Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÁST, FJÁRMÁL OG EKURBYKLANIR. [ Frh. af 2. síðu. úðu viðarkolum. Á böggulinn var ritað „Rottueitur". Enn- fremur fundust nokkrar flösk- ur af arsenikupplausn en ekki voru þær flöskur neitt auð- kenndar. Líkkrufning staðfesti það, að í innyflum hins látna fanst arsenik, og kona hans var kærð fyrir morð. Hún skýrði svo frá að arsen- ik-upplausnina hefði hún-notað til andlitsfegrunar, og að mað- ur hennar hefði blandað á flösk- urnar. Ennfremur kvaðst hún ekki hafa vitað það fyr en fyrir réttinn kom, að arsenik var í upplausninni. Ýms vitni báru það að maður hennar hefði sjálfur reynt að lækna sig með smáum arsenikinntökum. Verj- andi hennar taldi að hinn litli skamtur af eitrinu, sem fanst í lif ur mannsins hefði á engan hátt megnað að stytta honum aldur. Hún bar það einnig skýrt og skorinort fram, að maður sinn hefði beðið hana að blanda lyfin með þeim sinnep, sem var efnagreindur, og reynd- ist að halda inni arsenik. Prú Maybrick var dæmd sek, en svo skiftar skoðanir voru um sak- fellingu hennar, að rétturinn þorði ekki að dæma hana af lífi. Var hún því dæmd í ævi- langt fangelsi. 14 árum síðar máðaði Játvarður VII hana og gerði hún ítrekaðar tilraunir til þess að málið yrði tekið upp aftur. Amerísk eiturbyrlun. T TM. jólaleytið 1910 kom fyrir *^ í Ameríku eiturbyrlunar- mál, sem vakti geysilega eftir- tekt. Málinu var þannig varið, að á jólakvöldið fundust þau enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána óg kemst hjá öllum hugleið* imgum um kreppuna. Mr. Frigg og ungfrú Grace Loeser bæði dauð hlið við hlið í herbergi hennar. Daginn eftir höfðu þau ákveðið að ganga í hjónaband. Einni klukkustund áðúr hafði móðir brúðurinnar fundið þau í sömu stellingum á legubekknum, þar sem þau voru í mesta ákafa að ræða framtíð- arhorfurnar. Læknir var sóttur og fann hann að varir þeirra beggja voru brendar. Einnig fann hann í munni mannsins tyggigúmmí, sem hafði inni að halda cankalium. Allir sem þekktu til þóttust þess fullvissir að hér gæti ekki verið um sjálfs- morð að ræða. Það lá í augum uppi að Mr. Frigg hafði sett hið eitraða tyggigúmmí upp í munn- inn og svo hafði eitrið borist til unnustu hans er þau kystust. Lambeth leyndarmálið. ^t 7ETURINN 1891—92 bar " svo við að óvenjumikið var um dauðsföll í hópi léttúðar- kvenna í Lambeth-hverfinu í London. Sú sem lést fyrst hét Mathilda Clover. Að kvöldi hins 20. október hafði hún sést í fylgd með óþekktum manni og fór ásamt honum til herbergis síns um 9 leytið. Litlu síðar kom hún út og keypti eina flösku af öli, sem hún fór með til herbergis síns og skömmu síðar fór gesturinn. Klukkan 3 um nóttina vaknaði húsráðandi við óp frá herbergi stúlkunnar og fann hana, þar sem hún lá froðufellandi í krampaJ Læknir, sem sóttur var, kvað stúlkuna ölvaða, og að ekkert amaði að henni nema delerium tremens. Morgunin eftir dó stúlkan, og dauðamein hennar var talið brennivínsæði. Fáeinum vikum síðar fékk Ellen nokkur Donworth bréf, þar sem ókunnur maður boðaði hana á stefnumót samdægurs á milli klukkan 6 og 7. Klukkan 8 um kvöldið fanst hún deyjandi á götunni. Hún fékk meðvitund- ina eitt augnablik og skýrði þá frá því, að svartskeggjaður maður með barðamikinn hatt hefði gefið henni inn tvo dropa af Ijósleitum vökva. Lík stúlk- unnar var krufið og fanst í maga hennar bæði opíum og stryknin. En þessi atvik gleymdust von bráðar og rifjuðust fyrst upp eftir nokkra mánuði, þegar tvær stúlkur dóu á líkan hátt. Önn- ur þeirra hét Alice Marsh, en hin Emma Shrivell. Þann 11. apríl fengu þær heimsókn af manni, sem þóttist vera læknir. Hann dvaldi h já þeim f ram ef tir nóttunni og haf ði gefið þeim 3 stórar pillur hvorri. En hálfri klukkustund ef tir brottf ör hans fundust báðar stúlkurnar fár- veikar. Alice Marsh lést á leið- inni til sjúkrahússins, en Emma Shrivel lifði í 6 klukkustundir. Banamein þeirra beggja var stryknineitrun. Nokkru síðar fekk héraðs- læknir í grendinni, Dr. Harper að nafni, bréf, þar sem send- andinn lýsti því yfir, að hann hefði sannanir fyrir því, að sonur læknisins, sem var em- bættislaus læknir í London, hef ði drepið þær Marsh og Shri- vell á eitri. Bréfritarinn hótaði að gera opinskátt um þessa vitneskju sína, svo framarlega, sem Dr. Harper greiddi honum ekki 1500 pund, til þess að þegja. Dr. Harper afhenti lög- reglunni þetta bréf og 3. júní handtók hún mann, að nafni Neill Cream og ákærði hann fyrir að hafa skrifað ógnunar- bréfið. Við húsrannsókn hjá honum fanst pappírsmiði með bókstöfunum M. C. og fyrir of- an þá dagsetningin 20. óktóber, sem var dánardagur Mathilda Clovers. Nú var lík hennar graf- ið upp og það kom í ljós, að banamein hennar var stryknin- eitrun. Á sama miða voru einnig stafirnir E. S. og dagsetningin 20 .apríl, dánardægur Emmu Shrivell. Einnig fanst í íbúð hans mesti fjöldi af stryknin- pillum. Maðurinn var umboðs- maður fyrir amerískt lyf ja- firma og þannig hafði honum tekist að fá eitrið, sem hann blandaði síðar í pillur, sem hann fékk hjá lyfsala einum í grend- inni. Maður þessi var dæmdur til dauða og tekinn af lífi 15. nóvember 1892. Frönsk eiturbyrlun. OVO mun það vera að jafn- *** aði, að morðingjar hafa eina eða aðra ástæðu til hryðju- verka sinna og að þau eru í þjónustu einhvers takmarks, en Helene Jago virðist vera hér undantekning og aðeins hafa myrt sér til gamans. Sumarið 1851 tilkynti læknjr einn í Rumes yfirvöldunum, að stúlka nokkur þar í grendinni hefði látist með þeim hætti, að ekki væri neinn vafi á því, að um eitrun væri að ræða. Lögreglan kom á staðinn og vinnukonan flýtti sér að lýsa því yfir, að hún væri saklaus. „Saklaus af hverju," spurðu lögregluþjón- arnir, „þér hafið ekki verið sak- aðar um neitt." En grunur lögreglunnar var vakinn, og hún aflaði sér upp- lýsinga um fortíð Helene Jago. Það kom í Ljös við þessa rann- sókn, að hvar sem hún hafði dvalið, hafði einhver dáið á voveiflegan hátt. Hún hafði verið eldhússtúlka á ýmsum stöðum og ekki f ærri en 7 menn höfðu látist þar eftir miklar þjáningar. Sjálf hafði Helene Jago verið natin hjúkrunarkona og stundað hina sjúku af stakri alúð, en í hvert skifti, sem fórn- ardýr hennar létu lífið, sagði hún kjökrandi: „Þetta verður varla sá síðasti." Helene var kona mjög trúuð og hafði um tíma dvalið í klaustri, en svo brá þá við, að venju fremur margir af íbúum klaustursins létust. Á árunum 1833—1841 hafði hún framið 23 morð. I Rumes hafði hún dvalið um hríð í veitingahúsi, og á meðan hún dvaldi þar dó kona veitinga- mannsins, sonur þeirra og einn af starfsmönnum veitingahúss- ins. Engum kom til hugar, að gruna hina guðhræddu stúlku um að vera valda svo hryllilegra glæpa. Það var ekki fyr en í desember 1851, sem komst upp um verknað hennar, en þá var hún dæmd til dauða og höggv- in með fallöxi. Það væri ekki úr vegi, að geta um annað franskt eitur- byrlunarmál, sem á sínum tíma vakti geysilega eftirtekt. Um 1909 settist Henry Girard að í Montreuil og var hann umboðs- maður fyrir líftryggingarfélag. Hann var mentaður maður og prúðmenni hið mesta í fram- komu. Þetta átti sinn þátt í að afla honum vinsælda og við- skifta. Efnaður vinur hans, Pernotte að nafni, keypti sér líftryggingu hjá honum, í tveim félögum, að upphæð 8400 pund, sem skyldi gréiðast Girard, ef honum yrði lengra lífs auðið en Pernotte. Skömmu síðar yeikt- ist Pernotte hættulega af tauga- veiki, en náði þó aftur bata. Þegar Pernotte fór að hressast fekk hann heimsókn af vini Rétía, injúka gljá an fáið þér aðeins með Mána - bóni.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.