síðar sýktist L’Angelier. Þjáðist hann einkum af sárum verkum og uppköstum. Endur- tókust þessi veikindaköst hans eftir hverja heimsókn Made- leine. L’Angelier dó skyndilega skömmu síðar. Ekki var liðin Iangur tími frá andláti hans, er það tók að kvisast, að ekki myndi alt með feldu um andlát hans. Var því lík hans grafið upp og krufið. Læknar gáfu þann úrskurð, að banamein L’Angelier hefði verið arsenik- eitrun. Litlu síðar var hin unga brúður ákærð fyrir morð. Við réttarhöldin kom það í Ijós, að hún hafði við ýms tæki- færi keypt arsenik, undir því yfirskyni, að nota það til rottu- eitrunar. Síðast hafði hún keypt rottueitur 5 dögum fyrir dauða L’Angelier. Þegar henni var bent á það fyrir réttinum, að rottueiturskaup hennar væru grunsamleg, kvaðst hún hafa keypt eitrið til þess að henda því í þvottavatn, sakir þess að vinkona hennar hafði talið það hafa bætandi áhrif á hörundið. Rannsókn fór fram á magainni- haldi hins látna og leiddi hún í ljós, að hann hafði „tekið inn“ 57 cgr. af arseniki. Kviðdómur- inn taldi það ómögulegt, að nokkur maður tæki svo stóran skamt af arseniki, án þess að verða þess var og því hlyti að vera um sjálfsmorð að ræða. Unga stúlkan var sýknuð, en 6 mánuðum síðar fundust 100 cgr. af arseniki í maga á manni, sem drepin var á eitri. Maybrick-málið. A KÆRAN gegn Florenee ■*"*■ Maybrick fyrir að hafa myrt mann sinn á rottueitri, var eitthvert átakanlegasta mál, sem kom fyrir ensku dómstól- ana á öldinni sem leið. James Maybrick var baðmullarkaup- maður, og um fimtugt þegar hann lést. Hann var 25 árum eldri en kona hans, sem hann hafði kvænst, þegar hún var 18 ára. I öndverðu var hjónaband þeirra hið farsælasta, en vorið 1889 hljóp snurða á þráðinn, sakir vináttu frúarinnar við annan mann. Leitaði hún því á náðir málafærslumanns nokk- urs og sótti um skilnað við mann sinn. Þó varð ekkert úr því, að þau skildu, og sættir komust á í bili og hjónin héldu áfram sambúð sinni. Herra Maybrick þjáðist af ólæknandi meltingarsjúkdómi og hafði Ieit- að til læknis að staðaldri um nokkra ára bil, auk þess, sem hann leitaði sér lækninga með ýmsum skottulækningum. Að minsta kosti fanst' að honum látnum hinn mesti sægur af alls konar flöskum undan þann- ig löguðum lyfjum. 14. apríl 1889 leitaði hann einu sinni enn til Iæknis. Lækn- irinn skrifaði lyfseðil á lyf, sem inniheldur stryknin. Viku síðar keypti kona hans pakka af flugnapappír hjá lyfsala einum. 29. sama mánaðar keypti hún samskonar pakka hjá öðrum lyfsala, ásamt einni flösku af Benzoldekyd. Skýrði hún svo frá, að meðal þetta ætlaði hún að nota til andlitsfegrunar, því að meiri háttar danzleikur stóð fyrir dyrum. Heimilisfólkið veitti því athygli, að hún lagði flugnapappírinn í vatn þá um kvöldið og daginn eftir fór hún á danzleik, ásamt bróður sínum. 27. apríl hafði James Maybrick neytt kvöldverðar úti í bæ hjá einum vina sinna, þrátt fyrir það, þó að hann kvartaði sár- an um vanlíðan sína. Daghm eftir leið honum mjög illa og gaf kona hans honum því upP' sölumeðal, sem búið var til úr sinnepi, sem hrært hafði verið út í vatni, til þess að þjáning- um hans mætti linna. Ennfrem- ur sendi hún eftir heimilislækn- inum. Herra Maybrick skánaði heldur, svo að hann fylgdi föt- um nokkra daga og vann á skrifstofu sinni. Aðfaranótt hins 3. maí hraðversnaði hon- um svo aftur, með uppköstum og máttleysi, að heimilislækn- inum þótti ráðlegra að leita að- stoðar annars læknis. Fram til þessa hafði frú Maybrick annast að öllu leyti um mætaræði manns síns, án þess að hinn minsti grunur félli á hana í því sambandi. En um þessar mundir sendi hún elsk- huga sínum bréf og bað vinnu- konu sína að koma því til skila. Stúlkan braut bréfið upp og af- henti það síðan bræðrum herra Maybrick. Þeir sendu hjúkrun- arkonu til bróður síns og upp frá þeirri stundu kom kona hans hvergi nærri hjúkrun hanS, nema hvað hún að kvöldi hins 8. maí kom inn til hans með flösku af sinnepi, sem notað var í upP' sölulyfin. Daginn eftir tók bróðir Maý- bricks flösku þessa og fór með hana á fund dr. Carter, sem efnagreindi innihaldið. Koro. Þa í ljós, að í flöskunni voru 3 cgr. af arsenik. James Maybrick andaðist að kvöldi hins 11. maí- Við húsrannsókn fanst böggull með 500 cgr. af arsenik, blönd- Frh. á 6. síðu. Satfibætfr. Það er vandi að gera kaff* nnum hæfis, svo að hínn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. bætir tekist- Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svlhur engan. Beynið sjálf. Beynskui eW ólýgnust.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.