Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Issue
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Page 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Page 4
ALiÞÝÐUBLAÐIÐ 4 Ernest Hemingway: Rödd lífsins. JÆJA, sagði maðnrinn, —p og hvað svo? * — Nei, sagði stúlkan, — ég get það ekki. — Þú átt við það, að þú vilj- ir það ekki. — Ég get það ekki, sagði stúlkan, — það er alt og sumt. — Þú átt við það, að þú vilj- ir það ekki. — Jæja þá, sagði stúlkan, — fyrst þú vilt hafa það svo. — Ekki eins og ég vil. Fjand- inn sjálfur! Ég vildi að það væri svo. — Það hefir lengi verið svona, sagði stúlkan. Þetta var snemma dags og auk barmannsins voru þau bara tvö í veitingastofunni. Þau sátu við borð úti í horni. Það var komið undir haust; þau voru bæði sólbrunnin og ólík útliti Parísarbúa. Stúlkan var gulbrún í framan, ljóshærð og stutt- khppt. Hárið var gullfallegt. Maðurinn leit á hana. — Ég drep hana, sagði hann. — Æi nei, sagði stúlkan. Hún hafði mjög fallegar hendur og maðurinn athugaði þær gaum- gæfilega. Þær voru litlar, brún- ar og ljómandi fallegar. — En ég læt nú verða af því samt. — Þú verður ekkert ham- ingjusamari fyrir það. — Gastu ekki lent út á ein- hverja aðra galeiðu? — Það er víst ekki, sagði stúlkan. — Og hvað ætlar þú að gera ?*-' — Ég er búinn að segja þérj það. í' — Ég tala í alvöru. — Ég veit ekki, sagði hann. Hún horfði á hann og rétti hon- um hendina. — Veslings Phil, sagði hún. Hann horfði á hönd hennar, en snerti hana ekki. — Nei ég þakka, sagði hann. — Og það hjálpar ekki, þó að ég segi þér, að mér þyki fyrir þe-’.su. —■ Nei. — Og ekki heldur, þó að ég segi - -r, hvemig í því liggur. — g vil ekki heyra það. — Mér þykir mjög vænt um þ-'g, Phil. •ð lítur út fyrír það. "r þykir fyrir því, að þú sl "r ekki skilia þetta, sagði fcr'ui — Ég skil það, og það er það versta; ég skil það. — Þú skilur það, sagði hún. — Og auðvitað bætir það ekki úr skák. — Áreiðanlega, sagði hann og leit á hana. — Ég hefi altaf skilið. Ég hefi altaf hugsað um það, alla daga og nætur, eink- um um nætur. Ég skil það, hafðu engar áhyggjur af því. — Mér þykir fyrir því, sagði hún. — Bara að það væri karlmað- ur. — Segðu ekki þetta, þú veist, að það er ekki um neinn að ræða. Treystirðu mér þá ekki? — Það er hlægilegt, sagði hann. — Treysta þér! Það er í sannleika mjög hlægilegt. — Mér þykir þaðHeitt, sagði hún. — Það er víst alt og sumt, sem ég get sagt. En fyrst við skiljum hvort annað, þá er ó- þarfi að viðhafa nein látalæti, er ekki svo? — Sennilega, sagði hann. — Ég kem aftur, þegar þú vilt. — Nei, ég vil þig ekki aftur. Svo þögðu þau um stund. — Þú trúir því ekki, að mér þyki vænt um þig ? spurði stúlk- an. — Ekkert þvaður hér, sagði maðurinn. — Trúirðu því þá ekki, að mér þyki vænt um þig? — Því sannarðu það ekki. — Þú varst ekki svona. Þú hefir aldrei heimtað neinar sannanir. Þetta er ekki fallegt af þér. — Þú ert hlægileg kona. — En þú ert ekkert hlægi- legur. Þú ert bezti piltur og mér þykir fyrir því að fara frá þér og skilja þig einan eftir. — Þú ferð nú samt. — Já, sagði hún, — ég verð að fara. Iíún þagnaði, leit á hann og rétti honum hendina. Barmaður- :nn stóð við borð hinum megin í salnum. Hann var snjóhvítur í framan og í hvítum frakka. Hann þekti þau bæði og leist vel á þau. Hann var ekki að hugsa um þau, heldur hest, sem hann hafði veðjað á. Eftir hálf- tíma fekk hann að vita, hvort hesturinn hafði unnið. — Geturðu ekki verið góður við mig og lofað mér að fara. — Hvað viltu að ég geri? Tveir menn komu inn og gengu til barmannsins. — Góðan daginn! Barmaðurinn afgreiddi þá. — Þú getur ekki álasað mér, fyrst þú veizt, hvernig í þessu liggur, sagði stúlkan. — Nei! Lestirnir eru margs- konar, sagði maðurinn dapur- lega. — Það virðist .... Hann mundi ekki hvað hann ætlaði að segja og bætti við: — Ég kann ekki tilvitnanir. — Góði kallaðu þetta ekki löst. Þú ert ekki riddaralegur. — Spilling þá. — James! Þér lítið ágætlega út, sagði annar hinna nýkomnu við barmanninn. — Þér lítið líka ágætlega út, sagði barmaðurinn. — James, sagði hinn maður- inn. — Þér hafið fitnað í seinni tíð. — Já það er hræðilegt, hvað ég fitna mikið. — Gleymið nú ekki koniak- inu, James, sagði sá fyrri. — Nei sagði barmaðurinn. — Það getið þér bölvað yður upp á. — Mennimir tveir litu á þau og horfðu svo aftur á barmann- inn. — Mér þætti vænt um, ef þú viðhefðir ekki svona orð, sagði stúlkan. Það er ekki nauðsyn- legt að nota svona orð. — Hvað viltu, að ég kalli það? — Þú þarft alls ekki að nefna það. Þú þarft ekki að gefa því neitt nafn. — Menn kalla það svo. — Nei, sagði hún. — Við er- um öll breyzk, og þú hefir oft notfært þér það. — Þetta eru nú engar fréttir. — Það er þá útrætt mál. — Gott, sagði hann. — Gott, ágætt! — Þú leggur alt út á versta veg. Þetta er alt saman hábölv- að. En ég kem aftur, það hefi ég sagt þér; ég kem aftur. Ég kem mjög bráðlega aftur. — Það gerirðu ekki. — Ég hlýt að koma aftur. — Nei, ekki til mín. — Við skulum sjá. — Já, sagði hann. — Og það er það ömurlegasta af því öllu saman; þú kemur sennilega aft- ur. — Auðvitað geri ég það. — Jæja, farðu þá. — Má ég það ? Hún gat varla trúað því, en röddin fekk léttari hreim. — Farðu nú! Hann þekti ekki lengur sína eigin rödd. Hann horfði á hana, drættina- kring um munninn, augun, kinn- arnar, hárið og hálsinn. — Er þér alvara? Ó, þú erfe svo indæll! Þú ert svo góður við mig! ■ — Og þegar þú kemur, seg- irðu mér frá því. Röddin var ó- þekkjanleg. Hún þekti hama naumast lengur. — En viltu þá, að ég fari.'I spurði hún alvarleg. — Já, sagði hann alvarlegur. — Farðu strax. Röddin var hás og hann var mjög þur í kverk- unum. Hún stóð á fætur og flýtti sér út. Hún snéri sér ekki við til að líta á hann. Svo stóð hann á fætur, greip reikninginn og gekk yfir til barmannsins. — Ég er orðinn annar maður,. James, sagði hann. — Þér sjáið,. að ég er orðinn allur annar mað- ur. — Hvernig þá? spurði James. Hann horfði út um dyrnar og: sá hana ganga eftir strætinu. Þegar hann leit í spegilinn, sá hann, að hann var nær óþekkj- anlegur. — Þér hafið á réttu að' standa, sagði James. Ungi maðurinn horfði aftur S- spegilinn. — James, sagði hann. — Ég er orðinn allur annar maður. — Þér lítið ágætlega út, sagði James. — Þér hljótið að hafa haft það ágætt í sumar. Gáleysi. Tvær stúlkur á reiðhjóluna rákust á og meiddust. Önnur var símamær, en hin þerna á veitingahúsi. Orsök slyssins var sú, að hvorug tók eftir því, að hin hringdi. Börnin eigið þið auð- vitað að láta mynda á Ljósmyndastofu Sigurðar Guðmmidssonar Lækjargötu 2, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.