Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 07.06.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 07.06.1936, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ kom, sem fokið hefir af eyði- mörk Allah. Það var orðið koldimt og ekkert heyrðist, nema þungur- andardráttur úlfaldanna. Hvít skikkja Arabans lýsti í myrkr- inu og hann hvesti augun út í hina leyndardómsfullu nótt. Hundur spangólaði. Arabinn stökk á fætur, greip skammbyssuna og horfði í kringum sig. Ekkert. Hann gekk um kring og starði út í nóttina. Hann horfði á úlfaldana, sem lágu í hálf- hring umhverfis tjald konunn- ar. Þjónarnir og hundarnir lágu steinsofandi hjá úlföldunum. Hann sparkaði í einn þjóninn: — Hvað var þetta? Þjónn- inn spratt á fætur. — Herra minn, ég veit ekki hvað það var. Engill svefnsins og engill dauðans börðust um BQÍg. — Og hvor sigraði? Þjónninn féll á kné. — Engill dauðans, herra minn, hann sigrar ætíð. Achmed glotti: — En fyrst sigrar engill lífs- ins. Þjónninn laut höfði: — Herra minn! Fyrst þér segið það, þá er það ugglaust svo. Svo gekk hann á sinn stað og lagðist fyrir. Arabinn hélt áfram að leita. Þegar harrn kom til tjaldsins aftur sat halti þjónninn þar og baðst fyrir mjög hátíðlega. Achmed horfði á hann undr- andi: — Ert þú kominn aftur? — Já, ég er kominn aftur. Trúr þjónn kemur aftur; kemur æfinlega aftur. Svo þögðu þeir báðir stundarkorn. Þjónninn leitaði á brjósti sér, svo tók hann hníf fram úr blóð- ugri erminni: — Stingið honum í hjarta yðar, herra minn! Arabinn stökk upp í loftið,; Ateller Ijósmyndarar hafa ávalt forystuna í smekklegri Ijósmynda- framleiðslu. Munið það og forðist lélegar eftirlíkingar. Ljósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötu 2, Reykjavík. eins og naðra hefði bitið hann. — Hvað ætlastu fyrir? — Farið sömu leið og konan yðar . . . Achrned hrópaði upp: — Allah sé þér miskunn- samur, morðinginn þinn! Þjónninn stóð frammi fyrir honum og laut höfði: — Allah spinnur þráð lífsins, en einhvern tíma heggur hann þráðinn sundur. Og hvers virði er yður lífið þá, herra minn? Morguninn eftir, þegar sólin rann upp yfir hina víðáttumiklu eyðimörku, var þremur færra til þess að þylja morgunbænina. E YÐISBÓNDINN. Frh. af 5. síðu. um viðkunnanlegra að deyja í landi. Ærið var þar rekald um allar fjörur og mikið af því af skipum, bæði segl og kaðlar, borðviður og margt fleira. Fugl var þar svo gæfur, að taka mátti með höndunum. Sá hann nú, að hann mundi hvorki deyja úr hungri né kulda. Fór hann að búa sér til skýli og fleira að laga; leið svo fram um hríð. Hann sá þar aðra eyju nokkuð frá og vildi feginn komast þangað, því hann sá þar reyki leggja upp, en þegar hann fór að athuga það betur, virtist honum það óráð, því þar gætu búið þrælar, sem dræpu hann, svo hann sló því frá sér, að hnisast í það. Leið nú fram á vorið og fóru að koma hrein- viðri og góð tíð; sá hann þá oft í sömu átt dálitla þokubólstra. Datt honum þá í hug, að þar mundi vera land. Að þessu gaf hann mikinn gaum og sann- færðist um, að þar mundi vera Langanes. Hann vissi líka að þar var oft þoka, þótt annars staðar væri hreinviðri og sól- skin. Þetta blés honum í brjóst nýju fjöri og áræði að reyna að bjarga sér. Hann hafði alls- kyns rekavið, eins og áður er .sagt; fór hann nú að velja sér V stórtré og kantaða bjálka og \ höggva þá saman í fleka. Hann , hafði nóg af köðlum til að binda trén saman, einnig setti hann á fiekann tvö möstur, og þegar hann var búinn sem bezt ! að undirbúa fór hann að setja hann saman um stórstraums- f jöru niður við flæðarmál. Kept- ist hann við að Ijúka verkinu, áður en flæddi. Þetta tókst og festi hann flekann með landtogi á meðan hann þiljaði hann að ofan og bar út á hann bæði selskinn og matvöru, egg, sela- og fuglakjöt, ásamt ýmsu, sem hann hagnýtti af strandgózi. Eftir það seglbjó hann flekann Afbrýðisemi. Bóndi nokkur í Júgóslavíu hefir bannað konu sinni að þvo sér. Með þessu móti hugsar hann sér að leyna fegurð henn- ar fyrir öðrum mönnum. En þegar hann klippti af henni hár- ið líka þótti yfirvöldunum kominn tími til þess að skerast í leikinn og dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi. Skóli í'yrir fíla. I Bombay hefir verið stofnað- ur fílaskóli, sem miðar að því að kenna fílunum ýms störf á einfaldari hátt en verið hefir. Eigendur fílanna verða að greiða skólagjald fyrir þá og sjá þeim fyrir fóðri meðan stendur á náminu. En aðsóknin hefir verið svo mikil að það hef- ir orðið að stækka skólann. Dettið ekki fram úr rúmiim. Franskar hagskýrslur skýra svo frá, að þar í landi, hafi 92 menn beðið bana 1934 á þana hátt að þeir duttu fram úr rúm- inu sínu. Er tréð morðingi? Fyrir nokkur síðan fanst lík af manni í miðaldabúningi í holum eikarstofni skamt frá þorpi einu. Sverðið, sem var við hliðina á beinagrindinni, var orðið svo ryðgað að það datt í sundur þegar snert var á því. Menn halda helzt að maðurinn hafi flúið inn í trjástofninn undan féndum sínum og ekki komist út aftur. Hafi hann því , , dáið úr hungri. ganga a og rifa til í jarðvegin-| um. Á vængjunum eru 2 klær. sem fuglinn notar til þess að hanga á trjágreinum, því hann heldur sig mikið í skógum og er þó stirður enda þótt hann hafi 4 fætur til þess að hreyfa sig með. Verður því nefið að koma honum líka til hjálpar við allar hans hreyfingar. Ekki getur fuglinn flogið því til þess er vöðvabygging vængj- anna of brábrugðin ven ju og um of lík fótum. Fugli þessum væri fyrir löngu búið að útrýma, ef nokkur skepna teldi hann ætan; sakir þess hve mikla. ólykt legg- ur af honum. Betlarablaðið. I Budapest hóf nýlega út- komu sína betlarablað, sem ung- verskir betlarar gefa út. Mark- mið blaðsins er að vekja eftir- tekt þjóðarinnar og stjómar- valdanna á hinum erfiðu kjör- um ungverskra betlara síðan kreppan hófst. enn þá eina.! Þú hefir ekki kynst kreppunni enn þá. Nei, ég nota Mána og kemst hjá öllum hugleið' ingum um kreppuna. RITSTJÓHI: F. R. VALDEMARSSOW. STKINDÓRSPRENT H.F- og lagði af stað. Gerði hann það heit, að ef hann næði landi á Langanesi, skyldi hann gefa Sauðaneskirkju flekann með öllu saman. Hann fékk stöðugt fremur hagstæða vinda og eftir 6 sólarhringa náði hann landi í Eyðismöl eftir fulla þriggja mánaða burtvem. Lofaði hann guð fyrir líf, og landfesti flek- ann og gekk heim. Var þá verið að skrifa upp bú hans; honum var tekið með miklum fögnuði, og ætluðu menn að hætta við uppskriftina, en hann bað þá . halda áfram, því lífdagar sínir væru brátt á enda. Staðfesti hann nú áheitið og þótti gjöfin gott búsílag fyrir klerk og kirkju. Hann lifði aðeins þrjá sólarhringa í landi, fékk hægt andlát og heiðarlega greftrun. Árið 1842 stóð síðasta torf- kirkja á Sauðanesi, og sagði síra Stefán Einarsson (dáinn 1847), að mikið af borðvið í henni væri úr gjafafleka Eyðis- bóndans. Var mörg fjöl frá 20 —24 þumlunga á breidd. Líka sögðu gamlir menn á Langa- nesi, að einn kynþáttur þeirra bænda, sem nú búa á Eyði, væri frá þessum Jóni. En, ætt sú, sem býr nú, 1897, er þó mest frá Ólafi Sigfússyni, er bjó í Sköru- vík fyrir og um miðja 18. öld og var ættaður úr Skagafirði. Nýr Dú-dú-fugl. Við Amazon-fljótið lifir ein- kennilegur fugl, sem heitir Hoatzin. Fugl þessi er mjög dularfult náttúrusmíði. ITann hefir að vísu 2 fætur eins og aðrir fuglar, en þar að auki not- ar hann vængina til þess að

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.