Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 10.05.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 10.05.1936, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ S og ljómaði á andliti henmar milli dökku flekkjanna uindir augunum. Hún talaði dræmt, með saman- bitnum tönnum, eins og henni kæmi þetta ekkert við. Við þessi orð Döschu var Gljeb öllum lokið. Hann varð bljúgux og mótstöðulaus; það sem hann hafði xieynt að halda leyndu í næturskuggunum vissi Dascha. Hún þekti hann betur en hann hana. Hún sá inn í sálarfylgsni hans, án þess að snerta við hon- um. Það dró úr honum alt þrek og gerði hann að máttvana ræfli. Hermaðuiinn varð óstyrkur og viðkvæmur. Hann náði sér þó, bældi niður tilfinningar sínar og brosti með grátkökk í hálsinum. — Það er bezt að ég segi þér allan sannleikan. Það var svo margt, sem kom fyrir á víg- stöðvunum .... þar sem dauð- inn er daglegur förunautur . . . þar sem alt löðrar í blóði. Kon- umar hafa annað hlutverk . . . önnur . . . örlög . . . aðrar á- hyggjur. Dascha afklæddi sig, en lagð- ist ekki fyrir heldur hallaði sér upp að veggnum án þess að blygðast sín hið minsta. Undir skyrtunni bunguðu fjaður- mögnuð brjóstin við andar- dráttinn. Hún leit til hliðar á Gljeb, skörpu sársaukafullu augnaráði og sagði kæruleysis- lega með samanbitnum vörum. Hvaða bull er þetta, að kona hafi aðrar áhyggjur . . . önnur örlög . . . Að vera viljalaus þræll . . . ekki forustuhestur, heldur taglhnýtingur. I hvaða tossakveri hefir þú lært komm- únismann, félagi Gljeb. Tæplega hafði Dascha slept orðunum þegar Gljeb steig blóð- ið heiftarlega til höfuðs, þessi ágiskun hlaut að vera eitthvað meira en eintómur heilaspuni. Dascha, konan hans . . . Hverj- ir hafa notið blíðu hennar á næt- urnar. Hún hefir svalað ástar- þorsta sínum með öðrum mönn- um. Hann gekk um, þungum þján- ingarfullum skrefum, í áttina til hennar. Með dökku, hörðu og dýrslegu augnaráði horfði hann í andlit Döschu rólegt og bros- andi. — Engar vífilengjur, segðu afdráttarlaust sannleikann. Hann skalf frá hvirfli til ilja, og það fór krampakendur titr-, ingur um vöðva hans. Hún, Dascha, konan hans. Pyrir utan gluggann var alt kyrt, stjörnumar blikuðu, engi- spretturnar suðuðu og kvöld- klukkurnar hringdu. Bak við verksmiðjuna var hafið glóandi af maurildum. Niður þess líktist rafvélasuði . . . en sarnt virt- ist það ekki vera hafið, sem sló sína hljómdjúpu strengi, heldur loftið, fjallið og verksmiðju- reykháfamir. — Segðu mér hverjir það em, sem hafa flækt þig í netið? Hverjir hafa hvílt í faðmi þín- um á nætumar? — Ekki er ég að spyrja þig hverjar hafi verið frillur þínar á vígstöðvunum. Hvað varðar mig um þær? Farðu frá mér og háttaðu þig. — Dascha, þú mátt vera viss um að ég kemst fyrir það hvem- ig framferði þitt hefir .verið Eg mun grafast eftir leyndar- málum þínum . . . mundu það. Hún færði sig fjær veggnum. Augu hennar skutu eldingum undir hrukkuðu brúnunum. — Þér þýðir ekkert að stara svona á mig Gljeb. Ég get brett augnabrýrnar engu síður en þú. Parðu og legstu fyrir á þínum stað, og vertu ekki að ógna mér. Tveir fjendur. Hún — með tindrandi augu, hann — hraust- ur og beinaber. Kjálkar hans voru svo fast klemdir saman, að vottaði fyrir bollum í kinnun- um. Er þetta Dascha, sem stendur þarna og horfir á hann, reið og ósigrandi. Hefir hann ekki áður þekkt sál hennar í raun og vem, sál hennar, sem er orðin ein- þykk og ósveigjanleg á undan- förnum þrem árum. Hvaðan hefir Dascha fengið þennan mátt? Ekki í stríðinu, ekki við að bera malpoka á bakinu, ekki við húsmóðustörfin heima. Pélags- andinn hefir vakið þennan mátt og þanið hann eins og stilta strengi. Hann hafði vaxið við þrautir byltingaráranna, við erfiðar tilraunir að gefa kon- unni það frelsi, sem ofvaxið er kröftum hennar. Hún hafði bug- að hann með viljakrafti sínum. . . . Hann, hermaðurinn, stóð frammi fyrir henni feiminn og ráðalaus. Ósjálfrátt greip hann hana, og faðmaði hana svo fast að sér, að brakaði í bakinu á henni. — Nú er um tvent að velja líf eða dauða. — Sleptu mér. Þú tekur mig ekki með ofbeldi . . . Gættu að þér maður. Það mótaði fyrir förum í vöðvum hennar undan átökum hans. Með örvæntingarafli bjó hún sig til varnar. — Segðu mér, hvar hefir þú glatað ást þinni í fjarveru minni? Talaðu manneskja, segðu, mér frá því. — Gljeb, nú bið ég þig í síð- asta sinn, að láta mig í friði. . . annars lem ég þig . . . ég slæ þig, Gljeb. Tryltur af ástríðmn bar hann hana að rúminu, kastaði sér yfir hana, og reif skyrtuna sundur, og faðmaði hana tryll- ingslega að sér. Hún beit á jaxl- inn og án þess að gefa nokkurt hljóð frá sér reif hún sig lausa hvað eftir annað. Við átök hans kastaðist nakinn líkami hennar til og frá, án þess að hún blygð- aðist sín hið minsta. Alt í einu gat hún sparkað honum fram á gólfið, og nú stökk hún fram að dyrunum eins og köttur. Hún dró þungt andan og lag- færði skyrtuna, án þess að líta á hann. — Láttu ekki svona, Gljeb, annars hlýst verra af. Ég hefi lært að sjá fótum mínum for- ráð. Legstu nú útaf og jafn- aðu þig . . . Gljeb, þú tekur mig ekki með valdi. Þú ert dug- legur hermaður, en þó hefir þú ekki einu sinni vald yfir sjálf- um þér. Gljeb var alveg utan við sig. Sársaukinn, sem nísti sál hans var sterkari en niðurlægingin. Hér mátti hann ekki berja, þó það væri leyfilegt í hernum. Hér átti það ekki við. Hvers vegna lætur hún svona . . . hvers vegna er hún svona óvið- ráðanleg. Hann sat á gólfinu og hallað- ist upp að rúminu og beit sam- an tönnunum, til að sefa sárs- aukann í höfðinu. Dascha hnyklaði brýrnar, og gekk að fleti sínu í horninu. — Slöktu ljósið, Gljeb, og legðu þið útaf. Þú verður að hvíla þig. Þú ert orðinn brjál- aður af ofþreytu. — Dascha . . . elskan mín, hvað er orðið af ást okkar? Er hið sífelda starf búið að breyta þér í nom, ertu ekki lengur kona? — Legstu fyrir og jafnaðu þig. Ég er orðin þreytt. Á morg- un verð ég að fara til þorpsins og skipuleggja kvennadeildina. Ræningjaflokkar em hér á hverju strái. Við erum aldrei örugg um líf okkar, vertu þess vegna ekki með neina heimsku. Hún gekk að borðinu og slökti á lampanum, lagðist síð- an fyrir þegjandi og bylti sér í rúminu dálitla stund. Svo varð alt hljótt. Gljeb heyrði ekki einu sinni andardrátt hennar. Hann sat í myrkrinu og beið. Sársauki og smán. Nú var Daseha svo nálæg . . . en þó svo langt í burtu. Hann beið eftir að heyra rödd hennar. Dascha mundi koma til hans eins og áður, þrýsta höfðinu að brjósti hans og hvísla hljótt að honum eins og vina eða móðir. Þarna var hún ókunn. Hon- um var ómögulegt að skiJja hana. En hann var aleinn með sársauka sinn og þrár sínar. Hann gekk hljóðlega til henn- ar, settist hjá henni og studdi hendinni á herðar henni. — Dascha, kystu mig eins og fyr. Ég hefi vaðið eld og brenni- stein, og það er svo langt síðan ég hef fundið til ástar. Hún tók hönd hans og þrýsti að brjósti sér. — Þú ert svo heimskur . . . svo sterkur og heimskur . . . Ekki Gljeb . . . ekki núna. Eg hefi enga krafta aflögu til ást- aratlota, en vertu rólegur, stundin sem þú þráir kemur bráðum .... fyrir mig .... fyrir þig. Hjarta mitt er lokað fyrir ástinni. Þú ert svo ákafur, ég hefi ekkert að segja þér, farðu nú að sofa. Hann horfði einmana út um dökkan gluggan. Himininn var uppljómaður af stjörnum, en einhvers staðar, líklega í f jall- inu, heyrðist bergmál af þrumu eins og úr dýpstu undirdjúpum jarðarinnar. Austlægur norðan- vindurinn söng í skóginum uppi í dalverpinu. Hann stóð á fætur, krefti hnefann og fleygði sér upp í rúmið. — Varaðu þig. Ég skal kom- ast að raun um hver hefir rænt ást þinni. . . Þetta gengur ekki . . . ég hefi aldrei látið undan. Mundu það. — Dascha þagði, köld, ná- læg, en þó svo langt, langt burtu. Snillingurinn og fiðlan. Fiðlusnillingurinn Marœl Masc, einn af frægustu fiðlusnillingum Ungvierja, dó fyrir nokkrum vik- um. Um mörg ár hafði hann töfr- að áheyrendur með tónum sín- um og hann brást því ekki held- ur á dauðastundinni. Hann dó á hljómleik, þar sem hann var að lieika á fiðlu sína. Þegar átti að ná fiölunni úr höndum hans, hélt hann svo fast um hana, að hún náðist ekki. Var hann því látinn hafa fiðluna sína með sér í gröf- ina. — Afsakið, ungfrú, ég mætti líkliega ekki spyrja, hvar þér eig- ið heima; ég ætla nefnilega sömu lieið.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.