Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.04.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.04.1936, Blaðsíða 4
3 AbÞfBBRLAÐIÐ Eftir Jónas Jónss. frá Brekknakoti SUNNUDAGSMORGUN kl. nærri 9, er ég vakna! — „Svona er að fara seint að hátt“, tauta ég og snara mér fram á. Kl. var „ekkert“ í gær- kveldi, er ég settist að, þ. e. milli 24 og 1! Ég — eins og aðrir — hafði danzað þjóðdanza við glaðar daladrósir — „dal- kullor“, unz svitinn draup og röddin var rám, því í þjóðdöns- unum fáum við bæði að hoppa hratt og syngja hátt. Og til þess að barmafylla gleðibikar- inn leyfði skólastjórinn okkur að danza einn skottis (schottis) og einn gamla-vals! Og nýnæm- ið þykir okkur alt af svo mikið varið í — jafnvel gamalt ný- næmi í — Ltokasöngurinn: „Mandom, mod ock morske mán“ — eða: „Táp og fjör og frískir menn“ hljómaði — þrátt fyrir alt — næstum því sann- færandi frá hundrað ungum brjóstum, áður en við buðum góða nótt með kveðjuhandtaki og yfirgáfum okkar gamla, góða leikfimisal. — Jón frá Mora slæst í fylgd með mér — við göngum fram á þjóðveginn og söfnum hreinu lofti í lung- un — nýjum lífsmætti handa hverri frumu líkamans. Mora- Jón er alt af glaður, alt af fús til áfloga, grúskar mikið í gamlar skræður, en hefir einnig skrifað lofsamleg ummæli um ísl. alþýðuskóla í Dala-Demo- kraten. — Hann er góður félagi og skrafhreifur vel. Hann hefir gengið í lýðháskólann í Mora ----við tölum um lýðháskóla og starfshætti þeirra — bæði hér og heima á íslandi. Við sitj- um inni í herbergi minu. Eina hressingin, sem ég hefi að bjóða er kalt vatn, en það er líka sá drykkur, sem okkur er nauðsyn- legastur, við manna böm get- um sízt an verið, og við erum því ánægðir með þetta. Nokkru eftir býður hann góða nótt og fer. — Og nú er runninn nýr dagur, heiður og fagur, kyrt og bara ein 5 stig frost. Fyrir tveim dögum var hér hálfgerð stórhríð og því er nú hvítt yfir alla akra og vegi. En skógur- inn á ásum og fellum — í öll- um attum — stendur dimmur og dularfullur — í blárri móðu héðan að sjá — jafnvel í aðeins tveggja km. fjarlægð. Loftið er ekki svo hreint og tært hér sem upp milli f jalla íslands. Dalálven líður fram — þungt og hátíð- lega — állinn í miðju árinnar þrengist með hverjum degi, til gleði fyrir unglingana, sem hafa fengið skauta og bandy — slag- tré í jólagjöf. Endur og svanir sjást ekki oftar hér á þessum slóðum, en fuglinn Fönix — svo einnig þeirra vegna má ísþiljan leggjast yfir græna hylji ár- innar. — IDAG fer fram kappganga á skíðum við „Holmen- kollen“ í Borlánge, um 6 km. héðan. Keppendur eru allir héð- an úr dölunum, 130 talsins. — Helmingur skólafólksins hér fór þangaö snemma í morgun, til að missa ekki af neinu. Skíðaíþróttin er að verðleikum mikils metin hér í Dölunum, og án skíða er ekki svo létt að vera þegar augljóst er, hve mikla. ánægju og heilnæma hressingu allir hafa af skíðunum sínum. Og þegar ég óvænt fekk 20 kr. fyrir erindi, sem ég flutti hér á jólasamkomu skólans, gat ég ekki stilt mig um að kaupa mér skíði. Eg þóttist gera mjög góð kaup, er ég fekk fyrsta flokks birkiskíði, björk er almennasta skíðaefnið í Svíþjóð nú, vand- aða bindinga og stafi, alt fyrir kr. 17,50! Ég hefi reynt þau nokkrum sinnum og er næstum því ánægðari með þau en fyrstu skíðin mín, sem ég keypti snemma á 20. öldinni af einum skólabróður mínum vestur í Aðaldal! Og á þeim skíð- um komst ég þó að minsta kosti í sjöunda himin! Kl. er yfir 10, þegar ég stíg á skíði mín og legg af stað til „Holmenkollen" í fylgd með Mora-Jóni og kand. S., einum kennara skólans. Hann er fæddur Smálendingur og upp- alinn í Stokkhólmi ogþessvegna óvanur skíðaförum. En hann hefir verið ágætur leikfimis- maður, með í úrvalsliði Svía sem bandy-spilari — eins og sjá má á húfunni hans — og bara 29 ára gamall, svo að nú verður honum ekki óglatt af öllu, og stendur sig vel á skíðunum, hnellinn og bústinn eins og sel- kópur! — Jón gengur fyrstur, drjúgur vel — eins og aðrir Mora-karlar, með heimaofið net um hálsinn og í treyju af ein- hverri skólasystur sinni. Hann fekk treyjuna að láni í flýtin- um, er við fórum af stað. — og hún fer honum bara vel á bakið! Föt pilta og stúlkna eru nú á tímum oft svo svipuð, að þetta vekur enga athygli. Mínir íslenzku vettlingar þykja mikið athugaverðari, sérstaklega fyrir hina tvo þumla! Ég reyni að fullvissa vantrúaðar sálir um að þetta sé sú bezta gerð af vetlingum, sem um er að gera í okkar heimi------en árang- urlaust! Jafnvel mín eigin sál efast — þegar ég er hér — en ég man og veit, hve góðir þeir eru í íslenzkri stórhríð! Nú eru þeir óþarflega hlýir. — Sólin skm og snjórinn er svo hvítur °g mjúkur, að það lítur út fyrir að vera nærri því eins gott að falla í hann og liggja kyr, eins °g að þjóta yfir. Það heldur kand. S. a. m. k., sem nú er orðinn vel sveittur og merki- lega fölur á vangann! En það er enginn ,miskun hjá Magnúsi* eða Mora-Jóni, áfram, áfram hrópar hver hans ákveðna, snögga hreyfing með hönd eða fæti. Og bráðlega erum við komnir til ,,Holmenkollen“, þar sem alt morar af fólki___fólki af öllum stærðum, öllum hátt- um og litum, öllu sniði, þ. e. a. s„ ef „fötin skapa manninn"! T7EGALENGDIN, sem skíða- ¥ garpamir keppa á hér í dag er tæplega 16 km„ yfír hæðir og lægðir, fell og ása, gegnum þéttan skóg og yfír akra, skurði og girðingar. Kepp- endur lögðu af stað tveir og tveir í einu og ein mínúta í milli hverra tveggja. Þegar við komum hefir sá fyrsti komið að marki, nr. 17, Matsbo, kall- aður eftir bemskuheimili sínu. Hann hefir farið vegalengdina á 1 klst. 18 mín. og 46 sek. og er það vel gert — enda er Matsbo Svíþjóðarmeistari á þessari vegalengd og á að leggja af stað út í heiminn í næstu viku til æfinga og keppni í þess- ari íþróttagrein við Olympiu- leikana. — Hann lagði af stað 8 min. eftir þeim tveim fyrstu og enn sést enginn annar koma," svo að ,,jumbo“, sá síðasti, verð- ur þá Matsbo ekki í dag, held- ur. En nú kveður við hróp uppi í hlíðinni, þar sem fólkið stend- ur í röðum og myndar þröngan gang um slóðina — þar sem stórkrónur skógarins hvelfast yfir, hér og þar. Nú bruna kapp- arnir niður ganginn, einn og tveir o. s. frv., og virðast alveg óhræddir við brattann og þrengslin, enda er þetta ekki versta brekkan á leðinni, og þeir skeyta því engu, þótt staf- ir þeirra sláist um fætur fólks- ins til beggja hliða. Og á slíkri stundu gætir fólkið þess ekki heldur, slíkt eru smá-sakir nú. Allir keppendurnir eiga ein- hverja kunningja eða ættingja meðal áhorfenda og til hvers og eins, sem kemur og hverfur fram hjá í einu flugkasti, eru hrópuð hvatningarorð og eggj- anir: „Heja Stig! Skynda pá Olle! Heja, heja Sven!“ Og þegar nr. 91 kemur fast á hæla nr. 35 hrópa allir: „WickzelL Wickzell, heja, heja!“ Hann er gamall og vinsæll sigurvegari- Hann gengur létt og fallega síð- asta spölinn að marki, þótt hvítu fötin hans séu gegnblaut af svita og blóð seitli úr skrámu á bólgnu nefinu. Það er víst engum fært að fara svo geyst sem hann í „bröttubrekku“, án þess að stingast á hausinn eða verða einhverju sinni of seinn að sveigja fram hjá eða beygja sig undir allar þær hvanngrænu trjágreinar, sem hlaðnar þung- um byrðum af silfri vetrarins hanga lágt yfir slóðinni. En þótt nr. 91 hlypi fram hjá mörgum keppinautum sínum, hefir hann samt verið 3 mín. lengur en Matsbo. NÝIR og nýir koma — hróp- in kveða við — ganga sem öldur fram með röðunum, með sama hraða og skíðamaðurinn fer móti markinu! Sé hraðinn mikill láta hrópin hærra. Jafn- vel ég hefi byrjað að hrópa — og horfi með athygli móti hverj- um nýjum, sem kemur, eins og ég hefði von um þá og þegar að sjá Snorra á Geitafelli eða einhvern annan góðkunningja þjóta fram, kannske stíliaust á gömlum, íslenzkum skíðum, en þó með íslenzka þrautseigju og krafta í kögglum. En ég horfi árangurlaust. — En nr. 111 vekur athygli mína og annara. ‘Ég heyri talað um hann. Hann verður nú skæður keppinautur fyrir þá tvo fyrstu! Iiorfið á hann! Órakaður, mikið hár, í bláum verkamannabuxum — eins og ekkert sé um að vera. En sjáið festuna í svipnum, Frh. á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.