Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.05.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.05.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SJÓSÓKN. (Frh. af 2. síðu.) frieistandi íyrir þann gula. Þetta nefindu menn „að bræða 'aun", mílda brimvaldinm. ENGUM þótti viðlit að hreyfa skip Sín í þetta sinn, nema Jóni Brandssyni. Kallar hann menn sína saman og setur skipið að flæðarmáli. Á hverju skipi voru svonefindir „bitamenn", vanalega þeir, sem álitið Var, að bezt vit hefðu á öllu; voru þeir eins toon- ar ráðunautar formanns. 1 þetta sinm voru bitamenn hjá Jóni: Þór- oddur í Úlfsstaðahjáieiguc) og Jón í Káragerði.7) Spyr inú Jón jþá, hvernig þeim lítist á hainn. Segir þá Jón í Káragerði: „Ég sé að komast má út, hvern- ig sem gengur að lenda." Kallar Jón inú lagið og er skip- inu ýtt knálega út; tókst-það.vel. Er nú róið út fyrir brimgarðimn svo sem 15 mínútina róður og |>ar ient færum. Er ekki að því að spyrja, að fiskur var á hverju járni. Dýpi var þawia 10—15 faðmar. Var þorskurinin sprett- harður og kipti fast í, Ég var hálfdrættingur og sat í miðskut, milli formanms og bitamanna. Brátt fór ég að fá sjósótt og kastaði upp ofan á hendur mér, ler ég var að draga. Einhver há- setinn sagði þá við mig, að ég skyldi dyfa sjóvettlingnum í sjó- inp, sjúga úr totunni og kingja á móti uppsölunmi. „Mieð illu skal Ilt út drífa," hugsað ég, og reyndist mér ráðið allvel. ÞAÐ mun hafia tekið 3—4 tíma að hlaða skipið, því að ekki var aninað gert en renna og draga, en fiskurinn afar-vænn. Allar hin- ar skipshafnimar stóðu í sand- inum, og má inærri geta, hvort rnenm hefðu ekki reynt að komast út, ef fært hefði þótt. Þegar Jóni iformanmi þótti nóg komið í skip- tð, sagði hann, að nú skyldu allir „hanka upp". Vár því hlýtt taf- arlaust. Síðan var róið inn að brimboðunum og lagst þar til að bíða eftir lagi gegnum „hliðið". Svo var brimið mikið, að braut yfir miilí „eyranna" í ólögunum. Eftir afstaðið eítt ólagið kallar Jón, að nú skuli taka landróður. Óðar er skipið komið í „hliðið", því að beðið var lags örskamt 6) Þoroddur Sigurösson varkvsent- ur Jóhönnu Jónsdóttur. Munu eiga afkomendur á lííi. 7) Jón Einarsson var kvssntur Ástríði Pétursdóttur. Ein dóttir þeirra, GuðríSur, giftist Sigurði hreppstjóra Sigurfinnssýni í Vest- mannaeyjum, hinum merkasta manni. Hann hefir skrifað lýsingu á útræði frá Söndunum: Ýtingar og lendingar o. fl., er birtist í Andvara 1915, undir gerfinafninu Sæfinnur á öldu. [utan við. Þegar við erum komnir þar, kemur ólag, og er strax aug- Ijóst, að skipið mundi lenda í brotinu, emda varð sú raunin á. Þegar eggþunnur öldufaldurinn gein afta|n við skutinn, kallar Þóroddur bitamaður til Jóns: „Það er of seint að snúa við nú, hara halda áfram í drottiins nafini, heilla maður." Jón stóð við stýrið, þumgur á brún, em athugull, og kallar til háseta sinna, að hver skuli gæta sinmar árar, halda þeim hátt upp úr sjó, svo þær „ristu ekki í", því að slíkt gat snúið skipinu, er brotsjórinin flutti skipið áfram með geysihraða;. Anmað gat einn- ig orðið þess valdandi að skip- inUrfSnéri, það var, ef stýrið misti sjó, eða „skæri undan" eins og kallað var. Hvorugt af þessu varð þó í þetta sinn. Það braut rétt undir miðju skipinu, og sjórinn fossaði inn af hástokkum á bæði borð. Á eftir þessu broti kom annar sjór, en hann braut aðeins báðum miegin við skipið, en ekki undir því. Hefir það eflaust orð- ið okkur til lifs i þetta. sinn. Sjálfsagt hefir legið mjög nærri, að skipið sykki þarna, því að mikið var í því af fiski. Ausið var með tveim stórum trogum, og þokaðist skipið hægt inn á „le'guna", meira. i sjó en á. Var nú þrifið til seilanna og allur fiskurinn seilaður. Var það fljót- gert, enda engin handaskol. Skip- inu var nú lent tómu, og gekk það vel, því að margar voru hjálparhendurnar í landi. Voru nú seilar dregnar á lamd og bjarg- að undan sjó. 'EÐAN á þessu stóð hafði slegið á brimið. Réru nú öll skipin og Jón Brandsson í aniniað sinn þenna dag. Ekki leizt mér á að fara út aftur. Var ég leftir í landi til að hjáípa manni þeim, er átti að færa fiskinn frá sjó, hærra upp. Atburðir dagsins voru líkastir draumi, er ég var að vakna frá. Seiní var komið Ireim þetta kvöld. Man ég vel, hve þreyttur ég var þegar ég lagðist til svefns. Brimhljóðið suðaði íyrir eyrunum, en inn í það blandaðist köll og ýms há- reysti frá deginum. Og þótt ég lokaði augunum, sá ég jafnskýrt alla viðburði dagsins. Þegar ég dottaði, hrökk ég upp við að þorskurinn var að kippa í færið mitt. Ef til vill hefir skipsfélög- um mínum ekki fundist rnjög til um skakkiaföll liðins dags, en mér þótti sem ég hefði komist í lífs- háska. Og mér fanst ég vera tölu- vert eldíri og reyndari og meiri maður en ég var um morguninn þegar ég reið til skips. Vestmaniiaeyjaför. ÞEGAR meníi réru frá Land- eyjasandi og tvísýnt þótti um landtöku þar aftur, bjugg- ust þeir eins við að fara til Eyja,, ef sjór versnaði. Var það kallað „að leggja frá". Það var eitt sinn, sem oftar, að Jón Brandsson brauzt einn út. Otsyniningur var á og töluvert brim, sem jókst, er á daginn leið, svo að ólendandi varð við sand- inin. Fiskur var tregur þenna dag, svo að Jón vildi ekki „sitja" leng- ur, en segir við menn sína, að þeir skuli „hanka upp", ,^og skul- um við nú nota leiðið og sigla til Eyja". Ég held að öllum hafi þótt þessi ráðstöfun góð; alt af var gaman að koma til Eyja. Jón átti sjóbúð þar, sem París hét. Mörg hús í Vestmannaeyjum höfðu val- in nöfin í þá daga, svo sem Lond- on, Batiavía, Godthaab, Frydendal, Nöjsomhed, Vananger. Nú var siglt góðan byr og skreið vel. Var sungið og spjallað, því að menm voru glaðir, þó að Bakkus væri ekki með í þessari för. Þeg- ar við nálguðumst Eyjar, kom upp stórhveli fyrir stafni. Þótti mér nóg um, enda bætti það ekki úr, að einm hásetinn segir: „Við hljótum að lenda beint í gininu á þessum." Að líkindum hefir hvalurinn verið en'nþá hræddari við okkur en ég við hann, því að hann stakk sér og kom ekki upp aftur í nánd við skipið. Var nú s'glt beint gegnum Faxasund, beygt við fyrir Yztaklett, feld segl eða „slétt lát- ið nær" eins og það var nefnt, róið inin „leiðina" og lent innan við Nausthamar, sett upp skip og skorðað, síðan gengið heim í Paiv ís, kveiktur eldur á arni, hitað á katlinum og búist um eftir föng- um. Fór vel um okkur, mátti hver lifa og láta sem vildi. 1KKI man ég, hve lengi við vorum teptir „úti", en vel man ég heimferðina. Strax og leiði bauðst og brim lægði var bú- ist til heimferðar. Oft er erfitt um það að segja í Vestmannaeyjum, hvort lendandi sé við sandínn. Þó hafa menn allgott merki um, hvort syo muni vera. Skamt fyr- ír vestan Heimaey rís hár klettur úr sjó, er Grasleysa heitir. Á kletti' þessum að vestan er smeiðing nokkuð hátt yfir sjávarmál. Ef brimið gengur upp í sneiðingu þessa, er sjór talinn ófær við Landeyjasand. Daginn, sem við lögðum af stað, var kominn aust- an strekkiingur og leiði því gott. Nokkuð af vörum var tekið í skipiö, og sumir hásetarnir fengu sér á flöskuna. Mótvindur var út Víkina og mildl kvika undir Yzta- kletti, sem vandi er í austaínátt. Róið var norður f yrir Faxasker og þar sett upp segl. Fór vindur vax- andi og risti skipið lengjur á öid- unum. MEÐ okkur var á skipi Guð- mundur Halldórsson8) frá Skíðbakkahjáleigu í Austur-Land- eyjum. Guðmundur var einhver sá allra stærsti maður, er ég hefi séð, og gildur að sama skapi. Vair hann töluvert kendur og lét mik- ið yfir sér. Var hann í austur- rúmi. Þóroddur var bita- maður, sem áður. Var hann nokk- uð drukkinn, því að góður þótti honum sopinn sem fleirum. Þór- oddur var á efra aldri9) og far- inn að láta sig. Á unga aldri hafði han'n verið snarmenni og þá ráðið niðirrlðgum sér stærri manna. Um snarræði hans á yngri árum heyrði ég þessa sögu: FyrLr Brydesverzlun i Vest- manmaeyjum var faktor, er Sö- rensem hét. Fóru margar sögur af fólsku hans og níðingshætti við fátæka og umkomulitla men«i. Var sagt, að hann befði oft sleg- ið menn og þá haft búðarlykilinn í hnefanum. Eitt sinnhafði Sören- sen ætlað að slá Þórodd, og seild- ist til hans yfir búðarborðið, em Þóroddur snaraðist umdir höggið, inin yfir búðarborðið, tók Sören- sen glímutökum, keyrði miður fall mikið og lét kné fylgja kviði. Mum Þóroddur hafa gengið rækiiega frá horium, því að ekki hafði hamn Jagt í Þórodd eftir þetta. |-v EGAR komið var miðja vega *y milli lands .og Eyja, leoti þeim saman í orðasennu Guð- mundi og Þóroddi, urðu báðir brátt reiðir og flugust á í illu í austurrúminu. Það var komimn 'mikill sjór í skipið, en aðgamgur- inm ekki greiður að austurrúmi. Leizt mér ekki á blikuna og datt í jhug, að skipið mundi sökkva, Þóroddur beið lægra hlut fyrir Guðmundi. Þótti sumum hrikalég- ar aðfarir, er Guðmundur spemti sína tröllslegu hömd yfir andlit Þórodds — var hönd hans fult svo stór að flatarmáli sem andlit Þórodds — og keyrði hanin niður í austurinm. Var nú gengið á milli, rutt austurrúmið og skipið þur- ausið. Um leið og Guðmundur sleþti Þóroddi, greip hanm sjó- vettling sinn, dýfði honum í sjó og skelti í andlit Þóroddi. Var útlit og ásigkomulag Þórodds hið 8) Guðmundur Halldórsson var kvæntur Elínu Sigurðardóttur. Eitt barna hans var Halldór, er bjó í Álftarhóli og síðar á Búðarhóli í Landeyjum, heljarmenni að vexti og burðum. 9) Þóroddur hefir verið tæplega hálfsextugur, og Guðmundur raimar ári eldri.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.