Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.05.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.05.1936, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Islenzkir sagnapættir: Sjósókn frá Landey) (Eftirfarandi frásögn um sjósókn- ir frá Landeyjasandi er fróðleg og lifandi lýsing á sjómensku, sem mjög var stunduð til skamms tíma í Bangárvallasýslu, en er nú að líða undir lok. Hafa menn sagnir af því, að 300 skip voru gerð út frá sýsl- unni, og var það áhættusamur at- vinnuvegur og með fádæmum mann- skæður. Nú eru þar í hæsta lagi 10—12 skip fyrir landi. Höfundur frá- sögunnar, Pétur Sigurðsson, skó- smiður á Vestdalseyri í Seyðisfirði er fæddur í L,andeyjum og uppalinn þar fram á unglingsár. Lesendum Sunmidagsblaðsins er hann kunnur af frásögn hans um stórbruna á Vestdalseyri, sem birtist hér í blað- inu fyrir sköiamu). Bændiir í Hallgeirsey fyrir 50 árum. P YRIR og eftir 1885 bjó í Hall- ¦*• geirsey í Austurlandeyium Jóni Brandsson1). Jón var búhöldur góður og allvel fjáður. Á þeim tíma voru 3 búendur á Hall- geirsey: Jón bjó í austurbæin- um, Einar2)j í miðbænum og Guð- laugur3) í vesturbænum. Var sam- Hálfrar aldar mlnolnaar 1) Jón Brandsson var kvœntur Guðrúnu Bergsdóttur. Eitt bama þeirra er Ingibjörg gift Jóni Guð- mundssyni í Suðurgarði í Vest- mannaeyjum, en þau eru foreldrar Sigurg'eirs hins fræga sigamanns," er kleif upp haerri barm Almannagjár á AlþingishátíSinni, sem mörgum er minnisstætt. Sigurgeir hrapaSi til dauðs í Vestmannaeyjum í fyrra, og varð mörgum harmdauði, því að hann var óvenjulegt prúðmenni og hverjum manni vinsælli. 2) Einar Sigurðsson var kvæntur Þuríði Ólafsdóttur, sem enn er á lífi í Vestmannaeyjum, blind. Áttu f jölda barna, sem flest- eru á lífi í Reykjavík og Vestmannaeyjum. 3) Guðlaugur Nikulásson, dáinn fyrir fáum árum, háaldraður, var Aiísleszkt lélag. Sjóvátryggingar, Brimatryggingar, Rekstursstöðvun- artryggingar, Húsaleigutrygg- ingar. Lifstryggingar, Efftír Wétmw Slgnrössoii, VestffteSsey? I. lyndi hið bezta milli búenda. Þeir Jón og Guðlaugur voru formenn og áttu sinjn áttæringinn hvor, er þeir gerðu út, ýmist frá Vest- mannaeyjum á vetrarvertíð eða frá Landeyjásamdi, þá er vertið lauk i Vestmannaeyjum. Jón Brandsson var hinn mesti full- hugi og djarfur til sjósóknar. Varð honum vel til háseta; hafði árum saman sömu menn, því að ávalt var aflavon á hans útveg. Vlð Landeyjasand. . \» ANALEGA var vertíð lokið í Eyjum laust fyrir páska. Komu „landnnenn" þá „upp" sem kallað var, og réru frá Söndun- um. Það brást tæplega á peim árum, að fiskur gengi grunt upp að Söndum, en hins vegar miklum erfiðleikum bundið að komast út vegna brims. Var oft teflt á tvær hættur, er menn vissu af nógum fiski rétt utan við boðana. Þamnig er háttað meðfram Söndumum, að tvö sandrif eða grynningar myndast skamt undan larídi. Ytri grynningarnar raiefn- ast „útrif", en pær, sem nær eru;, nefnast „eyrar". Hér og þar á grynningum þessum myndast all- djúpir álar, er nefmast „hlið". Þegar brim var eða „vondur sjór", braut á þessum sandrifj- um, og náðu brotin oft saman yfir „hliðið'" og þá ekki hægt að komast í gegnum það nema með því að „sæta lagi". Þegar braut á „útrifi", var sjór með öllu ófær. Auk þessa tvísetta brimgarðs var brotið við landið eða „landsjórinn" sem kallaður var. Milli landbrotsins og eyrar- bnotsins var djúpt lón, niefnt „lega". A „legunni" var oft seil- aður fiskurinn úr skipinu og því lent tómu upp í sandinn, en seil- arnar dregnar upp á eftir. Ytti þá sjórinn vel á eftir, er brotið reið að, en fast varð að halda, er út sogaði. Þegar lent var, létu kvæntur Margréti Hróbjartsdóttur. Meðal barna þeirra eru GuSmundur, sem nú býr í Hallgeirsey og María gift Jóni Þorsteinssyni, söðlasrhið í Reykjavík. Sonur Jóns og Mariu er séra E>orsteinn Lúther á Stóra- Hrauni. mienn., skipinu slá flötu; ef það mistókst, gekk sjórinn yfir það að aftan og fylti. Var það kallað að fá „kæfu". Um leið og skip- inu sló flötu, stukku vanalega 3 menm út úr skipinu undir síð- una, er að sjó vissi. Var það nefnt að „fara utan undir", en hlutverk þeirra, er það gerðu, var að varna því, að skipið „dytti á sjó", sem kallað var, en ekki mátti standa of fast undir skipinu, er út sogaði, þvi að þá fór sjór inln í það landmegin. Ekki var það fyrir löðurmenni að standa utan undir, enda til þess valdir beztu merimixnir. Fengu þeir oft að „súpa sjó". Það var ekki ein- göngu brotsjóritín, er á land gekk, sem yfir þá skolaði, heldur og frákastið uhdain skipssíðunni. — Mjög var erfitt fyrir þá, er stóðu lutan umdir, ao halda fótfestu, því að sjórimn gróf sandinn undan fótum þeirra. ÞÖTT einatt gengi erfiðlega að lenda, var engu betra að komast út, ef sjór var vondur. Það var þungur setningur á átt- æringunum í sandiríum, þyngri þó upp en ofan, því að dálítill halli var upp á „kambinn". Þeg- ar sett var fram, var byrjað á því að snúa skipinu við, smúa fram- stefni til sjávar, var það kallað að „bera við". Skipið var sett á eikarhlunnum, voru krakkar og unglimgar látnir hlaupa með þá fram fyrir jafnóðum og þeir losnuðu umdan skipinu að aft- an. Var þetta erfitt verk fyrir þróttlitla unglinga, og toft varð að hlaupa, ef vel gekk að setja. Skipið var nú sett að flæðaTmáli, og var hveT maður við sinn keip. Fjórir beztu mennirnir voru fremstir, tveir hvorum megin við stefnið, áttu þeir að gæta þess^ að. skipinu slægi ekki flötu, var það kiallað „að styðja framundir". Óðu þeir svo langt út sem stætt var. Kom það oft fyrir, að þeir gátu ekki komist upp í skipið hjálparlaust, en héngu á kinn- ungumum, þar til komið var á flot, en voru þá innbyrtir. Oft bar það við, að skipinu sló flötu lupp í sandinn, ef vont ólag kom, er ýta skyldi á flot, var það kalt- að „uppsláttur". Sjóferð. r EG hefi hér að framan verið að rifja upp ýmsar athafn- ir og hálfgleymdar málvenjur samfara sjóferðum á þessum tíma íviði Lapdey|a;safn!d« Þ'ó jvierQDP margt óskráð, sem vert væri að bjarga frá gleymsku. Nú vil ég segja frá einmi sjó- fíerð, er ég tók þátt í, þá 15 ára,4) með áðurnefndum Jóni Brands- syni. Það mum hafa verið laust fyr- jbc páska, vermenm voru mýkiomnir „upp" og var þá strax farið að róa frá Söndum. Sruemma morg- uns var riðið til sjávar, það mum' vera tæp einnar stundar reið frá= Hallgeirsey.6) Veðux var gott, en brimhljóð heyrðist heim, svo að auðsýnt var, að sjór var ekki „dauður". Líklega hafa það ver-- ið 4 eða 5 skip, sem öll notuðu „hliðið", sem þarna hafði mynd- ast. Á hverju skipi voru millí 10 og 20 manns, svo að þarna var all mannmargt. Sást paði brátt, er í sandinn kom, að ill- fært var áð komast út. Stóðu mienm í hópum niður við flæðar^ mál, með handfærim á öxlunuin; og nudduðu öngla sína úr sandi, er þeir tóku í vinstri lófa með sjóvettlingnum á hendinnL Urðu önglarnir glófagrir og því 4) Hefir verið árið 1887,'þvi að höf. er fæddur 20. júlí 1871. 5) Höf. mun gera of mikið úr f jarlægðum, eins og títt er í bernsku- minningum. (Frh. á 6. síðu.) Kaffibæfir. Það er vandi að gera kaf fi vinum öí hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekfet. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann Hvfkwr engan. Reynið s.jált« Keynslan «* ólýgnust.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.