Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.05.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.05.1936, Blaðsíða 3
ALÞÍÐUBLAÐIÐ 3 ■ w Astmeyjar Danakonunga. T SLOTSHOLMSGADE, beint á móti kauphöllinni, liggja nokkrar stjórnarbyggingar, sem á einveldistímunum voru kallaðar Kancellíið. Skuggaleg- ast þessara húsa er nr. 8, þar sem hermálaráðuneytið hafði skrifstofur sínar um tvö hundr- uð ára skeið. En innan veggja þessa húss voru þó einu sinni haldnar dýrar veizlur og veitt ríkulega. 1 þessu húsi bjuggu ástmeyjar Friðriks konungs fjórða, hver á eftir annari, þær ungfrú Elisabeth Helene v. Vieregg, Charlotte Helene v. Schindel og Anna Sophe Reventlow. Það er ekki fráleitt að manni geti dottið í hug, að konungur, sem var svo brokkgengur í hjónabandinu, hafi verið dálítið gjálífur í æsku. Þannig er hon- Una líka lýst í skáldsögunum frá þessum tíma; t. d. hinni þektu sögu Börge Janssens: „Jóm- frúin frá Lucca.“ Einkum þótti hann á utanferðum sínum hneigður bæði til víns og kvenna, og voru það ítalskar fegurðardrottningar, sem áttu að hafa séð um að honum leidd- Ist ekki á ferðum sínum. En því Uiiður vantar allar sögulegar sannanir f yrir þessu; hinir hölsku rithöfundar, sem hafa ^ýst dvöl konungs í Feneyjum, hlorens og Rómaborg, eru þvert a öióti undrandi yfir því, hve ^úkill agi og stjórnsemi hafi Verið á föruneyti konungs. Hvorki hann sjálfur né fylgdar- hð hans gáfu nokkurt tilefni til hneykslunar. 1 báðum ferðum konungs var aðalleiðsögumaður hans Frederik Walter hirðmað- Ur. sem oft er lýst sem fremur Ujalífum hirðmanni og átti hann að hafa leitt konung á glap- stigu. Jómfrúin frá Lucca var ítölsk aðalsdama, Teresa Trenta, sem konungur sá í fyrri ferð sinni a danzleik í Lucca og varð mjög hiifinn af. í annari ferð sinni reyndi hann að sjá hana aftur, og heppnaðist það, enda Þótt hún væri komin í klaustur. Litli silfurkrossinn, sem hin i?óma nunna sendi konungi frá klaustrinu er enn þá geymdur á Hosenborg. Á TÍMABILINU milli ítalíu- ^ ferðanna fór konungur hónorðsför sína til Þýzkalands. Híkisráðið hafði ákveðið, að konungur skyldi velja sér þýzka Piinsessu, mótmælendatrúar. — Húsið, sem pær bjuggu í var reist af íslenskum kaupmanni, Knud Pedersen Storm. Sigldi hann því af stað 1. júlí 1695 á konungsskipinu „Ele- fanten“ og steig á land í Warne- miinde. Fyrst heimsótti hann litlu hirðina í Gustrow í Meck- lenburg, þar sem voru 4 gjaf- vaxta heimasætur. Ekki leist prinsinum á þær og hélt því á- fram ferð sirini til Dresden, þar sem hann ætlaði að leita ráða hjá frænkum sínum, dætrum Friðriks þriðja, sem voru ekkj- ur tveggja kjörfursta. Þær gáfu honum þær upplýsingar, að út- litið væri fremur slæmt á þýzka prinsessumarkaðinum um þess- ar mundir, prinsessurnar af Sachsen Weisenfels væru frem- ur illa upp aldar og prinsessurn- ar af Sachsen Gotha væru ekk- ert sérstaklega girnilegar. Prinsinn af Hannover hafði ætl- að að kvænast annari þeirra, en er hann fekk að sjá hana þakk- aði hann fyrir gott boð og bað að hafa sig afsakaðan. Þegar svo var komið málunum ákvað krónprinsinn að snúa aftur til Giistrow og biðja þeirrar prins- essunnar, sem honum litist skást á, en það var sú yngsta, Louise prinsessa, og 5. dezem- ber stóð brúðkaupið í höllinni í Kaupmannahöfn. Litla prinsessan frá Giistrow náði þó ekki ástum prinsins, heldur varð hann hrifinn af tví- tugri dóttur prússneska sendi- herrans v. Viereggs, og skömmu eftir að hann var krýndur, árið 1694, gerði hann hana að ást- mey sinni. Nú þótti ekkert tiltökumál þó að einvaldar tæku sér fylgikon- ur. Þetta var Parísartízka, runnin frá hirð sólkonungsins í Versölum, Lúðvíks f jórtánda og auk þess hafði hinn ungi kon- ungur ágæta fyrirmynd þar sem var faðir hans, Kristján kóngur fimti, sem alla sína stjórnar- tíð hafði haldið við Sophie Ama- lie Moth og eignast með henni tvo efnilega syni, sem voru hálf- bræður Friðriks konupgs og fór vel á með þeim og konungi. FRIÐRIK konungur gætti þó allra kurteisi gagnvart drottningu sinni og tók aldrei á móti heimsóknum ástmeyja sinna í höllinni, heldur keypti áðurnefnd hús gegnt kauphöll- inni og lét ungfrú Vieregg búa þar. Fylgdi hann þar einnig dæmi föður síns. Greifafrú Moth hafði hús til umráða við hliðina á húsi því, er Friðrik konungur keypti handa ungfrú Vieregg. Húsið gegnt kauphöllinni hafði fáum árum áður verið bygt upp aftur af íslenzkum kaupmanni, Knud Petersen Storm. Það var tveggja hæða hús með breiðum kvisti og leit: út eins og venjuleg betri-borg-‘ arahús á dögum Holbergs. Hlið-' arálma hússins náði að birgða-; - skálanum, langri byggingu frá/ tíð Kristjáns fjórða. Milli' birgðaskálans og hallarinnar* var leynigangur. Þurfti því ekki.-. annað en byggja annan leyni-% gang að hliðarálmunni á húsi'ý Knud Storms, til þess að kon- ungur gæti heimsótt vinkonu sína, án þess allir Kaupmanna- hafnarbúar horfðu á. í hliðarálmunni höfðu þau stefnumótin. 1 yzta herberginu, rétt við leyniganginn, var útbú- in lyfta. Á lyftunni stóð lítið, kringlótt borð, og var matbúið á það niðri í kjallaranum og síð- an halað upp um gólfið. Á þenn- an hátt gat konungurinn og ást- mær hans notið máltíðar án þess þjónar væru viðstaddir. Sumarið 1704 var Friðrik konungur á ferð í Noregi og fekk þær fregnir, að ungfrú Vieregg hefði eignast dreng. Skömmu síðar frétti hann það, að ungfrú Vieregg hefði látizt af barnsfarasótt. Fekk sú fregn mjög á konunginn og reyndi hann að gleyma þessum kafla úr ævi sinni á þann hátt að eyða öllum ummerkjum um sitt fyrra líferni í húsi Knud Storrns. Fekk hann þá timburmeist- ara, Glaus Harder að nafni, til þess að taka niður lyftuna og múrarinn Ernst Brandenburg- er var fenginn til þess að múra fyrir leyniganginn að birgða- skálanum og koma öllu í sama lag og áður var. Sýndi hann nú drottningu sinni, Louise, meiri alúð en áður og árið 1708 fædd- ist þeim prinsessa, sem var heit- in eftir ömmu sinni, Charlotte Ámalie. BRÁTT kom þó að því, að konungi leiddist tilbreyt- ingarleysið í höllinni í Kaup- mannahöfn. Ákvað hann því að létta sér upp og bregða sér til Italíu. Undirbúningur ferðarinn- ar fór fram með mestu leynd, og var drottningin ekki látin um þetta vita. Síðast í október lagði konungur af stað með fríðu föruneyti til Antvorskov við Slagelse og þóttist ætla á veiðar þar. Þaðan sendi hann drottningunni boðskap þess efn- is, að hann hefði í hyggju að ferðast til Italíu. Að vísu var þetta fremur kuldaleg kveðja, en nú þóttist konungur hafa vel sloppið. Hina slæmu sam- vizku sína gat hann þó ekki skilið eftir heima. ítalskur rit- höfundur, sem ritað hefir dálít- ið um dvöl konungs í Florenz, segir, að konungur sé í eðli sínu mjög léttlyndur maður, en hann óttist tvent framar öllu öðru: að fá tæringu, og lenda í helvíti. Hin fagra nunna í klaustrinu gat enga huggun veitt honum; hún jafnvel efaðist um það, að þau ættu eftir að hittast í para- dís, þar sem konungur var ó- fáanlegur til þess að taka hina einu sönnu trú; þá gat hann nefnilega ekki verið Danakon- ungur lengur. Þegar hann kom heim aftur úr ferð sinni, fekk hann sér brátt nýja ástmey, að þessu sinni ungfrú Charlotte v. Sch- indel, sem hafði verið húsjóm- frú hjá ungfrú v. Vieregg. Aft- ur voru breytingar gerðar á húsi Knud Storms kaupmanns. Hinn konunglegi byggingafræð- ingur J. C. Ernst fékk það hlut- verk að inna af hendi að rífa niður múrinn, sem konungur hafði í iðrunarkastinu látið byggja fyrir leyniganginn. Sam- band hans og ungfrú v. Sehindel sfóð þó skamma hríð. Á grímu- danzleik einum í Kolding árið 1711 sá konungur yngstu systur Reventlows hershöfðingja, Anna Sophie, sem var aðeins 18 ára gömul og töfrandi fögur. Ung- frú v. Schindel var því send til Næstbyholm, þar sem hún olli hverju hneykslinu á fætur öðru. Anna Sophie flutti í hús Knud Storms kaupmanns. IIiLIÐARÁLMUNNI leit nú alt öðruvísi út en á dögum ungfrú Vieregg. Lyftan er ekki lengur í gangi en borðsalur var útbúinn á annari hæð og þar Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.