Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Issue
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 03.05.1936, Page 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 03.05.1936, Page 2
2 AEÞÝÐUBLAÐIÐ Bardagi við krókódíla. Krókódílar ráðast á prjá æfin- týramenn á smáeyju í mynni fljótsins Rio Tuira. Ælintýraleg frásögn eftir Birgi Pálsson ARIÐ 1930 lenti ég í hinum kynlegustu æfintýrum. Eftir að ég hafði verið lengi á flækingi um hafnarhverfi San Francisco, réðist ég dag nokk- urn á gamalt og ljótt skip s.s. „Westem Point“ frá Savannah, sem var í förum með banana milli Kyrrahafshafna Mið- og Norður-Ameríku. Þó að skipið kæmist aldrei hraðara en 6 míl- ur, þá náðum við þó einn góð- an veðurdag til Panama. Hér var það, sem æfintýri mín hóf- ust í félagi við gamla sjóhetju, skipstjórann á bananaskipinu „La Paloma“. Það beið um þess- ar mundir í höfninni, meðan verið var að sækja bananafarm- inn upp í fmmskógana með- fram Panamafljótinu. Higgins skipstjóri fræddi mig á því, að eigendur skipsins hefðu mælt svo fyrir, að skipið færi til Rio Chucunaque og héldi þar kyrru fyrir, unz farmurinn kæmi. — Rio Chucunaque er dá- samlegur staður fræddi skip- stjórinn mig um, meðan hann kveikti í gömlu tóbakspípunni sinni. En hann er hættulegur — meira að segja mjög hættu- legur. Ykkur, sem hér emð, getur ekki komið til hugar, hve hættulegur staður það er. Svo dró hann upp skyrtuermarnar og sýndi mér handleggina, sem bám allar hugsanlegar menjar um ógnir hitabeltissjúkdóm- anna. En það er gaman að koma þangað, og þar er hægt að vinna sér inn aukaskilding, með því að skjóta krókódíla — ------. Þér ættuð að sjá, hve falleg krókódílaskinnin vom, sefn ég seldi í fyrra, stjómin sjálf keypti þau. Þau fara aldrei undir 500 dollara, ef þau em óskemd. Augu skipstjórans loguðu af æfintýraþrá, meðan haxm sagði mér þessa sögu, og ég varð blátt áfram svo hrifinn, að ég kvaddi „V/estem Point“ — auð- vitað í laumi og fór sem heið- ursfarþegi um borð á „La Paloma“, sem seig þunglama- lega í áttina til Rio Chucunaque og æfintýralandsins, með ban- anaskógana, þar sem krókódíl- ar vaka í öllum ám. EGAR rökkrið var að síga yfir landið og fmmskóg- ana í Dorien, skreið „La Pa- loma“ inn í ósa Rio Tuiras. Þar var mjög margt um krókódíla. Litlu síðar vörpuðum við akkeri skammt frá negraþorpi einu, La Palma að nafni. Þetta var að vísu engin stórbær, aðeins um það bil fjömtíu staurabýli. En hvarvetna milli kofanna var alt þakið hitabeltisgróðri. Ibúar þorpsins voru flestir bláfátæk- ir svertingjar, sem unnu á ban- anaekrunum. Skipið okkar, „La Paloma“, átti að halda áfram daginn eftir lengra áleiðis til Rio Chucunaque, en ég varð eftir í La Palma. Higgins skip- stjóri kynti mig fyrir tveimur þrautvönum krókódílaveiði- mönnum, sem ætluðu daginn eftir að fara á krókódílaveiðar í nágrenni þorpsins. Annar þeirra var roskinn Bandaríkja- maður með mikilli reynslu á öllu, sem varðaði krókódílaveið- ar. Hitt var góðlátlegur kyn- blendingur, sem líka var mjög vanur að fást við þann ginstóra. Tveim dögum síðar lögðum við af stað upp eftir landinu og stefndum til norðurs. Ég og múlattinn, Chaverra, gengum á eftir og bámm farangurinn, en Bandaríkjamðurinn, sem hét Brown, gekk í fararbroddi og gætti þess að byssumar væm hlaðnar, ef eithvað skyldi bera í veiði. Það leyndi sér ekki, að hann var í bezta skapi, því að hann raulaði glaðlega „danz- slagara“, sem var mikið sung- inn um þær mundir, þó að hann sé vafalaust glejrmdur nú. En þegar Brown fór að þreytast á sönglistinni tók Chaverra við og söng hinn 1 jóðræna söng hins fátæka perluveiðara: Su playa comienza a sur-sureste ali frenti al norte forma on convili-corte a vegetation silvestre------! UM hádegisbilið komum við til áfangastaðarins, Rio Tuira. Hitinn hafði verið drep- andi um morguninn, og við vor- um gagndrepa af svita. Við fór- um strax að skyggnast eftir því, hvort við kæmum ekki auga á krókódíla með fram bakkan- um og í hólmunum, sem em fjöldamargir í fljótsmynninu. Við þurftum sannarlega ekki að bíða lengi, því að upp úr einum pollinum ráku hvorki meira né minna en sjö stærðar krókódílar upp trjónuna. Þeir hafa sennilega verið að færa sér í nyt sólskinið og hitann, svona rétt um hádegisbilið. Á löngu færi hefði okkur vafalaust sýnst þeir vera trédmmbar. Að vísu bar þama vel í veiði, en við urðum að gæta þess að styggja þá ekki burtu. Tókum við því það ráð, að fara í stór- an sveig og ætluðum þannig að koma þeim á óvart. Þegar við vomm komnir niður á árbakk- ann, fimdum við rjóður í skóg- inum, þar sem við gátum ör- uggir beðið átekta. Vindstaðan var heppileg, þannig, að vind- urinn stóð af. krókódílunum. Brown, sem var hinn mesti refur í skiftum við krókódíla, gaf okkur fyrirskipanir sínar hvíslandi og öruggur. Hann tal- aði svo að við áttum dálítið erf- itt með að heyra til hans, því að það var dálítil gola. Við átt- um að skríða áfram í áttina til krókódílanna og koma að baki þeirra og loka þannig leið þeirra til baka í fljótið, en sjálfur ætl- aði Brown að koma beint fram- an að þeim og reyna til þess að skjóta þá meðan þeir væm á leiðinni til fljótsins. Við Chaverra fengum okkur stórar spýtur og með þeim áttum við að tefja för krókódílanna. Okkur hafði heppnast að komast á bak við dálítinn mnna við fljótið, sem var aðeins um það bil 40 metra frá krókódíl- unum. Brown fékk sér væna tóbakstölu, en múlattinn gerði krossmark fyrir sér, því að hann var sannkaþólskur maður, en ég klóraði mér á bakinu, því að moskitsfluga hafði bitið mig --------. Svo alt í einu réðumst við til atlögu. Chaverra hljóp á undan með stöng í hendi, en byssima spenta um axlimar. Við Brown komum á eftir með byssumar til taks, hlaðnar stór- um kúlum. Áður en krókódíl- amir höfðu minstu hugmynd um vomm við búnir að loka leié þeirra til fljótsins. Fjórir skot- hvellir heyrðust í röð, það var Brown, sem skaut. Því næst var skotið tveimur skotum. Tveir krókódílar börðust um dálitla stund, en lágu brátt hreyfingarlausir. Þeirti þurftu. ekki meira við. Hinir fimm komu æðandi með miklura bæxlagangi í áttina til okkar Chaverra. Þetta var í raun og vem mjög hættulegur leikur. Ég miðaði byssunni á næsta dýrið. Þetta var hvergi nærri álitlegt. Ófreskjumar voru. brynjaðar, eins og riddar- ar frá miðöldum. Chaverra kom þjótandi með bareflið og skrímslin staðnæmdust augna- blik, því að múlattinn var þimg- höggur. Dýrin göptu og létu öllum illum látum, og ólyktin var nærri því óþolandi. Ég skaut hverju skotinu á fætur öðm, en á sama augnabliki heppnaðist einum krókódílnum að komast fram hjá mér og út í fljótið. Ennfremur heppnaðist öðmm að komast undan lítið eitt særðum eftir misheppnað* skot. Síðasti krókódíllinn, sem Chaverra gat tafið fyrir, félL litlu síðar fyrir skoti Browns. Fimm stórir krókódílar lágu i valnum og sá stærsti um það bil hálfur fimti metri. Vl NÆST fórum við Brown að tína saman trjásprek, því að nú ætluðum við að kveikja upp eld og elda hádeg- isverð, að þessu afreki loknu, en Chaverra byrjaði að flá krókódílana, því að hann var- snillingur að því verki, og hníf- urinn lék í hendi hans. Brown hafði einhverntíma L fymdinni verið herbúðakokkur, svo að honum varð ekki skota- skuld með að elda matinn, enda. veitti ekki af, því að við vor- um orðnir soltnir eins og úlfar. Ég hjálpaði Chaverra við flán- inguna, braut saman skinnin og kom þeim fyrir á öruggan stað, því það átti að sækja þau síðar. Að lokinni máltíð hvíldum við okkur um hríð, því að hitinn var blátt áfram að verða óþol- andi. Klukkan 3 héldum við aftur af stað og ætluðum að leita uppí fleiri krókódíla. Skammri Frh. á 6. síöw.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.