Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Issue
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Page 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.04.1936, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ dryfckjarföngín og sælgætiö, hafi sfcotið furstanum ref fyrir rass og notað óskaðleg efni. En pegar Jussupoff fursíi greip til marg- feleypu sinnar og Skaut á Ras- putin nokkrum skotum, lét hann lífið á augabragði. Banatilræði við Lloyd George. ARIÐ 1917 komst í Englandi upp um samsæri, sem hafði það að markmiði að drepa Lloyd Georg-e 6 eitri. Samsærismennirn- Ir voru ofstækisfullir friðarvinir, sem aetiuðu á pennan hátt að hindra þátttöku Englands i heimsófriðnum, og töldu j>eir Ll-oyd George einkum eiga j>átt í því, að England flæktist inn í ófriðinn. Mál petta komst svo langt, oð lögreglupjóni einum, sem var á bandi samsærismanina, var fenginn skamtur af stryknin. En ráðabruggið komst upp í tíma og var hindrað. Nákvæm rann- sókn á réttarskjölum pessa máls færir manni pó pann grun, að hér hafi að-eins verið um lýðæs- ingar að ræða. Samsærið hafi ver- ið Iogið upp til pess að veitast hægara að halda friðai’vinunum l skefjum. Þetta kemur jafnvel fram í málsvörninni fyrir rétt- inum, -enda voru allir „samsæris- m-ennirnir“ dæmdir í væga refs- ingu, frá 5—10 ára fangelsi. CHAPLIN. Frh. af 3. síðu. er Iítið borð. Þar er litur og spegill. Hægra megin er bað- klefinn. Einu sinni vorum við að drekka te síðdegis. Þá kom fræg kona, ein af beztu vinkon- um Chaplins. Ég dró mig í hlé og fór inn í hliðarherbergið. Fyrir framan spegilinn lá hvít hárgreiða. Hún var ekki vel hrein og í tönnunum var ólögu- legur hárbrúskur. Ég fleygði honum á gólfið og tók að greiða mér. En svo datt mér í hug, að Ijótt væri að sjá þennan hár- brúsk á gólfinu og tók hann upp og setti hann á borðið. 1 sama bili kom inn í herbergið Harry Crocker, einn af sam- verkamönnum Chaplins. — Sko til, sagði hann og benti á hár- brúskinn. — Þetta er hið heims- fræga skegg Chaplins. Þetta skegg hefir hann haft í 15 ár. Það er búið til af einhverjum hárgreiðslumanni í New York. Chaplin vill ekki hafa annað skegg og segir, að þegar þetta skegg sé orðið ónýtt, þá ætli hann að leika skegglaus. Ég náfölnaði af skelfingu. Hugsið ykkur Chaplin skegg- ■ ÍÍÍ ýiíííii-iíWxí mm p§ ^jjlt 101 M1 | WM ] v’ Viíf I < C. ' i. '■■' .■■■' ': ■ : 1 ; [ 'Wm f í 5§ ■gjg ■Ppl i L ■ M K, /tSírtL '-í ,ÍSl Fyrir noitkru kom Carol Rúm- h-onum t-ekið par með mikilli við- fram hjá frönsku h-eiðursfyiking' eaíukionungur til Parísar, og var höfn. Á myndinni sést hann ganga unni fyrir framan forsietahöliina. Sigurhátíðin í Rómaborg: Nýlega fóru fram mikil hátíðahöld x Rómaborg vegna sigra ítala í Abessiníu. Á myndinni hér að ofan sjást þeir Vietor kóngur Emanúel og Benito Mussolini á einu hátíðarsvæðinu. lausan, og það hefði verið mér að kenna. C* KÖMMU seinna sit ég við hlið Chaplins og horfi á myndina „Axlið byssurnar“. Hann situr við hlið mér og hvíslar stöðugt: — Taktu nú eftir, nú kemur grínið. Sjáðu til, þessi sýning er fallegri en smá- saga Gorkis um stúlkuna, sem lét bréfritarann skrifa fyrir sig bréf til ímyndaðs elskhuga. Hermaðurinn er ákaflega stúr- inn yfir því að hafa ekki fengið neitt bréf að heiman, ekki svo mikið sem bréfspjald. Hann verður því að láta sér nægja að gægjast yfir öxl félaga síns og lesa bréf hans. Chaplin kink- ar kolli ánægður þegar hann les það, að öllum líði vel heima hjá félaga hans. Chaplin hlær að at- hugasemdum, sem börnin hafa skrifað um skjöldóttu beljuna, sem veiktist fyrir 8 dögum og dó með mestu harmkvælum. Chaplin grætur yfir afdrifum beljunnar, svo að tárin hrynja ofan á hnakkann á félaga hans, sem snýr sér við fokvondur. Chaplin skakklappast burtu eftir útreiðina, sem hann fær. Hann hefir sníkt sér réttinn til hláturs og tára; þetta var ekki bréf til hans og nú er eins og maður sjái samvizkubitið á bak- svipnum á honum, þegar hann röltir skömmustulegur burtu. Hann þorði ©kki. — Farðu inn í svínastíuna fyiir mig og taktu til hjá svín- unum, sagði húsmóðirin við vikapilt sinn. — Nei, það þori ég ekki. — Vegna hvers? — Þau eni svo reið við míg. — Af hverju? — Eg hefi étið frá þeim mat- inn siðasthðna 8 daga. Þakkarhátíð. Schrödersee kammerherra var eftirlætisgoð Friðriks sjötta. Hann var mjög fyndinn maður og hafði konungur mjög gaman af honum. Árið 1814, þegar Noregur gekk undan dönsku krúnunni var haldin mikil þakkarhátíð í tilefni þess, að stríðinuvarlokið, Schrödersee mætti ekki í kirkj- unni, en kom í leitimar, þegar sest var að drykknum. — Hvers vegna vorað þér ékki í kirkjunni í dag, Schröder- see, sagði konungur. — Ég var þar, yðar hátign, svaraði Schrödersee. — Hvar voruð þér þá? — Ég var bak við altarið. — Hvað voruð þér að gera þar? — Ég vildi heyra, hvað drott- inn segði, þegar þér þökkuðuð honum. — Hvað sagði hann þá? — Verði þér að góðu. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. Steindórsprent h. f.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.