Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.05.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.05.1936, Blaðsíða 8
s ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKIP Guðlaugs í Hallgeirsey hét Trú, oftast kölluð Gamla trú. Framan á bitainum á öllum skipunum í Landeyjum var fjöl, nefnd „bitafjöl“. Á fjöl þesaa var skorin vísa, iog nafn skipsins pá æfinlega haft í vísunni. Á bitafjölinni á Gömlu trú var þessi vísa, ort eg skorin af Ein- ari á Bryggjum:10) Hlunnadýrið heitir Trú hafs er treður móa; veri hún í vernd Jesú log virðar á sem róa. Einar á Bryggjum var imesti greindarmaður, söngmaður góð- ur og listaskrifari. Bræður hans voru Símon i Miðey,17) Sigurður á Fagurhól18) og Einar í Vörum19) í Garði, nafnkendur maður á sinni tíð. Helztu formenn í Lanri- eyjum fyrir 50 árum. Ð endingu vil ég geta stutt- , lega helztu f ormanna í Land- eyjum á þessum tíma. Auk bænd- lanna í Hallgeirsey, sem áður er getið, voru þessir hielztir: Sigurð- |ur Þorbjörnsson í Kirkjulandshjá- leigu, mikill dugnaðar- og áhuga- maður. Mig minnir að hann fær- ist með hásetum sínum við Land- eyjasand.20) Þá má nefna bænd- (uma í Krosshjáleigu, Pétur21) og Jóhann.22) Pétur var mesti greind- armaður, átti töluvert bókasafn, en slíkt var ekki alment þá. Ekki hafði hann kvongast, en bjó með móður sinni og systrum. Móðir hans var Guðrún, dóttir Páls 16) Einar Sigurðsson var kvæntur Margréti Finnbogadóttur. Hann var hálfbróðir Símonar og þeirra bræðra. 17) Símon Einarsson var fyrsti maður Sesselju Hreinsdóttur í Mið- ey, en hún var þrígift. Sonur Simon- ar og Sesselju er Sigurður Símonar- son, kunnur maður í Reykjavík, og dóttir Kristín kona Sigmundar Sveinssonar, dyravarðar í Miðbæjar- bamaskólanum í Reykjavik. Dóttir Sesselju er Elín Egilsdóttir, veitinga- kona í Þrastalundi. 18) Sigurður Einarsson var kvænt- ur Helgu Einarsdóttur. Meðal bama þeirra er Steinn kennari í Hafnar- firði og Einar faðir séra Sigurðar Einarssonar, alþingismanns. 19) Einar Sigurðsson mun ekki hafa látið eftir sig böm. Hann fiutt- ist á elliárum til Isafjarðar og dó þar. 20) Sjá áður. 21) Pétur Pétursson drukknaði í lendingu við Landeyjasand, að því er mælt er, veturinn 1893, einn sinna manna. Hefir því orðið skamt á milli margra þeirra, er hér getur. 22) Jóhann Jónsson var kvæntur Þorgerði Jónsdóttur. Þau voru fóst- urforeldrar Kristinar Guðmundsdótt- ur, konu Hallbjarnar Halldórssonar, prentara, en Kristín er systurdóttir Jóns yngra á Bakka. (Sbr. 25). skálda.23) Var hún talin góð ljós- móðir og mörgum tók hún blóð, en slíkt var algeng lækningatil- íraun í þá diaga. Það kom oft fyr- ir, að torf var flutt til Vest- maninaeyja, því að engin torfrista var þar. Skip Péturs hét María. Þótti það fremur lélegt, einkum að því leyti, að það Lak mikið. Einu sinni er Pétur var búinn að hlaða Maríu með torfi, er fara átti til Eyja, hafði einhver >orð á því, að þetta væri hættuLegur farmur á svona leku skipi. Þá sagði Pétur: „O, sei, sei, nei, torfið beldur að að ininan, en sjórinn að utan, svo er það eins og járnskip." Oddur Pétursson á Knossi-4) þótti góður formaður. Ég var með honum eina vetrarvertíð í Vest- mannaeyjum. Margs mætti minn- ast frá þeim tímia. Þá má nefna Jón yngri frá Bakkö.25) Um hann var þessi formannsvísa ort: Með hlaupgóðan mastm hund mætir engum skakka, ötull vel um ufsa grund yngri Jón á Bakka. FLeiri imenn en hér er getið fengust við formensku, þó að þeirra sé ekki minst, og verður hér að láta staðar numið að sinni. Pétur Sifftfrdsson. BARNAHEIMILI Frh. af 5. síðu. fyrir þessar umkvartanir, og Gljeb hafði aldrei heyrt hana jafn harðorða og nú. — Vertu ekki að kvarta, félagi. Þið skuluð gera eins og þið get- ið, en hætta þessum sífeldu um- kvörtunum . . . þær hafa ekkert að þýða. — Þú hefir rétt fyrir þér, fó- lagi Tschumalowa. Gott er að vinna með þér. Gljeb heit á jaxlinn. Dascha gekk um alt húsið og leit meö óþolinmæði í hvern krók iog kima, hún mam staðar í herbergi starfsfólksins. — Hvað er þetta, hvers vegna eru stólarnir, hægindastólarnir og 23) Dætur Guðrúnar Pálsdóttur, cr með henni dvöldust. voru þær Sól- veig og Sigriður rnóðir Pála stúdents Auðunssonar, Jónssonar i Múla. Páll dó, er hann var á háskólanv.m í Kaupmannahöfn. Hann var afburða námsmaður. 24) Oddur Pétursson var kvæntur Sigríði Ámadóttur. Sigurður sonur þeirra er formaður í Vestmannaeyj- um. 25) Jón Jónsson, Oddssonar, var kvæntur Guðnýju Þorbjömsdóttur. Þau bjuggu síðan á Seljalandi undir Eyjafjöllum. Áttu 5 dætur. Ein þeirra var Jónína kona Jóns Vil- hjálmssonar, sltósmiðs í Reykjavik. sófarnir hérna inni? Hér eru líka myndirn,ar . . . og margt annað. . . . Ég hefi þó skipað svo fyrir, að ekki megi bera nokkurn hlut úr herbergjum bamainna. Haldið þið að börnum þyki óþægiLegt, að hafia mjúka sóffa eða ábreiður til að veltai sér á? . . . Börnum þyk- ir líka gaman að myindum . . . þietta má ekki koma oftar fyrir. — Þetta er rétt hjá þér, félagi Tschumalowa, . . . ien framkvæmd uppeldismálanna á raunhæfum og óraunhæfum sviðum . . . þvílikur heilaspuni . . . skapar aðems Leti . . . ryk og sýkingarhættu. Augu forstöðukionuinnar urðu hvöss, en Dascha hélt áfram að tala, án þiess að veita því minstu eftirfcekt, rödd hennar var hörð, og það komu rauðir fLekkir í and- lit hennar af ákafa. — Ég legg lítið upp úr þessari framkvæmd ykkiar. Bömin hafia fram á þieninan dag lifað eins og svin í stíu. Gefið þeim myndir, ljós og mjúk húsgögn. Alt, sem okkur er mögulegt, verðum við að láta þeim í té. Við þiufum að skreyta og fegra samkiomusalinn, gera hanm vistlegan, börnin eiga að borða og Leika sér úti í nátt- úrunmi. Ekkert handa okkur, alt handa þieim, og þó við yrðum að dieyja . . . þá verðum við að gefa þieim alt. . . . En svo starfsfólkið verði ekki hirðulaust, þá getur það búið í þessum leiðinlegu hreysum. V-ertu ekki að reyna að þyria ryki í aúgun á mér, félagi, ég skil sumt, sem ber fyrir mig . . . eininig starf yðar. Litla forstöðukonan brosti ynd- isliega, og það glampaði á gull- tennurnar. Augu hennar voru kvik og stingandi. — Hver efast um það, félagi Tschumalowa, þú ert einstök kona, aðgætin og tilfinninganæm. Undir þinni stjórn gengur alt vel. Áður en Dascha fór, faðmaði hún Njúrku að sér, og bönnin þyrptust aftur utan um hana og blómin, myndastytturnar og kvökuðu með sinni veiku röddú. Njúrka horfði aftur athugandi á Gljeb. — Viltu koma heim, Njúrka litla, og Leika þér eins og áður hjá pabba og mömmu? — Hvert heim? . . . Rúmið mitt ier hérna. Við vorum að drekka nýmjólk, og á eftir göngum við fylktu liði með söng og hljóð- færaslætti. Hún tók um háls lians þýtt og blíðLega, og í atugunum, sem voru eins og augu móður hennar, var glampi, eins og af óleystri spurn- ingu. Dascha gekk þögul frá barna- heimilinu út á götuna. I augum hennar speglaðist viðkvæmni, sem ennþá var ekki kulnuð. Þegar þau komu út á götuna, sagði hún eins og hún væri að tala við sjálfa sig, en ekki við Gljeb: — Kvennadeildin hefir mikið starf að Leysa af hendi, og ekki einuingis við uppeldi bamanna. . . . Við þurfum að aga þess- ar bölvaðar kerlingar. Ef við hefðum ekki vakandi augiff á þeim, mundu þær sfcela gersam- Lega öllu. . . . Sjálfar eru þær eins og þrælar. . . . Alls staðar eigum við óvini . . . þessar xneð gullbenjnurnar, þeim verður ekki við bjaigað . . . en okkar eigin menn . . . þeir, sem fylgja okk- ur að málum . . . Gljeb, þeir eru þrælar. . . . Hvernig lízt þér á bamaheimilið ? Hvolpar -— rándýr. Fiskimaður einn í Mulvika á Vestfjold kom fyrir nokkru auga á tvö fallega dádýr sem löbbuðu út á ís. Alt í einu komu 6 hvolpar þjótandi út úr skóginum og réðust að dádýr- unum, eins og úlfar. Hvolparnir eltu dádýrin og hættu ekki fyr en þeir höfðu gengið af þeim dauðum. Annað dýrið tættu þeir í sundur, en hitt eltu þeir út af ísskörinni. Lét dýrið þar líf sitt eftir að hafa gert ítrek- aðar tilraunir til þess að bjarga sér upp úr ísköldu vatninu, því að hvolpamir vörðu því upp- göngu. Fiskimaðurinn vissi ekki að i slíkum tilfellum var leyfi- legt að skjóta hvolpana, að öðrum kosti mundi hann vafa- laust hafa gert það. Franska og enska. Meðan stóð á Þjóðabanda- lagsfundinum í London fyrir skömmu bar svo við ,að formað- ur verkamannaflokksins Attlee, kom inn á gang í St. James höllinni, þar sem Eden og franski utanríkisráðherran Flandin, voru að tala saman í mesta ákafa. Þegar Attlee kom auga á þá varð honum að orði. — Það er gaman, að maður skuli að lokum rekast á fransk- an og enskan utanríkismálaráð- herra, sem eru jafn háir vexti. Nú þarf hvorugur þeirra að líta niður á hinn. Daginn eftir kom röðm að Flandin með að segja brandara. Attlee spurði hann hvort hann sem Frakki kynni ekki illa við þann sið í enskum borgum að víkja til vinstri. — Nei, sagði Flandin rólega, ég er því svo vanur hér í Lon- don að alt víki til vinstri nema verkamannaflokkurinn. RTTSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSOR_ STIINBðRSPRENT H.F.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.