Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.04.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 19.04.1936, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKÍÐAKAPPGANGA VIÐ „HOLMENKOLLEN '. Frh. af 4. síðu. seigluna og jafnframt snarleik í hreyfingunum. Og þá leiftrið í þessum brúnu augum! — Hann er óbreyttur skógar- höggsmaður, sem hvern vetrar- morguninn eftir annan áður en dagur rennur stígur á skíði sín og þýtur inn í myrkan og þögulan stórskóginn. I bakpok- anum hefir hann smurt brauð, flesk og kaffi í vermiflösku. Og öxina hefir hann einnig bundið á bakið. Á stuttri stundu hefir hann gengið, og þó meira kast- að sér fram á tveim stöfum og sterkum örmum, 5—8 km. Stundum vinnur hann í félagi með öðrum, oft einn. Hárbeitt öxin lyftist og fellur leiftur- hratt, risavaxnar furur og grenitré falla stýnjandi, djúpt í dúnmjúkan snjó — og sagan er öll! Skógurinn og starfið þar fóstrar oft merkilega menn, gefur krafta og þolgæði, er seint þrýtur. En þrátt fyrir alt; ,,skógarmaðurinn“ nr. 111 sigr- ar að almannadómi ekki Matsbo í dag, þótt litlu muni. Matsbo fær stóra silfurbikarinn og verður sendur út í heiminn til að keppa þar og sigra! Eðlilega er hann glaður. En nr. 111 snýr aftur heim í skógana sína — og ég vona að einnig hann sé glaður. Einnig hann hefir feng- ið verðlaun — hefir verið hylt- ur af þúsundum og séð í opið auga Ijósmyndavéla í tugatali á einum degi! Alt þetta er gott og blessað, en þó ekki hið bezta. Hið bezta er að hafa reynt hví- líkan sjóð krafta, þrautseigju og heilsu hann hefir eignast, og að sá sjóður hefir myndast og margfaldast við nytsamt starf fleirum en honum til lífsviður- væris og heilla. Hvernig færi, ef allir gæfu sig eingöngu að íþróttum — hugsuðu bara um að sigra þar, sigra aðra og setja met? Spurning, sem ekki þarf að svara. Nei, íþróttin skal vera til að gera okkur hæfari til nyt- samra starfa fyrir land og þjóð — gera okkur hraustari menn og betri. Ég vona að svo sé um ,,skógarmanninn“ nr. 111 og þá veit ég, að hann snýr glaður heim eftir þessa keppni. Það eru nógu margir samt — og það oft meðal þeirra, sem teljast mestu íþróttamennirnir — sem virðast ekki vita, hvað sönn íþrótt er — þekkja ekki gildi íþrótta, vita ekki tilgang þeirra. Vörðurinn við Rín: Myndin hér að ofan sýnir þýzka hermienn, sem standa vörð við hið gamla virki Ehrenbreitstein, þar sem áin Rín og Moselfljótið falla saman. Myndin hér a'ð ofan er frá fund- :um Þjóðabandalagsráðsinis í Lom- don, sem haldnir voru í St. James Palaoe. í stóra stólnum til hægri sést forseti ráðsins, Bruoe, hægra rnegin við hann er aðalritarinn Avenol, þá Eden og Litvinofí. Vinstra megin við Bruce eru: Fiandiu, Grandi, Borcia, dr. Ruiz- Guinanzu og P. Munch. hægt að skrifa stríðsrómana endalaust. Þessi hók á að koma út á mörgum tungumálum sam- tímis. Nýtt úr læknisfræðimti. Miðstjórn heilbrigðismálanna í Rússlandi hefir ákveðið að láta reisa sjúkraskála í Moskva með tilbúnu loftslagi. Með að- stoð véla á að framleiða lofts- lag alt frá heimskautaloftslagi til miðbaugsloftslags. Einnig á að vera hægt að haga loftþrýst- ingi og raka eftir vild. I þess- um sjúkraskála eiga að fara fram tilraunir um áhrif loffs- lagsbreytinga á ýmsa sjúk- dóma. Páfagaukar. Páfagaukar eru hreint ekki eins heimskir og menn halda. Maður nokkur, sem hafði feng- ið páfagauk i afmælisgjöf, byrj- aði þegar í stað að kenna lion- um að tala. Hann staðnæmdist frammi fyrir búrinu og hrópaði: Halló! Halló! í gríð og ergi. Þegar páfagaukurinn loksins komst að, sagði hann með mestu spekt: — Gerið þér svo vel, þér hafið samband. Ný bók eftir Kemarque. Þýzki rithöfundurinn Erich Maria Remarque hefir nú Iok- ið við að semja nýja bók. Þetta er ekki bók um stríðið, segir hann, heldur ópólitískur róman, sem gerist fyrir stríð. Hann heldur því fram, að ekki sé RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON. STEINDÖRSPRENT H.BL

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.