Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 03.05.1936, Qupperneq 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 03.05.1936, Qupperneq 8
s ALÞÝÖUBLABIB PRÓFASTURINN OG TÖFRAMAÐURINN. Frh. af 5. síðu. að færa og skyldi nú halda pað loforð, sem hann hefði giefið sem prófastur, biskup, erkibiskup og kardínáli. En páfin'n sagði, að Ilian ætti ekki að gera sig svo breiðan gagn vart yfirmanni aindlega valdsins Ihér í heimi. Sagði hann, að Iliam og sonur hans hefðu það gott og pyrftu ekki yfir neinu að kvarta. Þá gat Ilian ekki stilt sig lengur og sagði: — Pað var einmitt þetta, sem ég var hræddur um, þegar við Bæddumst við í fyrsta sinn. Nú hafið þér komist svo hátt í metorðastiganum sem hægt er, og þá hefi ég víst ekki eftir neinu að bíða. Nú var páfinn orðinn alvar- lega reiður og sagði: — Ef þú heldur svona áfram, stoal ég láta þig þar, sem þú sérð favorki sól né mána, því að ég veít vel, að þú iert trúvillingur og galdramaður, og að þú hefír aldrei haft annað í fnammi en galdrabrögð.. Pegar Ilian varð þess var, livernig páfinn ætlaði að launa bonum, kvaddi hanm páfann og ætlaði að halda heimleiðis, en páfinn vildu ekki einu siuni gefa honum nestisbita til ferðarinnar. Þá sagði Ilian, að hann yrði lík- iega að láta sér nægja kjúkling- ana, sem hann hefði látið steikja ttl kvöldverðar. í sama bili lét feann töfraua hverfa og þarna sátu þeir, páfinn og Uian 1 kennslu- stofunni, iog páfínn var að eins prófastur, vanþakklátur og lítil- fjörlegur ræfill. Ilian snéri sér að faonum og sagði: Nú hefir þú sýnt hvers konar maður þú ert. Nú getur þú farið faéðan heim til þin, og fjaudinn liafi það sem þú færð, svo mikið sem steiktan kjúkling í inesti. Minnsta kýr í heimi. Bóndi nokkur í Treutou í Ohio i Bandarikjunum getur hælt sér af því að eiga minstu kúna í faeimi. Hin fræga kýr, sem enn hefír ekki unnið verð'aun á sýn- tagu, þótt hún verðskuldi al- menna aðdáun, er að eins 92 cm. á hæð og vegur 110 kíló. Nýfædd var hún að eins 9 kg. að þyngd. Hún er af Jersey- fcyni, og samkvæmt áreiöanlegum eftirlitsheimildum, mjóikar húii þyngd sína á 16 dögum. Úr Esperantobl. „La Praktiko." K. G. UPPRUNI GUÐANNA. Frh. af 4. síðu. Eftir að Cortez fór þaðan hafði enginn hvítur maður flækst á þessar slóðir fyr. Munkamir tveir gengu inn í musterið og urðu mjög undr- andi, er þeir sáu gríðarstórt líkneski af hesti, því að á þess- um slóðum vissu þeir ekki til að hestar væru. En ekki urðu þeir minna undrandi, þegar þeir sáu, að Indíánarnir tilbáðu líkneski þetta sem sinn æðsta guð og bak við það var stór trékross. Þeir komust síðar að því að þetta var þramu- og eldinga- guðinn. Það er skiljanlegt, að frá- sögn munkanna olli miklum æsingum meðal þeirra, sem fengust við að rannsaka sögu Indíánanna. Margar sögusagnir gengu um það, á hvern hátt Indíánarnir hefðu lent út í það, að tilbiðja hest og trékross. Getgátur manna hefðu senni- lega orðið til þess að leiða vís- indarnennina út í hinar mestu ógöngur, ef svo giftusamlega hefði ekki tekist til, að bréf fanst, sem Cortez hafði skrifað Karli keisara V. og neðanmáis í þessu bréfi var smáklausa, sem brá skýru ljósi yfir þetta leynd- ardómsfulla fyrirbrigði. Kærleiksvikan. Frakkar hafa innLeitt hjá sér „la Semaine de Bonté“ — kær- leiksviku — í því augnamiði að efla bróðurkærleikann. — Já, Iiengur en viku er inaum- ast hægt að hugsa sér, að bróður- kærleikurinn vari. Samkvæmni. — Hervæðing Evrópuþjóðanina eykur aðeins stríðshættuna, seg- ir danskt íhaldsblað. Greininni lýkur með þessum orðum: — Við verðum að her- væðast. — Af hverju ertu svona súr á svipinn, litli snáði? — Mamma er svo ósann- gjöm! Hún skammar mig, ef ég sting fingrinum upp í mig, en aftur á móti segir hún ekki neitt, þó að litla systir stingi allri hendinni upp í sig. — Hefir systir þín aldrei gifst? — Néi, hún er of gáfuð, til þess að viljá giftast mánni, sem er nógu heimskúr til þess að vilja hana. Pipar og salt Frúin: Ég heyrði, að klukkan sló tvö, þegar þú komst heim í nótt. Maðurinn: Já, sko tí.1, klukkajn var leinmitt að byrja að slá tíu, þegar ég kom, iog svo stanzaði ég hana við aninað höggið, tíl þess að hún vekti þig ekki. — Hvar iertu fæddur, pabbi? — Á ísafirði! — En þú, mamma? — Á Seyðisfirði! — En ég sjálf? — í Reykjavík! — En hvað það ier undarlegt, að við skyldum öll hittast! Maðúrinn: Þér verðið þó, kæra lungfrú, að játa það, að guð skap- aði mannim, áður en hann skap- aði konuna. Konan: Já, auðvitað, einhverju varð hann að æfa sig á, áður en hanm skapaði almennilega manneskju. Amerískur sjómaður, sem verið hafði mállaus í tíu ár fekk nýlega málið aftur, af því að stór steinn datt ofan á fótinn á honum. Því miður er ekki prenthæf fyrsta setningin, sem hann sagði. Tveir heyrnardaufir: — Varstu í brúðkaupsveizlu í gær? — Nei, ég var í brúðkaups- veizlu! — Nú, og ég sem hélt að þú hefðir verið í brúðfcaupsveizlu. Faðirinn: — Hver var það, sem heimsótti þig í gærkvöldi, Elsa? Elsa: — Það var Greta vin- stúlka mín. Faðirinn: — Berðu Gretu kveðju mína og segðu henni, að hún hafi gleymt reyk jarpípunni sinni á reykingaborðinu. Hún : — Þegar þú nú giftist mér, Ágúst, þá er það auðvitað af ást, en ekki skynsemishjóna- band, er eklri svo? Hann: — Auðvitað af ást, því það er ekki spor af skynsemi í því að giftast þér. Frúin: — Hvemig eigum við að fara að þessu. Eg tek eftir því fyrst núna, að við erum þrettán til borðs. Einn gestanna: — Það gerir ekkert, kæra frú! Ég mun á- reiðanlega borða fyrir tvo. Kaffibætir. Það er vandi að gera kaffi mnum til hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur hnMi sér. hefir Kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svilíur engan. Reynið sjálf. Reynslan er ólýgnust. Börnin eigið þið auð- vitað að láta mynda á Ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar Lækjargötu 2, Reykjavík. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Sími 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og kökur með sama lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Nórmalbrauð á 40 aura. Franskbrauð heil á 40 au. — hálf á 20 au. Súrbrauð heil á 30 aura. — hálf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls konar, rjómi og ís. Séndum um allan bæ. Pantiið í síma 1606. Brauðgerðarhús í Beykjavík, Hafnar- firði, Keflavík. RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON. STÍSIW OÖRSPRBMT H.F-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.