Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Chaplin í vinnustofunni. BRÁÐUM er búist við mynd f rá Chaplin og er hennar beðið með mikilli óþreyju. Allir vita, hvernig myndir Chaplins «ru, en hvernig verða þær til? Chaplin er leyndardómsfylsti listamaðurinn í Hollýwood og ^nginn f ær aðgang að vinnustof- úm hans. Þýzki rithöfundurinn Egon Erwin Kisch reyndi, þeg- ar hann dvaldi vestra, að fá að heimsækja hann, en var neitað tim það. Daglega koma um 300 íoanns til þess að heimsækja Chaplin, svo að hann er neydd- ur til þess að neita að taka á 3nóti gestum, ef hann á að hafa nokkurn vinnufrið. Það var um það bil, er Chap- Jin var að búa til mynd sína „Borgarljósin" og Kisch lang- ^.ði mjög mikið til þess að kynn- ast hinum fræga manni. I bók sinni um Ameríku lýsir Kisch fcví, hvernig hann, af tilviljun, komst í kynni við hinn fræga leikara. Kisch var á skemtigöngu í Hollywood, ásamt hinum heims- íræga rithöf undi Upton Sinclair. •Svo kom alt í einu rigningar- skúr og Sinclair sagði: „Við skulum standa af okkur skúr- ína inni hjá Chaplin." Þannig skeði það. OINCLAIR nam staðar á götuhorni fyrir f raman ^okkur rauð tígulsteinahús. Það var naumast hægt að láta sér ^etta í hug, að þetta væri kvik- 'öyndaverkból. Á einum stað iangir spjald áletrað: „Chaplins Studio." Þeir ganga inn í skrif- stofuna. Tveir menn eru þar íyrir og svo kemur Chaplin. Hann er í víðu, götóttu bux- ^loi sínum, sem allir kannast ^ð, með stóru skóna, alla 8kakka og skælda, bindið skakt *>g svo þessi spaugilegl jaket. Hann kemur beint frá vinnunni. — Velkomnir, segir Chaplin *°g réttir þeim hendina. Honum Sengur illa með „Borgarljósin" °g spyr, hvort þeir geti ekki ^jálpað sér. En þetta er ekki sá Chaplin, ^öi allir kannastviðúrmyndun- ^- Að vísu kemur hann frá ^nnunni, en hann er ekki að leika. Hann vantar hattinn Sóða, stafinn og skeggið. Auk ^ess sýnast skórnir ekki nærri P^í eins stórir og á myndunum. feir eru allir skakkir og skæld- **" °g sundurgengnir að vísu, en amiars virðast þeir vera venjú- legir skór og það er einungis list Chaplins, sem hefir gert þá svona hlægilega. Hann hefir stór hornspangagleraugu og án þeirra getur hann ekki skrif að nafnið sitt. Hár hans er tekið að grána sumstaðar og Kisch segir við hann með varkárni nokkrum dögum síðar: — Þú ættir að láta lita á þér hárið. — Mér er alveg sama, hvað er grátt og hvað er svart, segir Chaplin. Það verður ekki litað framar. — Hvað gerir konan þín? — Það hef i ég ekki hugmynd um, svarar Chaplin kæruleysis- lega. — Við eigum tvö börn, þau eru hjá henni. Meðan filman er látin á sýn- ingarvélina, spilar Chaplin á orgel og syngur Violetera á spönsku, sem raunar er engin spanska. Svo býður hann Kisch heim til sín, þar sem hann seg- ist skuli spila fyrir hann á orgel og syngja, svo að hann verði bæði heyrnarlaus og sjónlaus í fleiri daga á eftir. — Ég spila alveg hræðilega dásamlega, segir Chaplin, en því miður skilur enginn mína tónlist. HÚSGÖGNIN í stofunni eru aðeins 4 tréstólar og einn hægindastóll. Chaplin sest á fætur sér, eins og klæðskeri eða indverskur Buddha og lætur fara vel um sig. Svo hefst sýn- ingin. — Þetta er stórkostlegt, segja þeir, þegar sýningin er úti, en Chaplin segir: — Viljið þið gera svo vel og segja mér, hvað þið hafið séð. — Já, auðvitað, segir Kisch. — Fyrst sést stúlka, semer að selja blóm á götuhorni. Svo kemur Chaplin .... — Nei, ekki strax ... . " — Nei, fyrst kemur maður ásamt konu sinni og kaupir blóm. — Maður? Hvers konar mað- ur er það? — Hann líkist Adolph Men jou dálítið. — Já, fínn maður og kona, það er gott, hvað svo? — Svo kemur Chaplin fyrir götuhornið. Hann sér vatns- krukku við múrinn og tekur af sér hanzkana og ætlar að f á sér áð drekka. Þá tekur hann eftir því að einn hanzkafingurinn vantar og hann leitar árangurs- laust að honum." " . — Haldið áfram. — Svo tekur Chaplin bikar- inn, sem hangir í festi. Chaplin uppgötvar að þetta muni vera ágæt úrfesti og reynir að losa hana frá veggnum. Það mis- heppnast og Chaplin verður vonsvikinn. Svo gengur hann til blómasölustúlkunnar. Hún rétt- ir honum .... —¦ Hættið! Hættið! Það skeður dálítið fyrst. Chaplin horfir á gesti sína til skiftis með nærri því biðjandi augum. —Það skeður dálítið fyrst. En þeir geta hreint ekki mun- að, hvað skeður fyrst. -.— Það kemur bíll. — Já, það er rétt, það kemur bíll, og maður stígur út úr bíln- um. Chaplin heilsar honum. — Hvað verður svo um bíl- inn? — Það veit ég ekki, svarar Kisch, en Upton segir: — Ég held að hann aki burt. — Pjandinn sjálfur, segir Chaplin. — Það er alt saman ónýtt. Og samverkamenn hans verða mjög eymdarlegir á svip- inn. Svo heldur Kisch áfram að skýra frá gangi myndarinnar: — Stúlkan réttir Chaplin blóm, blómið dettur niður og bæði beygja sig, til þess að taka það upp. Chaplin tekur blómið upp, en stúlkan heldur áfram að leita, þótt hann rétti henni það. Þá verður hann þess var, að hún er blind. Svo kaupir hann blómið og fer. En til þess að fullvissa sig um það, að hann hafi ekki verið gabbaður, læð- ist hann til baka. — Nei, nei, hann læðist ekki. — Nei, hann gengur hratt, eins og hann ætli fram hjá, en þegar hann kemur til hennar, stígur hann létt niður, svo að fótatakið heyrist ekki og sest við hlið stúlkunnar. Hún hefir lokið við að vökva blómin og hellir úr fötunni í andlit Chap- lins. Svo læðist hann burtu og kemur síðan aftur og kaupir annað blóm. Stúlkan ætlar að setja blómið í hneppsluna, en finnur þar blómið, sem hann hafði áður keypt. Þannig kemst hún að raun um, að maðurinn hefir komið aftur, hennar vegna. Chaplin kemur henni í skilning um, að ekkert sé í hinni hneppslunni, en hún segir að enginn gangi með blóm í báð- um hneppslum. Þá gefur hann henni blómið og hún setur það á brjóstið . . . — Hvað svo? — Hún er ástfangin ... — í hverjum? — Chaplin . . . — Það var nú verri sagan. •? — Per engin fram hjá? — Ekki svo ég muni. — Hver skollinn sjálfur. Sá- uð þið ekki bílinn og herrar manninn aftur? — Nei! — Og ekki þér heldur, Upton? — Ekki heldur. CHAPLIN er mjög örvænt- ingarf ullur og gref ur and- litið í höndum sér. Þar sem hann situr þarna er eins og öll eymd veraldarinnar sé saman- komin á einum leðurdregnum hægindastól. Samverkamennirn- ir eru líka mjög örvæntingar- fullir. En þetta er hvorki meira né minna en aðalatriði myndarinn- ar, sem þannig hefir farið í hundana. Blómastúlkan heldur, að það hafi verið maðurinn í bílnum, sem keypti af henni blómið og kom aftur. Bíllinn haf ði alt af beðið á götuhorn- inu, en þeir höfðu ekki tekið eftir honum. Og það er ríki maðurinn í bílnum, sem stúlkan verður ástfangin í. Chaplin uppgötvar misgrip stúlkunnar og leikur nú hlutverk hins ríka biðils. Hann stelur peningum handa henni, svo að hún getí. látið skera upp augun og feng- ið sjónina aftur. Svo er hann tekinn fastur og er hann hefir tekið út hegninguna ætlar hann. að hitta stúlkuna. En hún hefir enga hugmynd um, hver hann er og hlær að honum, eins og allir aðrir. Og ef áhorfendur skilja þetta ekki þegar í stað, þá er alt unn- ið fyrir gíg. — Við verðum að henda þessu rusli og byrja að nýju, segir ChapUn. EGON ERWIN KISCH segir svo frá heimsókn sinni til Chaplins: Það mætti skrifa merkilega ritgerð um hvert herbergi út af fyrir sig. Til dæmis um búnings- klefann, sem reyndar er enginn búningsklefi, heldur fallegasta herbergið í húsinu. Til vinstri Prh. á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.