Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 07.06.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 07.06.1936, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ M sjófari ugKiaip nr sjnif. FvAÐ var ekki eingöngu á- girnd og öfund, sem stjóm- aði gerðum Englendinga gagn- vart Spánverjum og spönskum sæförum á 15. og 16. öld. Þó þetta væri að vísu mikilsvert atriði þá bættust líka við trú- arandstæðurnar, því að Spán- verjar vom eins og kunnugt er rómversk-kaþólskir. Þessar mótsetningar á trúmálasviðinu höfðu mikið að segja í þá daga. Þetta gilti í ríkum mæli um Francis Drake, hinn „illa anda“ Spánverjanna, þó að hann væri annars mjög hleypidómalaus maður. Drake hataði páfatrúar- menn af heilum hug, en enga þó fremur en Spánverja. Drake var sonur fátæks mótmælenda- prests, sem hafði orðið fyrir ýmsum hrakningum á trúarof- stækistímabilinu og hann hafði þegar í æsku fest dauðlegt hat- ur til kaþólsku kirkjunnar. Ekki varð það heldur til að mýkjap skap drengsins, að koma til Nið-f urlanda á unga aldri og kynn-f ast hamförum hertogans af Alba gegn trúbræðrum hans. Mestan hluta æsku sinnar dvaldi Drake í Plymouth, þar sem faðir hans var skipsprest- ur og bjó í einu af skipunum, sem lágu þar á höfninni. Hér kyntist Drake varla öðrum en sjómönnum og það var því ekki að undra þó drengurinn veldi sjómenskuna, þegar hann átti að fara að sjá fyrir sér sjálfur og faðir hans hafði fengið í bókstaflegri merkingu fast land undir fætur. Drake varð nú skipsdrengur á skipi, sem gekk milli Englands og Frakklands og Niðurlanda. Starfið var erf- itt fyrir hina óþroskuðu krafta hans, en Drake hlífði sér hvergi og lærði starfið að fullnustu. Þess varð heldur ekki langt að bíða að Drake yrði skipstjóri á eigin skipi. Skipið fékk hann hjá gömlum piparsveini, sem leist vel á hinn unga mann og vildi gjama hjálpa honum á- fram. Þegar öldungurinn lést litlu síðar kom það í ljós að hann hafði arfleitt Drake að skipinu. A RIÐ 1567 var Drake 27 ára. Það ár seldi hann skip sitt, sem var barkskip. Ástæðan mun hafa verið sú, að hann var orðinn leiður á förum milli Englands og meginlandsins og hugði á meiri frama. Einkum lék honum hugur á að sigla til Vestur-Indlandseyjanna, því þangað reikaði hugur allra djarfra sæfara um þær mundir. Frændi hans sir John Hawkins — hinn fyrsti, sem seldi þræla til Ameríku — bauð Drake að koma með sér á þrælaveiðar til Sierra Leone í Afríku. Síðan var förinni heitið til Vestur- Indlandseyja, þar sem átti að selja þrælana. Drake lét ekki bjóða sér þetta tvisvar. Þessi ferð fékk þó þann sorglega enda, að Spánverjar réðust á skipið og gersigruðu það. Drake og Hawkins komust við illan leik undan og um borð í skip, sem var á leiðinni til Englands. Drake sór að hann skyldi hefna þessara hrakfara á Spán- verjum og hann sór að hætta ekki fyr en hann hefði náð sér svo niðri á þeim, að skaði hans væri bættur og vel það. Svo mikið hafði þó Drake kynst Mið-Ameríku að hann vissi nú orðið hvar voru snöggir blettir á veldi Spánverja. Átti silfurflutningurinn og hinn svo nefndi ,,silfurfloti“ þar ekki hvað síst hlut að máli. Frá námuhéruðunum á Kyrrahafs- strönd Suður-Ameríku var flutt ógrynni af gulli, silfri og öðrum dýrum málmum til Spánar. Það var að vísu of áhættumikið að flytja það suður fyrir Suður- Ameríku, svo Spánverjar tóku það ráð að flytja dýrgripi sína fyrst til hafnarborgarinnar við Panama-eyðið og því næst land- veg til hafnarborgarinnar Nom- bre de Dios við Karabiska hafið. Hér var það sem „silfurflotinn" var fermdur hinum dýra farmi sínum tvisvar á ári. Einhvers- staðar á þeirri leið datt Drake í hug, að hægt væri að ráða nið- urlögum Spánverja. A ÁRUNUM eftir hina mis- hepnuðu för þeirra Haw- kins til Mið-Ameríku fór Drake nokkrar djarfar rannsóknar- ferðir til Vestur-Indlandseyja og árið 1572 var hann búinn að ljúka öllum nauðsynlegum und- irbúningi. Drake hafði 2 smáskip, ann- að 75 en hitt 25 tonn. Með hon- um voru í förinni 72 djarfir æfintýramenn, og aðeins einn þeirra hafði náð þrítugs aldri. Þetta var í raun og veru aðeins ránsferð, en Englendingar og jafnvel sjálf Elísabet drottning lét sér það í léttu rúmi liggja, þar sem Spánverjar áttu ann- ars vegar hlut að máli. Drake lét úr höfn, sem var umkringd á allan vegu af frumskógum. Það var um nótt og þá hina sömu nótt komst hann slysa- laust inn í höfnina í Nombre de Dios. Drake hafði aldrei komið til hugar að vinna borgina, það var spánski flotinn, sem hann hafði hug á að finna. En það fór þó þannig, að ekki leið á löngu, uns bærinn virtist vera í höndum hans. Drake særðist á fæti og varð að flytja hann burtu, þrátt fyrir mótmæli hans, því menn hans vissu bezt hvem foringja þeir áttu þar sem Drake var. Drake varð nú að hætta við áform sitt í bili, en til þess að menn hans skyldu hafa eitthvað fyrir stafni sendi hann þá í ránsferðir um nágrennið, og( beið þess rólegur, að Spánverj-Í" ar flyttu auðæfi sín yfir eyðið.^ Drake komst í kynni við nokkra| þræla, sem vissu hvaða leið' Spánverjamir mundu fara, því nú ætlaði hann sér að sitja fyrir þeim og ræna þá á leiðinni. Þá kom upp sótt í liði hans svo að aðeins 20 menn voru á(< fótum, en Drake lét það ekki 1 hamla sér hið minnsta, heldur hélt af stað ásamt negrunum til Panama, þar sem hann ætl- aði að mæta gulllestinni. Það voru 2 stórar múlasnalestir og var önnur klyf juð gulli og gim- steinum en hin dýrindis klæðn- aði. Spánverjar höfðu komist að því hvað Drake var í huga og létu gegn venju þá lestina fara á undan, sem var klyfjuð vefnaðarvörunni. Drake treysti njósnurum sín- um og réðist á fyrri lestina, en varð auðvitað óður og uppvæg- ur, þegar haim sá hvernig hafði verið leikið á hann, en hitt kom honum aldrei til hugar að láta hlut sinn í neinu fyrir Spánverj- um. Drake var fastráðinn í því að ráðast þegar á næstu lest. Hann tók sér stöðu skamt frá Nombre de Dios, því hann áleit að Spánverjar mundu ekkiverða eins árvakir, ef þeir kæmust nærri alla leið, án þess að mæta nokkurri hindrun. Hér skjátlað- ist Drake ekki. Spánverjar gengu í gildruna og biðu ósig- ur, en Drake hélt heim til Eng- lands, með skip sín hlaðin gulli og gimsteinum. Nú var Drake svo óheppinn, að þegar hann kom heim til Englands haustið 1573 var kominn friður og vinátta milli ensku og spönsku stjórnanna. Sá Drake sér því þann kost vænstan, að halda aftur út á hafið, því það gat haft óþægi- legar afleiðingar fyrir hann að vera kærður fyrir sjórán. Eta það stóð ekki lengi og brátt var vináttan við Spáa- verja úti, svo að Drake gat siglt öruggur heim til sín, notið auðæfanna og hugsað um frek- ari athafnir í garð Spánverja. AÐ er sagt að á meða* Drake sat fyrir Spánverj- um í Panama hafi hann klifrað upp í hátt tré og þá hafi han* séð Kyrrahafið sólroðið fram- undan. Þá hét hann því að han* skyldi ekki unna sér hvíldar fyr en hann hefði siglt ensku skipi um þetta haf, sem Spánverjar höfðu einir siglt um. Að efna þetta heit var því næsta við- fangsefni Drakes. Hann leit svo á, að nú yrði hann að leggja sig fram til að efla hið unga enska veldi á hafinu og þó hann hataði Spánverja og teldi hefnd sína heilagt hlutverk, þá varð hún að bíða í bili. Drake var heima á Englandi um fjögurra ára skeið. Gekk hann meðal annars fyrir drottn- inguna og skýrði henni frá ráða- gerð sinni um ránsferð á hend- ur Spánverjum við Kyrrahafs- strönd Suður-Ameríku. Nú hafði Drake 5 skip og stærst þeirra var „Pelican“, 120 Raífibætir. Það er vandi að gera kaffi ’únum fii hæfis, svo að hirm r étti kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst uiti G. S. kaffibæti. Kann svíkur engan. Keynið sjálf. Keynslan er ólýgnust.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.