Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.05.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 31.05.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ tír lífi alþýðumanna, eftir alþýðumenn: I tuttugu og fimm vistum. Lýsing á vistym i jar- EYÍcsljcirðcarsýsluni Irá 1848—85 Eftir Guðrúnu Björnsdóttur. Guðrún Björnsdóttir, sera lesið kefir fyrir ævisögu sína, er þáttur er birtur úr hér á eftir, er fædd á Hrauni í Grenjaðarstaðasókn í Þing- eyjarsýslu 29. apríl 1832. Er saga hennar skrásett vestur í Ameríku árið 1916, er Guðrún var 84 ára gömul, og birt í tímaritinu Syrpu 1916: 3. og 4. hefti og 1917: 1. hefti. Fer hér á eftir það, er hún segir iim vistir sínar, og gefur það góðar hugmyndir um hrakningsvistir vinnu- hjúa á síðastliðinni öld og kjör þau, er þeim voru búin. Fyrsta vistin. AMA ÁRIÐ og faðir minn gifti sig, réði hann mig að tveim hlutum í Haga, en heima var ég að þriðjungi. I Haga var þá búandi Björn og Steinunn og afi minn, Jón Jónsson á ein- hverjum parti jarðarinnar. Mesta regla var á þessu heim- ili, enda voru þar ekki nema böm hjónanna, Sigurlaug og Sigurgeir, og þá nokkuð stálp- uð. Hér hafði ég nóg af öllu og einar 3 eða 4 spjarir og var það kaup nægilegt handa mér í þá daga, og þess utan var þetta mikið þrifa og reglu heimili. Á sunnudögum klæddust kon- ur þá í blá (svört) vaðmálspils með áföstum bol og svo þar ut- anyfir peysu og svo skotthúfa á höfðinu og var skúfurinn oft grænn. Á herðum höfðu þær klút og svo silkiklút í skýlu. Kirkjuföt karlmanna voru líka svört vaðmálsföt, og skotthúfu höfðu stundum gamlir menn undir hattinum. Þegar heim kom frá kirkjunni, voru öll spariföt látin ofan í kistu. 1 kistunni var oft hafður vöndur af reyrgrasi og það var víst eina ilmefnið sem brúkað var í þá daga. Þetta sumar, sem ég var í Haga, kom sólmyrkvi svo mik- ill að koldimt varð, og jörðin ísköld. Það fundu þeir bezt, sem ekkert höfðu á fótunum. Bezti þerrir var á, og vorum við að rifja töðuna á túninu. Er mér enn í fersku minni, hvað kalt mér varð á fótunum. Fólkið hætti að vinna og fór heim. Hús- móðirin kveikti ljós, svo hún sæi til í eldhúsinu. Allir vissu hvað myrkrið þýddi og biðu því rólegir þangað til myrkvanum létti. Eitt lítið atvik lýsir skaplyndi húsmóður minnar í Haga. Á að- fangadagskvöld kallaði hún mig fram í búr að þurka upp mat- arílátin, sem alt voru askar, nema ein skál, sem húsbóndinn átti, og var ég svo óheppin, að hún datt sundur í höndunum á mér. Skálin var kolmórauð og krosssprungin, enda var búið að nota hana í 17 ár og þótti hún hið mesta metfé. Fyrir þetta at- vik fékk ég harða ofanígjöf, svo ég fór að gráta. Seinna um kvöldið færði Steinunn mér inn í baðstofu, svart pils og lérefts- svuntu. Sagði hún, að ég skyldi hafa þetta fyrir það sem hún hefði verið um of harð-orð við mig. Önnur vist. ÆSTÁ ÁR eftir Haga-vist- ina fór ég í Heiðarbót til Hinriks bónda, sem þar var þá. Heldur var viðurgerningur þar af skomum skamti. Miðdags- matur á engjum úti var fisk- stikla og hálf brauðkaka og ekki mikið viðbit. Búið var lítið hjá bónda, og hann hniginn að aldri, þegar þetta var, svo hann var einungis við fjórða mann, því Olgeir sonur hans var enn heima. Engið í Heiðarbót var mest hálfdeigjur, nokkuð frá bænum. Gleði var hér lítil sem engin og aldrei fór ég til kirkju þetta ár, enda hefði ég ekki haft föt til þess. Heiðarbót stendur á enda kirkjusóknar- innar frá Grenjaðarstað og var annað en gaman að fara það á vetmm. Jón sonur IJinriks gamla var þá vinnumaður á Grænavatni við Mývatn. Um sumarið kom hann til þess að hjálpa föður sínum við að slá túnið. Jón var þá nokkuð þegj- andalegur, og man ég ekki eftir, að við töluðum orð saman, þessa viku, sem hann vann fyrir föður sinn. Kaup mitt hér var lítið, en þó víst eitthvað af fötum. Jólahald var lítið og mesta skemtunin var að hlusta á hús- lestrana og syngja sálmana. Hér kom það fyrir mig, sem ekki hafði áður hent mig, að ég hljóp úr vistinni um veturinn og heim til föður míns á Knútsstöðum. Kom þá húsbóndinn á eftir mér og lofaði bót og betran og faðir minn setti upp við bónda að láta mig í friði eftirleiðis, þar til vistinni væri lokið, og efndi hann það. Þriðja vist. Frá Heiðarbót fór ég að Garði í Aðaldal, eftir áeggjan Frið- finns bróður míns, sem þá var þar vinnumaður. Indriði Ólafs- son bjó þá í Garði, var hann listamaður í höndunum og smíð- aði alt, sem þurfti með á heim- ilinu, þar á meðal lóðaröngla, sem þá fengust ekki í verzlun- inni á Húsavík, og hafði hann á Húsavík útræði á hverju ári. Mikinn hluta vetrarins smíðaði hann þá öngla og hafði einn vinnumanninn til þess að sverfa þá og fægja. Kona Indriða var Hólmfríður Jónsdóttir; var hún bezta húsmóðir, og vildi sjá um að öllum liði vel á heimilinu, og sagði hún mér þegar ég kom með nýmjólkina úr fjósinu í fyrsta sinn, ásamt dóttur henn- ar Ólöfu, að ég skildi fá mér mjólkursopa. Helti hún þá í merkur skál og sagði um leið: „Drekktu þetta, Gunna mín, það svíkur þig ekki,“ enda fór mér vel fram og fitnaði, en hafði áð- ur verið horuð og framfaralítil. Börn Indriða voru þá öll heima nema Sigríður; hið elzta af þeim, sem þá var í vist hjá Johnsen verzlunarstjóra á Húsavík. Ólafur og Indriði voru þá böm að aldri. I Garði var viðurgerningur hinn bezti, og þó undarlegt megi virðast, var þar ekki skortur á neinu nema vatni. Vatnsbólið var langt frá bæn- um, vestur við svokallaðan Núp, og var vatnið flutt þaðan á hestum í belgjum, sem til þess voru gerðir. I fjósinu var stór kista, sem snjó var safnað í, sem síðan bráðnaði í fjóshitan- um og var það drykkjarvatn kúnna. Vissi ég til, að þetta var víða siður, þar sem lítið var um vatn. Indriði hafði bygt timburhús á Húsavík og stóð það gagn- vart verzlunarhúsunum, aðeins Búðará á milli. Á útróðrartím- anum fór ég þá út á Húsavík til að annast matreiðslu og annað, en varð að flýja þaðan fyrir á- leitni húsbóndans. Fór ég þá gangandi fram í Heiðarbót, því faðir minn var þá kominn þang- að, og fyrir bænir hans fór ég þó til baka aftur til að enda út vistarárið. Kaupið í Garði var eitt pils og svo bauð bóndi mér gamlan rokk, sem ég ekki þáði. Bóndi var altaf reiður við mig, af því ég Vildi ekki þýðast hann og sagði ég honum einu sinni að ég hefði ekki ráðist í Garð til ' þess að vera hóran hans; þess vegna vildi hann ekkert kaup borga mér. Indriði var að öllu hinn mesti búsýslu- og reglu- rnaður, smakkaði víst aldrei vín. Fjórða vist. Ú fór ég aftur að Haga fyrir alt árið. Húsbændur voru hinir sömu og áður, vísast því til fyrstu vistarinnar. Björn bóndi kallaði mig altaf systir og var sjálfur eins og ljós á heimilinu. Fimta vist. | FYRSTU hafði ég ráðist hjá Sigurði Hinrikssyni frá Heiðarbót, sem þá var ný- giftur í Skörðum. Átti hann fyrir konu Kristveigu dóttur Gísla eldra (Skarða Gísla) og ætlaði hann að byrja búskap um vorið á móti tengdaföður sínum, en sökum ófriðar á heimilinu hætti hann við það áform og réðist sem vinnumaður til Pét- urs í Reykjahlíð og fékk að hafa konu sína í húsmensku. Vildi þá Sigurður, að ég fylgdist með sér að Reykjahlíð, enda vant- aði þar vinnukonu, svo var það skylda hans að sjá mér fyrir vist, þar sem ég var áður ráð- in hjá honum. í Reykjahlíð líkaði mér vel og húsbændunum var ant um vellíðan hjúanna. Mátti því að- búnaður heita góður og sam- bandið milli hjúa og húsbænd- anna hið ákjósanlegasta. í heim- ili voru þá 17 manns með börn- um hjónanna, húsmenskufólki og niðursetning. Reykjahlíð er erfið jörð, eins og kunnugir vita, svo var þar mikil gesta umferð, bæði sumar og vetur, og var þvi

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.