Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.05.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.05.1936, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 en skipið hljóp meir en nokkurn varði, og fór ég næst um það, en þó ekki eins og það var. Nú sá ég háan klett framundan, og kalla upp og spyr, hvaða klett- ur það sé, en þeir segja, að það sé klettur undan Anastöðum á Vatnsnesi, og vorum við búnir að sigla yfir Hrútaf jörð og Mið- f jörð á lítilli stundu, — þá birti snöggvast, svo við sáum inn í fjarðarbotninn, og leist okkur ekki á brimið, sem þar var, og urðum því að snúa við og sigla ut aftur, til að komast fyrir Heggstaðanes. Við sigldum út, en fyrir utan Heggstaðanes voru afarstórir sjóir. Svo sigld- um við inn á Hrútaf jörð, og þá birti svo sást í land, og ofbauð ©kkur þá gangurinn á skipinu, svo dimdi aftur svo ekkert sást. ÞEGAR við vorum búnir að sigla nokkuð,segir Jón,aðég verði að beygja að vesturland- inu, til að verða fyrir vestan Hrútey, því það sé ófært fyrir austan hana. Ég segi, að það muni glóra í eyjuna, þegar við komum nærri henni, og þá megi beygja vestur fyrir hana. En hann sagði að við mundum ekki sjá hana í tíma, „og verðum við að sigla sem næst vestur- landinu," og stýrði ég því skip- inu nær því, þó nauðugur væri. En rétt á eftir sé ég í land, og vorum við komnir svo nærri, að ég held að hefði mátt stökkva í land, þá kalla ég og segi: „Við erum komnir fast að landi,“ — og beygi frá með sama. En þegar ég er nýbúinn að beygja við, sé ég alt í einu sker á djúpborða, og varð að stýra skipinu innan um þau í marga króka, en það vildi til að það var rétt undan, og höfðum við ekki nema stagfokkuna af nýja skö, enn þá eina! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið- ingum um kreppuna. seglum, og gat ég því vel ráðið við skipið. Svona stýrði ég nokkuð langan veg, þar til ég sá sund út úr skerjunum, og stýrði í það, en þegar skipið var nærri komið úr sundinu, þá stóð það. Þá segi ég: „Það þarf ekki að stýra lengur, skipið stendur.“ — Var þá birt hríðin og sáum við hvar við vorum, og höfðum við farið gegnum Baldhólma við vesturlandið, rétt fram undan sýslumannssetrinu Bæ og var Hrútey nokkuð innar. Skipið lagðist á hliðina og tók nokkuð hart niðri, þar var sandur og smásteinar, svo það gerði skip- inu minna til. Þá sagði Bessi: „Svona fór þá Feykir minn, því hér brotnar hann.“ Ég segi, að það sé ekki komið að því á meðan við heyr- um ekki braka í honum. Svo kallar hann á okkur alla ofan í káetu og kom með súran sauð- ar-lundarbagga og sneiðir niður og segir okkur að borða, segist halda að okkur veiti ekki af því og var það satt. Við höfðum ekki smakkað mat í nærri tvo sólarhringa, og urðum því allir fegnir að fá næringu nema Jón, hann hafði ekki lyst á neinu, hann sagði að það væri sér að kenna að svona hefði farið. „Hefði ég ekkert sagt, hefði alt farið vel, heyrðuð þið ekki, hvað hann var nauðugur að hlýða mér?“ — En ég sagði, að það væri ekki til neins að tala um það, hann hefði gert þetta í góðri meiningu, það vissum við allir. En kunnugleikinn er ó- nógur, þegar ekkert sést. Hann barmaði sér mikið af þessu. VIÐ sátum niðri í 15 mínút- ur, tók nú skipið hart niðri og fórum við að heyra braka í því, en það vildi til að þarna var sjólaust. Fórum við nú allir upp á þilfar og Bessi segir: „Hvern- ig eigum við að fara að bjarga okkur í land?“ Það var nokkuð langt en kvikulaust að heita mátti. Ég segist skuli kenna ráð til að komast í land með alt okkar; við höfum vaðaráhöld til að vaðbera bátinn, og getum svo selflutt alt okkar í land, en þeg- ar við erum að tala um þetta, flaut skipið, því það var þá kom- ið aðfall. Ég fór að stýrinu og var sett upp stagfokkan og sigldum við inn að þJorðeyrar- tanga. — Þegar komið var nálægt eyr- ■.inni, segi ég að það sé bezt að setja upp „skonnortu“-flaggið inni og upp í sand; en Bessi sagði að það væri svo mikill svo við getum siglt upp að eyr- gangur á skipinu að það mundi ekki þurfa. En þegar kom fyrir eyrina og við ætluðum að beygja upp með, þá sló skipinu frá, og sást þá, að betra hefði verið að fara að mínum ráðum. Nú komu menn fram á eyrina og bentu okkur að kasta akker- um, en þau voru ekki til nema hákarladreggið og köstuðum við því, en það festist ekki og settum við upp öll segl og ætl- uðum að slaga inn sandinn; við tókum ,,slag“ austur og gekk vel og síðan vestur, en þegar við ætluðum að snúa austur, neitaði skipið „vendingu", og hljóp í land og stóð, en þá kom hópur af mönnum til okkar úr kaupstaðnum. Stormurinn var svo mikill að það var varla hægt að tala saman og var þó skipið svo nærri landi að þeir sem á landi voru gátu náð í „bugspjót- ið“. Þeir komu með tvær brenni- vínsflöskur okkur til hressing- ar, og sögðu okkur að koma heim í kaupstaðinn og yfirgefa skipið, það væri strandað, það væri búið að skifta niður mönn- unum á milli fólksins til veru. — Við þökkuðum fyrir, en við sögðumst ekki yfirgefa skipið okkar meðan það væri heilt, svo mennirnir fóru en við supum á víninu og fórum svo að reyna að ná út skipinu og tókst það, fjórir fóru í land að hrinda því út, en tveir stjökuðu. Það var slétt klöpp, sem skipið stóð á og var því óskemt, og var farið með „dreggið“ út og kastað þar og skipið dregið nokkuð út og bundið með pertlínunni og var því þarna óhætt. Þegar þetta alt var búið, lof- uðum við allir guð af heilum hug fyrir að frelsa okkur úr þessum mikla háska. Þegar við komum þarna var klukkan 4 á pálmasunnudag, og voru því 14 klukkutímar, sem ég stóð við stýrið. Var ég mikið eftir mig, sem geta má nærri, því það var bæði kalt og erfitt verk, sem ég hafði þennan tíma, enda voru dofnir á mér fingurnir og handleggirnir mjög stirðir og var ég lengi að ná mér. Skozkt met. Á gistihúsi í Aberdeen borð- aði nýlega gestur, sem aðeins gaf eitt penny í drykkjupen- inga. — Nei, heyrið mig nú, sagði þjónnin. — Methafinn hér í nízku gefur æfinlega 2 penny í drylrkjupeninga. — All right! Komið þá bara og óskið nýja methafanum til hamingju. ÁSTMEYJAR DANAKONUNGA. Frh. af 3. síðu. hafði hirðmálarinn Hinrich Krock skreytt loftið allskonar útflúri. Anna Sophie Reventlow var gerð að hertogafrú af Slesvig og hækkaði seinna í tigninni, því að hún varð drottning Dan- merkur eftir lát Louise drottn- ingar. Víkur þá sögunni frá húsinu gegnt kauphöllinni, því að auð- vitað flutti hún í höllina. Hún átti þó húsið eftir sem áður bg geymdi þar einkaeignir sínar. Það var ekkert smáræði sem fanst, þegar Kristján konungur kom til valda árið 1730, rak stjúpu sína til Clausholm og gerði upptækar eignir hennar. Auk dýrindis húsgagna fundust skartgripir, 40,000 spesía virði, og í kassa átti hún jafnmikið í dúkötum og ríkisdölum. Meta-œðið. Wilmont Morgan, skrifstofu- maður í Dallas, hefir sett heims- met í því að raða blýöntum. Á einum klukkutíma raðaði hann 599 blýöntum og var 6 sekúnd- ur með hvern blýant. I Topeka í Kansas var nýlega samkeppni um það, hver væri fljótastur að klæða sig. Frank Garrey hlaut fyrstu verðlaun; hann klæddi sig á 22 sekúndum. En það fylgdi ekki sögunni, hvort hann klæddi sig í baðföt, kjól eða eitt- hvað annað. Og svo var það Japaninn Tutsukoma, sem setti heimsmet í því að borða sítrón- ur. Hann borðaði 26 sítrónur á klukkutíma, en skæðasti keppi- nautur hans sprakk á þeirri tuttugustu og fimtu. Rétta, mlúka oljúano fáið þér aðeins með Mána-bóni.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.