Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 03.05.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 03.05.1936, Blaðsíða 7
AKÞtÐUBLAÐIÐ 7 Tvð ljóö Eftir Stefán Jónsson. Vor. Ég veit það og finn hversu fátækleg orð ég flutt get hér með þessum línum. En nú vil eg sannlega bera á borð hið bezta af hugsunum mínum. Því vorið það kemur með gróandans ght og geisla, sem danza um bæinn, svo göturnar jafnvel fá gullroðinn lit um glóbjartan heiðríkjudaginn. Ég heilsa þér vor, því hið fegursta flest í faðmi þér hefirðu borið. Og íslenzka þjóðin hún þekkir sinn gest og þess vegna blessar hún vorið. í þúsund ár komstu, en þjóðin hún beið og, þráði að tækirðu völdin. I þúsund ár koma þín lýsti ’enni leið um langdrægu skammdegis kvöldin. Þó mörgum sé skamtað til skeiðar og hnífs og skuggana þekkjum við svarta. Þá ertu þó táknið um töfra þess lífs, sem til er í sérhverju hjarta. Við finnum þú ert hinum veikari vöm og velur þér óskir til fylgdar, er rétta okkur arminn, sem brosandi böm — því bezta í sál okkar skyldar. Þú vor, sem að kemur með blíðviðris blæ, er bömunum strýkur um vangann — og svífur með ilm yfir sérhverjum bæ um sóldaginn mildan og langan. — Ég veit það, að margur kvað ljúfara ljóð, er listfengar tign þína málar. Ég sendi þér bara minn ómstirða óð af innileik fagnandi sálar. Saga um kvœði. Ég ætlaði mér að yrkja til þín kvæði og efna loforð mitt af dygð og trú. Og eiga kvæðið áttum við svo bæði þó ætti kannsk minna ég — en þú. — — En þér finst kannske þetta ávarp skrítíð og þetta ávarp klaufalega flutt. En eitt er víst: Ég þekki þig svo lítið og því gat kvæðið bara orðið stutt. — En kvæðið sem ég orti varð um vorið , ég veit þó raunar ekki fyrir hvað, og sjálfsagt getur enginn úr því skorið. Eða átt þú kannske nokkuð skylt við það? Nei, sleppum því. — En þannig lauk því ljóði, [ því Kf og draumar fara hvort sinn veg. Við hittumst eins og hendingar I óði —- sem hljóma ei. Víð kvöddumst þú og ég. Þegar Stauning lagði á dögnn- hluti atvinnurekendanna hafnaðí um lagafrumvarpið fyrir ríkis- þeim, safnaðist múgur og maruj- þingið í Kaupmaunahöfn um að menni fyrir framan þinghúsið. gera málamiðlunartillögur sátta- Myndin sýnir mannfjöldann fy*- semjara ríkisins í verkhanninu ir framan Christiansborg, þar sia* mikla að lögum, enda þótt meiri- þingið hieldur fundi sina. FLANDIN UTANRÍKISRÁÐHERRA (NÆST FREMSTUR Á MYNDINNI HÆGRA MEGIN VIÐ BORÐIÐ) EINN AF FOR- INGJUM MIÐFLOKKANNA, Á KOSNINGAFUNDI I KJÖR- DÆMI SÍNU. Hefndin. Mahe), 16 ára gömul stúlka, dóttir milljónamæiings i New York, var dauðskotin í ungum inanni, sem ekki var neitt hrifinn af liemii og gekk að eiga aðm stúlku. Á brúðkaupsdaginn var lungfrú Mabel í kirkjuntni í hvit- um silkikjól og hafði saumað í kjólinn eftirfarandi með rauðum stöfum: „William Stratton hefir heitið mér eiginorði og svikið mig." Enskur skjálfti. í Englandi eru' mjög fjörugjir andafundir nú á tímum. Nýlega var haldinn aindafundur í „The Society iof progressive Souls“, sem mætti kalla á íslenzku: „Fé- lag framtakssamra sálna." Flutti þar framliðinn liðsforingi, Charles Molesworth, sem dó fyrir iöngu síðan 19 ára að aldri, 25 mínútna ræðu. Aðalefini ræðunnar var auðvitað það, að EngLending- ar ættu að' auka vígbúnöð sinn.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.